Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. Iþróttir Stjaman rauf sigurgöngu Víkings - unnu bikarmeistarana eftir framlengingu •Páll Björgvinsson var sínum gömlu félögum erfiður í gærkvöldi. DV-mynd GS Fram lék kúnstir gegn Valsmönnum - vann frækilegan sigur í gærkvöldi, 23-20 Framarar komu heldur betur á óvart í gærkvöldi með sigri á Valsmönnum í undanúrslitum bikarkeppninnar. Liðið gerði 23 mörk en Valur 20. „Við lögðum allt í þessa viðureign," sagði Júlíus Gunnarsson, besti maður vallarins, eftir leikinn. „Framliðið hef-. ur nú vaxið með hverjum leik og við náð'om sem betur fer að virkja þessa uppsveiflu þegar mest reið á.“ Júlíus gerði átta mörk í gærkvöldi og sagði Friðrik Guðmundsson, stjómarmaður HSÍ, að hann hefði spil- að sig inn í unglingalandsliðið með þessum stjömuleik sínum. Annars var glíma liðanna nokkuð lysjótt, stundum fjörug en stundum lítið fyrir augað. Tómt þjark og hnoð lékust á við sirkuskúnstir og ákaflega laglegt línuspil. Sérlega þegar Fram átti í hlut. Liðið hafði enda forystuna lengst af í leiknum þótt Valsmenn væm sjaldn- ast langt undan. Komst Valur meira að segja yfir um hríð í fyrri hálfleik og raunar einnig í þeim síðari. Framararar reyndust hins vegar sterkari á lokasprettinum og því náðu þeir að knýja fram sigur. Lélegri markvörslu verður ekki kennt um ófarir Vals í þetta sinnið. Markmenn liðsins vörðu ekki færri en 13 skot. Sóknarleikurinn var hins vegar rislágur og mddust leikmenn liðsins æ ofan í æ ómarkvisst inn í vöm andstæðinganna. Flestir vom því fjarri sínu besta en Geir Sveinsson var þó einna skástur. Framarar léku hins vegar allir vel. Hlutur Júlíusar var áður nefhdur en með sama móti má hrósa Óskari mark- verði. Hann varði vel á mikilvægum augnablikum. Skámp lék einnig vel, stjómaði liði sínu með piýði og átti hann margar ágætar línusendingar. Þessir skomðu mörkin: • Valur: Stefán 5/4, Jakob og Júlíus 4, Valdimar og Geir 3, Þorbjöm 1. • Fram: Júlíus 8, Agnar 6/4, Birgir 3, Per og Hermann 2, Ragnar og Bjöm 1. Það verða því Fram og Stjaman sem mætast í úrslitum bikarsins. -JÖG „Þetta var þrumuleikur. Vömin var mjög góð hjá okkur og markvarslan var ekki síðri. Það má ef til vill segja að sigurviljinn hafi ráðið úrslitum. Við neituðum einfaldlega að gefast upp þótt staðan væri óvænleg um skeið.“ Þetta sagði Páll Björgvinsson, þjálf- ari Stjömunnar, er lið hans hafði lagt Víking að velli í Laugardalshöll með 29 mörkum gegn 26. Með þessum úrslitum rufu Garð- bæingar sigurgöngu Víkinga en þeir síðamefhdu höfðu ekki tapað leik í bikarkeppni síðan í apríl 1982. Glíma Víkings og Stömunnar í gær- kvöldi verður annars lengi í minnum höfð. Langt er síðan slíkur spennu- gustur hefur væst um áhorfendur í Laugardalshöll. Bæði lið léku enda af miklu kappi og barist var af heift bæði í vöm og sókn. Hæðargarðspiltar náðu þó snemma vænlegri forystu en Garðbæingar lögðu aldrei árar í bát þótt róðurinn væri þungur. Staðan í leikhléi var til að mynda 15-11 Víkingi í vil. í síðari hálfleik virtist allt hníga í eina átt, rétt einn Víkingssigurinn var í uppsiglingu. Garðbæingar sáu hins vegar hvert stefndi og juku því mót- spymu sína stig af stigi. Þegar mest lá við þéttu þeir síðan vömina og á lokamínútum varði Sigmar Þröstur sem berserkur. Þannig náðu Stjömumenn að snúa nánast töpuðum leik sér í hag. Sigur liðsins virtist meira að segja í höfn • Per Skárup „kom“ Frömurum i úrslit bikarkeppninnar í gærkvöldi er hann stýröi þeim til sigurs gegn Valsmönnum. Hér er kappinn grimmur á svip i þann mund að skora. DV-mynd GS • • Oruggt hia Englendingum - gegn N-írum. Robson með sitt 19 mavk Englendingar virðast vera á ör- uggri siglingu í úrslitakeppnina í V-þýskalandi sumarið 1988. f gær- kvöldi sigruðu Englendingar N-íra, 2-0, í Belfast og var sigur þeirra aldrei í hættu. Leikur enska liðsins var mjög sannfærandi þó liðið léki ekki eins vel og þegar það sigraði Spánveija, 4-2, fyrir stuttu. Það var fyrirliði Englendinga, Bryan Robson, sem skoraði fyrra markið á 18. mínútu. Eflár langt innkast frá Garry Mabbutt tókst Terry Butcher að skalla knöttinn til Robson sem skoraði sitt 19. landsliðsmark af stuttu færi. Á markamínútunni frægu, 43. mín- útu, skoraði síðan Chris Waddle annað markið eftir góðan undir- búning Peter Beardsley. Seinni hálfleikur var tíðindalítill og sakn- aði enska liðið þá greinilega Glenn Hoddle á miðjunni. Þá fór Chris Woods í markið fyrir Peter Shilton í hálfleik en Shilton var með inflú- ensu. Fyrir leikinn varð sprenging ná- lægt leikvanginum og óttuðust menn að jafrivel þyrfti að aflýsa leiknum. Lið Englands: Shilton (Woods), Ander- son, Sansom, Mabbutt, Wright, Butcher, Robson, Hodge, Beardsley, Lineker og Waddle. Staðan í 4. riðli er nú þessi: 1. England..........3 3 0 3 7-0 6 2. Júgóslav.........2 10 1 4-2 2 3. Tyrkland.........2 0 110-41 4. N-írland.........3 0 1 2 0-6 1 -SMJ • Lineker og Robson fagna. þegar mínúta lifði af leik. Var yfir 24-22. Með ótrúlegri þrautseigju náðu Vík- ingar hins vegar að jafiia á lokasek- úndum leiksins. í tvísýnni framlengingu voru Stjömumenn síðan sterkari og unnu þvi sanngjaman sigur. í liði Víkings voru þeir Bjarki Sig- urðsson og Hilmar Sigurgíslason bestir. Þá varði Kristján einnig vel á köfl- um. Siggeir Magnússon lék sömuleiðs vel í upphafi en honum féll allur ketill í eld þegar leið á leikinn. Stjömumenn áttu allir ágætan dag. Þó var þáttur Sigmars Þrastar einna mestur. Hann varði 17 skot og þar af eitt víti. Gylfi Birgisson var einnig mjög frískur á lokamínútum leiksins og með sama lagi atkvæðamikill í framlengingu. Þá læddi Páll Björgvinsson boltan- um í netið á mikilvægum augnablikum og batt pilta sína saman þegar mest reið á. Þessir leikmenn gerðu mörkin: •Víkingur. Bjarki 6, Hilmar 5, Guð- mundur 5/2, Ámi Fr. 4, Siggeir 3, Einar 2 og Karl 1/1. •Stjaman. Hannes 9/5, Gylfi 7, Einar 4, Skúli 3, Páll, Hafsteinn og Sigurjón 2 mörk hver. Tveir Víkingar sáu rautt, liðsstjór- inn á dramatísku augnabliki og Karl Þráinsson fyrir þriðju brottvikningu. Hlutskipti dómaranna var ekki öf- undsvert og gerðu þeir ófá mistök en engin afdrifarík. -JÖG • Framstúlkurnar tóku við íslands- meistarabikarnum i gærkvöldi i Laugardalshöll. Arna Steinsen, fyr- irliði Fram, hampar hér sigurlaun- unum. Ekki skyggði fögnuður áhorfenda á gleðina og þaðan af síður það afrek liðsins að komast í úrslit bikarsins. Framstúlkurnar unnu nefnilega Ármann í gærkvöldi með 33 mörkum gegn 13 i undanúr- slitunum. DV-mynd GS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.