Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Page 12
12
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987.
Neytendur
Uppskriftaþeysa DV:
Ufrarbuff
brjóstabamið að fá of mikinn lauk.
Sem ég er að verða búin að hakka
saman lifúr, kartöflur og lauk hugsa
ég enn til þess unga, vandfysna og
hugsa sem svo að hægt sé að gera enn
betur.
Þess vegna tek ég „gumsið“ og skelli
því í ca þremur áföngum í mixarann,
sem er einn hluti af hrærivélinni
minni, en finnst jukkið ívið þunnt svo
ég helli út í 1 dl af heilhveiti (það er
svo hollt).
Síðan lét ég þetta bíða rúman hálf-
tíma því sinna þurfti þeim minnsta.
Að því loknu var hveitið búið að jafna
sig vel og ég fór að leika mér í
kryddskúffunni.
Þá fór i slatti af salti og örlítið af
pipar, papriku og kam'i, einnig smá-
hvítlauksduft því það á greiðan
aðgang að matargerð hjá mér.
Búið var að hita pönnuna og látið
á hana með matskeið og mnnu nú út
og steiktust fagurlega lifrarlummurn-
ar og voru steiktar báðum megin.
Þetta varð feikinóg í tvær máltíðir og
fiysti ég helminginn.
Þetta var borið á borð með bræddu
smjörlíki og soðnum kartöflum. Pabb-
inn sagði: Namm - hvað er þetta? Sá
ungi, vandfysni vildi tvisvar fá meira
- án þess að sjálfsögðu að vera upp-
lýstur um hið sanna innihald. Mat-
reiðslumeistarinn úðaði í sig af bestu
lyst og var virkilega ánægður með að
hafa enn einu sinni galdrað fram lyst-
ugan, hollan og ódýran mat.
Uppskriftin
I réttinn fer eftirfarandi:
450 g lifur, hreinsuð og í bitum
ca 250-300 g soðnar kartöflur, brytjað-
ar
1 lítill laukur
Þetta er hakkað saman, síðan látið
í blandara eða mixara. Með því að
hakka þetta fyrst sitja vel eftir allar
tægjur úr lifrinni. Kannski gera þær
Ein af þeim sem sendu okkur upp-
skrift í DV-þeysunni var Sólveig
Eiríks, Strandgötu 23, Eskifirði.
Ástæðan fyrir því að við völdum upp-
skrift hennar til þess að birta fyrir
landsmenn var bæði að uppskriftin er
áhugaverð, ódýr og svo skemmtilega
framsett hjá Sólveigu að sérstakt má
telja. Fréttaritari DV á Eskifirði. Emil
Thorarensen, tók mvndir af Sólveigu
er hún útbjó réttinn sem er lifrarbuff.
Bréfið frá Sólveigu birtum við hér
óbreytt.
Mæður með börn á brjósti
gæti sín í mat
Lýst hefur verið eftir á neytendasíðu
DV auðveldum, ódýrum og jafnframt
næringarríkum hvunndagsuppskrift-
um. Af meðfæddri hugvitssemi datt ég
niður á aldeilis mjög góða slíka á dög-
unum og skal því nú Iýst.
I upphafi skal taka fram að undirrit-
uð er með bam á brjósti og þarf dulítið
að passa að hafa eigi of sterkan mat.
Þar kom að tími var til kominn að
vera með lifur á matseðlinum en þegar
ég fór að hugsa málið langaði mig alls
ekki í heila lifur steikta. líka af því
að strákurinn (6 ára) vill hana ekki
og pabbinn er ekkert alltof hrifinn.
Þetta er svona matur sem borðaður
er af skyldurækni.
Lifrarbuff ofsa gott
Jæja, en mér sjálfri þvkir afskaplega
gott lifrarbuff, gert úr íifur. kartöflum
og lauk, hökkuðu saman. krydduðu
ogsteiktu.
Ég fer að setja saman hakkavél og
tína fram ílát og áhöld, á nóg af kart-
öflum svo þær verða nærri jafnþungar
lifrinni en ekki alveg. ca 450 g lifur.
250 g kartöflur. Þá á ég bara einn lít-
inn lauk til en ákveð samt að láta
hann duga enda ekki hollt fyrir
Hráefnið i réttinn góða fyrir utan kryddið. Þetta kostar innan við 100 kr. og telst
heldur betur vel sloppið á þessum siðustu og verstu tímum.
DV-myndir Emil Thorarensen
Höfundur verðlaunauppskriftar dagsins, Sólveig Eiríks, með „þeim vandfýsna",
Fjölni Guðmannssyni sem fæddur er árið 1981.
það líka í mixaranum, ég hef ekki próf-
að að láta þetta beint í hann.
Jæja, eftir að þetta hefur verið mixað
er hrært saman við 1 dl af heilhveiti
og gjaman látið bíða smástund.
Sjálfsagt er best að blanda kryddinu
í heilhveitið áður en það er sett út í
en kryddið getur t.d. verið eftirfarandi:
14 tsk. pipar (hvítur)
'A tsk. salt
14 tsk. paprikuduft
14 tsk. karrí
14 tsk. hvítlauksduft (má sleppa ef vill)
Þessi réttur lendir tvimælalaust á
vinsældalista hjá þeim sem hann
smakka. Bestu kveðjur,
Sólveig Eiríks.
Við óskum Sólveigu til hamingju
með uppskriftina sína sem er án efa
sú allra ódýrasta sem við höfum hing-
að til birt. Hráefnið kostar innan við
100 kr. og dugði vel í tvær máltíðir
fyrir hjón með eitt bam.
Geri aðrir betur.
Sólveig fær senda verðlaunaupp-
hæðina sem er 2.500 kr.
-A.BJ.
frá Eskifirði
Hvað kosta
díóður?
Til okkar hringdi rafeindavirki og
var óhress með mikinn verðmun á
díóðum. Hann keypti díóður í Sam-
eind á kr. 1,25 stykkið en sá þær
síðan á margfalt hærra verði í Heim-
ilistækjum.
Við snerum okkur til Heimilis-
tækja og spurðum Jóhannes Skarp-
héðinsson deildarstjóra hvemig
stæði á þessum mikla mun.
Hann sagði að þeir hefðu fengið
eina sendingu af þessari vöm á mun
hærra verði en reiknað hefði verið
með í upphafi. Við þetta hækkaði
útsöluverðið úr fjórum krónum í
átta. Nú er hins vegar ný sending á
leiðinni frá öðrum framleiðanda og
lækkar þá verðið til muna. Heild-
söluverð verður þá tæpar tvær
krónur stykkið.
Einnig kom fram í máli Jóhannes-
ar að alltaf væri sá möguleiki fyrir
hendi að sendingar væm dýrari en
reiknað hefði verið með. Þá væri
ekki um annað að ræða en að selja
vömna á hærra verði uns sendingin
væri búin og kaupa þá næstu frá
öðmm aðilum sem byðu lægra verð.
-PLP
HeiUaráð
Hitið
skrúfjámið
Ef þú átt í erfiðleikum með að losa
skrúfu er gott ráð að hita endann á
skrúfjáminu með logandi eldspýtu.
Þá losnar skrúfan alveg eins og skot.
Bílahreinsun
í skugganum
Þetta ráð, reyndar eins og önnur
ágæt húsráð, kemur frá sólríku
landi, en það em ráðleggingar um
að hreinsa bílinn aðeins í skuggan-
um. Þetta á auðvitað eins við hér á
landi þótt minna sé hér um sólskin
en víða annars staðar. Þetta á einn-
ig við þegar verið er að pússa
gluggarúður. Það má alls ekki gera
þegar sólin skín á rúðuna þá er ekki
hægt að fá hana almennilega hreina.
Glugga-
hreinsir
Tvær matskeiðar af þvottamýking-
arefrii út í lítra af vatni er mjög gott
gluggahreinsiefni. Rúðumar glansa
mjög vel með þessu efiii.
Munið að senda inn upplýsinga-
seðilinn fyrir heimilisbókhald DV