Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987. Utlönd Umsjón: Halldór K. Valdimarsson Verðum að útiýma ótta og vantrausti „Sovétríkin hafa góðar og gildar sögulegar ástæður til þess að van- treysta Vesturlöndum rétt eins og við höfum góðar sögulegar ástæður til þess að treysta þeim ekki. Við verðum að vinna að því að eyða þessum ótta og vantrausti og mér virðist við stefha í þá áttina nú,“ sagði Nicholas Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna, í samtali við DV. Sendiherrann var beðinn um að svara nokkrum spumingum varð- andi afvopnunarmál, það sem er að gerast í þeim um þessar mundir og stefhu ríkisstjómar Bandaríkjanna í því er tengist alvopnun. Fara spumingar blaðsins og viðbrögð sendiherrans hér á eftir. Alltaf sama stefnan - Hver er í stuttu máli afstaða ríkis- stjómar yðar til þess sem nú er til umræðu í afvopnunarmálum, þar með taldar þær tillögur sem nú liggja fyTÍr? „í eins fáum orðum og mögulegt er má segja að afstaða ríkisstjórnar Bandaríkjanna sé hin sama og hún hefur alltaf verið. Ef lýsa ætti af- stöðu okkar og bandamanna okkar með einu orði væri líklega best að nota það að hún er sjálfri sér sam- kvæm. í víðasta skilningi er gmnd- vallarmarkmið okkar að veija frelsi okkar og frelsi bandamanna okkar og að draga úr hættunni á styrjöld, einkum og sér í lagi kjamorkustyij- öld. Ég tel ekki að ég ætti að ræða um einstakar tillögur þar sem ég vil ekki ætla samningamönnum okkar neitt fyrirfram. Ég tel þó óhætt að segja að allar þessar tillögur og ráð- stefnur miða að því að ná grundvall- aimarkmiði okkar, sem er, eins og ég sagði, að varðveita frelsi okkar og á sama tíma draga úr stríðs- hættu.“ Varnarveldi Gætuð þér lýst stuttlega heim- spekilegum, stjómmálalegum og siðfræðilegum grunni stefnu ríkis- stjórnar yðar? „Ég vil byrja á því að leggja áherslu á það sem við verðum alltaf að hafa í huga, að Bandaríkin em vamarveldi sem barist hefúr í tveim heimsstyrjöldum til þess að verja frelsi sitt og mannréttindi og frelsi annarra. Eftir síðari heimsstyijöld- ina sameinuðumst við Islandi og öðrum þjóðum í stofnun Atlantshafs- bandalagsins, varnarbandalags. Vamarstefna Bandaríkjanna og bandamanna okkar í NATO hefur falist í því að hafa nægan styrk til að sannfæra alla hugsanlega árásar- aðila um að það svari ekki kostnaði að ráðast á okkur. Bandaríkin höfðu afgerandi forystu í kjamorkuvíg- búnaði um nær fjörutíu ára skeið. Þetta tímabil sýnir að þegar vamar- veldi hefur forskot í kjamorkujafn- væginu getur hin fijálsa veröld gengið óttalaust til svefhs á hverju kvöldi eins og Winston Churchill benti réttilega á. Við sækjumst eftir friði og vildum gjama geta sinnt daglegum störfum • okkar og lífi án þess að helga stórum hluta athafna okkar því að veija okkur. Eins og Truman forseti sagði árið 1946: Friðurinn verður að byggj- ast á valdi sem stefnir að hinu góða. Réttlæti, góðvilji og góð verk eru ekki nóg.“ „Að mínu mati hafa efnahagsleg atriði einna minnst áhrif á afstöðu ríkisstjómar Bandaríkjanna. Eld- flaugamar em þegar þama og það hvort þær verða þar áfram eða hverfa á^brott hefur engin afgerandi áhrif á efnahagslíf okkar. Eins og flestir vita líklega em kjamorkuvopn meðal ódýrustu vopna, að minnsta kosti í fram- leiðslu. Þótt þið viljið ekki fá beinar tölur í þeim efnum tel ég mikilvægt að geta þess að Bandaríkin veija aðeins um fiórum prósentum, eða mjög litlum hluta þjóðarframleiðslu sinnar, til stragetískra vopna. Til þess að hafa einhver áhrif á efha- hagslíf okkar þyrfti þvi að leggja niður öll slík vopn og vopnakerfi. Hefðbundin vopn og herir em til mikilla muna dýrari eins og banda- menn okkar em að komast að raun um nú þegar einhvers konar samn- ingar um kjamorkuvopn virðast mögulegir. Þar sem framleiðsla og viðhald kjamorkuvigbúnaðar er svona lítil byrði fyrir þjóðfélag okkar gætu samningar um samdrátt á því sviði í raun haft neikvæð efnahagsleg áhrif. Við og bandamenn okkar gæt- um þurft að veija meira fjármagni til þess að byggja upp hefðbundna heri okkar til þess að nálgast þann styrk sem Sovétmenn og Varsjár- bandalagsríki hafa á því sviði." Tvö andstæð kerfi - Að slepptum hefðbundnum nei- kvæðum athugasemdum og fullyrð- ingum, sem ganga á milli aðila í afvopnunarviðræðum, hverjir em helstu erfiðleikar sem samninga- menn ríkisstjómar yðar standa frammi fyrir í samskiptum sínum við þá sem við er samið? „Ég hef ekki tekið sjálfur þátt í samningaviðræðunum en get þó svarað þessu almennt. Við erum fulltrúar tveggja and- stæðra kerfa. Þeirra kerfi er lokað og býður ekki upp á mikla innri umræðu um málin, ákvarðanir em teknar af fáum útvöldum. Okkar kerfi er opið, umræðan er stanslaus og endalaus. Að auki erum við að- eins eitt af sextán ríkjum í Atlants- hafsbandalaginu og þótt við höfum töluverð áhrif þar verðum við alltaf að ráðfæra okkur við bandalagsríki okkar áður en við grípum til ein- hverra aðgerða eða göngum til samninga. Sovétríkin hafa góðar og gildar sögulegar ástæður til þess að van- treysta Vesturlöndum rétt eins og við höfúm góðar sögulegar ástæður til þess að treysta þeim ekki. f þeim efnum má minna á innrás Sovét- manna í Afganistan sem var áfall fyrir allan hinn fijálsa heim. Á þeim tímum þegar við höfðum aðeins hefðbundinn vígbúnað var þetta ekki alvarlegt vandamál. En eftir því sem hættan á gjöreyðingu hefur vax- ið höfum við þurft að leggja harðar að okkur við að eyða þessum gagn- kvæma ótta og vantrausti. Úr áhorfendasæti mínu hér i Reykjavík virðist mér von til þess að við stefn- um nú í þá átt. Það verður ekki auðvelt verk en eins og Reagan for- seti hefur ítrekað sagt: „Kjamorku- styrjöld vinnur enginn og það má aldrei há hana.“ Við höfum ástæðu til að ætla að Sovétmenn séu sama sinnis og það eitt gefur von um fram- tíðina." Nicholas Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á Islandi. Með tilliti til raunveruleika al- þjóða stjómmála, hversu reiðubúin er stjóm yðar til tilslakana í yfir- standandi viðræðum og á hvaða sviðum er sveigjanleiki mögulegur? „Það er alltaf rými til tilslakana milli aðila sem ganga af heilum hug til verks. Hveijar þær tilslakanir eru tel ég á verksviði samningamanna okkar að skilgreina." - Á hvem veg myndu afvopnunar- tillögur þær sem nú em ræddar, ef þær komast í samkomulagsform, verða til þess að slaka á spennu í heiminum og draga úr hættu á kjamorkustyijöld eða hefðbundnum átökum milli stórveldanna? „Þetta er allt of flókin spuming til að svara henni í fáeinum orðum. Persónuleg skoðun mín er sú að hvaðeina sem eykur traust og trúnað milli tveggja aðila dragi úr hættunni á átökum, kjamorkuátökum og öðr- um.“ Efnahagsmál ekki atriði - Að hve miklu leyti hafa efnahags- leg atriði áhrif á vilja ríkisstjómar yðar til þess að ganga nú til samn- inga um samdrátt í skammdrægum og meðaldrægum kjamavopnum í Evrópu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.