Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Síða 34
50
MÁNUDAGUR 2. MARS 1987.
LYFTARAR ATH! Nýtt heimilisfang
Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra raf-
magns- og dísillyftara, ennfremur snúninga- og
hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum
lyftara, flytjum lyftara.
Varahluta- og viðgerðaþjónusta.
Líttu inn - við gerum þér tilboð.
Tökum lyftara í umboðssölu.
LYFTARASALAN HF.
Vatnagörðum 16, símar 82770-82655.
Rakarastofan Klapparstíg
Hárgreiðslustofan
Klapparstíg
Sími 12725
Tímapantanir
13010
í gærkvöldi dv
Guðný Guðmundsdottir konsertmeistari:
„Tónlistin útundan í umfjöllun“
1 gærkvöldi horfði ég á hluta bæði
af Geisla og Goya. Þetta var í fyrsta
skipti sem ég sá Goya. Mér fannst
ánægjulegt að sjá að í þessum þætti
er góð yfirsýn yfir mannkynssöguna.
Þættir í þessum dúr finnast mér yfir-
leitt mjög góðir. Geisli finnst mér
mjög jákvætt framlag en um of ein-
hliða, tónlistin er útundan í allri
umfjöllun hvað varðar hvað tónlist-
armenn eru að semja eða spila hér
á landi í dag. En útvarpið hef ég
ekki í gangi allan daginn. Frekar lít
ég yfir dagskrána og athuga hvort
eitthvað áhugavert sé að heyra. Ég
kýs heldur að hafa þögnina en að
hafa kveikt á útvarpinu bara til þess
að hafa það í gangi. Ég meira að
segja kann ekki að stilla yfir á Bylgj-
una. Það er frekar að ég hafi kveikt
á útvarpi á hátíðum þegar maður
hefur meiri tíma heima við.
Guðný Guðmundsdóttir.
Um helgar endist ég yfirleitt ekki
til þess að horfa á seinni mynd sjón-
varpsins. Besta afþreyingarefni þar
finnst mér vera jjættir með Miss
Marple í fararbroddi og þeir sem eru
byggðir á sögu P.D. James. Og Bill
Gosby finnst mér mjög skemmtilegur
og reyni helst ekki að missa af hon-
um. Þrátt fyrir það finnast mér
bresku þættirnir mun vandaðri.
Löggulíf, sem var á laugardags-
kvöldið, fannst mér of vitlaust til
þess að vera fyndið.
Dagskráin bæði á rás 1 og í sjón-
varpinu finnst mér mjög góð innan
um. Það er helst til of handahófslega
valin tónlistin, vantar stefnumörk-
un. Það mætti gera meira að því að
kynna erlendar tónlistarkeppnir. En
ég er ánægð með margt og þar er
margt mjög vandað, einnig á stöð
2, sem er órtuflað. Það er auðvitað
ekki hægt að gera öllum til hæfis.
I
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Fóstrur, þroskaþjálfar eða aðrir með uppeldisfræði-
lega menntun og reynslu óskast til stuðnings börnum
með sérþarfir á dagvistarheimilum í vestur- og mið-
bæ, heilsdags- eða hlutastarf eftir samkomulagi.
Upplýsingar veitir Gunnar Gunnarsson sálfræðingur
á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277 eða 22360.
Fóstrur eða fólk með uppeldislega menntun vantar á
dagh. Bakkaborg v/Blöndubakka, dagh./leiksk.
Hraunborg, Hraunbergi 10, og leiksk. Leikfell, Æsu-
felli 4. Ennfremur vantar aöstoðarfólk á dagh. Valhöll,
Suðurgötu 39, og dagh./leiksk. Grænuborg, Eiríks-
götu 2.
Upplýsingargefa umsjónarfóstrurá skrifstofu Dagvist-
ar barna í síma 27277 og 22360 og forstöðumenn
viókomandi heimila.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum
eyðublöðum sem þar fást.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
REYKJAVÍK
LAUSAR STÖÐU
Auglýstar eru til umsóknar þrjár stöður.
1. Staða forstöðumanns á nýju heimili í Reykjavík
fyrir 5 fjölfötluð börn.
2. Staða forstöðumanns á sambýli í Reykjavík þar
sem búa 5 fatlaðir einstaklingar.
Starfssvið forstöðumanna er, auk meðferðarstarfa,
vaktaskipulag, fjárreiður og starfsmannahald. Stöð-
urnar krefjast fagþekkingar, færni í samskiptum og
hæfileika til stjórnunar.
3. Staða þroskaþjálfa á sambýli.
Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af meðferðar-
starfi með fötluðum og þekki fjölþætt markmið þess.
Ráðningartími hefst eftir nánara samkomulagi.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist fyrir 10. mars nk.
Nánari upplýsingar í síma 621388.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra,
Hátúni 10, 105 Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 90., 99. og 101. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign-
inni Grenilundi 5, Garðakaupstað, þingl. eign Sonju Margrétar Gránz, fer
fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs og Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. mars 1987 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn i Garðakaupstað
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 31., 34. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Kjarrmóum 9, Garðakaupstað, þingl. eign Sigurðar Hanssonar, fer fram
eftir kröfu Ara ísberg hdl„ Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað og Veðdeildar
Landsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. mars 1987 kl. 13.45.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað
Andlát
Margrét Halldórsson, Tómasar-
haga 31, lést 27. febrúar í Landspítal-
anum.
Elín Snorradóttir Welding andað-
ist að morgni 27. febrúar.
Margrét Sigríður Jónsdóttir,
Safamýri 57, verður jarðsungin frá
Háteigskirkju í dag, 2. mars, kl. 13.30.
Heinrich Karlsson, Brekkubæ 20.
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag, 2. mars. kl. 15.
Jónína Magnúsdóttir, Hátúni lOa,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni
í Reykjavík þriðjudaginn 3. mars.
Anna Theodórsdóttir lést 18. fe-
brúar sl. Hún fæddist 29. apríl 1899
að Botni í Þorgeirsfirði, S-Þingeyjar-
sýslu. Foreldrar hennar voru
Theodór Friðriksson rithöfundur og
Sigurlaug Jónasdóttir frá Hróarsdal
í Skagafirði. Anna var gift Zóphon-
íasi Jónssyni er lengi starfaði á
Skattstofunni í Reykjavík. Eignuð-
ust þau 4 börn en Zóphonías lést
árið 1984. Útför Önnu verður gerð
frá Kópavogskirkju á morgun,
þriðjudaginn 3. mars, kl. 13.30.
Tilkyiiimgar
Merkjasala á öskudag
Revkjavíkurdeild R.K.l. afliendir merki á
neðantöldum útsölustöðum 3. mars 1987.
Börnin fá 15 kr. í sölulaun fyrir hvert selt
merki. og þau söluhæstu fá sérstök verð-
laun. Vesturbær: Skrifstofa Reykjavíkur-
deildar R.K.Í. Öldugötu 4. Melaskóli,
Vesturbæjarskóli. Austurbær: Skrifstofa
R.K.l. Iíauðarárstíg 18. Hlíðaskóli. Álfta-
mýrarskóli. Hvassaleitisskóli. Austurbæj-
arskóli. Smáíbúða- og Fossvogshverfi:
Fossvogsskóli, Breiðagerðisskóli. Laug-
arneshverfi: Laugarnesskóli. Klepps-
holt: Langholtsskóli. Vogaskóli. Árbær:
Árbæjarskóli. Breiðholt: Breiðholtsskóli,
Arnarbakka 1. Fellaskóli, Breiðholti 111,
Hólabrekkuskóli. Seljaskóli, Öldusels-
skóli. Seltjarnarnes: Mýrarhússkóli.
Grafarvogur: Foldaskóli.
Byrjendanámskeið í makróbí-
otík
Helgina 7. og 8. mars verður haldið byrj-
endanámskeið í makróbíotík, þ.e.a.s. list-
inni í að setja saman mat á réttan hátt
samkvæmt persónulegum þörfum hvers og
eins, veðurfari, árstíð og starfsvettvangi.
Hér verður Yin-Yang lögmálið haft að
leiðarljósi. Þetta er kjörið tækifæri til að
byrja fyrir þá sem hafa áhuga á heildræn-
um aðferðum (Holistic Approach), þar sem
fæðan er mikilvægur þáttur í líkams-sálar-
heilsu hvers einstaklings. Leiðbeinendur
verða Tue Gertsen. kunnur fyrirlesari frá
Rosenborg Center í Kaupmannahöfn, Soff-
ía Lára Karlsdóttir og Gunnhildur Emils-
dóttir. Nánari upplýsingar og innritun í
síma 13009.
Fundir
Kvenfélag Fríkirkjunnar í
Reykjavík
heldur fund nk. fímmtudag 5. mars kl. 20.30
á Hallveigarstöðum. Ungt fólk kemur á
fundinn og skemmtir með söng og hljóð-
færaleik.
Svigmót Víkings
í flokki 13-14 ára drengja og stúlkna verð-
ur haldið laugardaginn 7. mars á skíða-
svæði Víkings, Sleggjubeinsskarði.
Þátttökutilkynningar tilkynnist í síma
38668 fyrir miðvikudagskvöld.
Málstofa KFUM og K
í kvöld 2. mars kl. 20.30 verður fundur í
málstofu KFUM og K. Fundarstaður er
Amtmannsstígur 2b og er efni fundarins
..kynfræðsla og eyðni“. Allir velkomnir.
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur fund þriðjudaginn 3. mars kl. 20.30
í Sjómannaskólanum. Spiluð verður fé-
lagsvist. Mætið vel og takið með ykkur
gesti.
Sálarrannsóknarfélag íslands
Aðalfundur félagsins verður haldinn á
Hótel Esju fimmtudaginn 5. mars kl. 20.
Fundarefni: 1. venjuleg aðalfundarstörf.
2. lagabreyting, 3. önnur mál. Athugið
breyttan fundarstað.
Kvenfélagið Fjallkonurnar
heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 3. mars
í Fella- og Hólakirkju kl. 20.30. Venjuleg
aðalfundarstörf, bingó spilað og kaffíveit-
ingar.
Afrnæli
75 ára afraæli á í dag, 2. mars,
Jóhann Jónasson, fyrrverandi for-
stjóri Grænmetisverslunar land-
búnaðarins. Hann dvelur nú í Hvera-
gerði ásamt eiginkonu sinni, Mar-
gréti Sigurðardóttur.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins:
Áætlun um frjjálsan
innflutning búvöru
- Reykvíkingar með sérstakan viðbúnað
„Á sviði innflutnings ríkir enn opin-
ber verndarstefna vegna olíuinnkaupa
og leggur landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins það til að olíuverslunin verði
gefin fijáls og að þar verði tekin upp
frjáls verðlagning. Þá verði einnig
gerð áætlun er miði að því að innflutn-
ingur búvöru verði smám saman
gefinn frjáls," segir í drögum við-
skiptanefndar flokksins að ályktun á
landsfundi nú í vikunni.
Um búvöruinnflutninginn vísar í
drögunum til sams konar aðgerða
vegna iðnvamings sem hafi orðið öll-
um til hagsbóta. Þá segir meðal
annars: „Lagt er til að einkaréttur
stóru fisksölufyrirtækjanna verði af-
numinn á útflutningi og að opinber
afskipti af útflutningi miðist í auknum
mæli við alhliða eflingu útflutnings-
fyrirtækja ...“ „Við teljum að fram-
leiðslu búvöru eigi að miða við
ákveðið mark sem leiði frekar til ein-
hvers innflutnings en útflutnings og
að síðan verði stefnt að því að ríkið
reki ekki sérstaka vemdarstefhu í
þessari grein. En það em algerarýkjur
að við séum að ráðast með þessu að
landbúnaðinum," segir Hreinn Lofts-
son, aðstoðarmaður utanríkisráð-
herra, formaður viðskiptanefndar.
Samkvæmt heimildum DV hafa
reykvískir sjálfstæðismenn nú uppi
sérstakan undirbúning til þess að sjón-
armið þeirra verði ekki undir í
væntanlegum umræðum á landsfund-
inum þar sem strjálbýlismenn verða
fjölmennir.
-HERB