Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 2. MARS 1987. 9 Utlönd Hröpuðu til bana er skíðalyfta bilaði Sex skíðamenn hröpuðu til bana og áttatíu særðust er ný skíðalyfta hrundi í Luz-Ardiden í Pýreneaflöllum í Frakklandi í gær. Um hundrað skíða- iðkendur köstuðust úr lyftustólunum sem næstum allir féllu til jarðar. Örfá- ir skíðamenn dingluðu í nokkrar klukkustundir í sætum sínum ofarlega í brekkunni áður en þyrlur komu þeim til bjargar. Að sögn lögreglu og björgunarliðs eru þrjátíu manns alvarlega slasaðir. Samkvæmt fyrstu fregnum eru hinir látnu af frönsku og spænsku þjóðerni. Gott veður var er slysið varð og §öldi manns í skíðabrekkunum. Snjó- lítið hjefur verið undanfarnar vikur og féllu margir þrjátíu metra niður á bert grjót. Lyftan hafði aðeins verið í notkun í þfyár vikur. Ekki er enn vit- að hvað olli slysinu. Tugþúsundir heiðr- uðu minningu Olofs Palme Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Lundi: „Við höfum fengið okkar dýrling hér i Svíþjóð.“ Þannig voru viðbrögð konu einnar 'er fréttamaður sænska sjónvarpsins spurði hvers vegna hún hefði komið að gröf Palme á laugar- dag. Og vafalaust hafa margir getað tekið undir með henni. Á laugardag var ár liðið frá morð- inu á Palme og í tilefni dagsins gengu tugþúsundir Stokkhólmsbúa fram hjá gröf hans í Adolf Fredriks kirkju- garðinum. Þúsundir manna söfnuð- ust einnig við morðstaðinn á Sveavágen og margir sáust gráta eins og fyrir einu ári. Sten Andersson utanríkisráðherra lagði á hádegi blómsveig á leiði Palme og hélt síðar ræðu þar sem hann ræddi um friðarboðskap Palme. Hvatti hann til þess að ekki yrði lát- ið undan ofbeldinu og baráttunni í þágu friðar yrði haldið áfram. Einna mesta athygli vakti bílalest raggara á Sveavágen. „Þetta er okk- ar gata og hér skal enginn myrða forsætisráðherra okkar," sögðu raggararnir sem lögðu krans í rósa- hafið á morðstaðnum. Stjórn jafnaðarmannaflokksins hefur nú ákveðið í samráði við fjöl- skyldu Palme að einhvers konar minnismerki verði komið fyrir á morðstaðnum. „Við vorum á móti því í byrjun en það er greinilegt að fólk vill það og að það er þörf fyrir ein- hvers konar minningarmerki þar,“ segir einn af talsmönnum flokksins. Meðal kransa sem lagðir voru á leiði Palme á laugardag var krans frá landssamtökum Kúrda í Svíþjóð en eins og alkunna er hafa kúrdísku samtökin PKK legið undir grun um að bera ábyrgð á morðinu. Aðalfrétt sænskra blaða um helg- ina voru þó viðbrögð við frétt New York Times þar sem því er haldið fram að sænska ríkisstjórnin hafi nýverið fengið heimildir frá útlend- um leyniþjónustum um að morðið á Palme tengist sáttasemjarahlutverki hans í Persaflóastríðinu. Sænska ríkisstjórnin hefur þegar borið til baka þessar fréttir. Thage G. Peterson, iðnaðarmálaráðherra Sviþjóðar, og Sten Anderson utanrikisráðherra lögðu krans á leiði Olols Palme á laugardaginn til minn- ingar um að ár var liðið frá þvi að hann var myrtur. Símamynd Reuter ÁTT ÞÚ 100.000 KR. OG ELDRIFORD ESCORT? Med Ford skiptíkjönim getur þú auðveldlega eignast nýjan ESCORT ’87 Dæmi: Peningar 100.000.- lán 101.700.- eldii Escort u.þ.b. 270.000.- = Nýr ESCORT1300CL 5 dr. kr. 471.700.- Ford Escort - framdrifinn þýskur gæðabíll SVEINN EGILSSON HF Skeifunni 17. Sími 685100. f - í - .mm Til Israel — í sólina Jerúsalem — Betlehem — Hebron — Dauðahafið — Massada — Jeríkó — Nazaret — Kapernaum - Golanhæðir - Akkó - Haifa - Netanya - Tel Aviv - Jaffa. Láttu drauminn rætast. Þægileg þriggja vikna ferð til landsins helga þar sem leitast verður við að sam- eina skoðunarferð á fræga sögustaði og hvíldarferð á yndislega strönd Miðjarðarhafsins. Dvalið verður 7 daga I Jerúsalem, 3 daga I Tíberías á strönd Genesaretvatns og 8 daga á einni bestu baðströnd lands- ins, Netanya. 2 dagar í London á heimleið. Góð 3 til 4 stjörnu hótel með morgunverði. Skoðunarferðir innifaldar I verði. Brottför 1. maí. Verð: 59.800.00 NOtíð þ@tt3 ©ÍllStaka t8BkÍf8BrÍ. Meöaltjöldi sólardaga Meöalhiti 25-32 stig. mai 30 dagar Fararstjórar: Hrefna Pétursdóttir og Þráinn Þorleifsson, tormaóur félagsins ísland-ísrael. Ferðaskrifstofa Snorrabraut 27-29, simi 26100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.