Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987. 15 Smáfiskadráp og kjör fiskvinnslufólks „Aðrar stéttir eiga að láta sér það lynda að fiskvinnslufólk fái verulegar kjarabætur án þess það hafi verulegar breytingar i för með sér á al- mennum launum." Hluti af því góðæri, sem gengið hefur yfir þjóðina, felst í mjög háu verði sem fæst fyrir sjávarafurðir. Islenska þjóðin hefur sem kunnugt er byggt afkomu sína á fiskveiðum. Nú heyrast hins vegar háværar raddir um það að voði sé íyrir dyrum ef fram heldur sem horfir, smáfiska- dráp sé svo gegndarlaust að fiskur- inn komist ekki á hrygningarstöðv- ar. Vertíðin á Suðumesjum virðist benda til að svo sé. Við gerum út vaxandi fjölda af frystitogurum sem eru fljótandi verksmiðjur. Þar er ekki einasta að besti fiskurinn sé hirtur og hinu hent, eins og fullyrt er, heldur fara önnur verðmæti al- gerlega forgörðum, þ.e. öll meltan, og hlýtur þar að vera um milljarða verðmæti að ræða. Enn hafa yfirvöld sjávarútvegs ekki séð ástæðu til að hefja einhverjar aðgerðir til að stemma stigu við þessari gegndar- lausu rányrkju. í nýlegu sjónvarpsviðtali minnti Dagbjartur Einarsson, útgerðar- maður í Grindavík, rækilega á þetta og sýndi fram á hve miklu harðar væri gengið frám í smáfiskadrápi nú en meðan útlendingar höfðu aðgang að fiskinum. Þessar aðvaranir er ekki hægt að láta sem vind um eyrun þjóta. KjaUarinn Kári Arnórsson skólastjóri Flutt út óunnið En það er ekki einasta að smáfisk- urinn sé drepinn í óhófi heldur er hráefnið flutt út í stórum stíl óunn- ið. Þetta er orðið svo alvarlegt mál að víða horfir til atvinnuleysis í sjáv- arplássum á Islandi fyrir vikið. Hér er verið að flytja út ekki bara hrá- efni heldur og atvinnu. Sá fiskur, sem fer út með gámunum til Bret- lands, fer til vinnslu þar og síðan keppir sú vara við okkar fram- leiðslu. Þetta gerist á sama tíma og mjög hátt verð er á saltfiski og fryst- um fiski á okkar helstu mörkuðum. Sýnt hefur verið fram á að fersk- fiskútflutningurinn skilar ekki meiri tekjum til þjóðarbúsins þó svo hann skili undir vissum kringumstæðum meiri tekjum til einstakra starfs- hópa, þar á meðal sjómanna og stundum útgerðarmanna. Það getur hins vegar ekki orðið ráðandi í við- skiptum okkar við útlönd. Fiskimiðin eru sameign þjóðarinn- ar. Þau eru auðlind sem engin ein stétt getur alfarið ráðið. Þess vegna verða stjómvöld á hverjum tíma að grípa inn í með stjómunaraðgerðum. Að sjálfsögðu er ekki verið að tala um að loka fvrir útflutning á fersk- um fiski. Það hlýtur að vera eðlileg- ur viðskiptamáti að vissu marki og með bættum samgöngum er hægt að koma vörunni ferskari til neytenda. En það er ástæðulaust að flytja fisk- inn út til fullvinnslu þar. Við hljót- um að reyna að skapa þá atvinnu í landinu sem fæst með því að vinna fiskinn sem mest hér heima. Fiskvinnslan njóti næstu verðhækkana Eins og minnst hefur verið á þá hefur verð á sjávarafurðum ekki verið hærra í annan tíma. Nú em enn framundan miklar verðhækkan- ir. Undir slíkum kringumstæðum hljóta menn að leiða hugann að því af hverju ekki er hægt að greiða hærri laun til þeirra sem vinna fisk- inn í landi. Sjómenn hafa að undanförnu haft mjög góðar tekjur þó þær séu misjafhar og sveiflu- kenndar. Þeir eru sá tekjuhópur sem mest hefur hækkað í meðaltekjum síðustu tvö árin. Menn em almennt sammála því að laun sjómanna eigi að vera góð því þessi vinna er áhættusöm og útheimtir miklar fjar- vistir frá heimilum. En það er kominn tími til að landverkafólkið njóti í einhverju þeirra hækkana sem orðið hafa á afurðaverðinu. Það er því fumskvlda þeirra sem við út- gerðar- og sölumál fást að megin- hluti þeiira hækkana. sem framundan em á mörkuðum. fai-i beint i vasa fiskvinnslufólksins. Þetta verða sjómenn og útgerðar- menn að skilja. Og þetta verða fiskverkendur einnig að skilja og endurskipuleggja sinn rekstur með tilliti ril þessa. Aðrar stéttir eiga að láta sér það lynda að fiskvinnslufólk fái verulegar kjarabætur án þess það hafi vemlegar brevtingar í fór með sér á almennum launum. Nú þegar framundan em samning- ar um nýtt fiskverð verður að leggja megináhersluna á bætt kjör í fisk- vinnslu. Það er gmndvallaratriði í efnahagspólitík íslendinga til lengri tíma litið. Og í guðanna bænum. stöðvum smáfiskadrápið. Kári Arnórsson. . . , smáfiskadráp sé svo gegndarlaust að fiskurinn komist ekki á hrygningar- stöðvar. Vertíðin á Suðurnesjum virðist benda til að svo sé.“ Kjósendur mynduðu ríkisstjóm Engu er líkara en þjóðin sé búin að steingleyma til hvers hún gengur að kjörborðinu á fjögurra ára fresti. Niðurstaða kosninganna er að engu höfð en flokksformenn keppast nú hver um annan þveran við að bjarga skinni sínu með því að komast í ráð- herrastól. Þeir em greinilega líka búnir að gleyma til hvers menn em að kjósa. Það er því ekki úr vegi að rifja upp grundvallarlögmál lýðræðisins sem er að fólkið í landinu ræður því sjálft hveijir fara með stjóm lands- mála. Menn mættu reyndar taka það mikilvæga hlutverk sýnu alvarlegar en þeir stundum gera. Það er til dæmis ekki óalgengt að menn kjósi annan flokk en þeir áður gerðu til þess að refsa sínum flokki. Þetta er því miður ekki hægt. Með því kjósa þeir einfaldlega flokk sem þeir eru þar með að styrkja og verða að bera fulla ábyrgð á. Atkvæði greitt ein- hverjum flokki er stuðningsyfirlýs- ing við þann flokk. Svo einfalt er það. 39 þingmenn -sterkur meiri- hluti Hver var svo niðurstaða kosning- anna núna? Hún var sú að þjóðin vill að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn stýri landinu áfram. Sjálfstæðismenn fengu 25 þingmenn samtals, framsóknarmenn 14. Samanlagt em þetta 39 þingmenn eða sterkur meirihluti. Þessir flokk- ar hljóta því að verða við þeim skilaboðum og halda áfram störfum. Albert Guðmundsson er og verður sjálfstæðismaður eins og hann hefúr sjálfur sagt, svo og allt hans lið (og megi guð vera með henni Aðalheiði í þeim selskap), og Þorsteinn Pálsson verður að bíta í það súra epli að fólk vill að Albert og stuðningsmenn hans sitji áfram. Formaður Sjálf- stæðisflokksins getur ekki leyft sér að láta eigin þykkju hafa áhrif á Kjállariim Guðrún Helgadóttir alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið myndun ríkisstjómar. Hann getur í hæsta lagi verið aldeilis hissa eins og mörg okkar em en svona er þetta nú einu sinni. Og enginn efast um að Stefán Valgeirsson sé ennþá framsóknarmaður. Það er því gjörsamlega fráleitt að eyða tíma í viðræður við hina og þessa flokksformenn sem fengu jafn- skýr skilaboð um að nærvern þeirra væri ekki óskað í næstu ríkisstjóm. Jón Baldvin Hannibalsson hékk í að heimta aftur þingmannatölu Bandalags jafhaðarmanna, Svavar Gestsson tapaði tveimur þingsætum og Kvennalistinn stóð i stað og jók þingmannatölu sina með framboði í öllum kjördæmum. Samanlagt fengu þessir flokkar 24 þingmenn og því tæpast ætlast til að þeir ættu aðild að ríkisstjóm. Getur þetta skýrara verið? Það held ég varla. Fólkið í landinu kaus að hafa þessa flokka í stjórnar- andstöðu og þar eiga þeir að vera. Menn hafa líka gleymt hversu mikil- væg stjómarandstaða er í lýðræðis- ríki. Verk hennar ber að vanda engu síður en stjóm þjóðmála sem vitan- lega er í höndum kjörins meirihluta. Einblína á ráðherrasæti Sá leikur flokksformannanna sem nú á sér stað á einkafundum þeirra og með þessum margumræddu „þreifingum", sem mig dauðlangar að vita hvemig fara fram. er van- virða við lýðræðið og þar með fólkið í landinu. Þeir sem fólkið hafnaði ættu að einbeita sér að því að endur- skoða vinnubrögð flokka sinna og kanna til þrautar hvers vegna þeir misstu trúnað fólks í stað þess að einblína á ráðherrasæti sem kodda undir rassinn á sjálfum sér. Hann kemur flokknum að engu gagni. Það er hins vegar verkeftii flokksfor- manna að efla flokk sinn og hafa frumkvæði mn heilstevpta pólitíska stefriu sem fólk skilur og getur tekið afstöðu til. Það er ekki létt verk eins og dæmin sanna og á þeim dynja vonbrigðin þegar illa gengur. Það er líka skvlda flokksformanna að taka tillit til skoðana annarra innan flokksins og samræma viðhorf. Ein- angraður flokksfomiaður með fámenna jábræðraklíku sér til trausts og halds er gagnslaus for- maður. Á sama hátt og virkt lýðræði er styrkur hvers þjóðfélags er virkt lýðræði innan stjórnmálaflokks stvrkur fomiannsins. Sé þetta lýðræði ekki virt em kosningar merkingarlausar. Virðing manna f>TÍr þeim verður að engu ef niðurstöður þeirra em ekki virtar og eftir þeim farið. Og það sem verra er: Ábyrgðin er af fólkinu tekin og það kynni að missa sjónar af þeirri staðrevnd að með atkvæði sínu er það að mvnda næstu ríkisstjóm. Það hefur þjóðin nú gert. Víst er ég undrandi á vilja hennar en okkur ber að fara að honum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Guðrún Helgadóttir „þjóðin vill að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn stýri landinu áfram. Sjálfstæðismenn fengu 25 þing- menn samtals, framsóknarmenn 14.“ „Sá leikur flokksformannanna, sem nú á sér stað á einkafundum þeirra og með þessum margumræddu „þreifingum", sem mig dauðlangar að vita hvernig fara fram, er vanvirða við lýðræðið..“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.