Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987. Menning Teikningin er númer eitt Sumir listamenn virðast eiga svo auðvelt með að opna augu manns fyrir umhverfinu, fyrir þróun, hrær- ingum, sögu og stefhu samfélagsins; þeir lesa það eins og dagblað eða bíómynd. Gylfi Gíslason hefur þann hæfileika að geta með nokkrum blý- antsstrikum á hvítan pappír sýnt manni Reykjavík út frá nýju sjónar- homi þannig að maður ímyndar sér að hann sé stöðugt á sveimi ofan við húsþökin í þyrlu að kanna gamalt og nýtt skipulag bygginga ellegar strauma í mannlífi. Við settumst upp í bílinn hans, tvítugan Plymouth, sem hann hefur sjálfur gert upp, og svo runnum við í hægum takti um höfuðborgarsvæð- ið, skoðuðum götur og torg, virtum fyrir okkur útsýni og fjörur og engu líkarar en að Gylfi og bíllinn hugs- uðu á sömu nótum - og hafa trúlega gert það, báðir hafa alið allan sinn aldur í Reykjavík og mælt stræti hennar hvem dag síðan. Eins og grasflötur og Ijár Ekki bara stræti og torg, útsýni eða fjörur heldur líka söguna, hugs- unarháttinn, erlendu áhrifin og innlenda nýsköpun. Skrifarinn var í þungum þönkum og sá ekkert í kringum sig: Gylfi lauk upp ævin- týraheimi með nokkrum velvöldum orðum, þreif blýant og blokk og fór að rissa. Teikningin er furðuleg að- ferð til að útskýra með hluti, segja frá. Blýantur og blað er eins og gras- flöt og ljár - hin frumstæðustu, einföldustu tæki sem breyta þó svo miklu. „Það er ekki til strangara form,“ sagði Gylfi. „Maður verður að beita ímyndunaraflinu. Auðvitað er teikn- ingin númer eitt, grundvallaratriði í sambandi við mynd eða skipulags- mál.“ Eftir nokkur blýantsstrik spurði ég hvort hann væri að grínast með mótívið, Reykjavíkurborg, hvort hann væri ekki að teikna „karikat- úr“ af borg, fremur en að gera brúklega efúrmynd? „Auðvitað. hvers vegna ekki að gera „karikatúr'* af borg? Em menn ekki daginn út og inn að gera „ka- rikatúr" af landslagi? Sumir mála eða teikna landslag með sínu lagi. Ég teikna borgina. Ég get sagt þér að ýmsum hefor komið það spánskt fyrir sjónir að ég skuli fást við að teikna borg - en fyrir mér liggur það beint við. Borgarteikningu er hægt að þróa á marga vegu. Hér liggja straumar, umhverfið er síbreytilegt og í endalausri endurskoðun." Reykjavíkurást Endurskoðun? Nýsköpun? Þú sem elskar gamla bíla hlýtur að hafa sérstakt dálæti á gömlum húsum? „Breytingamar verða að eiga sér stað - en innan skynsamlegra marka. Það er áreiðanlega hollt að geta komið á æskuslóðir sínar ekki of mikið breyttar. Hugsaðu þér - þeir ætluðu einu sinni að rífa Bernhöftstorfuna, svipta gömlu húsunum niður af barðinu og byggja eitthvað úr steypu og gleri. Vilmundur kom í veg fyrir það - gaf hugmyndinni um viðhald húsanna líf til tólf ára. Hann hefur haft meiri tilfinningu fyrir fæðingar- borg sinni en margur sem hefur starfað í Stjórnarráðinu; heldurðu það ekki?“ Ertu haldinn Reykjavíkurást? „Mér er umhugað um þessa hluti,“ sagði Gylfi og sneri Plymmanum áleiðis suður í Kópavog, lét hann klifra upp að útsýnisskífunni austast í bænum þar sem sér yfir svo til allt höfuðborgarsvæðið. „Það em furðu- margir sem vita ekki um þennan stað. Utsýnið er hvergi meira en héðan." Utsýni skiptir þann sem stöðugt rýnir í umhverfið miklu - og Gylfi talar eins og fleiri myndlist- armenn um það hversu miklu skiptir fyrir okkur sem svo nærri náttúr- Á skoðunarferð með Gytfa Gíslasyni unni lifum að byggja og skipuleggja með kurteislegu tilliti til lands, sjáv- ar og veðurs. Ævintýri á filmu Plymouthinn rúllar um borgar- stræti eins og blýanturinn eftir pappírnum og listamaðurinn tekur upp á þvi að segja skrifaranum sögu, rifjar upp eldgamla þjóðsögu um menn sem fóm úr Grímsey að sækja eld suður á fastalandinu. fóru eftir ísilögðum sænum þar til kom að vök. Þar skildi leiðir. Hann teiknar um leið og hann talar, beitir blýant- inum eins og nokkurs konar frá- sagnaþreifara, fikrar sig áfram gegnum söguna með blýantinn eins og göngustaf, leitar að útliti og jafn- vel persónuleika mannanna þriggja. Og skýtur inn aukaatriðum sem áreiðanlega standa ekki í Jóni Árna- syni, en eru orðin nauðsynleg í nútímaútgáfu Gylfa. „Ég held að við verðum að mynd- skreyta þjóðsögumar okkar. Öðm- visi festast bömin ekki við þær. Og hvers vegna ekki að auka þær ein- hveiju ívafi sem höfðar til okkar tíðar? Og úr myndasögunni er stutt yfir í kvikmyndina, teiknaða kvik- mynd. Þjóðsögur og ævintýri eiga eftir að lenda á filmu, sannaðu til.“ Glæsilegasta formið Gylfi er reyndar kominn á kaf í þjóðsögumar, teiknar þær nú hveija á fætur annarri eins og sýnishom sem nú hanga uppi á Gallerí Borg em til vitnis um. Ásamt með Reykja- víkurmyndum. í rauninni er hún furðuleg, þessi sýning Gylfa Gísla- sonar. Og fólk sem skoðar hana virðist skiptast mjög í tvö horn (eða fleiri). Þeir sem hafa áhuga á skipu- lagsmálum og byggðaþróun í Reykjavík safnast til hægri. Þeir sem em spenntir fyrir bókmenntum þjóð- arinnar - séðum í nýj u Ij ósi - leggj ast í myndasögumar vinstra megin. Blý- antur, hvítur pappír - langar þig ekki að prófa olíuliti, Gylfi? „Olíumálverkið er glæsilegt. Kannski glæsilegasta formið. En þeir em ekki margir sem valda því. Teikningin býður upp á svo margar leiðir. Ég hef heillast af henni." -GG ícitw ^S'twvv \j',\d; svo til om Vetoc at c.\(4or dó ! CýctmSey svo ckw varí Vwtlkt opy ót nokkrom tct .þá voro . tcosthörkor Svo mik\ar e'íjacsool var [agt mcð loon eg Ko-Uo\\ maongervgt.ClrvttvSey'vogac rébo þaS Sncrocaa cnocgoos í hc'vSr.ko vcár', 03 fytgd,' 7 , fir|o\S' þá at ais Seado ovcootvt ovcjirvionds ti\ aö hc\m CjBW\ CviarsKcjma ót á ,Sioo , báto \pc\ro 0 vSv 03 Smkya c\i 03 vötdo tW.ycss þcjá hVOa vösk- tokko\eorar fcrbac ca ftiótcac attorkomo. ______________osto mcorv cvjoo'v . Hófo \prir Ver&irva 0 þoiscgir no ckki af fechom sená'.marvaa v\rr eo þc'vr á rtv\t>o S oná'. koma aí\ vok CvnnV scm ckk'. sá fyrir cnrtann á oryvac Svo bccA áb loc'vc játo rncá naom- þc.r reto honom bá ai Kverta crttor t\\ ab hverfa attoc <rA svo bá'.t oq ratoc r vrráom stokk'vO yrtr hona, on Cvnn cyjacinnar 03 h4\do átram Icrb Sinn'., cn rjaaga met vdk'vnni cf hön kynnv' ob vcra nvjócr. 7 trcyst’. ser ckki t\\ þcss. hann stót cft'.r á vakarbnrmvMjm 03 Gv'nom stab cn öbcum. bcgar á le.b daginn Cór horfti á cftir beim.honom vnr nao'boqt \cít ab hykktta oq ackk upp Sonnanátt mct Stormi 03 regrv'v.lsvnq tókab lcysasvndor mabtirinn uppá hana.Scr 03 mabucinn varl loks staddor a jaka hann þá bjarndyr skammt einocn sem rak ti\ hafs.Um kveldib -frá sir scm lisj-'r þar á bcrjakrtnn ac stórri spong 03 gengur urvgom.haqn varorhinn Ka\d- ufp°s svanqfjr ojkve.b nó Tyrir hanS 00 allí ! Krinjom hann og gcíbr honom mcrki ab hann skuh' li + ino.þeqar bjarndýrio sérmann- lcggjast niáur i bmlió rVjd ongunom . Hnnn giorir þa5 mcó há\fom inn horf.r pob d hann vm hríb; hoga .Siían leqjst riýr.b n.ior hjá honom.breiíir Siq yfir hann,kemor honom s'.oan stendor þaB upp,gengor t\l áspenana.og látor hann sjóga sig m«S oqgvmom. Wó libor náttin . Þog'vnn CÍtir stendor dvýric upp , yoo^ir spo'IKorn frá bœlino og bendir mannvnuol aí ÍComa. þejjar hann kermurót coísinn leggst dyrib iwfeur fyrir fatur hanS oa bendir honuat uop áþakic) á sér þegar hann er kominn þv. á b&k stend- or dyc’vb opp .hristir Sij Og bktkur unz malurinn detfur niilur. þab gj'órí'v þá ekk'. frekac.UU- raun aS sinn; en manninn furbcvi; mjsg áþtssom \e\k. V þá lcggor þat á ál'bnom degf tv\ sonds mcS manninn á bakino og Synd.rmcl httnn t'.\ tyjarinnar þcgar mafeut'.nn kemor i land geagor hann oppá eyna. og bendir bjarndýrino a.b V ettir SÍr.Hann gcngor heim t'.l sín áundan bví þegar mjólka. bestu kóna í Tjós'vno og gefor dýr', CÍBS mn KrtK ul lAt • ^iXnn npnaur Ur\ni 0» Wc> ora. ol Q Itttor SYad»r mcl QQnn \\\ tyáay'vnnar. pe$ar mjolka besiTu Kóaa l ■VjdMao 03 ^ei’or <HjV\nuJ<xt dttkfc*. pcgar maoutinn \C€mor í \and eías oc^ þab vl\d 1 • sífcaa ^eagur Kann d. oadan OyBjAWffiiB.' þ^sögur^ófisvÁuiaSo(iac. „Þjóðsögurnar eiga eftir að lenda á kvikmynd.'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.