Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987. Stjómmál Iðnráðgjófverði árangursríkari Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra hefur lagt fram á Alþingi stjómarfrumvarp um iðnráðgjöf. „Meginatriði þess er það að iðnr- áðgjöfin verði markvissari og árangursríkari en verið hefur,“ segir í athugasemdum sem fylgja frumvarpinu. „I stað þess að hafa sjálfvirkt styrkjakerfi, eins og nú er, þykir vænlegra til árangurs að styrkja þá aðila, sem sýna frumkvæði og hafa vilja og getu til athafna á því sviði, sem lögin taka til. Þar með er talin upplýsingaþjónusta um iðnaðarmál, fræðslustarfsemi, fundarhöld og ferðakostnaður, þar sem gjaldtaka getur ekki átt við. Ætlunin með frumvarpinu er að einungis njóti stuðnings skilgreind verkefni og þá að jafnaði með mótframlagi umsækjenda. Með þessu er að því stefnt að beina at- hygli manna að verkefnum, sem þeir telja verulegar líkur á að skili árangri," segir ennfremur í at- hugasemdunum. -KMU Búnaðarfélag missi ekki nefndarmann Meirihluti samgöngunefndar neðri deildar Alþingis vill ekki fallast á þá tillögu samgönguráð- herra að Búnaðarfélag íslands skuli missa fúlltrúa sinn í skipu- lagsnefnd fólksflutninga. Matthías Bjarnason samgöngu- ráðherra sagði á Alþingi um aðild Búnaðarfélagsins að nefndinni, þegar hann mælti fyrir stjórnar- frumvarpi um skipulag á fólks- flutningum með langferðabifreið- um. að hún væri að vísu orðin gömul, frá 1945. Gjörbreyting hefði hins vegar orðið á þjóðfélaginu. „Tel ég að því hlutverki sem full- trúa Búnaðarfélagsins var ætlað að gegna í upphafi verði jafn vel gegnt af fulltrúa Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sem fyrir er i nefndinni," sagði Matthías. -KMU Ekkert í máli ráðherrans hrekur það sem ég hef sagt - sagði Jóhanna Sigurðardóttir í umræðu um húsnæðiskerfið „Sá áróður, sem hafður er uppi um að nýja húsnæðislánakerfið sé brostið, hefur ekki við rök að styðjast en er til þess eins að skaða lánakerfið og veikja tiltrú fólks á jákvæða þróun þessara mála,“ sagði Alexander Stef- ánsson félagsmálaráðherra á Alþingi í gær í umræðu um húsnæðismál. Alexander beindi orðum sínum að Jóhönnu Sigurðardóttur, Alþýðu- flokki, sem í viðtali við DV fyrir tveimur vikum fullyrti að stefndi í fjár- hagslegt hrun húsnæðiskerfisins. Jóhanna sagði í DV að mun fleiri umsóknir hefðu borist um lán en gert hefði verið ráð fyrir. Ennfremur hefðu orðið miklar verðhækkanir á íbúðum. „Ég er þeirrar skoðunar að hátt- virtur þingmaður eigi að geyma stóru orðin og fullyrðingar þangað til nýja útlánakerfið er húið að sýna sig og menn átta sig betur á kostum þess og göllum," sagði Alexander. Hann sagði að frá 1. september 1986 til ársloka hefði Húsnæðisstofhun bo- rist 4.260 lánsumsóknir. Gert væri ráð fyrir 15% affollum, sem mörgum þætti of lágt áætlað. 46% umsækjenda væru að eignast sína fyrstu ibúð. Ráðstöfunarfé lífeyrissjóða myndi stóraukast á næstu árum. Beinlínis væri gert ráð fyrir mikilli eftirspum eftir lánum næstu 2-3 árin. Þeirri eftir- spurn mætti mæta tímabundið með lengri afgreiðslufresti lána. „1 lögunum er ekkert minnst á bið- tíma eftir afgreiðslu lána. Hins vegar er skýrt kveðið á um það að Húsnæðis- stofnun skuli svara innan tveggja mánaða hvenær lán er til reiðu,“ sagði Hvers vegna sniðgengur Jón starfsaldursregluna? „Hveiju sætir að svonefnd „starfs- aldursregla" Dýralæknafélags íslands hefur margsinnis verið sniðgengin við veitingu embættis héraðsdýralækna?" Svo hljóðar ein þriggja spuminga sem Steingrímur J. Sigfússon, Al- þýðubandalagi, hefur lagt fyrir Jón Helgason landbúnaðarráðherra á Al- þingi. Þingmaðurinn spyr einnig eftir hvaða reglum ráðherrann velji hér- aðsdýralækna úr hópi umsækjenda og hvort ráðherra hyggist grípa til ann- arra aðgerða til að tryggja afskekktum og tekjurýrum hémðum dýralæknis- þjónustu ef fallið verður frá því að hafa hliðsjón af „starfsaldursreglu“ Dýralæknafélagsins. -KMU Alexander. „Ekkert sem fram kom í máli ráð- herrans hrekur það sem ég hef sagt. Þvert á móti staðfesti ráðherrann það sem ég hef haldið fram,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir. Sagði hún að 1.200 til 1.700 milljónir króna vantaði í húsnæðiskerfið í ár. Meðalbiðtími hefði í desember síðast- liðnum verið kominn i 15 mánuði. Ljóst væri að biðtíminn stefndi í að verða á þriðja ár. Tvöfalda þyrfti fjármagn til hús- næðiskerfisins á næsta ári, upp í 8 milljarða króna, ef biðtími ætti ekki að lengjast. Lýsti Jóhanna þeirri skoðun sinni að taka þyrfti félagslega íbúðakerfið til gagngerrar endurskoðunar nú þeg- Hjörleifur Guttormsson, Alþýðu- bandalagi, sagði að brotlendingin lægi fyrir. Ennfremur uppgjöf og andstaða stjómarflokkanna við að taka á hinu félagslega íbúðakerfi. Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista, sagði það skoðun sína að fólk hefði verið blekkt. Stefán Benediktsson, Alþýðuflokki, spurði ráðherrann hvort hann hefði vitað í apríl 1986, þegar nýju lögin vom sett, að í greinargerð með frum- varpinu þá hefði fjárþörfin verið vanáætluð. Umræðunni lauk ekki. Verður henni líklega fram haldið á morgun. -KMU Ný umférðariög á Alþingi: Hámarkshraði í þéttbýli 50 km Hækkun hámarkshraða á vegum utan þéttbýlis, bílbeltasektir og nýtt bflnúmerakerfi em ekki einu breyt- ingamar sem gerðar verða á um- ferðarlögum með frumvarpi því sem efri deild Alþingis hefur þegar sam- þykkt en neðri deild á eftir að fjalla um. í þéttbýli má ökuhraði ekki vera meiri en 50 km á klst. Samkvæmt þessu ákvæði verður hámarkshraði á götum eins og Miklubraut og Kringlumýrarbraut í Reykjavík lækkaður úr 60 km á klst. niður í 50 km á klst. Reglur um ökuhraða stórra fólks- bifreiða, vömbifreiða og dráttarbif- reiða em rýmkaðar. Ökuhraði vélsleða á vegi er takmarkaður við 30 km á klst. Skylda verður að aka með tendmð Ijós allan sólarhringinn í átta mán- uði á ári, frá septemberbyijun til aprílloka. Bam yngra en 7 ára má ekki hjóla á akbraut. 15 ára lágmarksaldur er settur til að reiða bam. Til að stjóma dráttarvél þurfa menn að vera orðnir 16 ára. Á trakt- or við landbúnaðarstörf utan alfara- vegar er lágmarksaldur þó 14 ára. 16 ára lágmarksaldur er fyrir létt bifhjól, vélsleða og torfemtæki. Fela má verkstæðum almenna skoðun ökutækja, Þá er ákvæði um að setja megi reglur er heimili öðrum en lögreglu að stjóma umferð. Bráðabirgðaökuskírteini er gefið út til byijenda til tveggja ára. Eftir það fá menn fúllnaðarökuskírteini sem ekki þarf að endumýja fyrr en við sjötugsaldur. -KMU I dag mælir Dagfari Þingmenn þrefuðu um það á mánudaginn hvort rannsaka ætti Sverri menntamálaráðherra. Sjálf- stæðismennimir eru á móti því að rannsaka Sverri en aðrir telja að hann sé rannsóknarinnar virði. Nið- urstaða fæst í dag ef að líkum lætur en þá verða greidd atkvæði um þetta örlagaríka mál sem þingheimur hef- ur látið ganga fyrir aðúndanfömu. Tilefni þessarar uppákomu er brottrekstur fræðslustjórans fyrir norðan. Sverrir rak manninn úr starfinu þegar hann taldi fúllreynt að fræðslustjórinn gegndi sér ekki. Þjóðin hefúr síðan deilt um það fram og aftur hvort brottreksturinn væri réttmætur eða lögmætur, pólitiskur eða ópólitískur, rökstuddur eða órökstuddur. Hingað til hefúr ekki verið gert tiltakanlegt veður út af því þótt menn séu reknir úr starfi fyrir óhlýðni enda hefur mönnum verið sagt upp vinnu fyrir minni sak- ir frá því land byggðist án frekari refja. Nú eru hins vegar allar líkur á því að efna þurfi til þjóðarat- kvæðagreiðslu í hvert skipti sem ráðherra vill segja opinberum starfs- manni upp. Allir vissu reyndar að opinberir starfsmenn njóta nokkurs öryggis í starfi og geta komist upp með leti, segir má ekki Pabbi vanrækslu eða óreglu án þess að ástæða þyki til að amast við þeim. Það er aftur á móti nýtt að embættis- menn geti beinlínis ögrað yfirmönn- um sínum, ráðherrunum, og neitað að hlýða fyrirmælum þeirra og lög- um án þess að þurfa að óttast brottrekstur þegar ráðherra brestur. þolinmæði. Fræðslustjórinn fyrir norðan taldi sig hafa öðrum hnöpp- um að hneppa heldur en að hlusta á Sverri ráðherra og það þótt fræðslustjóraembætti eigi, lögum samkvæmt, að heyra beint undir menntamálaráðherra landsins. Þeg- ar Sverrir Hermannsson nennti ekki lengur að hafa þennan mann í vinnu vegna óhlýðni og mótþróa hvers konar lét hann senda fræðslustjór- anum bréf um uppsögn eins og hver annar almennilegur vinnuveitandi mundi gera. Það var þá sem landið sporðreist- ist fyrir norðan og þingmennimir á Norðurlandi eystra tóku undir sig stökk og heimtuðu rannsókn á ráð- herranum. Engum datt auðvitað í hug að biðja um rannsókn á fræðslu- stjóranum, sem þó væri meira vit í. Allt er þetta heldur kúnstugt og segir ekki frekar af þessum vígaferl- um að öðru leyti en því að sjálfstæð- ismenn hóta stjómarslitum ef Sverrir verður rannsakaður og Steingrímur forsætisráðherra fer á handahlaupum til að koma ríkis- stjóminni sinni undan þessum gemingum. Og hvað gerði Stein- grímur? Jú, hann hringdi í forseta hæstaréttar og spurði hvort ekki væri bannað að rannsaka Sverri. Forseti Hæstaréttar er greinilega maður á réttum stað og svaraði um hæl í símanum að alþingi væri að gera tóma vitleysu með því að rann- saka Sverri. Og þessi boð flutti Steingrímur síðan þingheimi: ég er búinn að tala við Hæstarétt, hann er alveg á móti þessari rannsókn. Punktur, basta. Pabbi segir má ekki. Nú hafði Dagfari haldið að Hæsti- réttur hefði annað að gera en að hlusta á umræður á þingi, enda liggja fyrir óafgreidd mál hjá dóm- stólnum nokkur ár aftur í tímann. En annað kemur í ljós og er það kannske skýringin á drættinum og sleifarlaginu hjá Hæstarétti. Bless- aðir mennirnir mega ekki vera að því að dæma því að þeir eru önnum kafnir við að fylgjast með tillögu- flutningi og málatilbúnaði á þingi til að vera viðbúnir því að upplýsa forsætisráðherra um hvað má og hvað má ekki. Hér eftir verður símalínunni hald- ið opinni milli alþingis og hæstarétt- ar í hvert skipti sem alþingismenn taka upp á því að deila um hvaðeina og þegar deilan er orðin þeim um megn geta þingmennimir hringt í forseta hæstaréttar og leitað álits á vitleysunni sem þeir segja eða vitley- sunni sem aðrir segja. Og forsetinn mun sitja við símtólið og svara að bragði: má, má ekki, má, má ekki. Þetta er auðvitað mjög hentugt og nú verður alger óþarfi að skipa nefiidir í málin eða setja lög um rannsóknir því stóri pabbi uppi í hæstarétti getur svarað því sam- stundis með einni símhringingu. Einfaldara getur það ekki verið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.