Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. Fréttir Þorsteinn er enginn skriftafaðir minn - segir Albert Guðmundsson sem væntanlegur er heim frá Kaupmannahöfn í dag „Þorsteinn Pálsson er enginn skrifitafaðir minn,“ sagði Albert Guð- mundsson iðnaðarráðherra er DV náði símasambandi við hann á hóteli í Kaupmannahöfn í gær. Albert er væntanlegur heim til íslands í dag. Albert var spurður hvað honum þætti um þau vinnubrögð Þorsteins að dreifa upplýsingum um skattamál hans á blaðamannafundi: „Ég vil ekkert um það segja. Ég er búinn að heyra svo margt hingað og þangað í molum að ég veit bara ekki nógu mikið til að geta svarað þessu. Ég held að ég verði bara að bíða þang- að til ég kem heim og sjá hvað hann hefur sagt og tala við hann.“ Telurðu að þú verðir flæmdur af framboðslistanum í Reykjavík? „Ég tel það alls ekki. Hver á að flæma mig af listanum?“ Ekki Þorsteins að reka menn eða ráða - Var sá möguleiki nefhdur eða rædd- ur á einkafundi ykkar Þorsteins að þú segðir af þér? „Nei. Þorsteinn hefur ekkert nefnt það við mig enda er það ekki hans að reka menn eða ráða. Það eru kjósend- ur sem kjósa á listana. En einkavið- ræður okkar Þorsteins eru ekki til þess að láta út í blöðin. Það væri þá ekki mikið um einkaviðræður okkar á milli ef svo væri. Við tölum oft í trúnaði." - Berð þú fullt traust til Þorsteins sem formanns? „Ég ber fullt traust til hans. Ég hef enga ástæðu til annars.“ - Vissir þú á sínum tíma af þessum greiðslum frá Hafskipi til heildversl- unar Alberts Guðmundssonar? „Ekki fyrr en eftir á. Ég vissi það „Mönnum er gefinn kostur á að kynna sér rannsókn okkar ef við telj- um að rannsóknin leiði hugsanlega til skattahækkana. Þegar svör þessara manna koma er tekin afstaða til sjálfr- ar hækkunarinnar eða hvort rann- sókn er felld niður, komi fullnægjandi svör,“ sagði Guðmundur Guðbjama- son skattrannsóknarstjóri er DV spurði um hvemig meðferð skattamála væri hjá embættinu. „Ef við teljum að hækka eigi skatt- ana em skattamir hækkaðir og yfir- leitt er það ríkisskattstjóri sem að fyrirtækið hafði afslátt frá Haf- skipi.“ - Þú tókst þá ekki við þeim sjálfur? Framseldi aðra ávísunina „Önnur greiðslan kom á ávísun á framkvæmir það. Síðan fær aðilinn kærufrest. Að loknum þeim kæmfresti kemur aftur annar kærufrestur til rík- isskattanefndar." - Hvað með viðurlög á þessu stigi? „Við getum beitt þvi sem við köllum álagi en teljum við málið vera meira umleikis kemur tvennt til: Annars vegar að senda málið til ríkisskatta- nefndar að loknum þessum kæmfrest- um og þá til skattsektarmeðferðar. Teljum við málið alvarlegra og það sé brot á fleiri ákvæðum í þessu sam- bandi fer málið til rannsóknar hjá mig og ég framseldi hana. Heyrðu. Það komu tvær krossaðar ávísanir nýlega frá Reykjavíkurborg á mig, addressað- ar heim til mín fyrir reikninga sem vom stílaðir á Reykjavíkurborg af heildsölunni á Grundarstíg 12. Og rannsóknarlögreglu ríkisins með það í huga að það fari fyrir dómstóla." - Hvar setjið þið mörkin? Miðið þið við ákveðna fjárhæð eða eðli málsins? ,fJá. Fjárhæð og eðli brotsins. Það er margt skoðað i þessu sambandi. Skattaðili hefur alltaf möguleika á því á þessu stigi málsins að vísa því til dómstólanna en óska ekki eftir með- ferð ríkisskattanefndar. En flest málin fara fyrir skattsekt." - Við hvaða fjárhæð miðið þið? „Ég get ekki gefið upp neina tölu um það. Þetta er metið í hverju til- auðvitað verð ég að framselja það. Það er bara viðskiptamáti, að framselja ávísanir til þeirra sem eiga að fá þær.“ - Ef sú staða kæmi upp á þú yrðir ekki í efsta sæti, yrðir flæmdur af list- anum, kæmi þá sérframboð til greina? „Þessi spuming er bara ekki tíma- bær. Ég skil ekki hvað er að ske heima ef þessi spuming er tímabær." - Er búið að ákveða fund ykkar Þor- steins? „Nei, nei, nei.“ - Ætlarðu að ræða við hann strax eft- ir heimkomu? Ætla að átta mig á því hvað er að ske heima „Ég ætla nú átta mig á því hvað er að ske þama. Ég veit ekki hvenær ég ræði við Þorstein. Við ræðum alltaf saman öðm hvom.“ - Heldurðu að það verði um helgina eða eftir helgi? „Ég á ekkert von á því að það verði um helgina. Það veit ég ekkert um.“ - í viðtali við útvarpsstöðina Bylgj- una spyrð þú hvemig standi á því að þessi rannsókn á fynrtæki þínu leki út frá skattrannsóknarstjóra. „Hvemig stendur á því að það lekur ekki fleira? Það em margir tugir ein- staklinga og fyrirtækja sem fá athuga- semdir við skattaframtöl á hverju einasta ári. Og skattstjóri er alltaf að leiðrétta framtöl. Af hveiju lekur þessi eina leiðrétting út en ekki allar hinar? - Nú var það Þorsteinn Pálsson sem skýrði frá þessu máli á sérstökum blaðamannafundi. Finnst þér það eðli- legt af honum? „Það veit ég ekkert um. Ég þarf að bæði að heyra það sem hann sagði og tala við hann á eftir. Ég vil ekkert kommentera neitt á það.“ -KMU viki. Og ef það em jafnhliða fleiri brot framin og það er kannski verið að rannsaka þau hjá rannsóknarlögregl- unni er venjan að þetta fari þangað, ef við á annað borð teljum ástæðu til að beita sektum," sagði skattrann- sóknarstjóri. Hann sagði að á síðasta ári hefðu 366 mál verið tekin til skoðunar hjá rannsóknardeildinni. Fyrir utan það vom allmiklar formskoðanir á bók- haldi og yfir 800 mál reyndar skoðuð. Af þeim fóm 103 rannsóknir í skatta- hækkun, söluskattshækkun eða tekju- og eignarskattshækkun. -KMU FulKrúaráðið: Getur breytt listanum með skömmum fyrirvara „Fulltrúaráðið getur breytt lista. Það hefur að sjálfsögðu vald til þess að endurskoða afstöðu sína þegar þær aðstæður skapast," sagði Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson, framkvæmdastjóri full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Framboðslisti Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík hefur ekki verið lagður inn. „Ég hef ekki séð að landskjörstjóm hafi auglýst neina móttöku á listum," sagði Gunn- laugur Sævar. Framboðsfrestur rennur út á miðnætti föstudagsins 27. mars. „Það em engin ákvæði um það í reglum fulltrúaráðsins að það þurfi að boða fundi með einhverj- um ákveðnum fyrirvara eða hvemig eigi að gera það. Á þessum fjölmiðlatímum er hægt að boða fulltrúaráðið saman með mjög skömmum fyrirvara," sagði Gunn- laugur. I fulltrúaráðinu em rúmlega eitt þúsund manns. Einfaldur meiri- hluti nægir til að breyta listanum. -KMU Ingi Björn Albertsson forstjóri við dyr heildverslunar Alberts Guð- mundssonar í gær. DV-mynd BG Ingi Björn kveðst bera ábyrgðina Ingi Bjöm, sonur Alberts Guð- mundssonar, segist taka á sig alla ábyrgð á mistökum sem orðið hafi við framtal á greiðslum frá Hafskipi enda hafi hann verið forstjóri heildverslun- ar Alberts Guðmundssonar í meira en áratug, frá því að faðir hans tók sæti á Alþingi. Ingi Bjöm Albertsson segir að mis- tökin hafi orðið vegna þess að fylgi- skjöl með greiðslunum hafi vantað. Þau hafi ekki borist þrátt fyrir beiðni þar að lútandi. Greiðslumar hafi því einfaldlega dottið úr umferð og hrein- lega gleymst. Heildverslun Alberts Guðmundsson- ar, sem er til húsa að Gmndarstíg 12, flytur meðal annars inn kranabíla og varahluti í þá, öryggishurðir og pen- ingaskápa fyrir banka, sælgæti, áfengi og tóbak, að sögn Inga Bjöms. -KMU Meðferö mála hjá skattrannsóknarstjóra: Skattar 103 hækkaðir í fyrra Skattrannsóknarstjóri um verttar upplýsingar um skattamál Alberts Guðmundssonar: Ráðherrann getur krafist upplýsinga - fleiri en Albert töldu afslættina ekki fram „Fjármálaráðherra er yfirmaður skattamála í landinu," sagði Guð- mundur Guðbjamason skattrann- sóknarstjóri er DV spurði hvort fjármálaráðherra hefði meiri heimild en aðrir til að fá upplýsingar um rannsókn á skattframtölum manna. „I 105. grein skattalaganna, sem fjallar um eftirlit fjármálaráðherra, segir: „Fjármálaráðherra hefur eftir- lit með því að skattstjórar, skatt- rannsóknarstjóri og ríkisskattstjóri ræki skyldur sínar. Hann hefur rétt til að fá til athugunar skattframtöl og gögn varðandi þau og krefja framangreinda aðila skýringa á öllu því er framkvæmd laga þessara varðar.“ Þannig að þessi lagaheimild liggur fyrir. Og eins og kom fram hjá ráð- herra í gær er það ekki venja ráðherra að skipta sér af gangi mála héma. En eins og þetta mál var kom- ið þama í fjölmiðla taldi hann sér rétt og skylt að afla upplýsinga sagði Guðmundur. - Verða gefnar upp sömu upplýs- ingar um aðra aðila sem tengjast þessu máli? „Nei. Þessi rannsókn er i gangi. Það var allstór hópur aðila skoðaður vegna sams konar upplýsinga." - Hversu stór hópur? „Ég held að ég sé ekki kominn til með að greina frá því á þessu stigi málsins." - Hversu margir hafa ekki gefið þetta upp? Er þetta einsdæmi með Albert? „Það er ekki einsdæmi með Al- bert. Það er nokkur hópur aðila af þessum sem er í frekari skoðun vegna þess sama að það kom ekki fram í bókhaldi." - Stór hluti þeirra? „Nei.“ - Helmingur? „Nei.“ - Fjórðungur? „Ég held að ég sé ekkert að greina nánar frá þvi. En það er rétt að það komi fram að þetta er hluti rann- sóknar og hluti af þessum aðilum er í frekari skoðun vegna þess að þetta sama kom upp á,“ sagði skattrann- sóknarstjóri. Hann upplýsti enn fremur að rann- sóknin næði yfir þriggja ára tímabil. Um væri að ræða bæði hærri og lægri fjárhaeðir en í dæmi Alberts. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.