Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. 31 dv Sandkom Þorsteinn Pálsson. Að höggva... Mikið hefur verið rætt um að „höggva í sama knérunn" að undanfömu. Auðvitað em þessar umræður sprottnar af ummælum Þorsteins Pálsson- ar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, þegar hann sagði að flokksforystan hefði ekki viljað höggva tvisvar í sama knérunn sama daginn og reka Albert líka úr 1. sæti fram- boðslistans. Þetta knérunnatal hefur fest sér sess í huga þjóðarinn- ar. Þykir það orðið álíka dæmigert fyrir Þorstein og alvarlegu augun vom á sínum tíma fyrir Geir. En hvað skyldi það nú þýða, að „höggva í sama knérunn"? f orðabók Menningarsjóðs segir að það þýði „að vinna aftur sama óþurftarverkið". Já, menn skyldu fara var- lega í að leika sér með íslenskt mál. Varasamar fréttir Það hefur margt kátlegt gerst í Ólafsvík vegna Bryndis Schram. „gömlu“ fréttanna frá Stöð 2 sem sýndar em í Villa-videói í plássinu. Eins og greint hefur verið frá í sandkomi, geta fréttirnar verið orðnar nokk- urra daga gamlar þegar þær birtast á skjánum í Ólafsvík. Það var til dæmis á dögun- um að verkalýðsforinginn í Ólafsvík var að koma heim frá því að undirrita kjarasamn- inga. Hann rambaði dauð- þreyttur inn í stofu, hlammaði sér í húsbóndastólinn og kveikti ásjónvarpinu. Þá heyrði hann og sá sér til skelf- ingar að allt væri komið í hnút í samningamálum og engin lausn í sjónmáli. Honum brá illilega við og ætlaði að leggja aftur af stað suður til Reykjavíkur. En þá datt honum í hug að slá á þráðinn í Villa-video. Þar fékk hann þau tíðindi að þeir hefðu verið að sýna gamlar fréttir í kerfmu og undirskrift hans stæði enn. Svo var það kona ein í Ól- afsvík sem reyndi hvað hún gat að hringja inn á opna línu hjá Bryndísi Schram á Stöð 2. En það var alveg sama hvemig konan hamaðist, ekki svaraði. Það var líka eins gott, því Bryndís var löngu komin heim til sín og líkast til búin að gleyma um hvað hafði verið fjallað á opnu línunni hjá henni nokkrum dögum áður. Fegurðar- myndband Hver fegurðarsamkeppnin hefur rekið aðra að undan- fömu, enda em slíkar keppnir orðin viðurkennd fyrirbæri í þjóðfélaginu eftir að Hólm- fríður Karlsdóttir gerði garð- inn frægan sællar minningar. Suðurnesjabúar kusu sína drottningu um daginn. Sú heitir Kristín Jóna Hilmars- dóttir úr Keflavík. Og þar verður ekki látið staðar num- ið. Myndbandagerð, Forskot að nafni, hefur ákveðið að gera myndband um nýkjöma ungfrú Suðumes og heima- byggðirþátttakenda. Hefur bæjarráð Njarðvíkur sam- þykkt tillögu þess efnis að veittur verði styrkur að upp- hæð 10.000 krónur til fram- leiðslu myndbandsins. Ekki er vitað um hug ann- arra bæjarstjóma til fegurðar- myndbandsins né til hvers á að nota það. En þetta kemur væntanlega allt í ljós. Vinsæll... Nú er Albert orðinn vinsæl- astur. Samkvæmt niðurstöð- um skoðanakönnunar DV, sem birtar voru í blaðinu í gær, hefur þjóðin mesta trú á Albert. Þeim bregður vafa- laust mörgum við, og þá ekki síst Steingrími Hermannssyni sem trónað hefur í 1. sæti slíkra vinsældakannana að undanfömu. Nú hrapaði hann niður í 3. sæti. Auðvitað má gera ráð fyrir að svör fólks í slíkri könnun mótist að einhverju leyti af því hvaða mönnum fjölmiðlar hafa hampað dagana áður. Og víst hefur Albert verið ræki- lega í sviðsljósinu. Til að mynda hefur sú saga flogið Jón Baldvin Hannibalsson. fyrir að Jón Baldvin Hanni- balsson, sem sjálfur hafnaði í 4. sæti DV-könnunarinnar, hafi gert merkilega útreikn- inga. Hann reiknaði sumsé samúðarviðtalið fræga við Al- bert í sjónvarpinúýfir á auglýsingaverð hjá sömu stofnun. Niðurstöður Jóns Baldvins vom þær að viðtalið hefði kostað litlar 2,6 milljónir hefði það verið sent út í aug- lýsingatíma. Er annars einhver hissa á því að Albert skuli vera efst- ur? Bóndinn í bænum Afdalabóndi einn skrapp til borgarinnar. Þar sá hann ýmislegt sem hann undraðist stómm. I háhýsi einu sá hann til dæmis gamla og hrukkótta konu skrönglast inn í lyftu. Skömmu síðar kom lyftan aft- ur, dyrnar opnuðust og út steig ung og fögur stúlka. „Nei, hver skrambinn," sagði bóndinn þá. „Nú skýst ég heim og sæki kellinguna." Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttlr VIKAN er ekki sérrit heldur fjölbreytt og víðlesið heimilisblað og býður hagstæðasta auglýsingaverð allra íslenskra tímarita VIKAN nær til allra stétta og allra aldursstiga. Aug- lýsing í Vikunni nær því til fjöldans en ekki aðeins takmarkaðra starfs- eða áhugahópa. VIKAN hefur komið út í hverri viku í næstum 50 ár og jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bæði hvað snertir efni og útlit. Þess vegna er Vikan svona Qölbreytt og þess vegna er les- endahópurinn svona stór og ijölbreyttur. VIKAN selst jafnt og þétt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þess vegna geta auglýsendur treyst því að auglýsing í Vikunni skilar sér. VIKAN er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óviðkomandi. Þess vegna er Vikan svo vinsæl og víðlesin sem raun ber vitni. VIKAN veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsam- legu verði og hver auglýsing nær til allra' lesenda Vikunnar. VIKAN hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar. Upplýsingar um auglýsingaverð Vikunnar eiga við hana eina og þær fást hjá auglýsinga- deild Vikunnar í síma 27022. Fréttir 4*9 wi Veiðistjóri vill herða eftirlit með refabúum og gera þá kröfu að þau verði gerð dýrheld. íslensk refabú ekki dýrheld: Veiðistjóri óttast um íslenska refastofninn „Það er ekki refsivert að missa dýr úr refabúum en það er hins vegar refsi- vert að tilkynna ekki um það,“ sagði Páll Hersteinsson veiðistjóri í samtali við DV. „Ég óttast að dýr sem sloppið hafa úr refabúum geti eyðilagt ís- lenska refastofninn." Grunur leikur á að refir, sem sloppið hafa úr refabúum á Reykjanesi, hafi nú þegar blandast íslenska stofhinum. Vitað er að fyrir þremur árum sluppu nokkur dýr úr búi á þessum slóðum og fyrir örfáum dögum voru tveir blá- refir skotnir á Norðausturlandi. „Ef dýrin fara að fjölga sér verður erfitt að eiga við málið. Blárefurinn er svo miklu frjósamari en íslenski villirefurinn, auk þess að vera stærri og öflugri. Þá er silfurrefurinn enn stærri og hann myndi vafalítið flæma íslenska fjallarefinn úr heimkynnum sínum,“ sagði veiðistjóri. Refir úr refabúum eru alls óhræddir við mannabústaði, andstætt villirefh- um, og koma alveg heim að bæjum. Fyrir stuttu var frá þvi sagt hér í DV að bændur í Landeyjum og á Rangár- völlum væru að eltast við tvo blárefi sem sæjust á ferli og lægju jafnvel í —hlöðum um nætur. Voru gerðir út leið- angrar þeim til höfuðs, en án árangurs. Að sögn veiðistjóra eru lög um út- rýmingu refs löngu úrelt, villirefurinn sé hluti íslenskrar náttúru og nær sé að snúa sér að því að koma í veg fyr- ir það tjón sem hann getur valdið á öðrum dýrum og í æðarvarpi. „Það er aftur á móti ljóst að herða verður eftirlit með refabúum og gera þá skilyrðislausu kröfu að þau séu dýrheld," sagði Páll Hersteinsson veiðistjóri. -EIR Ódyr tölvuborð og prentaraborð Ein fjölhæfustu tölvuborð og prentaraborð á markað- inum. Útsölustaðir: Bókaskemman, Akranesi, Verslunin Eikó, Egilsstöðum. Opið laugardag kl. 10-14. TÖLVUBORÐ, Smiðjuvegi 11, Kópavogi, sími 641135.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.