Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Side 32
32 Dægradvöl „Margir eru nú orðnir dauðþreyttir á allri pólitík og treysta alls ekki þingmönnum, hvað þá ráðherrum,“ sagði Jóhanna Magnúsdóttir bréf- beri á vinnustaðafundi þar sem konur voru á ferð að kynna Kvenna- listann. Fjölmargir eru henni sammála en samt sem áður eru kom- andi kosningar efstar í huga hins almenna borgara. Hvar sem tveir menn koma saman núna snýst talið £yrr eða síðar að máli málanna, hinu pólitíska dægurþrasi fyrir alþingis- kosningarnar. Tekist er á um ílokka og flokksbrot um leið og ágæti efstu manna framboðslistanna er tíundað eða hressilega dregið í efa. Öll önnur þjóðfélagsumræða liggur að mestu leyti niðri þannig að til dæmis verk- föll í menntakerfi og heilbrigðisgeir- anum náðu varla eyrum hins almenna borgarar. Öskureið í kjallaranum Bréfberarnir við Hlemm voru að flokka póstinn á sínum venjulega vinnuhraða en gáfu sér þó tíma til þess að ræða þjóðmálin við útsend- ara pólitísku aflanna. En það var þungt hljóðið í viðstöddum og enginn halelújakór á staðnum. „Eitt finnst mér ansi hart,“ segir reið rödd úr bréfberahópnum. „Á meðan við með lógu launin erum á leið í verkfall hækka þingmenn laun- in sín sjálfir. Maður verður bara öskureiður hér í kjallaranum. Þetta er líka óábyrgt af þeim sem eiga að heita stjórnendur landsins." Fimm félagshyggjumenn Ekki er alveg sama hvað er á dag- skrá stjórnmálaflokkanna hverju sinni. Fimm manns virðast til dæmis fyrirfinnast úr röðum almennings sem hafa áhuga á félagshyggju ef marka má fjölda fundarmanna á Gauki á Stöng um tvöleytið á sunnu- dag. Þangað var von á fjórum frambjóðendum til alþingiskosning- anna til þess að svara spurningunni: „Hvernig hyggst ég vinna að fram- gangi félagshyggju á næsta kjör- tímabili?“ Framsögumenn frá Alþýðubandalagi, Framsóknarflokki og Kvennalista mættu á staðinn en fulltrúa fró Alþýðuflokki vantaði hins vegar. Á meðfylgjandi DV-mynd Bréfberarnir á Hlemmi voru þungorðir i garö þingmanna og þótti mörgum sem ekki væri ábyrgðartilfinningu þar fyrir að fara. FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. Borgarar sem áhuga hafa á kosn- ingaumræðunni koma talsvert inn á Hótel Vík þessa dagana, fá sér kaffi og meðlæti með pólitísku ívafi. Að sögn Sigríðar Lillýjar Baldursdóttur bætast við liðsmenn með þessu móti: „Ein rakst hérna inn í dag og hafði aldrei komið áður. Hún ætlar að mæta með okkur í sjónvarpið á morgun." Fleiri fánar Fleiri hafa óhuga á Flokki manns- ins en félagshyggjunni og þar er að finna mun fleiri fána en hjá flestum öðrum stjórnmálasamtökum. Fund- urinn á sunnudag í Austurbæjarbíói fullnægir þó ekki alveg fjöldakröfum forsprakkans, Péturs Guðjónssonar, því hann hvetur menn til að taka með sér einn eða tvo í viðbót á næstu fundi. Þarna er greinilega breiðara aldursbil stuðningsmanna en sést á fundum hinna flokkanna því sá yngsti er vel innan við eins árs, og á sér reyndar marga bræður í aldrin- um á stáðnum, og elsta fólkið fyllir raðir ellilífeyrisþega. Aðspurðir segja stjómarmennirnir þetta venju á slíkum samkomum, það er ævin- lega bamagæsla á staðnum því margir' eiga ekki heimangengt að öðrum kosti. Og það er fjöldi sem nýtir sér tækifærið því í anddyrinu sem í salnum fyrirfinnst heilmikið barnager í hinu besta yfirlæti. Stefnuskrá í felum Höfuðstöðvar nýja flokksins, Borg- araflokksins, eru með líflegra mótinu. Þar verður fyrir ellefti mað- ur á lista í Reykjavík, Rúnar Birgis- son, og segir hann hraðann á öllu hreint ótrúlegan. „Þetta gengur allt ljómandi vel og ég er með fyrstu auglýsingarnar í höndunum núna. Það er líka verið að berja saman stefnuskrána en ligg- ur ekkert á að koma henni á fram- færi. Hún er hvort sem er bara fyrir andstæðingana að liggja yfir og tæta og teygja í sundur að því loknu.“ Stefnuskrá Borgaraflokksins var því enn á huldu og ef til vill besta ráðið að leigja bara bankahólf undir doðrantinn og gæta þess vandlega að láta lykilnúmerið ekki leka út meðal kjósenda. Pólitíkin er dægurmál dagsins sést á bak ræðumönnunum Asmundi Stefánssyni, Guðmundi G. Þórarins- syni og Guðrúnu Halldórsdóttur en yst til vinstri er fundarstjórinn, Svanur Kristjánsson, en hann var þarna fyrir hönd Félags félags- hyggjufólks á íslandi. Það skal tekið fram að fundurinn var öllum opinn og fyrirhugaðar pallborðsumræður að ræðustúfum loknum. Tölti til kvennanna Fundargestir eru spakir mjög. Dökkhærður maður í rauðri peysu og með rauðleitt bindi situr og sýpur úr bjórkollu. Hann reykir eins og Texti: Borghildur Anna DV-myndir: BG, GVA og KAE hann þurfi að steingleyma reyklausa deginum sem allra fyrst, hverfur á köflum sjónum annarra í þykkan mökkinn. Kona með köflóttan trefil hlustar af athygli og tveir karlmenn í yngri kantinum sitja sem fastast. Reyndar eru þarna ekki allir fundar- menn upptaldir því af einum full- orðnum manni bárust fregnir, hann gafst upp og rölti yfir til kvennanna á Víkinni. Þar lofaði hann þeim full- um stuðningi í nánustu framtíð. Félagshyggjan kom þar ekki til um- ræðu. tfji M ■ i .■ ’ t'H i Wm&jkgfcf ' ;' , íiiílíiil Uiiáæi* V>- 1 Fyrirlesarar gegn fundarmönnum? Það var satt aö segja nokkuð jafnt i liðum á fundinum um félagshyggjuna sem haldinn var á Gauki á Stöng. Kvenskörungar framtíðarinnar, Nanda Maack og Gunnhildur Sigurðardótt- ir, sýndu þeim sem eldri eru í kvennaherbúðunum að Hótel Vík takmarka- laust umburðarlyndi og kærðu sig kollóttar um pólitikina sem allt snýst um þessa dagana. „ Ég kem oft hingað með mömmu en veit ekkert hvað þær eru að gera hérna,“ sagði Nanda með aödáunarverðri rósemi. „Allar okkar fristundir fara í pólitíkina." Þetta var samhljóða mat þremenn- inganna Gunnlaugs Ingasonar, Guðmundar Finnbogasonar og Péturs Snæland á stöðunni. Sá siðastnefndi er reyndar að auki einn úr hópi fjöld- ans sem er f framboöi til alþingiskosninga að þessu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.