Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987.
Fréttir
Brunamálastofnun vill
nýtt þak á tívolíhúsið
Sérkennileg staða er komin upp í
Eden-Borg, tívolíinu í Hveragerði.
Brunamálastoíhun vill ekki sam-
þykkja splunkunýja 9.000 fermetra
þakklæðningu. Eigendumir segja
stoínunina hafa haft sýnishom af
efninu i marga mánuði og enga at-
hugasemd gert íyrr en langt var
komið að klæða með því þakið íyrir
páska. Ef skipta þarf um klæðningu
kostar það 6 milljónir króna.
Það sem er ef til vill merkilegast
í málinu er að báðir aðilar segja að
næstum ekkert geti bmnnið í tívolí-
inu nema þá þakið. Þar að auki em
öflugar brunavamir í því, 14 út-
gönguleiðir næst stærstu tækjunum
og í því er einnig varsla allan sólar-
hringinn. Ólafur Ragnarsson lög-
maður, talsmaður eigenda, segir að
Brunamálastofnun hafi fallist á að
fá umsögn um þakefnið erlendis frá
- en næstum ekkert getur brunnið þar nema þakið
Hér sést hluti þaksins sem brunamálastjóri vill láta skipta um klæðningu á.
DV-mynd EJ
og því sé ekki afgreitt að skipt verði
um klæðningu.
Hann segir ennfremur að framleið-
andi klæðningarinnar, Hallux í
Svíþjóð, segi að aldrei hafi hvarflað
að mönnum að efhið stæðist ekki
kröfur Brunamálastofhunar. Berg-
steinn Gizurarson brunamálastjóri
segir að tívolíið hafi bráðabirgða-
leyfi í tvo mánuði og sennilega verði
það framlengt. Hann segir að eigend-
ur hafi haft um þrjár tegundir
bámplasts að velja frá sama fram-
leiðanda og hinar tvær séu fullnægj-
andi að mati stofhunarinnar.
Brunamálastjóri segir að enda þótt
víða sé meiri brunahætta en í tívolí-
inu þá sé það nýtt hús og bygging
þess eigi því að samræmast gildandi
reglum frá upphafi. Þess vegna verði
að skipta um klæðninguna ef húsið
eigi að hljóta samþykki. -HERB
Tiltektin má ekki koma niður á þeim sem síst skyldi sagöi Kristín Halldórs-
dóttireftirfundinn með Steingrími. Að baki þeim stendur Kristín Einarsdóttir.
DV-mynd GVA
Opinberar
þreifingar
- segir Kristín Halldórsdóttir
Enginn hafnað því að
skoða stjómarsamstarf
-sagði Steingrímur Hermannsson
„Næsta skrefið er að ég ætla að
tala við Svavar, Albert og Stefán
Valgeirsson," sagði Steingrímur
Hermannsson, formaður Framsókn-
arflokksins, að loknum fundi sínum
með Jóni Baldvini Hannibalssyni,
formanni Alþýðuflokksins, síðdegis
í gær.
Fyrr um daginn hafði Steingrímur
rætt við Þorstein Pálsson, formann
Sjálfstæðisflokksins, og fulltrúa
Kvennalistans, alþingismennina
Kristínu Halldórsdóttiu- og Kristínu
Einarsdóttur.
„Þessar viðræður hafa allar verið
mjög hreinskiptar. Mér finnst ég sjá
betur næstu framtíð að minnsta
kosti.
Enginn hefur hafhað því að skoða
hugsanlegt stjórnarsamstarf mál-
efnalega. Þetta hefur fyrst og fremst
verið leit að vilja. Ég hef viljað at-
huga hvort einhvers staðar væri sá
ágreiningur að vonlaust væri.
Eins og ég hef margsinnis sagt er
ég að leita að möguleika til myndun-
ar þriggja flokka ríkisstjómar og ég
undanskil engan í því,“ sagði Stein-
grímur.
-KMU
Dæmið er flókið
„Það voru ræddir möguleikar sem
hugsanlega geta verið á stjómar-
myndun," sagði Þorsteinn Pálsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, eftir
fund með Steingrími Hermannssyni,
forsætisráðherra og formanni Fram-
sóknarflokksins, í Stjómarráðshús-
inu við Lækjartorg í gærmorgun.
„Ég geri ráð fyrir að franihaldið
velti á þeim umræðum sem formaður
Framsóknarflokksins á núna við
- sagði Þorsteinn Pálsson
aðra stjómmálaflokka.
Það liggur auðvitað ekkert fyrir
um það hvort sú staða kemur upp í
þessum viðræðum að við teljum að
fyrir liggi stjómarkostur sem við
erum ásáttir um. Við förum bara í
þessar viðræður og reynum að meta
þær efnislega. Við miðum auðvitað
fyrst og fremst við það, ef við eigum
að eiga aðild að stjóm, að við höfum
trú á því að sú stjóm geti unnið sín
verk og hafi þjóðfélagslega sterk ítök
til þess að koma sínum málum fram.
Við erum tilbúnir til þess að kanna
möguleika á stjórn sem við höfum
trú á að haldi verðbólgu niðri og
geti framhaldið því starfi sem við
höfum verið að leggja gmnn að með
okkar þátttöku í ríkisstjóm á liðnu
kjörtimabili. En úrslit kosninganna
vom þau að dæmið er flókið," sagði
Þorsteinn. -KMU
„Þetta em opinberar þreifingar,"
sagði Kristín Halldórsdóttir, alþingis-
maður Kvennalista, eftir ftmd hennar
og Kristínar Einarsdóttur alþingis-
manns með Steingrími Hermannssyni
um miðan dag í gær.
„Við skiptumst á skoðunum, meg-
ináherslum, og hugmyndum. Hann
hafði skilið svo mikið af öllu því sem
við höfum sagt ykkur fréttamönnum
hver væri okkar megináhersla, sem
sagt að leiðrétta kjör þeirra lægstlaun-
uðu, öryrkja og aldraðra, námsmanna,
og við töluðum auðvitað um efhahags-
ástandið í dag.
Við lýstum þeirri skoðun okkar að
tiltektin mætti ekki koma niður á þeim
sem síst skyldi. Þeir yrðu að bera byrð-
irnar sem gætu það.
Það er fyrst og fremst forgangsröð-
unin sem er öðruvísi hjá okkur en
hinum flokkunum. Þeir eru flestir með
ágætar hugmyndir um bætta stöðu
fjölskyldunnar, konunnar og bam-
anna. Þau málefni hafa bara því miður
orðið að bíða. Við erum ekki tilbúnar
til þess að láta þau bíða.
Þegar við tölum um bætt kjör þeirra
sem verstu kjörin hafa þá er það meira
en bara að keyra upp tekjurnar. Það
er ýmislegt annað í aðbúnaði, til dæm-
is bama, og þjóðfélagið hefur afskap-
lega lítið komið á móts við konur sem
em famar að vinna úti. Það hefúr
gerst á örfáum árum að yfir 80%
kvenna vinna úti. Átak í dagvistunar-
málum, bættur aðbúnaður í skólum
og umhverfismál hljóta að vera mjög
stór mál hjá okkur. Eins Lánasjóður
námsmanna og Framkvæmdasjóður
fatlaðra."
- Þú hefur ekki ennþá nefnt utanrík-
ismálin.
„Það er ekkert vafamál að þau hljóta
að verða rædd ítarlega við alla hina.
Við erum miklir friðarsinnar og viljum
ekki sjá óbreytt ástand í þeim málum,“
sagði Kristín. -KMU
Engin hugarfarsbreyting
- sagði Jón Baldvin Hannibalsson
„Það varð engin hugarfarsbreyt-
ing, væntanlega hjá hvorugum
okkar,“ sagði Jón Baldvin Hannib-
alsson, formaður Alþýðuflokksins,
eftir rúmlega klukkustundar langan
fund með Steingrími síðdegis í gær.
„Að einhverju leyti hafa mál
skýrst, þar á meðal hver þessi
ágreiningsmál eru og eins hvar gæti
hugsanlega verið samstaða. Stefna í
landbúnaðarmálum er efst á blaði
ágreiningsmála.
Þetta voru auðvitað hreinskilnar
umræður. Það er ekkert launungar-
mál að á flokksstjómarfundi okkar
jafnaðarmanna um síðustu helgi
kom fram mikill stuðningur við hug-
myndir um nýsköpunarstjórn.
Reyndar á hugmyndin um samstarf
við Kvennalista þar líka fylgi að
fagna þótt hugsanlegt sé að eitthvað
hafi dregið úr því vegna þess hversu
óljóst er hver þeirra málefni em.
Það er grundvallarsjónarmið að
við jafnaðarmenn förum því aðeins
í ríkisstjórn að við getum treyst því
að okkar vera þar marki djúp spor.
Við erum að tala um róttækar breyt-
ingar á stjómkerfi, á hagstjóm, á
ríkisfjármálum, á efnahagsmála-
stjórninni almennt, og við erum að
tala um róttækar breytingar á at-
vinnustefnu, bæði í landbúnaðar-
málum og sjávarútvegsmálum.
Við erum að tala um þetta sem
forsendur fyrir því að það takist í
ríkisbúskapnum að afla fjár til þess
að veita í forgangsröð verkefnum
sem við teljum að hafi verið van-
rækt,“ sagði Jón Baldvin.
-KMU