Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Side 13
MÁNUDAGUR 2. MARS 1987. 13 dv____________________________________________________________________________Skák IBM-skákmótið: Ekki að spauga með hann Joa - þegar hann sneri vöm í sókn og sigraði í 8. umferðinni Skák dagsins í 8. umferðinni á laug- ardag var viðureign þeirra Nigels Short og Jóhanns Hjartarsonar. Sá enski kom betur út úr byrjuninni og það leit ekki út fyrir að Jóhann riði feitum hesti frá viðureigninni. Menn voru ,daufir í dálkinn og hættu að fylgjast með skákinni á skjánum. En svo allt í einu kom í ljós að taflið var að snúast við. Jóhann var ekki lengur í vöm heldur kominn i bullandi sókn. Þar með þyrptust allir að skjánum með skák Jóhanns og Short og allt i einu var spennan í hámarki. „Það er svona þegar menn fá kær- ustuna í heimsókn, einbeitingin bilar og menn þreytast fyrr,“ sögðu speking- amir. „Þetta hefur ekkert með kæmstuna að gera, hér er bara á ferð- inni snilli Jóhanns," sögðu aðrir. Svona fuku athugasemdimar meðan Jóhann þjarmaði jaíht og þétt að Short. „Hvers vegna gefst maðurinn ekki upp?“ spurði einhver. „Þarna Guðmundur Sigurjónsson stjórnar skákskýringum í skákskýringasal Þessir mættu Laugardagur-8. umferð: Það var fremur fámennt á 8. um- ferðinni á laugardaginn. Meðal þeirra sem mættu vom: Höskuldur Ólafsson bankastjóri, Páll Jónsson í Pólaris, Hannes Hlífar Stefánsson skákmaður, Guðmundur Arason, fyrrverandi for- seti Skáksambandsins, Þrándur Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður, Hjörtur Gunnarsson kennari, Helgi Sæmundsson skáld, Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi ráðherra, Ólafrn- Helgason bankastjóri, Gunnar Gunnarsson, bankamaður og skákmaður, Jón Þor- steinsson lögfræðingur, Hlynur Sig- tryggsson veðurstofustjóri, Bjarni Bragi Jónsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, Páll Bjamason prent- smiðjustjóri, Haukur Bjömsson bókari, Friðrik Ólafsson, stórmeistari og skrifstofustjóri Alþingis, Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur, Leó Ing- ólfsson rafeindavirki, Ólafur Eyjólfs- son skrifstofustjóri, Friðjón Sigurðs- son, fyrrum skrifstofustjóri Alþingis, Ivar H. Jónsson, skrifstofustjóri Þjóð- leikhússins, Guðlaugur Guðmundsson kaupmaður, Gísli Guðlaugsson, skák- maður úr Búðardal, Guðmundur Einarsson verkfræðingur, Ingi R. Jó- hannsson, endurskoðandi og skák- maður, Hafsteinn Austmann listmál- ari, Engilbert Ingvarsson, bóndi Tyrðilsmýri, Stefán Þ. Stephensen hljóðfæraleikari, Eiríkur Hrehm Finnbogason bókmenntafræðingur, Halldór Blöndal alþingismaður, Bjöm Grétar Sveinsson verkalýðsforingi, Höfn Hornafirði, Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri Verkamannasam- bandsins, Sæmundur Pálsson lög- regluþjónn, Sigurður Bjamason handknattleiksþjálfari, Björgvin Jónsson skákmaður, Benedikt Jónas- son skákmaður, Þorbjöm Sigurgeirs- son prófessor, Gunnar Steinn Pálsson framkvæmdastjóri, Hjálmar Theo- dórsson frá Húsavík, Borgþór Jónsson veðurfræðingur, Jón Ámi Jónsson, menntaskólakennari á Akureyri, Ind- riði Jóhannsson bankamaður, Högni Torfason, fyrrverandi fréttastjóri, Bragi Bjöm bankamaður. -S.dór kemur það, hann er búinn að gefa,“ var þá allt í einu hrópað á ganginum og sigurbros færðist yfir andlit spek- inganna. „Hann Jóhann, það er ekki að spauga með hann,“ sögðu menn og vom stoltir. Jón L. og Mikhail Tal sömdu um jafntefli eftir fáa leiki. „Hann sagðist ekki vera í árásarskapi í dag og tefldi bara upp á jafntefli svo ekki var um annað að gera en semja þótt mér sé ekki að skapi að semja jafntefli á lítt tefldar stöður,“ sagði Jón L. á eftir. Helgi Ólafsson samdi líka jafhtefli við Ljubojevic en ógæfan elti Margeir Pétursson og hann varð að gefast uþp fyrir Polugaévskí. Ljósi punkturinn fyrir íslensku áhorfendurna var sigur Jóhanns Hjartarsonar og menn fóru sæmilega ánægðir heim. -S.dór 'AO GBR idi lo gömlu tækin? r~ EGROHE RANNSOKNIR - ~ - ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR - NOTUÐ BLÖNDUNARTÆKI FRÁ ÍSLANDI ERU HEPPILEG TIL RANNSÓKNA OG ÞRÓUNAR NÝRRA BLÖNDUNARTÆKJA FRÁ EGROHE ATT ÞU GAMALT BLONDUNARTÆKI? ÞÁFÆRDU 25% AFSLÁTTÁ NY-IU SGROHE TÆKI 2S61Q G/B/T/L jí 33050tyY^ E 21277 L ' ~ ^ ^ 3 0 # \ 313 >U» 21610 G/B/L/T eP UMBOÐSMENN UM LAND ALLT SKUTBÍLL 1500 Höfum þennan frábæra farkost til afgreiðslu á mjög stuttum tíma. Verð aðeins 206.000,- Góð greiðslukjör. Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16. Verið velkomin. BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR ^ Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.