Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1987, Page 35
MÁNUDAGUR 23. MARS 1987.
51
Sviðsljós
Marilyn Monroe:
Síðustu stundir
..... V;
SkjáHandi af kulda í ullarpeysu og teppi - þá þegar langt leidd af ofneyslu
vímuefna.
sem fyrirsæta
Kyntákn allra tíma - Marilyn
Monroe - hræddist öldrun og ein-
manaleika meira en allt annað. Hún
svaf í bijóstahaldara af hræðslu við
að bijóstin gætu orðið slappari af því
að vera ekki haldið í fostum skorðum
en gekk um alla íbúðina nakin að
öðru leyti. Þegar hún þurfti að gang-
ast undir skurðaðgerð fékk læknirinn
handskrifað bréf frá Marilyn þar sem
hún bað hann í guðanna bænum að
hafa skurðinn eins lítinn og mögulegt
væri - hún þyldi ekki að horfa á ör
annarra, hvað þá sín eigin. Þessi
skilaboð hafði hún svo límt vandlega
á magann á sér til þess að þau færu
örugglega ekki framhjá skurðlækn-
inum.
Ástæðan fyrir óstundvísi leikkon-
unnar var tvíþætt. í fyrsta lagi var
hún sjaldan án vímuefna þannig að
tímaskynið var verulega brenglað og
einnig kom til sú staðreynd að útlitið
var ævinlega mikill áhyggjuvaldur.
Hún átti til að standa í síendurtekn-
um hárþvotti fyrir stefhumót og
endurgera andhtsforðunina aftur og
aftur. Þrátt fyrir að þama færi konan
sem lét hafa það eftir sér að líkaminn
væri sinn besti vinur og þekkt var
um heim ahan fyrir fegurð var óör-
yggið svo mikið að hún var aldrei
viss um að úthtið væri í sómasamlegu
lagi. Öryggisleysið frá bamæskunni
og stöðug leit að ástúð frá hendi
annarra hafði sett svo djúp mörk á
Marilyn að henni entist ekki ævi til
þess að finna hinn eftirsóknarverða
innri frið.
Marilyn hafði alla ævi bamslega
þörf fyrir að ganga um nakin eða
fáklædd - næstum hvar sem var -
og virtfst alltaf vera að biðja nær-
stadda um að sýna sér biíðu og
athygli.
Frá Ólafi Arnarsyni, fréttaritara DV í New York:
íslendingar í New York
Þorrablót íslendingafélagsins í
New York var haldið laugardaginn
7. mars síðastliðinn á Penta hótelinu
í hjarta borgarinnar. Fjöldi manns
var saman kominn og þorramatur
framreiddur af Gísla Thoroddsen.
Hljómsveitin Ópera sá um tónlist en
svo illa vildi til að meðan hljómsveit-
in lék undir borðum brann yfir
straumbreytir þannig að nokkurt hlé
varð á tónlistarflutningi. Það kom
ekki svo mikið að sök því að tríó, sem
leika átti að borðhaldi loknu, hljóp
í skarðið og lék íslensk þjóðlög.
Tríóið skipuðu Áshildur Haralds-
dóttir sem lék á flautu, Bryndís
Pálsdóttir á fiðlu og Svava Bern-
harðsdóttir á víólu. Þær stunda allar
tónlistarnám í New York.
Að því loknu flutti Hans G. And-
ersen, sendiherra íslands hjá Sam-
einuðu þjóðunum, stutt ávarp. Því
næst afhenti Birna Hreiðarsdóttir,
formaður íslendingafélagsins, Sig-
urði Helgasyni, stjórnarformanni
Flugleiða, heiðursskjal frá íslend-
ingafélaginu sem nýlega samþykkti
að gera Sigurð að heiðursfélaga. Sig-
urður var hér á árum áður búsettur
í New York og var lengi formaður
íslendingafélagsins. Að öðrum ólöst-
uðum er óhætt að fullyrða að hann
sé faðir Islendingafélagsins í New
York.
Næst var málverkauppboð en frú
Ásthildur Andersen sendiherrafrú
var svo vinsamleg að gefa félaginu
málverk sem boðið var upp. Upp-
boðinu stjómaði Kristján Ragnars-
son læknir og fórst honum það
glæsilega úr hendi. Það vom hjónin
Elín og Einar Hansson sem hrepptu
hnossið.
Einnig var happdrætti með vegleg-
um vinningum, m.a. tveimur Islands-
ferðum.
Þegar hér var komið sögu var
mannskapurinn kominn í partístuð
og var mikið dansað og sungið, fram
til klukkan eitt eftir miðnætti en þá
var ballinu lokið.
Formaður íslendlngafélagsins i New
York, Birna Hreiðarsdóttir, talaði til
veislugesta á hátíðinni og afhenti
Sigurði Helgasyni heiðursskjal fyrlr
hönd íslendingafélagsins.
Kalli prins
steig trylltan dans Diönulaus á
diskóteki i Klosters nýverið. Það
er ekki gott afspurnar þegar um
harðgifta prinsa er að raeða og
rúllandi Travoltastælar Kalla á
gólfinu frystu flesta gestanna á
staðnum. Þessi annars virðulegi
og gegnumbreski sjentilmaður
var að reyna að heilla tvítuga
blondínu upp úr skónum og
notaði sér til uppörvunar nokkr-
ar kampavínsflöskur - sem voru
teygaðar af stút. Bretar velta nú
áhyggjufullir fyrir sér hvort
erfðaprinsinn renni óðfluga inn
í fertugskrísuna með tilheyrandi
gráum fiðringi og er í ráði að
plokka flugfjaðrirnar af prinsin-
um eigi síðar en í gær með öllum
mögulegum ráðum. Di mun
vera í þunglyndiskasti heima í
höllu drottningar.
Michael
Jackson
er í splunkunýju hræðslukasti.
Nú óttast hann allra mest að fá
skalla og til þess að koma í veg
fyrir að sá hryllingur breytist í
gallharðan raunveruleika hefur
kappinn ráðið til sín nuddara
sem hamast á hársverði söngv-
arans minnst einu sinni á dag.
Þar er ekki hægt um vik því
mikill lubbi situr ennþá fastur á
því toppstykkinu og ekkert smá-
verk að elta uppi hverja og eina
einustu hársrót til frekari með-
höndlunar.
Mary Tyler
Moore
gefst ekki svo auðveldlega upp
í lífsbaráttunni. Hún á að baki
tvö hjónabönd sem fóru í va-
skinn, einkabarnið Richard
framdi sjálfsmorð og síðar missti
hún líka fóstur þegar bæta átti
upp sonarmissinn með nýjum
barneignum. Mary festist í víta-
hring ofdrykkju og lyfjaáts en
fór inn á meðferðarstofnun
Betty Ford þar sem hægt var
að hjálpa henni verulega. Núna
er hún hamingjusamlega gift og
er eiginmaðurinn hinn fimmtán
árum yngri hjartalæknir - Ro-
bert Levine. Alvarleg sykursýki
hefur einnig herjað á þessa
bráðhressu leikkonu en hún
lætur ekki undan á þeim víg-
stöðvum heldur, fær insúlínsp-
rautur tvisvar á dag og stendur
í ströngu við uppsetningu sviðs-
verka alla daga.