Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987.
11
Uflönd
Dulaifullt hvarf
sönnunargagna
BaMur Róbenssan, DV, Genúa;
Níu árum eftir ránið og morðið á
Aldo Moro, formanni kristilegra
demókrata, em réttarhöldin enn í
gangi.
En mörg sönnunargagnanna, sem
fimdust eftir handtöku mannræningj-
anna, hafa nú horfið.
Meðal þess sem horfið hefúr em
myrylbandaupptökur sem sýndu viðtal
Rauðu herdeildanna við Moro áður
en liðsmenn þeirra drápu hann. Einn-
ig hafa horfið fleiri áríðandi myndbönd
sem fundust á heimili eins af foringjum
Rauðu herdeildanna.
Kassettur með símtölum liðsmanna
Rauðu herdeildanna til fjölskyldu
Moros hafa sömuleiðis horfið og síðast
en ekki síst myndir sem teknar vom
af mannráninu sjálfu en á þeim sáust
greinilega andlit þeirra er frömdu rá-
nið.
Sósíalistar hafa krafist nýrra réttar-
halda en kristilegir demókratar em
andvígir nýjum réttarhöldum. Velta
menn því fyrir sér hvort stjómmála-
menn viti eitthvað meira um málið en
almenningur.
Rusl til Napólí
frá Bandaríkjunum
BaMur Róbertssan, DV, Genúa;
Tvær og hálf milljón tonna af msli
eiga að koma til Napólí frá Bandaríkj-
unum næstu fimm árin. Ruslið á að
grafa í jörðu til framleiðslu á jarðgasi.
Vandamál hafa komið upp vegna
þessa innflutnings. Eitt er að enginn
hefur gefið leyfi til að flytja inn ruslið
til borgarinnar. Annað er hvað gera
eigi við jarðgasið því ekki er hægt að
vinna það eða nota í Napólí.
Vilja skerða
völd Werners
Gurmlaugur A Jónsson, DV, Lundú
í kjölfar gagnrýni sem Lars Wemer,
formaður vinstri flokks kommúnist-
anna í Svíþjóð, hefur mátt þola frá
flokksmönnum að undanfömu verða
völd hans nú skert.
Kosninganefnd flokksins leggur til
að á landsþinginu í sumar verði valdir
þrír varaformenn sem aðstoði Wemer
við flokksstjómina. Þau þrjú sem
Samkvæmt skoðanakönnunum fer
fylgi vinstri flokks kommúnistanna í
Sviþjóð minnkandi. Formaður
flokksins, Lars Werner, hefur sætt
harðri gagnrýni.
kosninganefiidin leggur til að verði
varaformenn éru einmitt þau sem
harðast hafa gagnrýnt Wemer að und-
anfömu.
Þeirra á meðal er Jöm Svensson,
þingmaður fiá Skáni, sem komst í
heimsfréttimar í vetur þegar hann
hélt því fram við umræður í sænska
þinginu að það væru Bandaríkjamenn
sem stæðu á bak við morðið á Olof
Palme.
Hinir varaformennimir tveir eru
konur og er þar með komið á móts
við síaukna gagnrýni þess efnis að
konur hafi átt erfitt uppdráttar innan
flokksins.
Ýmsir höfðu spáð því að Wemer,
sem hefur verið formaður síðan 1975,
yrði sparkað á landsþinginu í sumar
vegna minnkandi fylgis flokks hans
samkvæmt skoðanakönnunum. En
þarna virðist fundin málamiðlun sem
hefur í för með sér að Wemer fær að
sitja áfram en með skert völd.
Wemer bar sig vel á fúndi með
fréttamönnum í gær. Sagðist hann
sjálfur álita að of mikið mæddi á for-
mönnum flokkanna. Kvaðst hann
fylgjandi aukinni valddreifingu en
benti jafnframt á að hér væri enn sem
komið er aðeins um tillögu að ræða.
Robert Owen, fyrrum tengiliður Oliver
i gær.
Norfh ofursta við kontraskæruliða, ber vitni fyrir rannsóknarnefnd þingsins
Simamynd Reuter
Bankanúmerin
glötuðust í innbroti
Robert Owen, fyTrum helsti tengilið-
ur Oliver North ofursta við kontra-
skæruliða, skýrði rannsóknamefnd
bandaríska þingsins frá því í gær að
hann hefði lýst áhyggjum sínum við
North vfir því hvert fjármunir þeir sem
sendir voru kontraskændiðimi færu í
raun.
„Peningamfr fara eitthvað," sagði
Owen. „Eg er ekki að segja að þeim
sé stungið í vasa einhvers en það em
spumingar sem þarf að svara."
Owen skýrði þá frá því að í febrúar
á síðasta ári hefði verið brotist inn í
hótelherbergi í Washington þar sem
stolið hefði verið skýrelu frá leyniþjón-
ustunni úr farangri John Singlaub
hershöfðingja sem er einn af leiðtogum
andkommúnistahreyfinga og hefúr
starfað mikið að fjársöfnun og öðrum
stuðningi við kontraskæmliða. ■ I
skýrslu þessari var að finna neikvæðar
upplýsingar um tvo leiðtoga kontra-
skæmliða. þá bræður Adolfo og Mario
Calero. svo og númer á bankareikn-
ingum í Sviss og löndum á Karíbahafi.
Owen varaði North við því í mars
1986 að sumir leiðtoga kontrahreyf-
ingarinnar ættu reikninga í srissnesk-
iun bönkum og alþjóðlegum Llovd-
banka. Meðal annars sagði Owen þá
að Calero bræðumir. sem vom yfir-
menn birgðakaupa hjá kontraskæm-
liðum. ættu bankareikninga í Sviss.
Þeir hafa neitað.
Owen sagðist í gær gera sér grein
fr-rir að hann sæti uppi með sökina í
íranmálinu þó svo að hann hefði að-
eins framfylgt skipunum yfirmanns
sins.
Segir Thatcher standa
í vegi fyrir framförum
Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannaflokksins.
Símamynd Reuter
Neil Kinnock, leiðtogi breska
Verkamannaflokksins. sakaði í gær
Margaret Thatcher, forsætisráðherra
Breta og leiðtoga ílialdsmanna, uni að
standa í vegi fyrir framfönmi og vinna
gegn þeim. A fréttamannafundi, þar
sem Kinnock lagði fram stefnuskrá
flokks síns í komandi kosningum.
sagði hann að stefriumið Thatcher
hefðu verið dregin upp úr gröf þeirri
sem framfarir grófu þau í fyrir fimmtíu
árum.
Búist er við harðri kosningabaráttu
á Bretlandi á komandi vikum en geng-
ið verður að kjörborðum þann 11. júní.
Kosningabaráttan hófst opinberlega
fyrr í þessari viku og með fullyrðingum
sínum í gær kastaði Kinnock fyrstu
hnútunum. Búast má við að fleiri fylgi.
Kinnock hefur ófögur orð um það
ástand sem skapast hefúr á Bretlandi
í átta ára stjómartíð Thatcher. Segir
hann landið aftur horfið til þess fá-
tæktarástands sem lýst er í ritverkum
Charles Dickens.
Margaret Thatcher, leiðtogi íhaldsmanna.
Símamynd Reuter