Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Page 4
MÁNUDAGUR 23. MARS 1987. Nú eru þeir einn ganginn enn að hamast ó Albert. Þeim virðist seint ætla að linna þessum ofsóknum á iðnaðarráðherra. Þær ganga jafnvel í erfðir frá einum formanninum til annars í Sjálfstæðisflokknum. Þau eru orðin of mörg ádeilumálin og árásimar á hendur Albert til að hægt sé að hafa á þeim tölu en eitt er vist að alltaf hefur Albert staðið með pálmann í höndunum þegar upp er staðið. Og svo mun enn verða nú ef Dagfari þekkir knattspymuhetj- una rétt. Af einhverjum óútskýrðum hvöt- um hefur Þorsteinn Pálsson séð ástæðu til að grennslast sérstaklega fyrir um skattframtöl fyrirrennara síns í fjármólaráðherrastólnum. Ekki er vitað til þess að ráðherrar hafi lagt það í vana sinn að hnýsast í prívatframtöl annarra manna og það er heldur ekki vitað að Albert þurfi að gera Þorsteini grein fyrir framtali sínu þótt sá síðamefndi sé orðinn formaður í flokknum. Þessi hnýsni vekur miklu fremur upp spumingu hvort Þorsteinn sé starfi sínu vaxinn fremur en Albert. Stundar hann njósnastarfsemi um flokksbræður sína? Menn em að gera veður út af því þótt einhver tékki frá Hafskip hafi Hvaða læti eru þetta? ekki verið talinn fram. Hvemig á Albert að muna eftir öllum tékkum sem honum berast? Sonur hans hefur rekið heildverslunina og sér um öll fjármál fyrirtækisins. Albert hefur ekkert með þau að gera. Ef honum hefur borist tékki, sem enginn hefúr lagt sönnur á, segir Albert, þá er það ekki honum að kenna ef hann hefúr gleymt að telja tékkann fram. Það er Inga Bimi að kenna og svo bók- haldinu hjá Hafskip sem ekki lagði fram fylgiskjöl. Hvemig eiga menn að telja fram tékka ef engin fylgi- skjöl liggja fyrir? Það er heldur ekki Albert að kenna að hann skuli hafa sama nafnnúmer og heildverslunin þannig að þessu tvennu sé ruglað saman. Hann á jú fyrirtækið en hef- ur ekkert með það að gera. Hann ber ábyrgð á fyrirtækinu en ber enga óbyrgð á fjármálum þess eða fram- tölum. Það sér Ingi Bjöm um. Ef menn mgla saman einu og sama nafnúmerinu þá er það þeirra vanda- mál en ekki Alberts. Hann hefúr ekki beðið um það að bæði hann og heildverslunin beri sama númerið. Og svo er annað. Ef menn telja þetta svindl, hvað þá með öll hin fyrirtækin sem em í rannsókn fyrir meint misferli í skattframtölum? Enginn minnist á þau. Af hveiju má Albert ekki gera mistök í skatt- framtali úr því aðrir komast upp með það? Er það kannski saknæmt að eiga business ef maður er í pólitík? Þorsteinn vill að Albert segi af sér. En hvemig á Albert að segja af sér þegar fólkið hefur kosið hann? Það er fólkið sem hefúr ákveðið að Albert sé efstur á listanum, ekki Þorsteinn, ekki Albert. Á hann að svíkja þetta fólk, bara af því einu að formaðurinn hefúr fundið tékka sem gleymdist að telja fram? Er kannski enginn í framboði í næstu alþingiskosningum sem hefur gleymt að telja fram? Nei, Albert ætlar að sitja sem fastast hvað sem hver segir og jafiivel þótt formaðurinn líti þetta alvarlegum augum. Hann ætlar að sýna fram á það í næstu kosningum að kjósendur kunna að meta verð- leika sína og gerir ekkert með það þótt fjármálaráðherra gleymi að telja fram tékka sem hann á hyort sem er ekkert í. Það er fyrirtækið sem ótti tékkann og fyrirtækið er honum óviðkomandi. Hann á það að vísu, hann ber ábyrgð á því, en allir vita, og Morgunblaðið líka, að hann hefúr ekki nólægt rekstri þess komið í mörg, mörg ár og veit ekk- ert um fjármál þess. Albert hefúr tekið á móti fjölmörgum tékkum, bæði frá Hafskip og borginni og öðr- um viðskiptavinum og hvemig á hann að muna hvað hann gerir við alla þessa tékka sem hann á ekkert í? Það er samdóma álit almennings að Albert sé saklaus. Ekki kannski alveg en næstum því og það er frá- leitt að elta menn fyrir smávægileg mistök sem verða hjá öllum þeim sem hafa mörgum hnöppum að hneppa. Eiginlega'er það Þorsteinn en ekki Albert sem er syndaselurinn í þessu máli. Honum væri nær að segja af sér fyrir að læðast svona aftan að Albert fjarstöddum og reyna að bola honum i burtu. Dagfari Stjómmál í dag mælir Dagfaxi Fjölmennur fundur „hulduhersins4 í gær: Albert hótar sérframboði - verði hann settur út af framboðslistanum Liðsmenn „hulduhersins" við upphaf fundarins í gær. Albert Guðmundsson lýsti því yfir á fjölmennum fundi með „hulduhem- um“ svokallaða að ftnna yrði lausn á þeim málum sem upp væm komin inn- an Sjálfstæðisflokksins þannig að enginn yrði niðurlægður, hvorki hann né Þorsteinn Pálsson, formaður flokksins. Albert sagði að ef sér yrði vikið af framboðslista Sjálfstæðis- flokksins, eða úr flokknum, þyrfti hann á fulltingi stuðningsmanna sinna að halda. Sagðist hann myndu berjast innan flokksins, eða ó sérlista, ef til brottvikningar hans kæmi. Þess- ar upplýsingar fékk DV hjá einum fundarmanna. f ávarpi sínu til fundarins rakti Al- bert gang mála undanfama daga og að sögn heimildarmanns DV sagði hann að það þyrfti sterk bein til að þola þær árósir sem hann hefði orðið fyrir undanfarið. Einhvem tímann kæmi að því að menn brotnuðu undan álaginu en Albert sagði að að því væri ekki komið hjá sér. Hvatti hann fúndarmenn til að styðja við bakið á sér í baráttu þeirri sem fyrir höndum væri innan flokksins og sagði hann gott til þess að vita hve marga stuðn- ingsmenn hann ætti. Margir tóku til máls á fundinum og lýstu yfir eindregnum stuðningi við Albert Guðmundsson og jafnframt kom fram mikil gremja í garð Þor- steins Pálssonar yfir blaðamanna- fundinum um mál Alberts sem hann hélt á fimmtudag. Létu menn stór orð falla og lýstu framkomu Þorsteins sem „klámhöggi", „vélabrögðum" og höfðu sumir við orð að réttast væri að fella Þorstein úr formannssæti. Það kom meðal annars fram að Þorsteinn mætti ekki misskilja þá „rússnesku" kosn- ingu sem hann fékk á landsfundinum, þar hefði komið fram samstaða sjólf- stæðismanna en ekki stuðningur við Þorstein persónulega. Það komu einnig fram hjá fundar- mönnum, samkvæmt heimildum DV, getsakir í þá átt að blaðamannafundur Þorsteins hefði verið tímasettur fyrir- fram og engin tilviljun að fundurinn var haldinn þegar Albert var erlendis. Samkvæmt upplýsingum blaðsins talaði Ingi Bjöm Albertsson á fundin- um og rakti meðferð afsláttargreiðslna þeirra frá Hafskipi hf. sem heildversl- un Alberts Guðmundssonar fékk. Sagði Ingi Bjöm að um þijár greiðslur hefði verið að ræða, 52ja þúsunda króna greiðslu, 117 þúsunda og 130 Albert Guðmundsson og Brynhildur Jóhannsdóttir, eiginkona hans, á fundin- um. DV-myndir Brynjar Gauti þúsunda. Skattur hefði verið greiddur af þeim tveimur fyrmefndu og hefði 117 þúsunda króna greiðslan verið kærð inn eftir að upp komst að hún hefði ekki verið gefin upp. 130 þúsund króna greiðslan hefði hins vegar ekki komið upp fyrr en við athugun skatt- rannsóknarstjóra. Fjölmenni var á fúndi „hulduhers- ins“ og samkvæmt upplýsingum DV er talið að þar hafi verið á milli 800 og 900 manns. -ój Albert kemur á fundinn. 4 dagar i reyklausa aaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.