Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1987, Page 36
52 MÁNUDAGUR 2. MARS 1987. Sviðsljós Menningarverðlaun DV: Menningarverðlaun DV voru sem kunnugt er afhent við mikla viðhöfn í hádegisverði á Hótel Holti síðastliðinn fimmtudag. Það var létt yfir gestum enda gleðiatburður í vændum og ekki spillti matseðillinn sem er þekkt- ur fyrir annað en að vera með hefðbundnum hætti. Hrár sítr- ónuleginn lax var í forrétt að þessu sinni en langlúra, veidd við Vestmannaeyjar, í aðalrétt. Kverkarnar voru vættar í upp- hafi með sérríi, hvítvín með réttunum og í lokin voru smákök- ur kaffi og Porto Noval púrtvín. Rut L. Magnússon tók við tón- listarverðlaunum fyrir hönd Sinfóníuhljómsveitar æskunnar, Hróbjartur Hróbjartsson og Sig- urður Björgólfsson hlutu verð- launin í byggingalist, Óskar Gíslason fyrir kvikmyndagerð, Katrín Hall tók við leiklistar- verðlaununum fyrir íslenska dansflokkinn, Gunnar Örn Gunnarsson hlaut viðurkenning- una fyrir myndlist en Thor Vilhjálmsson fyrir bókmenntir. Meðfylgjandi DV-myndir GVA sýna að ekki væsti um gesti DV við verðlaunaafhendinguna það herrans ár áttatíu og sjö. Menningarverðlaunahöfum var boðið til herlegrar veislu á Hótel Holti. Thor Vilhjálmsson rithöfundur hefur orðið. Rut L. Magnússon þakkaði heiðurinn fyrir hönd Sinfóníuhljómsveitar æskunnar. Verðlaunahafar og dómnefnd sameinuð að lokum - arkitektarnir Hilmar Þór Björnsson, Sig- urður Brynjúlfsson, Hróbjartur Hróbjartsson og Páll Gunnlaugsson. Dómnefndarmennimir Baldur Hjaltason, Öm Ólafsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson virtust líta veisluna alvarlegum augum. Dómsorðin voru fallin hjá dómnefndarmönnunum Hringi Jóhannessyni og Daða Guðbjörns- syni á myndlistarsviði og Páli Valssyni í bókmenntunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.