Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1987, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Liz Taylor harðneitar að giftast George Hamilton. Hún segist ekki sjá nokkra einustu ástæðu til þess að gera gaurinn að sínum áttunda eiginmanni og er harðánægð með nú- verandi ástand. George er líka ákaflega upptekinn af syni sínum og Alönu Stew- art - Ashley Hamilton - sem býr hjá föður sínum um þessar mundir. Því halda tur- tildúfurnar tvær kunnings- skapnum á tilhugalífsplan- inu og verða gersamlega heyrnarlaus þegar brúð- kaupsklukkum er klingt í næsta nágrenni. Isabella Rossellini úr Dynastyþáttunum á von á barni í október. Því er nú spurningin hvort gera þurfi Sammy Jo í þáttaröðinni vanfæra líka svo dæmið gangi upp á vinnustað. í raunveruleikanum er faðir til staðar nú þegar en eitthvað mun snúið aðfinna hentug- an slíkan í sjónvarpssáp- unni. Málið er í athugun og á meðan velta aðdáendur því fyrir sér hvort barnung- inn muni bjarga storma- sömu hjónabandi hinnar verðandi móður við rokkar- ann Tommy Lee. Það eru engir silkihanskar sem bíða þessa nýja borgara í Banda- ríkjunum þegar hann loksins kemur I heiminn. er mótleikari Ryans O'Neal í nýrri kvikmynd sem unnið er að í Ameríku. Á meðan situr Farrah Fawcett Majors heima og gætir bús og barna enda átti Ryan slíka þjón- ustu inni hjá sinni heittelsk- uðu. Hann var sjálfur einn heima með afkvæmi og af- þurrkunarklúta meðan Farrah sinnti kvikmyndaleik í Frans í fyrrasumar svo kom- inn var tími til að skipta um hlutverk. Lífsgæðunum er hnífjafnt skipt á þeim bæn- um. Heather Locklear Ungir °g gamlir jass- geggj- arar Sunnudagskvöldin ættu að geta verið sannkallaðar sælustundir fyrir jassgeggjara á öllum aldri því Duus- hús hefur tekið upp þá nýbreytni að tileinka þau jassinum á næstunni. Ljósmyndari DV - BG - var á staðn- um fyrsta kvöldið og tók þá með- fylgjandi myndir af gestum og gangandi. Jassumfjöllun án Jóns Múla væri sem skyr án rjóma. Hann lét sig ekki vanta á svæðið. Sumir eru í þungum þönkum Griffin að svara til saka vegna dauða besta vinar síns - Gian Carlo Coppola. Fadir og sonur sameinaðir „Velkomnir í fjölskyldumartröð- ina,“ sagði Ryan O’Neal við gesti sína fyrir skömmu og átti þá við vandamálið sem sonur hans Griffin stendur nú frammi fyrir. Vímuefna- neysla hefur komið honum á kaldan klaka og endaði gangan með því að félagi hans úr hildarleiknum - Gian Carlo Coppola - lét lífið. Þeir Gian og Griffin keyrðu smábát á ofsahraða og báðir undir áhrifum áfengis og annarra lyfja. Þessu lauk svo með því að Griffin ók bátnum á stálvír með þeim afleiðingum að Gian lét samstundis lífið. Vitni báru að Griffin hefði verið undir stýri en hann þrætti fyrir það við réttar- höldin. Að lokum féll hann þó saman og játaði allt en sagðist ekki hefði getað hugsað sér að faðir hans kæm- ist að því að hann ætti sök á dauða Gians. Enda hefði aldrei verið ætlun- in að vinna þessum besta vini sínum mein og sagðist Griffin vildi gefa allt fyrir að hafa frekar verið sá þeirra sem fékk að deyja. Ryan tók sönsum Faðir hans, Ryan ONeal, hefur átt í miklum útistöðum við hann síðustu árin og segja kunnugir þetta eiga rætur að rekja til þess að Griffin fannst Ryan ekki sjá neitt annað en Tatum alla þeirra barnæsku. Innan fjölskyldunnar er það þó viðtekin skoðun að Griffin hafi mesta leik- hæfileikana og mikils var af honum vænst þegar hann var í æsku. Griffin dáðist mikið að föður sínum og reyndi allt til þess að líkjast Ryan en mistókst herfilega í hvert einasta skipti sem hann reyndi. Eftir að vímuefnin komu til sög- unnar versnaði sambandið til muna. Griffin fór í meðferð fyrir nokkrum árum en lauk ekki dvölinni á stofn- uninni. Nú segist hann ætla að fara inn aftur um leið og hann er laus úr fangelsi. Talið er að hann verði dæmdur fyrir manndráp af gáleysi. Að lokinni þessari meðferð segist Griffin ætla að leggja alla leikara- draumana á hilluna en langar til þess að verða alkóhólráðgjafi í fram- tíðinni. Þar segist hann hafa af reynslu að miðla til annarra sem vonandi hjálpi þeim til að lenda ekki í sömu súpunni og hann sjálfur. ... en Ijóst er að áhugamenn fyrirfinnast á öllum aldri. Ellefta bodorðid Eldgömlu boðorðin tiu koma ekki í veg fyrir að bifreiðastjórar leggi bil- um sinum ólöglega hjá Dómkirkjunni í Reykjavík og stunda þá iðju jafnt pólitíkusar sem pönkarar. Sama vandamál þekkist við dómkirkjuna í Torrance í Kaliforníu og þvi ákvað hinn þjónandi prestur þar að bæta úr málum. Hann lét gera skilti með ellefta boðorðinu og setti það niður i nágrenni guðshússins. „Þú skalt ekki leggja" er setning dagsins og þrátt fyrir að ekki sé merkið beinlínis tákn að handan hefur það þjónað sinum tilgangi syðra - og ef til vill er þarna nothæf lausn fyrir mið- bæjarlögregluna i Reykjavik!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.