Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Page 5
MÁNUDAGUR 23. MARS 1987. 5 dv Fréttir Hvalkjötið í Hamborg: Óljóst hvers vegna gám- amlr vom kyrrsettir Það er ekki enn komið á hreint hvers vegna gámamir með íslenska hval- kjötinu hafa verið kyrrsettir eftir að grænfriðungar efridu til mótmæla þeg- ar verið var að skipa þeim úr m/s Álafossi. En hvalkjötið átti að senda til Japans. Valtýr Hákonarson, framkvæmda- stjóri hjá Eimskip, sagði að enn væri ekki hægt'að segja til um það hvers vegna svona hefði verið að málum staðið og það ætti eftir að finna út úr því. Þetta væri mjög óvenjulegt og þessi staða hefði ekki komið upp áð- ur. Hann sagði ennfremur að honum skildist að tollayfirvöld væru að biðja um útflutningsleyfi og það væri verið að vinna í því hér heima, þetta væri samt enn allt mjög óljóst og ekki full- víst hvað tollayfirvöld í Hamborg væru að fara fram á. „Þetta á allt eftir að skýrast og væntanlega mun þetta koma í ljós nú í vikunni," sagði Valtýr í lokin.MDE Nýir rftstjórar Tímans íngvar Gíslason og Indriði G. Þor- steinsson hafa verið ráðnir ritstjórar Tímans. Ritstjórar þar eru þá orðnir þrír því við hlið þeirra mun starfa áfram Níels Ámi Lund, en hann hefur verið ritstjóri blaðsins að undanfömu. Indriði mun þó aðeins ætla að starfa við blaðið fram að áramótum. Blaðið heíúr átt í nokkrum fjár- hagsörðugleikum undanfarin ár, en hefur nú rétt úr kútnum, og hefur verið rekið taplaust að undanfómu. Hinir nýju ritstjórar hófu báðir störf við blaðið á fostudag. -PLP Kvennalisti þrýsti í gegn kynfræðslu Þingsályktunartillaga Kvennalist- ans um fræðslu meðal almennings um kynferðismál var eitt af síðustu þing- málunum sem náðu í gegn fyrir þinglausnir. Því var fleygt að Kvenna- listakonur hefðu hótað málþófi fengist tillagan ekki afgreidd. Félagsmálanefnd lagði til að tillagan yrði samþykkt með þessu orðalagi: „Alþingi ályktar að fela heilbrigðis- ráðherra að efla vemlega fræðslu um kynferðismál meðal almennings með það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir og hindra útbreiðslu sjúkdóma. Sérstök áhersla skal lögð á að upplýsa fólk á aldrinum 15-19 ára um kynlíf og getnaðarvam- -KMU BENIDORM MALLORCA - COSTA BRAVA NTJBeint leiguflugí sólina COSTAdelSOL íbúðir Eftirsottar hotel og Gerið sjálf verðsamanburð Islenskir fararstjorar - Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir Vesturgötu 17. Simar 10661, 15331 og 22100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.