Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987.
9
Utlönd
Róstur á Fijieyjum
Hópar Fijibúa hlupu um götur Suva
í gær og réðust á menn af indverskum
ættum og verslanir þeirra þrátt fyrir
að hermenn reyndu að koma í veg
fyrir það.
Að sögn vitna slösuðust fimmtíu
manns þegar til átaka kom er Indveij-
ar höfðu safiiast saman til þess að lýsa
stuðningi sínum við forsætisráðher-
rann sem settur var í stofufangelsi eftir
valdaránið í síðustu viku.
Óeirðimar hófust þegar landstjórinn
Ganilau hafði lýst því yfir að forsætis-
ráðherrann Bavadra hefði verið leyst-
ur frá störfum og að boðað yrði til
nýrra kosninga. Bavadra og ráðherr-
um hans var sleppt úr stofúfangelsi í
gærkvöldi og fögnuðu stuðningsmenn
hans honum ákaft. Hafði verið ráðgert
að Bavadra myndi ávarpa hóp Ind-
veija sem safhast höfðu saman en þeir
urðu þá fyrir árás.
Landstjórinn kvaðst í gær enn vera
við völd og neitaði hann að láta Ra-
buka, leiðtoga uppreisnarmanna,
sveija embættiseið. Fregnir herma að
Rabuka hafi verið sviptur her sínum Aöstoðarforsætisráðherra Fijieyja, Harry Sharma, var ákatt fagnað er honum var sleppt úr stofufangelsi í gær ásamt öðrum ráðherrum og stjórnmálamönnum.
Og að hann sé í haldi. - Simamynd Reuler
Þingið heldur fast
í afvopnunarmálin
Fulltrúadeild bandaríska þingsins
afgreiddi í gær þrjár tillögur er tengj-
ast afvopnunarmálum og gerði með
afgreiðslu sinni ljóst að ekki stendur
til að Reagan forseti fái fijálsar hend-
ur í samningum sínum við Sovétríkin.
Þingið greiddi í gær atkvæði um
þrjú mál er tengjast framlögum til
vamarmála en tillögur fulltrúadeild-
arinnar í þeim efnum gera ráð fyrir
289 billjón dollara heildarframlagi sem
er 23 billjónum minna en Reagan fór
fram á.
Fulltrúadeildarþingmenn sam-
þykktu að stöðva framlög til spreng-
ingar kjarnavopna sem stærri eru en
eitt kílótonn, að minnsta kosti á með-
an Sovétmenn gera ekki tilraunir með
sín vopn og heimila eftirlitsbúnað í
landi sínu.
Þá samþykkti fulltrúadeildin einnig
eins árs framlengingu á banni við til-
raunum með vopn gegn gervihnöttum
og samþykkti tillögu sem kemur í veg
fyrir að Bandaríkjamenn geti flutt
efnavopn sín frá Evrópu fyrr en að
minnsta kosti eitt af ríkjum Atlants-
hafsbandalagsins samþykkir að taka
við vopnum sem koma í staðinn. Sam-
þykkt þessi brýtur i bága við sam-
komulag milli Bandaríkjanna og
V-Þýskalands.
Italskar konur
krefjast jafnréttis
Undanfarið hafa konur hér á Ítalíu
sótt mikið á í jafnréttisbaráttunni.
Þær hafa opnað skrifstofur í öllum
stærstu borgum landsins þar sem þær
hittast og ræða málefni kvenna og
skipuleggja alls konar starf til að rétta
hlut þeirra.
Konur hér hafa alltof lengi verið
taldar til heimilistækja og vilja þær
nú breyta þessum gamla hugsunar-
hætti. í bígerð er að stofna samtök sem
eiga að reyna að ná til sem flestra
kvenna í landinu svo að áhrif þeirra
verði sterkari. Ekki hefur náðst til
nógu margra kvenna til að hægt sé
að fara út i stjórnmálabaráttu en
fimmtíu og tvö prósent kjósenda hér
á Ítalíu eru konur.
Erfiðast mun vera að ná sambandi
við konur sem koma frá heittrúuðum
fjölskyldum vegna sterkra áhrifa ka-
þólsku kirkjunnar og Vatíkansins í
Róm. En þar eru nær eingöngu karlar
sem stjóma og flestir þeirra háaldrað-
ir með yfir fimmtíu ára gamla og
neikvæða afstöðu til málefha kvenna.
BaMur Róbenssan, DV, Gervúa;
Oldungadeildin
samþykkir Webster
Öldungadeild bandaríska þings-
ins samþykkti í gær William
Webster, fyrrum vfirmann banda-
rísku alríkislögreglunnar. FBI.
sem eftirmann William Casey í
embætti yfirmanns bandarísku
leyniþjónustunnar. CLA.
Öldungadeildarþingmenn sam-
þykktu tilnefningu Websters með
níutíu og fjórum atkvæðum gegn
einu og mun hann því taka við
stjórn leyniþjónustunnar um leið
og hann hefur svarið embættiseiða.
William Webster hefur verið
yfirmaður alríkislögreglunnar um
tíu ára skeið. Fyrsta verkefni hans
verður að lagfæra ímv-nd CIA út á
við en hún er nú mörkuð njósna-
hneykslum, sem stofnunin hefur
flækst í á klaufalegan máta, svo
og hefur aðild hennar að fran-
málinu gert erfitt fyrir undanfarið.
Webster hefúr ekki enn gefið upp
neitt um brevtingar þær sem hann
hyggst gera en talið er að þær verði
töluverðar.
William Webster, nýr yfirmaður CIA.
- Simamynd Reuter
Undirbúið fyrir heimsmeistarakeppni
Baldur Rabeitssan, DV, Genúa;
Hér í Genúa á Ítalíu er hafinn undir-
búningur fyrir heimsmeistarakeppn-
ina í fótbolta sem haldin verður á
Ítalíu 1990.
Einum og hálfimi milljarði íslenskra
króna verður varið til þess að endur-
byggja Fen-arisleikvanginn. Mun
verkið taka um tvö og hálft ár.
Eftir endurbygginguna mun leik-
vangurinn taka 46 þúsund manns í
sæti og stæði verða gerð fyrir 5 þúsund
manns. í dag tekur leikvangurinn alls
2o þúsund áhorfendur þannig að um
rúmlega helmingsstækkun er að ræða.
&
Kveikji úrvali í og evróf jhlutir í japanska jska bíla. MnnniaEE
Hjöruliðir í
drifsköft og
öxla í 4x4.
ÚRVAL
vara- og auka-
hluta í bíla.
Sendum um allt land.
VARAHLUTAVERSLUNIN
Hjólkoppar á
12" - 13" - 14" - 15".
hvítir og gráir,
krómhringir.
13"-14"-15".
Hjólatjakkar,
V/i-l tonn,
verð frá
kr. 5.500,-
VARAHLUTIR I SJÁLFSKIPTINGAR • VATNSDÆLUR • HJÓLATJAKKAR • BÚKKAR • HJ0LK0PPAR • SÆTAAKLÆÐI • AUKAHLUTIR