Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987.
3
Stjómmál
Albert býðst til að endurreisa núverandi ríkisstjóm:
Ríkissjóður ekki efhi á
A-flokkum og Kvennalista
„Það er ekki hægt að svara þessari
spumingu öðmvísi en að vitna bara í
stefhuskrá Borgaraflokksins. Öll skil-
yrði sem koma til verða að vera
samkomulagsatriði á milli þeirra sem
vilja ræða í alvöru um stjómarmynd-
un. Sama á við um ráðuneyti," sagði
Albert Guðmundsson, formaður þing-
flokks Borgaraflokksins, spurður um
hvaða skilyrði flokkurinn myndi setja
fyrir að ganga inn í núverandi ríkis-
stjóm.
„Ég held að fjárlagadæmið sé þess
eðlis að það þarf ansi samstæða ríkis-
stjóm til þess að það lagist. Það þýðir
ekki að vera með kröfupólitík á ríkis-
sjóð sem er með þúsundir milljóna
króna halla.
Eitt sem er ljóst núna þegar A-flokk-
arnir og kvennaflokkurinn hafa gefið
í skyn opinberlega hvaða skilyrði þeir
setja fyrir ríkisstjómarsamstarfi er að
þetta em það dýr skilyrði að ríkissjóð-
ur, með þann halla sem raun ber vitni,
hefur engin efni á að fá þá í stjóm.
Þess vegna held ég að þeir flokkar
sem hafa verið við stjómvölinn undan-
farið verði að koma ríkissjóði úr þeim
vanda sem hann er í. Það þýðir að
þeir geta ekki verið með kostnaðar-
samar kröfur eða skilmála fyrir því
að taka þátt í ríkisstjóm.
Ríkisstjórnin, eins og hún var sið-
asta kjörtímabil, virðist hafa traust
fólksins. Það hafa verið háværar radd-
ir frá því fyrir kosningar um að sama
stjórn héldi áfram. Skoðanakannanir
sýna að Steingrímur Hermannsson
kemur langsterkastur út sem forystu-
maður fyrir slíkri ríkisstjóm. Hann er
með yfir 50% í skoðanakönnunum
þegar sá sem kemur næstur honum
er með 7%. Þannig að það er alveg
ljóst að það er vilji fólksins að sama
ríkisstjóm haldi áfram.
Halli á ríkissjóði fór að aukast á
seinni hluta stjómartímabilsins. Það
gerist í mesta góðæri sem við höfum
upplifað. Þannig að það verður að
verða áherslubreyting. Það verður að
draga saman á einhverjum sviðum.
Ég sé ekki annað en að Sjálfstæðis-
flokkurinn stefni í að verða bara
vinstri flokkur. Þeir em að stefha að
nýsköpunarstjóm. Það er þeirra óska-
draumur.
Þeir vömðu kjósendur við Borgara-
flokknum á þeim forsendum að ef hann
kæmist til áhrifa myndi hann stuðla
að því að vinstri stjóm yrði mynduð
með þátttöku kommúnista eða Al-
þýðubandalagsmanna. Nú er þetta
akkúrat það sem þeir em að gera.
Ég get ekki annað séð heldur en að
Sjálfstæðisflokkurinn verði nýfrjáls-
hyggjuflokkur í anda vinstri stefnu ef
heldur fram sem horfir,“ sagði Albert.
-KMU
Förum saman í rútu eftir landsfiindinn
- segir Svavar Gestsson um uppgjörið innan Alþýðubandalagsins
Ummæli Svavars Gestssonar, for- þau birtust í DV. En hvað átti Sva- málin upp innan flokksins. Við verð- hreinskilin og málefnaleg. Það upp- baka vfir þvi aJ hafa ekki séð allt
manns Alþýðubandalagsins, í var raunvemlega við með þessum um að gera það upp við okkur á gjör sem ég tala um er málefnafegt sem hinir sáu, Eftir það vai- farið í
samtaliviðDVeftirmiðstjómarfund ummælum? hvað ber að leggja höfuðáherslur í uppgjör og á gmndvelli þess taki rútu og allir voru ánægðir.
flokksins um síðustu helga, þar sem „Það sem ég á við vita þeir sem málefnum og vinnubrögðum flokks- landsfundurinn síðan sína ákvörð- ..Égvæntiþessaðviðförumsaman
hann sagði að nú yrði gert upp í sátu miðstjómarfundinn. Ég fór yfir ins. Ég vil að umræða fari fram í un.“ í rútu eftir landsfundinn/' sagði
flokknum og látið sverfa til stáls ef málin í ítarlegri ræðu en þessi máls- flokknum öllum en ekki bara hjá Svavar sagðist á miðstjómarfund- Svavar Gestsson.
með þyrfti, hafa vakið feiknalega grein ein og sér skýrir ekki mikið. toppunum. í því sambandi tel ég inum hafa sagt þá sögu þegar -S.dór
athygli. Pjölmiðlar gripu þau á lofti Ég á við það að í sumar og á lands- mikilvægt að öll kjördæmafélögin skólaböm í Dölum fóm í ferðalag í
og hömpuðu þeim daginn eftir að fundinum í haust verður að gera verði kölluð til, umræðan verði opin. 6 jeppum. Allir komu óánægðir til
Björn Jónasson, hinn nýi forseti bæj-
arstjórnar Siglufjarðar.
Kristján Möller sagði af sér þegar nýi
meirihlutinn tók formlega við.
Nýr forseti
bæjarstjómar
á Siglufirði
„Er um svo veigamikinn skoðanaá-
greining að ræða milli min og hins
nýja meirihluta að ég vil alls ekkisitja
lengur í forsvari fyrir bæjarstjóm Si-
glufjarðar og vil því nota þennan
táknræna dag, það er vinnuhjúaskila-
dag, til að segja af mér sem forseti
bæjarstjórnar," segir í bókun sem
Kristján Möller, bæjarfulltrúi Al-
þýðuflokksins á Siglufirði, gerði á
bæjarstjómarfundi sl. fimmtudag.
í stað Kristjáns var Bjöm Jónasson
sparisjóðsstjóri, efsti maður Sjálfstæð-
isflokks, kjörinn forseti bæjarstjómar
af hinum nýja meirihluta Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðubandalags og Fram-
sóknarflokks.
„Það lá alltaf í augum uppi að ég
myndi segja af mér. En í allri þessari
umræðu var ekkert búið að mynda
neinn meirihluta. Samstarf þessara
þriggja flokka tókst ekki fyrr en á
þriðjudag í síðustu viku. Það hefði
verið út í hött hjá mér að segja af mér
á milli funda,“ sagði Kristján í sam-
tali við DV.
I bókun sinni kveðst hann ekki bera
traust til nýstofnaðs meirihluta meðal
annars vegna þess að hann byrjaði
sitt starf á því að skera stórlega niður
áform um stórátak f varanlegri gatna-
gerð. Ennfremur sé það fyrsta verk
nýja meirihlutans að staðfesta kaup á
„gamla bakaríinu" og setja það verk
um leið framar en malbikun gatna.
-KMU
S umarbústaðaeigendur
við höfum úrvals sjónvarpstæki í sumarbústaðinn,
hvort sem er fyrir 12volt eða 220volt,
svart/hvít sjónvörp, eða litatæki
með eða án fjarstýringar.
GoldStar BBR-2156
svart / hvítt ferðasjónvarp
með 12" skjá, innbyggðu
loftneti og gengur bæði á
220volt / 12volt
Verð: 9.590,-kr.stgr.
*■■■■■■%
■ ■■■■■■«■■
■ ■/■■-■■•■!
■% "T-*--
GoldStar
GoldStar CBS-4341
litasjónvarp, 14"skjár, átta
stöðvar, vídeotengi, sjálfvirk
spennujöfnun 180-270 volt.
Verð: 22.980,-kr.stgr.
GoldStar
SKIPHOLTI 19
SÍMI 29800
GoldStar CBT-4342
Litasjónvarp, 14"skjár, þráð-
laus farstýring, 16 stöðvar,
videotenging, sjálfvirk
spennujöfnun 180-270 volt.
Verð: 25.630, -kr.stgr.
■ %■■■■■,
■■■■■■■■■.■■
■Vv:.'