Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 23. MARS 1987.
Útlönd
Norsk hátækni til Sovét
NATO-bann brotið
Páll VShjálmsson, DV, Osló:
Ríkisrekin norsk vopnaverksmiðja,
Kongsberg vaabenfabrik, seldi Sovét-
ríkjunum tæknibúnað sem gerir
sovéska flotanum kleift að smíða svo
hljóðláta kafbáta að nær ógjömingur
er að fylgjast með ferðum þeirra í
hlustunartækjum. Bandarísk yfirvöld
krefja Norðmenn skýringu á sölunni
og fúllyrða að Norðmenn hafi brotið
bann NATO um sölu á hátæknibúnaði
til landa Varsjárbandalagsins.
Kongsberg vaapenfabrik seldi Sov-
étríkjunum stýribúnað fyrir renni-
bekki en það gerir þeim kleift að smíða
mjög nákvæma og hljóðláta hreyfla
fyrir kafbáta. Hlustunarbúnaður
NATO hefur til þessa getað fylgst með
kafbátum Sovétmanna í 100 sjómílna
fjarlægð. Með nýju hreyflunum heyr-
ist ekki í þeim fyrr en í 5 sjómílna
fjarlægð.
„Þetta er bylting í sovéskum sjó-
hernaði," segir ónefndur bandarískur
hershöfðingi í viðtali við norska sjón-
varpið.
Lögreglurannsókn
Atlantshafsbandalagið hefur reglu
sem bannar sölu á hátækni til Sovét-
manna og fylgiríkja þeirra. Bandarísk
yfirvöld segja Kongsberg vaapenfa-
brik hafa brotið þessa reglu. Norð-
menn taka ásökunina mjög alvarlega
og lögreglurannsókn er hafin. Auk
þess var skipuð ráðuneytisnefnd sem
á að fara í saumana á sölunni á stýri-
búnaðinum.
Talsmenn vopnaverksmiðjunnar
segja fyrirtækið hafa fengið leyfi frá
yfirvöldum til þess að selja þennan
stýribúnað. Var hann fluttur fyrst til
Japan og þaðan til Sovétríkjanna.
Rannsóknin á sölunni mun fyrst og
fremst beinast að því hvort Kongsberg
vaapenfabrik hafi gefið yfirvöldum
misvísandi upplýsingar þegar verk-
smiðjan sótti á sínum tíma um útflutn-
ingsleyfið.
Vamarmálaráðherra Noregs, Jo-
hann Jörgen Holst, lætur hafa eftir
sér að yfirvöld muni beita sér fyrir því
að málið verði upplýst sem allra fyrst.
Stórtækir skartgriparæningjar
Tveir ræningjar höfðu á brott með
sér gullskartgripi að verðmæti um 2
milljónir dollara þegar þeir rændu um
hábjartan dag í gær skartgripaheild-
sölu (GT-fyrirtækið) á Manhattan.
Voru þetta aðallega eymalokkar,
hálsmen og armbönd og ennfremur
gullþráður í miklu magni sem enn var
ósmíðað úr. Höfðu þeir ógnað verslun-
arstjóranum með byssum til þess að
opna öryggishvelfingu og handjám-
uðu síðan starfsfólkið áður en þeir
höfðu sig á brott með ránsfenginn.
Söguleg prestvígsla
Sögulegur atburður átti sér stað í gær i St. Pauls dómkirkjunni í London er
71 kona var prestvigð og hafa aldrei jafnmargar konur verið vigðar í einu.
Nýlega voru gerðar breytingar innan bresku biskupakirkjunnar og ákveðið að
leyfa prestsvigslu kvenna eftir fjögurra alda einræði karla í embættinu.
Símamynd Reuter
íslendingar
eiga metið
íslenakir Bendifúlltrúar hjó Sam- hundrað og fimmtíu þúsund og þar
einuðu þjóðunum og sendiráðs- sem stöðumælagjald fyrir farartælri
atarfsmenn í New York eru nú sendifulltrúa hefur lækkað um fjöru-
orðnir methafar þar sem þeir hafa tíu prósent frá þeira tíma þykir
aldrei hlotið stöðumælasekt. þróunin athyglisverð.
Annars fengu aðrir sendifúlltrúar Þeir eru þó nokkrir sem aldrei
þar í borg rniklu færri stöðumæla- greiða stöðumælasektir og em
sektir í fyrra en árið áður, það er sendifúlltrúar Ghana efetir á lista.
að segja þrjátíu og átta þúsund mið- Fá þeir að jafoaði tíu sektir á mán-
að við sextíu og fimm þúsund í fyrra. uði. Þeir bera því þó við að erfitt sé
Árið 1978 vom aektimar rúmlega að fá bflastæði nálægt sendiráðinu.
Desmond Tutu erkibiskup með Oliver Tambo, leiðtoga Afríska þjóðarráðs-
ins. Tutu fór fram á það við ráðið um helgina að það lýsti yfir vopnahléi
í Suður-Afríku. - Simamynd Reuter
Vopnahlésbeiðni
Tutu hafnað
Desmond Tutu, erkibiskup og and-
stæðingur kynþáttaaðskilnaðarstefn-
únnar í Suður-Áfríku, átti um helgina
fund í Zambíu með leiðtogum Afríska
þjóðarráðsins. Hvatti hann þá til að
lýsa yfir vopnahléi en talaði fyrir dauf-
um eyrum.
Ekki hefúr orðið vart neinna við-
bragða stjómarinnar í Pretoríu vegna
ferðar Tutu en yfirvöld í Suður-Afríku
hafa hingað til fordæmt ferðir stjóm-
málamanna og viðskiptamanna til
aðalstöðva Afríska þjóðarráðsins.
Þessa ferð bar að á sama tíma og yfir-
völd em að herða áróður sinn gegn
ráðinu.
Mikill viðbúnaður er
kosið var á Indlandi
Kosningar hófust í gær í þremur
fylkjum á Indlandi og vom öryggis-
sveitir við öllu búnar.
Nálega sextíu milljónir manns vom
á kjörskrá og em kosningamar taldar
þýðingarmikill mælikvarði ó vinsældir
forsætisráðherrans, Rajiv Gandhi.
Flokkur hans er í meirihluta í flestum
hinna tuttugu og fjögurra fylkja.
Við fyrri kosningar hefur komið til
mikilla átaka. Kosningamar í gær
hófust þó friðsamlega og vom rúmlega
tvö hundmð þúsund lögreglumenn og
öryggisverðir á götum úti.
Aukakosningar vom haldnar í fimm
öðrum fylkjum. Talning atkvæða hefet
í dag og búist er við að úrslit geti leg-
ið fyrir á miðvikudag.
Lögreglumenn með lik einnar hinna þriggja kvenna er fundust á strönd
Hollands. Leitað er fleiri fórnarlamba ferjuslyssins fyrir utan Zeebrugge á
SÖmu slóðum. Simamynd Reuter
Karpov með betra
í 10. skákinni
Tfunda einvígisskák þeirra
Karpovs og Sokolovs í Linaers á
Spáni í gær fór í bið eftir fimm
klukkustunda taflmennsku og 41
leik. Þykir Karpov hafa betri bið-
stöðu og líklegur til að knýja út
úr henni vinning þegar þeir félagar
halda áfram með skákina í dag. -
Karpov er með 5A vinning en
Sokolov með 3 'A. Einvígið er ekki
nema 14 skákir og Karpov því
kominn með góðar vonir um að
hreppa réttinn til þesa að skora á
heimsmeistarann, Kasparov.
dínamít-
skipið um
Norðursjóinn
Þúsund tonna skipið danska,
Homestrand, hefúr legið við festar
undan Englandsströnd síðan eldur
koni upp í því fyrír þrem vikum
en farmur skipsins er dínamít og
sprengihættan slfk að áhöfoin varð
á sfoum tíma að flýja skipið þegar
verið var að ráða niðurlögum elds-
ins. En það hefúr tekist samt að
halda eidinum í skefjunt svo að
hann hefúr ekki komist í farminn.
Var það gert með því að dæla köfo-
unarefoi i þá lestina þar sem
eldurinn lék laus. Nú hefúr tekist
að ráða niðurlögum eldsins og er
byijað að draga skipið um Norð-
ursjó og ferðin fyrirhuguð til
hafoar í Rotterdam eða Hamborg.
Æduðu að ræna
nifteinda-
sérfræðingi
Foringjar hryðjuverkasamtak-
anna Action directe höfðu á
pijónunum ráðagerð um að raana
einum helsta sérfræðingi Frakka í
kjamörkumálum og ætluðu að
pína út úr honum upplýsingar um
nifteindasprengjuna.
Tímaritið Le Point heldur því
fram að þau Jean-Marc Rouillan
og Nathalie Menigon, sem hand-
tekin vom í áhlaupi frönsku
lögreglunnar á afekekkt bænda-
býli (er reyndist vera bækistöð
hryðjuverkasamtakanna AD), hafi
þar verið handsömuð aðeins tveim
sólahringum áður en hrinda átti
mannránstilrauninni í fram-
kvæmd.
Fómarlambið áttí að vera hátt-
settur starfemaður kjamorkuráðs
Frakklands.
15þús.eitranirút
af vatnsmengun
15.400 manns í Shanxi-héraði í
N-Kína hafa orðið fyrir eitrun eftir
að áburðarverksmiðja hleypti frá
sér úrgangsefaum í sömu ána og
héraðsbúar taka sér drykkjarvatn
úr. Enginn hefúr látið lífið af völd-
um þessarar eitrunar en margir
verið þungt haldnir um hríð, en
þessa varð fyrst vart í janúar. Eit-
ureinkennin koma fram í höfúð-
verk, magaþrautum og niðurgangi.
Dagblað alþýðunnar greinir frá því
að hinir ábyrgu ráðamenn áburð-
arverksmiðjunnar verði dregnir
fyrir rétt og látnir svara til saka
fyrir að hafa eklri reynt að stöðva
efaalekann í árvatnið og ekki
heldur gert íbúum viðvart.
Fleiri fómariömb
ferjuslyssins fundin
Þrjú kvenmannslík hafa fundist á
ströndinni á landamærum Hollands
og Belgiu og þykir víst að það séu
fómarlömb feijuslyssins sem varð fyrir
utan Zeebmgge fyrir tveimur vikum.
Hafa nú fúndist sextíu lík en sjötíu
og fjögurra manna er enn saknað.
Vom það lögreglumenn og læknir
sem fundu fyrsta líkið um fimmtán
kílómetra frá þeim stað er feijan valt.
Tvö lík fúndust svo seinna.