Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. 19 Merming Prófkjör, flokksræði og frjálshyggja Sigurlaug Bjarnadóttir MEÐ STORMINN í FANGEÐ Fjölvaútgáfan, Reykjavík 1986 Stjómmálabarátta hefur gjaman verið harðari á Vcstfjörðum en ann- ars staðar, hvort sem það er vegna þess að heimamenn láta hina úíhu náttúru í kringum sig hafa á sig áhrif eða af þvi að skapheitir sjó- menn af suðlægum slóðum hafa í laumi blandað við þá blóði. Nú hefur frú Sigurlaug Bjamadóttir frá Vig- ur, sem var um skeið þingmaður Vesffrrðinga fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, gefið út bók um eina orrustuna, en hún var háð fyrir þingkosning- amar 1983. Þá efndi uppstillingar- nefnd ekki til prófkjörs, heldur setti frúna formálalaust út af framboðs- lista flokksins, en hún fór við svo búið í sérframboð og náði ekki kjöri, Töggur í frú Sigurlaugu Hugsunin er of sundurlaus, stíllinn ekki nægilega bragðmikill og tilefn- ið fullítið, til þess að þetta sé góð bók, og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur frú Sigurlaug valið henni sama heiti og félagshyggju- frömuðurinn Brynjólfur Bjamason ritgerðasafhi sínu í þremur bindum. En ritið ber þó vott um einlægni frú- arinnar, kjark hennar og karl- mennsku. Það em töggur í henni eins og fleiri Vestfirðingum. Bókina má líka hafa til marks um ramma íhaldssemi hennar, sem getur verið öllum holl, en jaðrar stundum við þröngsýni. Hér langar mig til að fara nokkrum orðum um þrjú meginat- riði þessa rits: að prófkjör hafi verið æskilegt og nauðsynlegt með vest- firskum sjálfstæðismönnum árið 1983, að frúin hafi barist eins og hetja við „flokksvaldið" og að fram- andleg fijálshyggja ógni nú Sjálf- stæðisflokknum. Leiða prófkjör til skynsam- legrar niðurstöðu? Eg treysti mér ekki til að meta, hvort prófkjör hafi verið æskilegt og nauðsynlegt með vestfirskum sjálfstæðismönnum árið 1983. En ástæðan til þess, að þá var ekki efht til prófkjörs, kann satt að segja að hafa verið sú, að Matthías Bjama- son ráðherra hafi efast um fylgi sitt fremur en að valdamönnum vestra hafi staðið einhver stuggur af frú Sigurlaugu. Það kom í ljós fjórum árum síðar, að fylgi Matthíasar hrökk naumlega fyrir fyrsta sætinu. Hinu getum við öll haft einhverja skoðun á, hvort prófkjör leiði að öllu jöfhu til skynsamlegrar niður- stöðu, en með því á ég við, hvort takist betur í prófkjörum en tiltölu- lega fámennum nefndum að stilla upp framboðslista, sem sé í senn sig- urstranglegur og skipaður með þeim hætti, að allir flokksmenn sætti sig við hann. Ég hef skipt um skoðun á því máli. Reynslan sýnir að mínum dómi, að prófkjör eru oftar en ekki óheppileg. Þau vinna gjaman slétt- málir samnefharar og fjölmiðlungar fremur en ótvíræðir foringjar. Þar sem þetta er vinsælda- fremur en hæfileikakeppni, eiga ungir menn, en bráðefhilegir, oft mjög erfitt upp- dráttar. Jón Þorláksson forsætisráð- herra féll sem kunnugt er margoft, áður en hann komst á þing. Dr. Bjami Benediktsson var valinn frambjóðandi af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins (þar á meðal Jóni), en ekki í prófkjöri. Og öllum er í fersku minni, hvemig fór nýlega fyrir dr. Vilhjálmi Egilssyni í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vfk. Barðist frú Sigurlaug við flokksræðið? Frú Sigurlaug kvartar sáran í bók sinni um flokksvald og flokksræði. Miðstjóm hafi til dæmis ekki leyft henni að bjóða fram undir listabók- stafnum DD, og Sjálfstæðisflokkur- inn hafi barist gegn sérframboði hennar. Ég skal játa, að mér finnst afstaða miðstjómar flokksins eðli- leg. Þótt frúin hafi hugsanlega haft eitthvað til síns máls (og mér finnst skrýtið, að uppstillingamefnd skyldi Sigurlaug Bjamadóttir. ekki einu sinni tala við hana, fyrr- verandi þingmanninn, áður en hún var sett út af listanum), neitaði hún síðan óneitanlega að hlíta settum reglum og ákvörðunum flokksins. Við lifum sem betur fer í frjálsu landi, og þess vegna gat auðvitað enginn lagt þá kvöð á frú Sigurlaugu að hlíta reglum flokksins. En henni hefði satt að segja ekki átt að koma á óvart, að flokkurinn væri lítt hrif- inn af því, að hún byði fram gegn honum! Frú Sigurlaug hefði haft áhyggjur af annars konar flokksræði, hefði hún örstutta stund getað leitt hug- ann að einhverju öðm en því, sem sneri beint að henni sjálfri. Ég á við hið mikla úthlutunar- eða skömmt- unarvald, sem stjómmálaflokkamir hafa fram að þessu haft í krafti pól- itískra afskipta af peningamálum. Það er óheilbrigt og illt til þess að vita, þegar einstaklingar, fyrirtæki eða jafhvel heilu byggðarlögin geta ekki staðið á eigin fótum, heldur þurfa að setja allt sitt traust á fyrir- greiðslumenn og flokksskírteini. „Sjálfstæði er að sækja það eitt til annarra, sem maður getur borgað fullu verði,“ sagði reykvískur smá- kapítalisti einu sinni í samtali við Matthías skáld Johannessen, og segja þau örfáu orð meira en margar þykkar fræðibækur. Sem betur fer hefur þetta verið að breytast síðustu árin og eðlilegur peningamarkaður verið að myndast á Islandi. Sjálfstæðisflokkurínn og frjálshyggjan I síðasta kafla bókarinnar velur frú Sigurlaug frjálshyggjunni sömu orð og félagshyggjumenn gera: hún merki „frelsi og rétt hins sterka til að traðka á hinum veika í miskunn- arlausri samkeppni" (bls. 174). Hún kveðst ennfremur viss um, að stofn- andi flokksins, Jón Þorláksson, hefði ekki verið í flokki fijálshyggju- manna, ef hann hefði enn verið uppi. í því sambandi er ekki úr vegi að rifja upp, sem Jón Þorláksson sagði um frjálsa samkeppni; en það er öll- um tiltækt í ritgerðasafiii hans, sem ég gaf út árið 1985. Jón benti þar á það (bls. 98), að andstæðingar frjálsr- ar samkeppni vikju sér oftast undan að tala um hana, en helltu í staðinn Bókmenntir Hannes Hólmsteinn Gissurarson úr skálum reiði sinnar yfir einhverja ljóta hugsmíð úr eigin höfði. Jón sagði síðan (bls. 99): „Og þegar vér höfum nú í huga þá meginreglu, að sérhver framleiðandi verður sjálfs sín vegna að leggja alla stund á að fúllnægja sem best þörfum annarra (neytendanna og notendanna), þá sjáum vér, að samkeppnin í fram- leiðslu er i því fólgin, að sérhver keppendanna reynir að þroska sem best hæfileika sína og getu til þess að fullnægja þörfum annarra.“ Og Jón hélt áfram (bls. 100): „f hinni sjálfvirku vél fijálsra viðskipta er eiginhagsmunagæslan sá aflgjafi, sem knýr hvert einstakt hjól, en af- rek vélarinnar er framleiðsla til fullnægingar alha þörfum.“ Ef þetta er ekki fijálshyggja, þá veit ég ekki, hvað fijálshyggja er! Hannes Hólmsteinn Gissurarson Fermingargjafir í JL-húsinu Rafdeild: Hárblásarar, 1000 W. Veró J'rá kr. 1.100,- Vasadiskó Krullujárn. Veró frá kr. 599,- Feróaútvarpstæki Úrval af horðlömpum. Veró frá kr. 882,- Vekjaraklukkur Hljómtækjasamstæóur Hárlióunartæki („vöffiujárn") Sjónvarpstæki. Veró frá kr. 20.652,-, 14", stgr. Ritfangadeild: Vasatölvur Pennasett Úr Myndavélar frá Kodak Myndaalbúm Kort og gjafapappír Húsgagnadeild: Unglingahúsgögn _ Skrifborðsstólar Sængurfatnaður og væróarvoóir Leóurstólar Jll KORT WS4 UM( lllUUMIii)l llln Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 TEFLDU DJARFT OG MÁTAÐU MEÐ ^Sc EINU SKÁKTÖLVURNAR í HEIMINUM SEM HAFA LEYFI TIL AÐ BERA MERKI ÞESS. 'FIDE1 STYRKLEIKAR FRÁ 1400 - 2100 + ELO STIG ARMULA 23 2. hæð 108 REYKJAVÍK SÍMI 687870 VERÐ FRA KR. 3.600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.