Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Side 18
18 MÁNUDAGUR 2. MARS 1987. Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Lýðræði í prestskosningum Frumvarp um afnám prestskosninga í núverandi mynd er á leið gegnum Alþingi. Sex af sjö mönnum í menntamálanefnd efri deildar mæla með samþykkt þess. Þetta yrði mjög mikilvæg breyting, en ólíklegt, að hún yrði til bóta. I þessu stjórnarfrumvarpi er gert ráð fyrir, að einung- is kjörmenn kjósi presta. Kjörmenn verða sóknarnefnd- armenn í viðkomandi prestakalli, oftast fimm menn. Ef umsækjandi er einn, telst val hans bindandi, hafi hann hlotið tvo þriðj u atkvæða. Séu umsækjendur fleiri, nægir helmingur atkvæða kjörmanna. Hafi enginn hlot- ið helming greiddra atkvæða, skal valið endurtekið, þannig að sá, sem fæst atkvæði hefur hlotið við fyrri atkvæðagreiðslu, fellur úr. Frumvarpið gerir ráð fyrir þeim möguleika, að komið geti til almennra kosninga að kröfu kjósenda. Til þess þarf erfiða leið. Minnst fjórð- ungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakallinu þarf, innan sjö daga frá því að niðurstöður vals kjörmanna hafa verið kynntar, að óska þess skriflega, að almennar prestskosningar fari fram. Þetta yrði óvinnandi vegur í fjölmennum prestaköllum. 1 aðalatriðum er því með breytingunni verið að svipta hinn almenna kjósanda valdi sínu. Ennfremur geta kjörmenn kallað prest eins og það er orðað. Þrír fjórðu kjörmanna geta samþykkt að kalla tiltekinn prest eða guðfræðikandidat án umsóknar. Þá er embættið ekki auglýst. Slíkur prestur fær embættið tímabundið en ekki lengur en til fjögurra ára í senn. Frumvarp þetta hefur lengi verið í bígerð. Það var samið af nefnd, sem skipuð var af Ólafi Jóhannessyni, þáverandi kirkjumálaráðherra, í júlí 1977. Byggt er á sömu hugmynd og meðal annars kom fram í frumvarpi Kirkjuþings, sem fyrst var samþykkt 1972. Frumvarpið kom fyrir Alþingi 1978-79 en hlaut ekki afgreiðslu. Um málið er ágreiningur. Prestar munu flestir kjósa, að prestskosningar verði afnumdar. Skoðanakönnun með- al sóknarnefndarmanna og safnaðarfulltrúa leiddi í ljós, að flestir vildu halda óbreyttu fyrirkomulagi eins og það er nú. Almenningur hefur ekki verið spurður ráða. Ólíklegt er, að hann vilji láta svipta sig valdinu. Prestskosningar hafa áberandi kosti og galla. Kosn- ing prests hefur oft á tíðum verið sótt með hörku af stuðningsmönnum. Stundum grær seint um heilt eftir slíka viðureign. Kosningabarátta kostar fyrirhöfn og peninga. Þá hefur settur prestur, eða aðstoðarprestur, sem fyrir er, forskot á þá, sem koma til nýir. Núverandi fyrirkomulag prestskosninga hefur því ýmsa galla. En veigamikil rök eru fyrir því, að ekki verði nú frá því vikið. Kirkjunnar menn hér á landi hafa að undanförnu tekið afstöðu til pólitfskra mála fremur en áður. Þar eru hin ýmsu mál, sem eru bitbein stjórnmálaflokka. Þetta var einkum áberandi á síðasta ári. Kannski hníg- ur þróunin í þessa átt. En taki prestar og aðrir kirkjunn- ar menn slíka afstöðu á þingum sínum og í starfi er ekki rétt að fjarlægja þá fólkinu. Vald almennings má þá ekki minnka. Því hníga rökin til þess, að almenningur í landinu, söfnuðirnir, skuli áfram hafa valdið til að kjósa presta í almennum kosningum. Ekki á að leggja grundvöll að því, að fimm manna hópur velji menn til svo mikil- vægra starfa. Frumvarpið miðar aftur á bak, að ólýð- ræðislegra fyrirkomulagi. Haukur Helgason. Alexander hlýðir Blöndal Alexander Stefánsson húsnæðis- málaráðherra virðist ætla að halda uppteknum hætti að beygja sig und- ir vilja Halldórs Blöndal og íhaldsins i húsnæðismálum. Þrátt fyrir sterka vísbendingu um hrun húsnæðiskerf- isins étur Alexander upp eftir Blöndal: Reynsla verður að fást á nýia húsnæðiskerfíð áður en nokkuð er að gert og fresta verður að taka á félagslega hluta íbúðakerfisins. Niðurstaða þeirra er í stuttu máli að fela vandann og blekkja kjósend- ur fram yfir kosningar. Það virðist því enn vera regla án undantekningar í húsnæðismálum að allt verði að fara í algjört öng- þveiti áður en á vandanum er tekið. Gagnrýnið ekki - vekið bjart- r sýni Ritstjóri Tímans og frambjóðandi : Framsóknarflokksins á Reykjanesi ; telur líka alla gagnrýni á nýja hús- næðiskerfið ómaklega og það sé , ábyrgðarhluti og ekki þingmönnum sæmandi að gagnrýna nýju lögin. Slik vinnubrögð sýni ræfildóm og málefnafátækt, er boðskapurinn. Og áfram predikar Níels: Reynið frekar : að vekja bjartsýni í hugum fólks um nýju lögin. - Af hverju að skamma húsnæðismálaráðherrann, klifar hann og bendir á Ásmund, forseta ASI, - skammið hann. Þetta eru í hnotskurn rök þeirra sem vilja berja höfðinu við steininn og líta framhjá vandanum. í engu hafa þeir hrakið fram komna gagn- rýni á nýju húsnæðislögin. Hver getur auðvitað metið fyrir sig hvort er heiðarlegra - gegn betri vitund að vekja vonir og bjartsýni hjá hús- byggjendum og íbúðarkaupendum, sem að óbreyttu ekki er hægt að standa við - eða að reyna að afstýra öngþveiti með því að taka af raunsæi á þeim vanda sem við blasir. Ráðherra staðfestir fjár- magnsþörfina Fram hefur komið að búast megi við áframhaldandi verðhækkunum á höfuðborgarsvæðinu en þegar liggur fyrir að þriðjungur af 1.700 þús. kr. láni forgangshópa - eða 600-700 þús- und krónur - hefur á 5-6 mánuðum horfið í miklar verðhækkanir á 3ja til 4ra herbergja íbúðum. Það ásamt miklum fjármagnsskorti og löngum biðtíma er sennilega. vel til þess fall- ið, samkvæmt predikun ritstjóra. Tímans, að vekja bjartsýni í hugum fólks. Forsendur nýja húsnæðiskerfisins byggðu á því að fyrstu tvö árin myndu berast 3800 umsóknir hvort árið um sig. Á Alþingi upplýsti ráð- herra að á fyrstu 4 mánuðunum hefðu borist 4260 umsóknir eða 460 fleiri en gert var ráð fyrir á heilu ári. Ráðherrann upplýsti einnig að meðallán væri um 1600 þúsund krón- ur og búast mætti við 15% afföllum umsókna sem ekki væru lánshæfar. Þessar upplýsingar staðfesta að 1,5 milljarða vantar á þessu ári til að standa við lánsloforð eingöngu vegna umsókna sem bárust í sept- ember til desember á sl. ári. Vandanum vísað á næstu rík- isstjórn I febrúarmánuði höfðu frá gildis- töku laganna - eða á 5-6 mánuðum - borist um 5000 umsóknir. Ef gert er ráð fyrir 15% afföllum af þeim umsóknum hefur þegar verið ráð- stafað 2,4 milljörðum af fjármagni næstu ára aðeins vegna umsókna sem bárust firnm fyrstu mánuðina. Ef byggt er á varlegri áætlun um að á öllu þessu ári berist 4500 umsóknir eða 375 á mánuði samanborið við 1000 umsóknir á hverjum mánuði fyrstu 5 mánuðina þarf samt að tvö- falda fjármagn í húsnæðiskerfið á næsta ári eða úr 4,4 milljörðum í um 8 milljarða króna. Allt stendur því óhaggað sem sagt hefur verið um flármagnsþörf. Biðtíma hefur heldur ekki verið mótmælt en meðalbiðtími var í desember sl. um 15 mánuðir og stefnir í að verða á þriðja ár um nk. áramót að öllu óbreyttu. Að draga fram þessar staðreyndir kalla Alexander og Tímaritstjórinn árásir á nýju húsnæðislögin. Kjami málsins er sá að Alexander Stefáns- son og Halldór Blöndal vilja ekki horfast i augu við staðreyndir en Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn er á þessu ári aðeins 1000 milljónir króna en var á sl. ári 1300 milljónir króna. M.ö.o., 77% af fiármagni Byggingarsjóðs ríkisins kemur frá lífeyrissjóðunum. Það alvarlega er þó að af 3,8-3,9 milljörðum af fjár- magni lífeyrissjóða, sem renna eiga í húsnæðiskerfið á þessu ári, fara aðeins 400-500 milljónir í félagslegar íbúðabyggingar. Er það ásættanleg niðurstaða fyrir láglaunafélögin, sem fjármagna stóran hlut af hús- næðislánakerfinu, ef þeirra fólki er í einhverjum mæli úthýst af því það stendur ekki undir greiðslubyrði lána? Er það ásættanleg niðurstaða fyrir verkalýðsfélögin að þetta fólk geti heldur ekki fengið aðgang að félagslega kerfinu af þvi það er fjár- hagslega svelt? Er rétturinn á kostnað láglauna- fólks? Á sama tíma er fjármagn lífeyris- sjóðanna gegnum húsnæðislána- kerfið notað til að veita lán til þeirra sem eiga fyrir stórar skuldlausar eignir og vilja minnka við sig. Spyrja má: er þessi réttur á kostnað lág- launafólksins? Talið er að þessi hópur geti verið 15% af heildinni og geti tekið til sín um 500 milljónir af ráðstöfunarfé byggingarsjóðsins. Ef þessi hópur vill minnka við sig er alveg sama þótt fólk fái nokkrar milljónir á milli í reiðufé við íbúða- skiptin. Það á engu að síður rétt á niðurgreiddu lánsfé úr húsnæðis- kerfinu að upphæð 1200 þúsund krónur sem það getur haft af vænar tekjur með því að ávaxta í hagstæð- um skuldabréfum. Spyrja má: er það rétt við þessar kringumstæður að „Kjarni málsins er sá að Alexander Stef- ánsson og Halldór Blöndal vilja ekki horfast í augu við staðreyndir en vísa þess í stað vandanum á næstu ríkisstjórn.“ vísa þess í stað vandanum á næstu ríkisstjóm. Það sem fyrir liggur er að ákvörðun verður að taka um hvort mæta eigi útlánaþörf með sí- fellt lengri biðtíma eða að auka fjármagnið í húsnæðiskerfið til að standa við loforð og fyrirheit sem fólki var gefið í húsnæðismálum á sl. ári. Umhugsunarefni fyrir verkalýðs- hreyfinguna Ráðherra hefur upplýst að gera megi ráð fyrir að 15%'umsókna séu ekki lánshæf. Hve mikið er um það að fólki sé úthýst úr almenna hús- næðislánakerfinu á þeirri forsendu að það standi ekki fjárhagslega und- ir greiðslubyrði lána? Hvert á þetta fólk að leita? Þetta em spumingar sem félagsmálaráðherra hefur ekki fengist til að svara. Ekki þýðir að vísa þessu fólki á félagslega íbúða- kerfið. Það er fjárhagslega svelt vegna þess að talið var að nýju hús- næðislögin myndu draga verulega úr eftirspurn eftir félagslegu hús- næði. Annað er nú að koma í ljós. Það er alvarlegt umhugsunarefni fyrir verkalýðshreyfinguna þegar lífeyris- sjóðimir halda Qárhagslega uppi húsnæðiskerfinu. Á sama tíma og stjórnvöld lofuðu auknum lánsrétti og hagstæðum greiðslukjörum var dregið úr ríkisframlaginu til hús- næðismála. Það var þeirra skei-fur til nýju húsnæðislaganna. Ríkis- framlagið í Byggingarsjóð ríkisins svelta félagslega kerfið og úthýsa láglaunafólki meðan öðrum, sem eiga skuldlausar eignir, stendur til boða fjármagn lífeyrissjóðanna gegnum húsnæðiskerfið til að ávaxta í hagstæðum skuldabréfum? Það er annars hlálegt ef húsnæðis- kerfið er nú fært um að ráðstafa hundruðum milljóna til skuldlausra íbúðareigenda, sem eignuðust auð- veldlega sitt húsnæði með hjálp verðbólgu og óverðtryggðra lána, á sama tíma og sérstök fyrirgreiðsla til greiðsluerfiðleikahópanna, sem byggðu á umliðnum árum, er stöðv- uð vegna fjárskorts. „Yfirhúsnæöismálaráöherra" Við þessar aðstæður liggur líka fyrir að 2500-3000 félagslegar íbúðir vantar á næstu 5 árum. Og í áliti milliþinganefndar, undirrituðu m.a. af Halldóri Blöndal, kemur fram að eftirspurn eftir félagslegum íbúðum er langt umfram það fjármagn sem er til ráðstöfunar. Þetta eru stað- reyndimar sem við blasa. En boðskapur Halldórs Blöndal „yfirhúsnæðismálaráðherra" er: - Fáum reynslu af nýja húsnæðiskerf- inu og látum félagslegar íbúðabygg- ingar bíða. - Já, ráðherra, segir Alexander og hlýðir að vanda. Og ritstjóri Tímans predikar án afláts: Gagnrýnið ekki - vekið bjartsýni í hugum fólks um nýju lögin. Jóhanna Sigurðardóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.