Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1987, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987. 23 Erlendir fréttaritarar Bróðir Palme segir blaðaskrifin óhróður Gurmlaugur A. Jónsson, DV, Lundú Fjölskylda Olofs Palme hefur fram að þessu alveg haldið sig utan við allar vangaveltur íjölmiðla um morðrannsóknina. En um helgina lét Claes Palme, 69 ára gamall bróðir Olofs Palme, loks frá sér heyra. Claes Palme, sem er lögmaður, var greinilega mikið niðri fyrir er hann ræddi við Kvállsposten vegna frétta að undanfömu um að rannsókn Hans Holmér hafi beinst mjög að einkalífi Olofs Palme. Sænska út- varpið hafði það eftir ónafngreindum saksóknara í málinu að þar hefði eitthvað komið fram sem væri þess eðlis að Holmér hefði tak á ríkis- stjóminni og hún hefði því ekki getað losað sig við hann. Óhróður „Þetta er óhróður og ekkert ann- að,“ sagði Claes Palme í viðtalinu við Kvállsposten. „Þetta tal um leynilegt einkalíf Olofs er fráleitt. Olof hafði ekkert einkalíf. Ég þekkti hann að sjálfsögðu mjög vel og veit að hann hafði enga möguleika til neins slíks vegna þess að það var alltaf fólk á hælum hans.“ Claes Palme segist hafa velt því fyrir sér hvaða „vitleysingar" standi á bak við þennan óhróður. „Kannski er það Svenska Dagbladet (málgagn íhaldsmanna)," segir Claes. Hann heldur því fram að Svenska Dag- bladet hafi um árabil ofsótt Olof Palme. „Hvað sem því líður verður að stöðva þennan óhróður í tæka tíð,“ segir Claes Palme. Nánir vinir I Kvállsposten kemur það fram að þrátt fyrir að Claes og Olof Palme hafi ekki verið sammála í stjórn- málum hafi engu að síður verið náin vinátta með þeim bræðrum og að Claes hafi reynst Lisbeth Palme og sonum hennar mikil hjálp eftir að Olof Palme var myrtur. Meðal þeirra fjölmiðla sem fjallað hafa um rannsókn Holmérs á einka- h'fi Palmes að undanfömu er Afton- Sænskir fjölmiðlar hafa að undanförnu birt frétfir þess efnis að rannsókn Hans Holmér hafi beinst mjög að einkalifi Olofs Palme. Hafi þar komið fram eitthvað sem sé þess eðlis að stjómin hafi ekki getað losað sig við Holmér. bladet (stuðningsblað ríkisstjómar jafnaðarmanna). Blaðið heldur því fram að Holmér hafi aleinn staðið á bak við þann þátt rannsóknarinnar og saksóknurum í málinu hafi reynst erfitt að fá vitneskju um þessa hlið málsins. Harðorð mótmæli Rifjar blaðið upp að daginn eftir rnorðið hafi fréttafulltrúi lögregl- unnar skýrt frá því að Lisbeth Palme hafi talið sig þekkja morðingjann en hafi ekki getað komið þvi fyrir sig hvar hún hafi séð hann áður. Geti það rennt stoðum undir tilgátuna að morðið sé á einhvern hátt tengt einkalifi Palmes. Ingvar Carlsson lét fyrir helgina fara frá sér harðorð mótmæli vegna frétta um að Hans Holmér byggi yfir einhverjum þeim upplýsingum um einkalíf Palmes sem hefðu orðið þess valdandi að ríkisstjórnin trevsti sér ekki til að sparka honum. Mótmæltu tollum af innkomnum ávísunum Ámi Þ. Jónæan, DV, Paría: Nýlega var tilkynnt að bankar hér í Frakklandi myndu taka toll af inn- komnum ávísunum. Viðskiptavinir bankanna mótmæltu þessum að- gerðum og eru bankar famir að draga ákvörðun sína til baka. Franskir bankar hafa hingað til látið notendum ávísanareikninga ókeypis ávísanahefti í hendur. Þetta hefur meðal annars haft það í för með sér að Frakkar skrifa upphæðir allt niður í örfáa franka á ávísana- eyðublöðin. Það kostar bankana hins vegar jafnmikla vinnu að skrifa inn slíkar ávísanir eins og þær sem hljóða upp á hundruð þúsunda eða milljónir franka. Oft skrifar fólk slíkar smáauraá- vísanir tilneytt, eins og til dæmis í póstverslunum sem eru algengar hér í landi. Verða menn að skrifa rétta upphæð á ávísunina. Hvorki einum eyri meira né minna en varan kostar í hvert skipti. Jafnvel þótt viðskipta- vinurinn vilji ná sér í lausafé eða greiða hluta upphæðarinnar i pen- ingum. Bankamönnum með sitt peninga- vit blæðir það að sjálfsögðu að þurfa að kosta margfalt meiri upphæð í skriffinnsku ávísunar en verðgildi hennar nemur. Einnig mun nokkuð algengt að fólk haldi ávísanareikn- ing með litlum innstæðum. Af þessum ástæðum hafa banka- stjórar nú um nokkurt skeið lagt á ráðin til að leysa vandamál þetta og komust þeir að þeirri niðurstöðu að tekinn skyldi sérstakur tollur af inn- komnum ávísunum. Tilkynningin um ákvörðun þessa mæltist það illa fyrir hjá almenningi og franska fjármálaráðherranum að Crédit Lyonnais bankinn, einn stærsti banki hér í landi, dró ákvörð- un sína til baká og eru nú flestir aðrir bankar að fara að dæmi hans. Þess ber að geta að óánægja al- mennings stafar meðal annars af því að hérlendir bankar greiða ekki vexti af innstæðum ávísanareikn- inga en vaxtagreiðslur innlána eru aðeins af sérstökum sparireikning- um og oftast það lágar að vart heldur í horfinu við verðhækkanir. Þykir það vera að bæta gráu ofan á svart að sekta menn í hvert skipti sem þeir taka út af eigin sparifé sem bankamir velta í lánakerfinu án minnstu ávöxtunar fyrir eigendur þess. Brennu- vargur gefur sig fram Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmaimah.: Eftir rúmlega þrettán ára þögn hefur maðurinn á bak við mann- skæðasta bruna í Danmörku eftir stríð gefið sig fram. Maðurinn er 38 ára gamall fáviti og hefur i smá- atriðum skýrt lögreglunni frá því hvernig hann kveikti í Hótel Hafn- ia í Kaupmannahöfn í september 1973. I þeim bruna létust þrjátíu og fimm manns, aðallega af reykeitr- un. Brennuvargur þessi sat í gæslu- varðhaldi frá því i desember 1985, sakaður um tuttugu og sjö íkveikj- ur og tvö mannslát. Var hann dæmdur sekur. Neitaði hann öllu um brunann í Hotel Hafnia þar til hann var dæmdur til vistar á lok- aðri deild fyrir fávita. Þá viður- kenndi hann allt í einu að hafa kveikt í eldhúsi hótelsins með fyrr- greindum afleiðingum. Lögreglan efast ekki um réttmæti framburðar mannsins. Farið hefur ; verið í öll smáatriði brunans með honum. Brennuvargurinn segir að sér hafi fundist það spennandi og kynferðislega æsandi að kveikja í. Samkvæmt framburði mannsins var það hrein tilviljun að hann kveikti í Hotel Hafnia. Var hann á leið heim frá því að heimsækja kunningja sinn. Gekk hann fram hjá hótelinu og langaði þá skyndi- lega til að sjá hótelið brenna. Kveikti hann þá í. Fylgdist hann með slökkvistarfinu á gangstétt- inni hinum megin götunnar. Fjórir hinna látnu voru Danir en flestir Bandaríkjamenn. Lögreglan var aldrei í vafa um að um íkveikju væri að ræða en - varð að gefast upp við rannsókn málsins ári eftir. Ríkissaksóknari mun nú ákveða hvort brennuvarg- urinn verður sóttur til saka fyrir hótelbrunann. Lögreglan vill ekki útiloka að brennuvargurinn hafi enn fleiri íkveikjur á samviskunni. /ÍLPINE Toppurinn í bíltækjum Skipholti 7 - Simar 20080 og 26800. nra* fM ■ Mw- iW LÖAOEO FM!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.