Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 22
,22 MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987. Erlendir fréttaritarar Norðmenn leyfa selveiðar á ný Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Norðmönnum heíur orðið tíðrætt um fjölgun sela í vetur. Þetta vanda- mál er orðið svo stórt að það ógnar atvinnu og búsetu íjöltla fólks, mest við strendur Norður-Noregs. Hinn svokallaði Grænlandsselur hefur beinlínis gert innrás á norsk fiskimið. Þetta veldur því að norskir sjómenn fá varla bein úr sjó, að minnsta kosti ekki fiskbein. Margir sjómenn hafa nú þegar lagt árar í bát og vilja ekki stunda sjóinn meir fyrr en selnum hefúr fækkað. Verst er ástandið í Tromsö fylki og Lofot- en. Norskir fræðimenn telja að selur- inn konii frá svæðunum við Jan Mayen. Hann hefúr ekki verið veiddur undanfarin ár. Telja fræði- mennirnir að nú sé ofijölgunin orðin það mikil að hann hafi ekki nógan mat á því svæði og leiti því niður að Noregsströndum. Selsins hefur orðið vart suður með öllu landinu og í síðustu viku fúndust meira að segja tveir í Oslóarfirði. Kvalafullur dauðdagi Einn selur étur að meðaltali fimm- tíu kíló af fiski á sólarhring. Samkvæmt því éta selimir á Noregs- miðum milli fimm og tíu milljónir kílóa af fiski á sólarhring. Á einum mánuði hafa átján hundr- uð selir hafnað í netum norskra sjómanna. Þar hlýtur selurinn kvalafullan dauðdaga. Þegar til lands er komið er honum svo hent því bannað hefur verið að veiða hann og ekkert fæst fyrir hann. Sjávarútvegsmálaráðherra Nor- egs, Bjame Mörk Eidem, segir að norska stjómin ætli nú aftur að leyfa selveiðar til þess að leysa þetta vandamál. Hann segist einnig munu vinna markvisst að þvi að skapa markað fyrir selsafurðirnar. Grænfriðungar eru að vonum mjög óánægðir með þessa ákvörðun norsku stjómarinnar. I vikulokm leiddu sjávarútvegsmálaráðherrann og fúlltrúi grænfriðunga á Norður- löndum saman hesta sína í sjón- varpssal. Þar lýsti grænfriðungurinn því yfir að samtökin myndu ekki sitja aðgerðalaus og horfa upp á Norðmenn veiða selinn. Mættu þeir búast við ýmsu af hálfu grænfrið- unga ef þeir gripu ekki til skynsem- innar og létu selinn í friði. Hann vísaði öllum norskum rannsóknum á bug og sagði að það vantaði sann- anir fyrir þvi að selimir væm orðnir of margir. Þorskstofninn í hættu Sjávarútvegsmálaráðherrann spurði þá hvort grænfriðungar gætu ekki skilið þann vanda sem steðjaði að heilum byggðarlögum í Noregi og hvort þeir hefðu engan áhuga á að bjarga þorskstofninum. Ráðher- rann sagðist með engu móti geta skilið afetöðu grænfriðunga í sela- málunum og spurði hvort samtökin gætu ekki fundið sér eitthvert þarf- ara viðfangsefni en að vernda seli og hvali án þess að vita raunveru- lega hvað þeir væm að gera. Fulltrúi grænfriðunga kvaðst ekki halda því fram að samtökin væm alvitur en það væm norskir fræði- menn ekki heldur. Þar sem sannanir brysti ætti að láta náttúruna ganga sinn gang. Og hann bætti því við að ef þorskstofninn færi minnkandi þá væri það ekki selnum að kenna held- ur ofveiði. Markaðurinn eyðilagður Grænfriðungar hafa eyðilagt markaðinn fyrir selafúrðir, einkum skinn, bæði í Evrópu og Ameríku. Þess vegna getur það reynst mjög erfitt fyrir Norðmenn að koma seln- um í verð. Þeir munu samt þraut- kanna alla möguleika á því að selja sélinn. Bjame Mörk Eidem bað grænfrið- unga að hugsa sig vel um og taka skynsamlegum rökum áður en þeir fæm að vinna gegn selveiðum Norð- manna. Eidem sagði að veiðamar myndu fara skynsamlega fram og ekki yrði um neina rányrkju að ræða. Hann sagðist ekki trúa því að óreyndu að grænfriðungar fæm enn á ný að eyðileggja fyrir norskum sjó- mönnum án þess að hafa nokkra skynsamlega ástæðu til þess. Hann benti einnig á að þegar selurinn væri skotinn dræpist hann á miklu mannúðlegri hátt heldur en ef hann flæktist í netin eins og nú. En grænfriðungar standa fast á sínu og hóta aðgerðum þrátt fyrir fortölur ráðherrans. Grænfriðungar hóta að grípa til mótmælaaðgerða vegna ákvörðunar norsku stjórnarinnar um að leyfa selveiðar á ný. Hér sést einn grænfriðungur sprauta lit á sel til þess að ekki verði hægt að selja skinnið. Margar verksmiðjur í Noregi hafa ekki hirt um að koma upp hreinsibúnaði þar sem eftirlit með mengunarvörnum hefur verið litið hingað til. Norsk stjórnvöld eru nú farin að herða aðgerðir gegn verksmiðjunum og hækka skaðabætur. Harðar tekið á mengun í Noregi FöD VJtgálmæan, DV, Odá Upp á síðkastið hafa norsk stjómvöld hert aðgerðir gegn verksmiðjum sem menga umhverfi sitt. Til skamms tíma var eftirlit með mengun harla lítið og skaðabætur lágar. Þrátt fyrir að noi-sk lög og reglur mæli ítarlega fyrir um mengunarvam- ir, sem fyrirtækjum er skylt að hlíta, hefúr eftirlit verið lítið. Margar verk- smiðjur hafa þess vegna ekki hirt um að koma upp hreinsibúnaði og lágar skaðabætur fyrir brot á lögum veita lítið aðhald. Ein verksmiðja hagnaðist til dæmis um tvær milljónir norskra króna með því að bæta ekki mengun- arvamir sinar í kjölfar framleiðslu- aukningar. Skaðabætumar, sem verksmiðjan þurfti að greiða, vom litl- ar fimmtíu þúsund norskar krónur. Yfirvöld ætla nú að auka eftirlit með mengun og hækka skaðabætur. Það sjónarmið verður látið ráða að verksmiðjur skuli ekki hagnast á því að menga umhverfi sitt. Skaða- bætumar verða því margfaldaðar. Norska ríkisút- varpið verði sjálfstæð stofnun PáD VShjálmssoa DV, Osló: Norska ríkisstjórnin íhugar að gera ríkisútvarpið að sjálfstæðri stofnun. Sú ráðstöfún á að bæta samkeppnis- hæfni stofnunarinnar við erlendar sjónvarpsstöðvar. Skiptar skoðanir em um áætlanir ríkisstjómarinnar. Norska ríkisútvarpið er nú rekið með svipuðu sniði og það íslenska. Það heyrir undir menningarmála- ráðuneytið og hefur yfir sér útvarpsr- áð. En ólíkt því sem tíðkast á íslandi em engar auglýsingar í norsku út- varpi og sjónvarpi. Auk sinnar eigin sjónvarpsrásar geta Norðmenn náð fjórum öðrum rásum, tveimur sænskum og tveimur frá Bretlandi. Bresku stöðvamar em Sky Channel og Super Channel og hófu þær útsendingar sínar um gervi- hnött í haust og í vetur. Með tilkomu þessara stöðva hafa umræður aukist um stöðu norska rík- isútvarpsins. Margir óttast að æ færri Norðmenn hoi-fi á norskt sjónvarp. Ríkisstjóm verkamannaflokksins tel- ur að besta svarið sé að gefa ríkisút- varpinu frjálsari hendur. Með því að gera það að sjálfstæðri stofnun losnar sjónvarpið við þunglamalega stýiingu stjórnvalda. Áætlanir ríkisstjómarinnar mæta andstöðu, bæði innan ríkisútvarpsins og utan. Því er haldið fram að ef ríkis- sjónvarpið eigi að keppa á sama gmndvelli og erlendu stöðvamar þá hætti það að sinna menningarhlut- verki sínu. Dagskráin verði fyrst og fremst söluvara af ódýrara taginu. Gert er ráð fyrir að framtíð norska ríkisútvarpsins ráðist á þessu ári. Stúlkur óánægðar í foreldra- húsum Páí Vflhjálmssan, DV, Osló: Mun meiri kröfur eru gerðar til stúlkna sem búa í foreldrahúsum en drengja. Ný norsk könnun sýnir að stúlkur á aldrinum 20 til 29 ára líta margar á vistina í foreldrahúsum sem hreinasta fangelsi. Aftur á móti em ungir menn á sama aldri yfirleitt án- ægðir með lífið á heimili foreldranna. Könnunin náði til ungs fólks á aldr- inum 20 til 29 ára í Osló sem enn hafði ekki stofnað eigið heimili. Konur á þessum aldri þurfa oftast að borga meira heim og vinna meira á heimilinu og það þótt þær þéni minna að jafnaði en karlar á sama aldri og í sömu að- stöðu. Eftirlit foreldra með stúlkum er einnig mun strangara en með ung- um mönnum. Ef þær koma seint heim á nóttunni byijar dagurinn eftir gjam- an með yfirheyrslum. Aðeins tólf prósent kvenna á aldrin- um 20 til 29 ára, sem búa heima, eru ánægðar með tilveruna. Meira en helmingur karla á sama aldri er ánægður með að búa í foreldrahúsum. Að jafnaði flytja stúlkur 2 til 3 árum fyrr að heiman en karlar. Er mun al- gengara að stúlkur fari að heiman án þess að stofha strax sitt eigið heimili en að karlar geri það. Samkvæmt könnuninni er það fyrst og fremst efnahagur sem heldur ungu fólki heima hjá mömmu og pabba. Flest þeirra tvö hundruð og tuttugu þúsund á aldrinum 20 til 29 ára, sem búa i foreldrahúsum í Noregi, vilja flytja að heiman strax og fjárráð leyfa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.