Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Page 3
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. 3 Fréttir Þorsteinn Jónsson flugstjóri: af Boeing-þotunni á trilluna. Fiugkappinn Þorsteinn Jonsson „lentur“: Hefúr flogið um 36 þúsund tíma - snýr sér að útgerð í vor Þorsteinn Jónsson, flugstjóri hjá Cargolux, flaug sína síðustu ferð sem flugstjóri síðastliðinn mánudag en hann lætur nú af störfum á sextugasta og sjötta aldursári. Almennt hætta flugmenn 63ja ára gamlir en Þorsteinn hefur fengið undanþágur hjá flug- málayfirvöldum til að halda áfram störfum, „en nú fæ ég ekki lengri frest“, sagði Þorsteinn í spjalli við DV í gær. „Ég kom úr minni síðustu flugferð á mánudagskvöldið - þeir halda því fram að ég sé orðinn öldungur en ég varð 65 ára í októbermánuði síðast- liðnum. Menn i þessu starfi hætta yfirleitt 63ja ára gamlir en mér tókst að herja út framlengingu," sagði Þor- steinn. „Ég hef flogið víða - út um allan heim,“ sagði Þorsteinn aðspurður, „en síðasta ferðin var frá Lúxemborg til Miami í Bandaríkjunum. Þaðan var flogið til Huston í Texas og síðan til Seattle, þaðan til San Francisco og síðan til baka til Lúxemborgar. Ég hef flogið á Boeing 747 þotum i þessum ferðum," sagði Þorsteinn. - Hvað átt þú marga flugtíma að baki? „Ég hef flogið um 36.000 tíma og það er ólíklegt að annar Islendingur eigi jafnmarga flugtíma að baki. Ég hef flogið í 47 ár en ég byrjaði árið 1940 í konunglega breska flughemum, Roy- al Air Force, og þar flaug ég til ársins 1946. Ég flaug aðallega orrustuflugvél- um á þessum árum, Spitfire meðal annars," sagði Þorsteinn. - Skaust þú margar flugvélar niður í stríðinu? „Ég á staðfestar sjö flugvélar en tel mig hafa skotið niður tólf vélar. Þegar ég hætti hjá flughemum fór ég strax til Flugfélags íslands og var þar í 20 ár. Eftir að ég hætti þar hóf ég störf hjá hollensku flugfélagi, Transavia Holland. Á vegum þeirra flaug ég mik- ið, meðal annars til Biafra á meðan á stríðinu þar stóð. Það var mikið ævin- týri þama í Biafra og vélarnar vom oft götóttar eftir skothríðina. En ég slapp alltaf - ég hef verið mjög hepp- inn maður,“ sagði Þorsteinn. „Frá þessu hollenska flugfélagi fór ég til Cargolux strax og það var stofii- að og varð fyrsti flugstjóri þar. Eftir að ég fór að fljúga fyrir Cargolux hef ég flogið víða um heim,“ sagði Þor- steinn. - En hvað tekur nú við? „Ég flyt heim til fslands nú í byrjun maí. Ég á hlut í 7 tonna trillubáti og ætla að fara að stunda sjóróðra. Bát- urinn hefur verið gerður út frá Hafnarfirði undanfarið en ég á þennan bát í félagi við annan mann og ætla að fara að stunda útgerð á bátnum með honum. Maður verður að hafa eitthvað að dunda við þótt maður hætti að fljúga," sagði Þorsteinn Jóns- son að lokum. -ój Myndbandamálið til RLR: Frekari yfirheyrslur Frumrannsókn myndbandamálsins svokallaða er nú lokið hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík og verður málið nú sent til rannsóknarlögreglu ríkisins til framhaldsrannsóknar. Þórður Þórðarson, deildarlögfræð- ingur hjá Reykjavíkurlögreglunni, sagði í samtali við DV að þeirra þáttur hefði verið að flokka þau myndbönd, sem tekin vom, eftir því til hvaða lög; brota þau heyrðu. Aðspurður hvort þeir hefðu skilað eigendum mynd- bandanna einhverjum þeirra aftur sagði hann að í þeim tilfellum, þar sem myndband hefði ekki verið skoðað af kvikmyndaeftirlitinu en annars ekkert verið að því, hefði það verið sent til eftirlitsins og þaðan til eiganda. „Þetta var þó aðeins óvemlegt brot af því magni sem við gerðum upp- tækt, - hér í Reykjavík vom þetta á bilinu 8-9000 myndbönd en í heildina tæp 15.000,“ sagði hann. í framhalds- rannsókninni mun RLR m.a. standa að yfirheyrslum yfir þeim myndbanda- leigueigendum sem áttu þau mynd- bönd sem upptæk vom gerð. -FRI Auglýsing frá Orlofssjóði VR ORLOFSHÚS VR Dvalarleyfi Auglýst er eftir umsóknum um dvalarleyfi í orlofshúsum VR sumarið 1987. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð í síðasta lagi 28. apríl 1987. Oriofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: að Ölfusborgum að Húsafelli í Borgarfirði að Svignaskarði í Borgarfirði að lllugastöðum í Fnjóskadal að Laugarvatni í Vatnsfirði, Barðaströnd að Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu íbúðir á Akureyri Aðeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í oriofshúsum á tímabilinu 30. maí til 15. september sitjafyrirdvalarleyfumtil 15. maí n.k. Hafi ekki veriðgengið irá leigusamningi fyrir 29. maí n.k. fellur úthlutun úrgildi. Dregið verður milli umsækjendaeffleiri umsóknir berast en hægt er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 16. maí n.k. kl. 14 og hafa umsækjendur rétt til að vera viðstaddir. Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir verða að berast skrifstofu VR í síðasta lagi þriðjudaginn 28. apríl n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis. Hvalurinn er enn í Hamborg „Hvalurinn er í biðstöðu í Hamborg og verður það næstu tvær vikumar,“ sagði Þórður Syerrisson hjá Eim- skipafélagi íslands í samtali við DV. Þýskir friðunarmenn stöðvuðu sem kunnugt er frekari flutning á gámum sem í var hvalkjöt er skip Éimskipafé- lagsins kom til Hamborgar fyrir skemmstu á leið sinni frá íslandi með stefnu á japanskan markað. Hefur síð- an verið unnið ötullega að því að greiða úr málinu en niðurstaða liggur enn ekki fyrir. Á meðan bíður hvalkjö- tið í frystigámum á hafnarbakkanum í Hamborg. . „Við flytjum ekki meira af hval fyrr en þetta er orðið strangheiðarlegt," sagði Þórður Sverrisson. -EIR PASKJtS IHSMBORG Ferðaskrifstofan Atlantik býður frábæra möguleika á páskaferðum til Hamborgar. Gist verður á góðu og mjög vel staðsettu hóteli í hjarta borgarirmar. Ferðamöguleikar: 4 daga ferð, 16. til 19. apríl (engiim vinnudagur). Verð frá kr. 16.450,- 5 daga ferð, 19. til 23. apríl. Verð frá kr. 18.300,- 7 daga ferð, 16. til 23. apríl. Verð frá kr. 23.050,- Verd aðeíns &á 15.300.- . Gríptu tækifærið meðan það gefst því sæta- framboð er mjög takmarkað. Feröaskrifstofa, Hallveigarstíg 1 - Símar 28388 - 28580. «—ssasga-' UmDoó a Islan’di fyrir DINERSCIUB INTERNATIONAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.