Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 40
62 • 26 •
FRÉTT ASKOTIP
Hafir þú ábendingu um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er
-.jnotað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Áuglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháö dagblaö
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1987.
Erlendurfékkfréttina um dóminn hjá DV:
Ég er féginn að
því er mig varðar
,.Ég er feginn að heyra þessa nið-
urstöðu dómsins að því er mig varðar
en hefði vonað að allir hinir ákœrðu
hefðu verið sýknaðir af málinu."
sagði Erlendur Einai-sson, fyrrver-
andi forstjóri Sambandsins, í samtali
við DV er blaöið greindi honum frá
niðurstöðu Sakadóms Reykjavíkur í
„kaffibaunamálinu".
Erlendur Einarsson var erlendis. á
ferð um Evrópu, er dómurinn var
kveðinn upp og náði DV tali af hon-
um á hóteli í Ziirieh í Sviss.
„Upphafíega er þetta mál kom upp
fannst mér engin ástæða til ákæru
í því. Þama var fyrst og fremst um
að ræða innanhússmál hjá Sam-
bandinu, enginn innan þess dró sér
fé og öllum fjármununum var skilað
aftur til Kaffibrennslu Akureyrar."
Erlendur endurtók síðan að hann
hefði viljað að allir hefðu verið sýkn-
aðir og þótt hann [jersónulega væri
ánægður með niðurstöðu dómsins
hvað sig varðaði skyggði á þá
ánægju að svo hefði ekki orðið.
-FRI
Vil ekkert segja
- sagði Hjalti Pálsson
„Ég vil ekkert segja um þetta
mál," sagði Hjalti Pálsson í samtali
við I)V er hann gekk út úr dómsaln-
um eftir að dómur hafði verið
kveðinn upp í „kaffibaunamálinu".
Hjaiti hlaut þvngstan dóm þeirra
fímm sem ákæröir voru. eða 12 mán-
aða fangelsi, þar af 9 mánuði skil-
orðsbundið.
Tveir aðrir sakborningar. þeir
Gísli Theodórsson og Amór Val-
geirsson, vóru yiðstaddir uppkvaðn-
ingu dómsins.
-FRI
Hef ekkert að segja
- segir Amór Valgeirsson
„Ég hef ekkert að segja að svo
komnu máli," sagði Amór Valgeirs-
son. deildarstjóri hjá SÍS, í samtali
við DV þegar álits hans var leitað á
dómi Sakadóms Reykjavíkur í kaffi-
baunamálinu í gær.
„Það er ekki tímabært að segja
neitt, ég á eftir að ráðfæra mig við
lögfræðing minn um dóminn og það
hvort honum vorður áfrý-jað. Það
skýrist sennilega í þessarí viku,"
sagði Arnór Valgeirsson.
Sigurður Ámi Sigurðsson, sem nú
gegnir störftim framkvæmdastjóra
Iceland Seafood í Hull í Englandi,
sagðist í morgun ekkert vilja segja
um niðurstöðu dómsins og kvaðst
ekki hafa tekið afstöðu til áfrýjunar
og bjóst jafhframt við að nýta sér
lögboðinn frest til þess.
-ój
- sjá dóminn á bls. 2-3
Steingrímur til Sovét
Blóm
við öll tækifæri
Opið frá kl. 10-19
alla daga vikunnar.
GARÐSHORN^Í
Suðurhlíð 35
sími 40500
~ við Fossvogskirkjugarðinn.
LOKI
Kosningaslagorðið verður:
Framsókn, ferð og flug!
Forsætisráðherra, Steingrímur Her-
mannsson, fer í þriggja daga heimsókn
til Sovétríkjanna í byrjun mars i boði
ríkisstjórnarinnar þar.
Guðmundur Benediktsson ráðu-
neytisstjóri staðfesti þetta í morgun
en hann sat þá á fundi með sendiherra
Sovétríkjanna við að skipuleggja
heimsóknina. Þeir vom þá að ræða
hvaða daga heimsóknin yrði. Ákvörð-
un um það átti að taka fyrir hádegi.
-HERB
Veðrið á morgun:
Milt
veður
Á fimmtudaginn verður hæg suð-
læg átt og milt veður. Víða súld eða
rigning einkum um sunnan- og vest-
anvert landið. Hiti verður á bilinu 2
- 6 stig.
Magnús Thoroddsen, forseti Hæstaréttar:
Svaraði spurn-
ingu um leiðir
„Samkvæmt lögum um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna frá
1954 á umræddur starfsmaður rétt á
því að fara dómstólaleiðina. Þar er
þá allt málið rannsakað, jafht allar
ástæður yfirmanns hans og ávirð-
ingar þær sem á starfsmanninn em
bomar. Þessa leið hefur löggjafinn,
Alþingi, ákveðið, að mínu mati rétti-
lega," segir Magnús Thoroddsen,
forseti Hæstaréttar.
„Hæstvirtur forsætisráðherra
hafði fullkomlega rétt eftir mér á
Alþingi i fyrradag í umræðunum um
mál Sturlu Kristjánssonar. Það er
svo spuming hvort á að svara hæst-
virtiun forsætisráðherra þegar hann
spyr. Ég taldi og tel mig fullkomlega
geta svarað þegar spurt er um leiðir
í máli og um slíkt var spurt. Það
kæmi hins vegar aldrei til gi'eina að
tjá sig um hugsanleg úrslit máls,"
segir Magnús.
„Ég hef ekki sent hinu háa Al-
þingi nein boð, einungis svarað til
um leiðir þegar að var spurt og þar
breytir ekkert eðli málsins þótt það
sé til umræðu milli stjórnmála-
manna. Um annað var ekki að ræða
og ég læt það alveg í léttu rúmi
liggja þótt einhveijir vilji taka þessu
öðmvísi," sagði forseti Hæstaréttar.
-HERB
Léttar á fæti og hýrar á svip gengu þær mæðgur yfir Lækjargötuna
í vetrarbliðunni; Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, og dóttir henn-
ar, Ástríður Magnúsdóttir, 14 ára. -EIR/DV-mynd GVA
_ Sturiumálið:
Óvíst hvemig
Framsókn klofnar
Óljóst er hvernig atkvæðagreiðsla
um frávísunartillögu þingflokksfor-
manns Sjálfstæðisflokksins við laga-
fi-umvarp Ingvars Gíslasonar og fleiri
um rannsóknarnefhd í Sturlumálið fer
á Alþingi í dag.
Líklegt er að sjálfstæðismenn muni
allir styðja frávísun enda í þeim hópi
litið á tillöguna sem vantraust á Sveni
Hermannsson. Talið er að alþýðu-
flokksmenn og Kvennalisti leggist
óskiptir gegn frávísun. I Alþýðu-
bandalagi er óvissa um Guðmund J.
Guðmundsson.
Framsókn er stóra spurningin. Ing-
var Gíslason, Guðmundur Bjamason
og Stefán Valgeirsson vilja rannsókn-
amefnd en Steingrímur Hennannsson
telur hana óeðlilega. Margir Fram-
sóknarþingmenn höfðu í gær ekki gert
upp hug sinn og trúlegt að sumir verði
fjarstaddir atkvæðagreiðslu.
„Ég yrði ekkert hissa á því að þreif-
að yrði á því að fá atkvæðagreiðslu
frestað. Mér sýnist óvissan það mikil
í Framsókn," sagði Steingrímur J.
Sigfússon Alþýðubandalagsþingmað-
ur í morgun. -KMU
Vilja mörg lög
fyrir kosningar
Forgangslisti þingmála, sem ríkis-
stjómin vill afgreiða sem lög frá
Alþingi fyrir kosningar, er að smella
saman þessa dagana. Þorvaldur Garð-
ar Kristjánsson, forseti sameinaðs
þings, sagði í morgun að miðað við
25. apríl sem kosningadag lyki þinginu
líklega um miðjan mars.
Miðað við þinglausnir um miðjan
næsta mánuð em aðeins fjórtán reglu-
legir fundardagar eftir á Alþingi, þar
af fjórir meðan Norðurlandaráðsþing
stendur yfir.
Þau þingmál, sem em „í farvatn-
inu“, eins og Þorvaldur Garðar orðaði
það, em:
Staðgreiðslukerfi skatta, tollalög,
tollskrá, þungaskattur, opinber inn-
kaup, skipan opinberra framkvæmda,
kosningalög, umferðarlög, veiting rík-
isborgararéttar, nauðungamppboð,
stjórnsýslulög, umboðsmaður Alþing-
is, iðnráðgjöf, skógrækt og skógvemd,
jarðræktarlög, visindaráð og rann-
sóknaráð, sjómannadagur, uppboðs-
markaður fyrir sjávarafla, læknalög,
skipulagslög, Húsnæðisstofnun og
bankamálin.
„Þetta er ekki tæmandi," sagði Þor-
valdur Garðar. -KMU