Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 23. MARS 1987. Spumingin Ertu ánægður með laun- in þín? Guðsteinn Ingimarsson sölumaður: Já, ég myndi segja það. Ég er sjálfur tveggja barna faðir og lágmarkslaun til að framfleyta t.d. fjögurra manna fjölskyldu eru 75 þús. kr. á mánuði. Eg vona bara að kjarabaráttan hjá þessum stéttum, sem nú standa í ströngu, gangi upp, það er löngu orð- ið tímabært að þetta umtalaða góðæri fari að skila sér til sem flestra. Jenný Þorláksdóttir öryrki: Ég get ekki unnið þar sem ég er öryrki en örorkubæturnar mættu vera mun hærri. Auðvitað ættu örorkubætur að vera jafnháar lágmarkslaunum hverju sinni sem ég teldi að ættu að vera svona eitthvað á bilinu 36-38 þús. kr. á mánuði. Guðbergur Álfur Nielsen sjómaður: Auðvitað er ég ánægður enda er ég sparsamur. Ef fólk veitir sér ekki of mikið og sleppir þessum utanlands- reisum þá á fólk að geta lifað alveg sæmilega af launum sínum. Fólk get- ur ekki alltaf heimtað hærri laun, það hljóta að vera einhver takmörk fyrir þessari eilífu kjarabaráttu. Fólk á bara að draga saman seglin og eyða minna, peningar eru ekki allt, ekki satt? Hrefna Kristjánsdóttir skrifstofu- stúlka: Nei, engan veginn enda finnst mér að lágmarkslaunin eigi allavega að vera um 40 þús. kr. á mánuði. Þetta góðæri hlýtur að fara að skila sér til allra landsmanna svo það er bara að bíða og sjá. Óskar Sigurðsson framkvæmda- stjóri: Já, ég held ég megi segja að ég sé alveg ágætlega sáttur við þau. Annars finnst mér að laun eigi að fara voða mikið eftir því hversu vel fólk er menntað eða hvaða þekkingu það hefur. Lesendur Styðjum kennara Ingibjörg S. Guðmundsdóttir skrifar: Ég skrifa út af verkfalli kennara. Ég hafði nefnilega vonast eftir kröft- ugum viðbrögðum hjá foreldrum þar sem þeir styddu kennara í hags- munabaráttu sinni. Við megum ekki gleyma því að skóla- og uppeldismál eru hagsmunamál allra landsmanna. Erum við tilbúin að horfa á eftir reyndum, hæfum og áhugasömum kennurum ganga út úr skólunum og leita sér að öðrum störfum vegna vanmats og óaðlaðandi umræðu um störf þeirra. Það var sorglegt að horfa upp á þáttinn á Stöð 2 um launamál kennara. Að fjármálamað- ur sé settur í valdastól og lyklastöðu' til að meta réttmæti krafna kennara. Það sem honum tókst var að sýna vankunnáttu á störfum kennara fyr- ir alþjóð. Ég skora á allt gott fólk í landinu að standa fast með kennurun og vinna að því að þeir fái laun og mannvirðingu sem kennarastarfið á skilið. Röðin er komin að ráðamönnum að sýna stefiiumótun. Almenningur er orðinn þreyttur á stjómmála- mönnum sem takast ekki á við grundvallaratriði islensks þjóðlífs. Það hlýtur að koma í ljós í komandi kosningum ef eitthvað verður ekki að gert. Erum við tilbúin að horfa á eftir reyndum, hæfum og áhugasömum kennur- um ganga út úr skólunum og leita sér að öðrum störfum vegna vanmats og óaðlaðandi umræðu um störf þeirra. „Mér finnst að sjónvarpið megi sýna meira af hinni æðislegu söngkonu, Cyndi Lauper.“ RÚV: Tónleika með Cyndi Lauper! Gunna hringdi: Halló! Væri nú ekki hægt svona til tilbreytingar að sýna meira með Cyndi Lauper í sjónvarpinu? Það væri alveg tilvalið að þátturinn Smellir gæfi þess- ari pottþéttu söngkonu meiri gaum. Ég veit að hún hélt nýlega tónleika í Ástralíu og það væri ekki amalegt ef sjónvarpið sýndi frá þeim. Ég er alveg handviss um að ef sýnt yrði frá þessum tónleikum frá Ástralíu myndi þorri landsmanna sitja límdur við kassann og hafa mikið gaman af. H.R. hringdi: tíu sem komust í úrslit Ég ætla að svara B.OJB. klúbbnum Pereónulega finnst mér Björgvin sem örugglega aamanstendur af orðinn allt of þreyttur til að taka vinahópi Björgvins Halldóresonar þátt í þessari keppni. Ég er viss um og ætlar sér að koma honum til að þegar við verðum farin að venj- Brussel í Eurovision söngvakeppn- ast lögunum sem hinir söngvararnir ina. Það er alveg út í hött að reka flytja eiga meira að segja B.O.B. svona áróður fyrir einum söngvara klúbbmeðlimir eftir að skipta um áður en fólk hefur fengið tækifæri skoðun. til að kynna sér almennilega lögin Bremsuljós í afturglugganum J.J. skrifan þú rétt sleppur við að aka aftan á. Ætli það sé orðið skilyrði til skoð- Þar sem ég er strætisvagnabilstjóri unar bíla í Hafharfirði að hafa þá aé ég margt Ijótt í umferðinni, bremsuljós í afturglugganum. Það td. ef ég gef stefhumerki á vagninum mætti a.m.k. halda miðað við allan út í uraferðina og einhver kemur þann fjölda G-bfla með slíkum út- flautandi og steytendi hnefann, þá búnaði. í mínum augum er það illa er það undantekningalítið G-númer hannaður bill sem er með það léleg- eða Y, sjaldan eða nánast aldrei R- um bremsuljósum að þurfi slikan númer. útbúnað. Og gott væri ef þessir Kæru Hafnfirðingar, reynið nú að Hafnfirðingar gætu notað annan taka ykkur á. Hendið bremsuljósun- ljósabúnað eins vel (og mikið) og um, setjið nýjar perur í stefhúljósin bremsuljósin eða hver kannast ekki og kaupið bamabilstóla fyrir and- við að hafa ekið á eftir Hafnfirðingi virði bremsuljósanna og látið eigir,- og er komið var að næstu hliðargötu konur ykkar hætta að halda á þá snarstansar Hafitfirðingurinn og ungbömum i framsætunum. beygir skyndilega inn í götuna og Hver klessti á? Anna hringdi: Við vorum að keyra Reykjanes- brautina frá Keflavflc til Reykja- víkur er við urðura fyrir því mikla óláni að það var klesst á okkur en keyrt síðan í burtu áður en við náð- um að átta okkur á því hvað væri að gerast. Þetta var á mánudaginn var á milli kl. 21 og 21.30. Ég tek það fram að það var mjög slæmt veður og mikil þoka þannig að það var ókleift að greina bílinn, er auðsjáanlega hefur verið að taka frara úr, þangað til hann klessti á okkur. í stað þess að stoppa og athuga hvort ekki væri allt í lagi með okkur hefur viðkom- andi ökumaður forðað sér hið bráðasta í burtu og frekar farið að hugsa um aurana sína en okkur. Hvet ég þennan ökumann er var svona ósvífinn að láta samvisku sína ráða og gefa sig fram til lögreglu til að gefa skýrsiu eða hringja í mig í síma 74138. Það er mjög skemmtilegt að horfa á ameríska fótboltann, alveg sérlega spennandi og flottur íþróttaleikur. Sjónvarpið komi með ameríska fótboltann Geir hringdi: Ég vil styðja þá góðu hugmynd er koma frm í DV 16. mars sem Sverrir Ólafsson skrifar um að sýna fiá ameríska fótboltanum á Stöð 2 eða í ríkisjónvarpinu. Þessi íþrótt er mjög skemmtileg að horfa á, alveg sérlega spennandi og flott að sjá. Ég veit um marga sem eru alveg óðir í það að sjá leiki frá NFL. (National Football Leak). Það er harka í þessum leik og mikið um útsmognar tæklingar og flott mörk eða (toughdowns) eins og það heitir. Ég vona að Stöð 2 eða ríkissjón- varpið lesi greinamar um þetta mál og sjái sér fært að sýna leiki fiá þessari íþrótt. Ég bíð spenntur eftir framvindu mála. Dökkhærðir verri en Ijóshærðir? Bryndís skrifar: Mig langar að leggja orð í belg vegna ess sem ég álít lélega blaðamennsku. DV fyrir nokkru var viðtal við meint- an bamanauðgara og er það nú ekki ætlunin að dæma um það hvort hann sé sekur eða saklaus. En ástæðan fyrir því að ég skrifa þessar línur em skrif blaðamannsins um úthtslýsingu á þessum manni. Þar segir: „Það var ekki að sjá að þama færi dæmdur bamanauðgari, vissu- lega er Kristinn dökkur yfirlitum, en hann virtist í fullkomnu jafhvægi." Er það virkilega enn þann dag í dag svo að fólk haldi að það fari eftir út- litá hveijir fremji glæpi og hveijir ekki? Að þeir sem em dökkhærðir og hvassir á brún séu frekar álitnir glæpamenn helduf en hinfr sem em ljóshærðir og bjartir yfirlitum? Maður skyldi ætla það að þeir sem væm lærð- ir blaðamenn létu alls ekki hafa eftir sér svona þvælu á prenti og ég vona að úr því verði bætt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.