Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987. 7 Fréttir VerðsprengSng á eldis- laxi á heimsmaikaðnum - aðalorsökin er hitraveikin í norska eldislaxinum Hitraveikin svoneíhda, sem nú heijar á norskan eldislax og er meira að segja komin í laxinn á vestur- ströndinni, eftir að hafa áður verið bara í N-Noregi, veldur þvi að um verðsprengingu er nú að ræða á eld- islaxi á heimsmarkaði. í Bandaríkj- unum er verðið komið í á milli 400 og 500 krónur fyrir kílóið en var í fyrra 250 krónur fyrir kílóið af 2ja til 3ja kílóa fiski. A Evrópumarkaði er verðið nú um 430 krónur fyrir kílóið. Jóhann Geirsson hjá Pólar- laxi sagði að nú væru bjartir tímar framundan í laxeldinu. Svona væri það, eins dauði væri annars brauð. Jóhann sagði að þegar skoski lax- inn kæmi á markaðinn og það sem Norðmenn yrðu að drepa vegna veikinnar myndi verðið eitthvað lækka aftur síðsumars en hækka svo aftur um eða upp úr næstu áramót- um. Sagði hann að laxi, sem Pólarlax er nú með í eldiskvíum og væri nú rúm tvö kíló að meðalþyngd, yrði ekki slátrað í sumar heldur alinn til áramóta og þá gæti þyngdin verið orðin yfir 4 kíló og verðið aftur í hámarki. Hitraveikin í Noregi er kennd við eyjuna Hitra en þar var hún fyrst greind. Sigurður Helgason fisksjúk- dómafræðingur sagði að meðal sérfræðinga í Noregi væri deilt um það hvort veikin stafaði af vondum umhverfisaðstæðum eða hvort um bakteríu væri að ræða. Fleiri hallast nú að því að um bakteríu sé að ræða. Hann sagði að enda þótt þessarar veiki hefði ekki orðið vart hér væri ekki útilokað að bakterían væri til staðar. Talið væri að til þess að bakt- erían færi af stað þyrfti slæmar umhverfisaðstæður i eldisstöðvun- um. Veikinnar hefur orðið vart í Skotlandi og í Færeyjum. Sigurður sagði Norðmenn hafa þróað upp bóluefni gegn veikinni og væru mikl- ar vonir við það bundnar en of snemmt væri að segja til um hvort það nægði til að eyða veikinni. Össur Skarphéðinsson fiskeldis- fræðingur sagði enga hættu á að bakterían bærist hingað til lands með sjávarstraumum en Norðmenn halda þvi fram að bakterían hafi borist með sjávarstraumum frá N- Noregi til vesturstrandarinnar. Hann sagði sjúkdóminn leggjast ein- göngu á fullorðinn fisk, hann yrði slappur, hætti að borða og yrði allur blóðrisa. Össur spáði því að veikin í Noregi yrði til þess að verð á laxi á heimsmarkaði færi upp úr öllu valdi á næstunni. -S.dór Vestmannaeyjar: lif og fjör á skóladegi Ómar Garðarssan, DV, Vestmannaeyjum; Nýlega var efnt til skóladaga í Bamaskólanum og Hamarsskólan- um í Vestmannaeyjum. Voru skól- amir þá opnir almenningi megnið af deginum. Ýmislegt var á dagskránni til skemmtunar fyrir böm og fullorðna. Til dæmis var boðið upp á margs konar leiki og öttu foreldrar og kennarar kappi við nemendur í fót- bolta. Nemendur sáu um sölu á veitingum, svo sem kaffi, kakói og meðlæti. Þá sýndu þeir námsvinnu sína. Þess má geta að elsti hluti Bama- skólans hefur nú verið í notkun í 70 vetur en þar var kennsla fyrst hafin haustið 1917. Þaö var mikið lif og fjör á skóladegi Barnaskóla Vestmannaeyja, eins og myndin ber með sér. DV-myndir Ómar Bikarkeppni taflfélaga Evropu: Taflfélag Reykjavíkur gegn rúmensku félagi - allir íslensku stórmeistararnir tefla í íslensku sveitinni Taflfélag Reykjavíkur hefur ákveð- ið að taka þátt í bikarkeppni evróp- skra taflfélaga í ár en þessi keppni er nú haldin í 6. sinn. Taflfélagssveitin lendir í 1. umferð gegn taflfélagi frá Rúmeníu sem heitir Politehnica- Bucaresti og tefla sveitimar saman 28. júní í Rúmeníu. Hvor sveit er skipuð 6 mönnum í senn og teflir hver kepp- andi tvær skákir við andstæðing sinn. Alls taka 26 sveitir þátt í keppninni að þessu sinni. í íslensku sveitinni verða allir stór- meistaramir okkar, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Ámason, Margeir Pétursson, Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónssön. Auk þeirra verða í sveitinni, Karl Þor- steins, Þröstur Þórhallsson, Sævar Bjamason, Hannes Hlífar Stefánsson, Elvar Guðmundsson og Davíð Ólafs- son. Meðalskákstig íslensku sveitarinnai’ em 2436 en þeirrar rúmensku 2329. Keppnin er útsláttarkeppni sem þýðir að það liðið sem tapar er þar með úr keppninni. Ef íslenska sveitin vinnur í fyrstu umferð verður teflt hér heima í 2. umferð. Taflfélagið heflir gert kostnaðará- ætlun og ef miðað er við að íslenska sveitin komist í undanúrslit má áætla kostnaðinn á bilinu 500 til 900 þúsund krónur. Keppt verður á 3ja mánaða fresti og gert ráð fyrir að keppninni ljúki í september 1988. -S.dór Margir útlendingar hafa tilkynnt þátttöku sína Opna skákmótið á Austurlandi, sem hefst 1. júní, verður ekki eins sterkt og búist var við vegna þess að svo virðist sem íslensku stórmeistaramir ætli ekki að taka þátt í því. Aftur á móti hefur á annan tug erlendra skák- manna tilkynnt um þátttöku en þeir em flestir með skákstig á bilinu 2300 til 2400 stig. Otto Jónsson menntaskólakennari, sem séð hefúr um undirbúning móts- ins, sagði að fyrirhugað hefði verið að tefla í 3 flokkum eftir skákstigum en þar sem stórmeistaramir yrðu ekki með væri ákveðið að tefla í tveimur styrkleikaflokkum. Nokkrir af okkar sterkari skák- mönnum verða meðal þátttakenda og má þar nefria Sævar Bjamason, Hann- es Hlífar Stefánsson og Dan Hansson. Þessir hafa allir látið skrá sig. Otto sagði að á milli 40 og 50 þátttak- endur hefðu nú þegar látið skrá sig til keppni á mótinu. -S.dór Sundsprettur á Fossvogi Aðfaranótt laugardagsins þurfti lög- reglan í Reykjavik að sækja drukkinn sundkappa út á Fossvog. Maðurinn lagðist til sunds í Nauthólsvík en lög- reglan fann hann illa kaldan skammt undan Kársnesi. Farið var með mann- inn á slysadeild til upphitunar. Honum mun ekki hafa orðið meint af volkinu. -sme BÍLALEIGA ER OKKAR FAG Viö útvegum yöur interRent bílaleigubíl hvar sem er erlendis, jafnvel ódýrara en nokkur annar getur boöiö: Dæmi: í íslenskum krónum m/söluskatti. Ótakmarkaöur akstur Danmörk: 3 dagar = 4.281.- 7 dagar = 8.560.- Aukadagur 1.220.- Þýskaland: 3 dagar = 4.000,- 7 dagar = 7.041,- Aukadagur 996,- Luxemburg: 3 dagar = 3.975.- 7 dagar = 6.651,- Aukadagur 930,- Einnig bjóðum við úrval húsbíla og campingbíla í Þýskalandi. interRent er stærsta bílaleiga Evrópu. Viö veitum fúslega allar upplýsingar og pöntum bílinn fyrir yöur. interRent interRent á Islandi/ Bílaleiga Akureyrar Reykjavík - Skeifan 9 - Símar 91-686915, 91-31615 Akureyri - Tryggvabr. 14 - Símar 96-21715, 96-23515. Telex: 2337 IR ICE IS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.