Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Side 19
MÁNUDAGUR 23. MARS 1987.
19
Glötum ekki því
sem áunnist hefur
Nú, þegar líður að kjördegi, er
nauðsynlegt að kjósendur íhugi
stöðuna vel. Stöðugleikinn, sem
náðst hefur í efnahagsmálum, er afar
mikilvægur. Hann er undirstaða,
sem byggja má á. En undiraldan er
talsverð og því nauðsynlegt að
traustum höndum sé haldið um
stjórnvölinn.
Árangurinn
Þjóðhagsstofnun birtir okkur
nokkrar staðreyndir á þessum tima-
mótum.
1. Hagvöxtur árið 1986 var um
6'A%.
Island er með hæsta hagvöxt allra
iðnríkja þetta ár.
2. Viðskiptin við útlönd voru í
jafnvægi í fyrsta skipti síðan 1978.
3. Verðbólga frá upphafi til loka
ársins 1986 var hin minnsta, sem
mælst hefur í fimmtán ár, eða
13%.
Óhagstæð gengisþróun Banda-
ríkjadollars olli því, að ekki tókst
að ná verðbólgunni niður í eins
stafs tölu.
Spáð er 11-12% verðbólgu frá
upphafi til loka 1987 með svipaðri
þróun.
4. Kaupmáttur tekna heimilanna
er talinn hafa verið rúmlega 11%
hærri árið 1986 en 1985, eða hærri
en nokkru sinni fyrr.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna á
mann er hærri en hann hefur ver-
ið áður.
Við þetta má ýmsu bæta:
a) Atvinnuleysi er nánast óþekkt
fyrirbrigði á íslandi á sama tíma
og atvinnuleysisvofan tröllríður
þjóðfélögunum í kringum okkur.
b) Myndarlegra átak hefúr verið
gert til að hækka lægstu laun en
áður.
c) Verðlagning er orðin stórum
frjálsari samfara aukinni sam-
keppni til hagsbóta fyrir neytend-
ur. Ólafslög eru komin til
framkvæmda á þessu sviði.
d) Spamaður landsmanna hefur
stóraukist og er meiri en hann
hefur verið í 14 ár.
Kjallaiinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
verkfræðingur
e) Erlendar skuldir þjóðarbúsins
hafa lækkað að raungildi.
f) Frjálst útvarp er orðið að veru-
leika. Ingvar Gíslason, fyrrver-
andi menntamálaráðherra, hafði
frumkvæði að málinu á Alþingi.
g) Hiisnæðislánakerfið er orðið
sambærilegt við það besta, sem
þekkist í löndunum í kringum
okkur.
h) Miklu fé hefúr verið varið til
nýsköpunar í atvinnulífi og til
rannsókna. Árangur þess mun
skila sér á næstu árum.
Leiðari Dagblaðsins
I leiðara Dagblaðsins um daginn
komu fram athyglisverðir hlutir.
Haukur Helgason lagði í þessum
ágæta leiðara út af skoðanakönnun
blaðsins um, hvaða ríkisstjóm fólk
vildi.
Niðurstaðan var reyndar ekki
óvænt. Fólk vill ekki taka áhættu.
Flestir vildu óbreýtta ríkisstjóm.
I leiðaranum kemur fram, að upp-
selt er í margar sólarlandaferðir nú
þegar.
Bifreiðasala hefur sjaldan verið
önnur eins. Dýrir bandarískir bílar
renna út.
Afruglarar fyrir stöð 2 seljast upp
og biðlistar myndast.
Við þetta má bæta, að þjóðin mun
hafa keypt happdrættismiða i síðasta
mánuði fyrir 150 milljónir króna.
Vínbúðimar em svo fullar á föstu-
dögum, að það er varla hægt að
komast inn í þær. Varla hægt að
komast fram hjá þeim.
En ýmislegt þarf að bæta. Þar ber
hæst hallann á ríkis-sjóði, hækka
þarf lágu launin meira, treysta þarf
húsnæðislánakerfið og taka við-
skiptin við útlönd ömggum tökum.
Endurskoða lífeyrissjóðakerfi og al-
mannatryggingamar. Endurskipu-
leggja heilbrigðisþjónustuna og
bæta menntakerfið.
Allt verður þetta kleift, ef tekst að
varðveita hinn dýrmæta stöðugleika
í efnahagslífinu.
Leiðarahöfundur lýkur orðum sín-
um með því, að við ættum ekki að
taka mikla áhættu.
Á vinnustaðafundum
Eðlilega er víða spurt á vinnu-
staðafundum: „Hver verður næsta
ríkisstjóm?"
Á einum vinnustað, sem ég fór á,
reis upp sjálfstæðismaður meðal
starfsfólksins og sagði eitthvað á
þessa leið:
„Við sjálfstæðismenn viljum þessa
stjóm áfram, en með breyttum ráðu-
neytum. Við viljum forsætisráðu-
neytið, sjávarútvegsráðuneytið og
félagsmálaráðuneytið.
Þið getið í staðinn fengið fjármála-
ráðuneytið, menntamálin og heil-
brigðismálin."
Ég var rétt að velta fyrir mér,
hvernig ég ætti að svara þessu, þeg-
ar upp reis annar starfsmaður og
sagði:
„Þetta er ykkur líkt og eðlilegt,
ef grannt er skoðað. Steingrímur
Hermannsson hefur farið með for-
sætisráðuneytið og þvi stýrt efna-
hagsmálunum. Árangurinn er þar
afar góður, sem lýsir sér í lágri verð-
bólgu, jöfnuði við útlönd, lægri
erlendum skuldum og meiri kaup-
mætti. Þama em því hlutimir í lagi.
Þið viljið láta fjármálaráðunev’tið
í staðinn, en mestir erfiðleikar ríkis-
stjómarinnar stafa einmitt af halla
ríkissjóðs, sem erfitt getur orðið að
laga. Þama er margt óunnið og þið
viljið losna.
í sjávarútvegsráðuneytinu hefur
Halldór leyst málin. Einmitt stjóm-
un fiskveiðanna, sem honum hefur
tekist að ná fullu samkomulagi um
í erfiðri stöðu, hefur aukið þjóðar-
tekjumar. Útgerðarkostnaður hefur
minnkað og verðmæti afians aukist.
Þama em hlutimir í lagi.
Þið viljið láta okkur framsóknar-
menn hafa í staðinn menntamála-
ráðuneytið þar sem allt logar í ófriði
í námslánum, fræðslustjóramálin
o.fl.
í húsnæðismálum er nú loks komið
nothæft lánakerfi. Þá viljið þið taka
við, en afhenda okkur heilbrigðis-
málin með öllum deilumálunum um
spítalamálin."
Mér fannst þetta svo athyglisvert,
að ég segi frá þessu hér. Landbúnað-
armálum vill enginn óska eftir, að
því er virðist. Þar er Jón Helgason
að aðlaga framleiðsluna innanlands-
markaði.
Það er erfitt og sársaukafullt, en
verður að gerast.
Áhættan
Þær raddir verða æ háværari, að
Alþýðubandalagið sé flokkur án fyr-
irheits, flokkur án tilgangs, flokkur
sem svífi í tómarúmi. Þetta bandalag
óánægjunnar virðist dæma sig sjálft
úr leik með því að vera einfaldlega
á móti öllu og öllum.
Alþýðuflokkurinn hefur of oft
reynst óábvrgur. Upphlaup hans til
atkvæðaveiða hafa ekki tekið mið
af þjóðarhagsmunum, heldur stund-
arhagsmunum flokksins. Nærtækast
er að nefna húsnæðisupphlaupið,
sem líklega hefur valdið hækkun á
fasteignamarkaði og því skaðað ekki
síst ungt fólk, sem þarf að afla sér
húsnæðis. Árangur næst ekki með
óskhyggju og útafspörkum.
Við þurfum ábyrga forystu. Þeir,
sem meta störf ríkisstjómarinnar og
þá sérstaklega árangurinn í ráðu-
neytum framsóknarmanna, hljóta að
viðurkenna, að vel hefur tekist til.
Framsóknarflokkurinn leitast við
að sameina jákvæða þætti frjáls-
hyggju og félagshyggju, en vísar á
bug hinum neikvæðu eins og óheftu
frumskógarþjóðfélagi og forsjárkap-
italisma vinstri manna.
Verk Framsóknarflokksins í ríkis-
stjóminni tala máli sínu.
Af ávöxtunum skuluð þið þekkja
þá.
Við veljum trausta forystu. Því
veljum við Framsóknarflokkinn í
kosningunum.
Guðmundur G. Þórarinsson
Greinarhöfundur skipar efsta sæti á
framboðslista Framsóknarflokksins í
Reykjavík í komandi alþingiskosning-
um.
„Þið viljið láta fjármálaráðuneytið í
staðinn, en mestir erfiðleikar ríkisstjórn-
arinnar stafa einmitt af halla ríkissjóðs,
sem erfitt getur orðið að laga. Þarna er
margt óunnið og þið viljið losna.“
Við viljum skilning en ekki samúð eða fordóma
Maður að nafni Eggert Sigurðs-
son á Tímanum sendi kennurum
tóninn um daginn og dró saman
alla þá fáfræði, fordóma og mis-
skilning um kennarastarfið og
verfall kennara sem hægt er að
nudda saman. Eggert þessi og all-
margir aðrir sem ég kannst við
telja sig hólpna með þessar „sjálf-
stæðu skoðanir". En fáfræði á lítið
skylt við skoðanir og flatasti for-
dómavaðall er ekki blaðamennska.
Öll íslensku dagblöðin hafa á síð-
um sínum rennusteina undir
svoleiðis skrif: Svarthöfða, Stak-
steina, Garra og hvað þeir nú allir
heita, duldu meistarar orðafroð-
unnar. Eggert Sigurðsson hefur sér
þó til málsbótar að setja upphafs-
stafi sína undir skrifin.
Nokkrar staöreyndir
Kennarar í HÍK rétt eins og aðr-
ir, hefja ekki verkfall ótilneyddir.
Menn með meðaldagvinnulaun
upp á 42.000-43.000 missa þau ekki
af misskilningi eða botnlausri
auragræðgi. Þeir eru einfaldlega
að bjarga heimilisrekstri sínum og
sjálfum skólunum. Skoðið bara eft-
irfarandi atriði sem, um leið og þau
lýsa stöðu kennara, eru andsvör
við orðum Eggerts Sigurðssonar
og annarra:
1. Dagvinnutími kennara er
um 48 st. á viku. Þar í felast
26-29 kennslustundir (eftir
skólastigum), frímínútur, mat-
arhlé og hluti undirbúnings-
KjaUaiiim
Ari T. Guðmundsson
jaröfræðingur, kennari
Menntaskólanum viö Sund
tíma undir kennslu. Að
frádregnum orlofsmánuði,
styttri frium og rúmlega 150
stundum til endurmenntunar á
ári fylla þessir tímar upp í
venjulegan 40 stunda vinnu-
tíma á viku allt árið um kring.
Kennarar taka m.ö.o. vinnu
sína út í skorpum, líkt og sjó-
menn eða vaktavinnufólk.
2. Yfirvinnutími kennara
lengir vinnuvikuna upp í 50-
60 st. Bæði neyðast menn til að
vinna yfirvinnu eins og aðrir
launamenn (þorri þeirra!) og
eins hitt að skortur er á mennt-
uðum kennurum (m.a. vegna
launanna). Yfirvinna er greidd
með 1,4 dagvinnustundum hjá
framhaldsskólakennara en 1,22
í grunnskóla, rétt eins og þar
sé um óæðri og léttari störf að
ræða. Yfirvinnustuðulinn vill
ríkið nú lækka.
3. Heimavinnutími kennara
um helgar og á kvöldin lengir
enn vinnuvikuna. Margir þurfa
að undirbúa kennslu meira en
felst í 48 stundum sem kallast
dagvinna; það þarf að lesa rit
til að halda þekkingu við, það
þarf að vinna námsefni og fara
yfir m.a. verkefni og skyndipróf
- svona 500-1000 einingar á
önn. En ein eining er verkefni
sem tekur einn nemanda eina
kennslustund að leysa. Fyrir
þetta er greitt að hluta. Algeng
upphæð er á bilinu 10.000-25.
000 kr. á önn. í heild er varlegt
að áætla 5-10 st. á viku í heima-
vinnu.
4. Algengur yfirvinnutími
kennara í heild er sem sagt 55-
70 st. á viku. Fyrir það hafa
nýir kennarar fengið 32.000-
34.000 kr. á mánuði auk yfir-
vinnu og heimavinnugreiðslu;
meðalmaðurinn aftur á móti
42.000-43.000 kr. Heildarlaun
geta náð 50.000 til 75.000 kr.
Ef allt sem allir kennarar fá
greitt fyrir, símastyrkir þar sem
við á, prófdæming utan skóla,
viðvera í iðnkennslustofum um
kvöld og helgar, skólastjórn og
fleira þess háttar er talið, þá
má búa til meðalgreiðslur upp
á 70.000-75.000 kr. á mánuði
eins og samninganefnd ríkisins
hefur kynnt í fjölmiðlum.
Þetta er svipað og gert er þegar
sjómenn eiga i hlut; menn sem
vinna sig hálfdauða í skorpum við
erfiðar aðstæður, en hafa lág
grunnlaun.
Einfaldar kröfur
Yfirvinrtuálag, aukastörf og lág
grunnlaun eru að sliga vel mennt-
að og þjálfað starfslið skólanna.
Tími til þróunar, til stjórnunar-
starfa og til uppeldisstarfa finnst
varla. Æ færri ungir kennarar
koma til fullra starfa. Hlutastörf-
um fjölgar. Skólarnir staðna,
nemendur skynja að skólarnir eru
að verða lakari. Sjálfir slá þeir oft
slöku við, sækja í „arðbært“ nám
og margir vinna með skólanum í
glórulausum mæli.
Gegn öllu þessu (og mörgu fleiru)
gera kennarar í HÍK nú uppreisn.
Stjórnvöld (sem lofa menntun,
hyggjuvit og þekkingu í hástert)
geta ekki leyst verkfalls- og launa-
deiluna nema með því að tengja
stöðu skólanna og launin saman
og snarhækka laun kennara hvað
sem láglaunum þúsundanna líður
- ef hér á að vera starfhæft sam-
félag á næstu árum. Leiðrétting á
launum ríkistarfsmanna veldur
ekki verðbólgu ef stjórnvöld vilja
annað og færa til fé innan ríkis-
geirans.
Kennarar vilja 45.000 kr. lág-
markslaun í áföngum, um 60.000
krónur í meðallaun og enga skerð-
ingu annarra kaupliða. Um 20%
hækkun á 1-2 árum, auk venju-
legra verðbóta er engin frekju-
krafa, heldur einart svar við
hræðilegri öfugþróun. Þegar samn-
inganefnd ríkisins býður fyrst upp
á launahækkun (11. mars) í flestum
algengum launaflokkum og hækk-
ar svo tilboð sitt upp i um 10%
launahækkun (á 2 árum) að meðal-
tali ef venjulegar áfangahækkanir
til verðbóta eru frátaldar, þá ber
hún ábyrgð á löngu verkfalli. En
þegar Þorsteinn Pálsson segir rík-
isstjórnina ekki ætla að blanda sér
í (!) deilu ríkisvalds og kennara og
reiknar verðbótahækkanir með í
tölur sem hann kynnir á þingfundi
þá efast menn um hæfni viðsemj-
endanna. Með þessu ávísar Þor-
steinn á langt verkfall. Varla á
Indriði H. Þorláksson einn að
bjarga skólum landsins eða hækka
upp á sitt eindæmi meðaltilboð um
nettóhækkun úr 4000-5000 kr. á
mánuði í skárri tölu?
Styðjið okkur og skólana, gott
fólk! Sýnið okkur skilning, foreldr-
ar og nemendur! Berjumst saman!
Ari Trausti Guðmundsson