Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Qupperneq 22
22
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987.
Erlendir fréttaritarar
íslenskir námsmenn
fjölmenna til Lundar
Auðveldara fyrir dreifbýlisfólk að fa húsnæði þar en í Reykjavík
Háskólabærinn Lundur er skammt sunnan við
Stokkhólm. íslendingar hafa sótt mikið þangað til
náms og starfa undanfarin ár.
Guimlaugur A. lónsson, DV, Lundi:
Mikil gróska hefur verið í félags-
lífi íslendingafélagsins í Lundi í
vetur. Islendingar í Lundi eru nú
hátt á fjóröa hundrað talsins og
munu vera þriðji fjölmennasti út-
lendingahópurinn í háskólabænum
vinsæla á Skáni.
Þon-ablót íslendinga í Lundi í vet-
ur var fjölmennara en nokkru sinni
áður og voru þáttakendur talsvert á
annað hundrað.
Islendingafélagið er með opið hús
á hverju föstudagskvöldi þar sem
landinn hittist, horfir á mvndbanda-
sýningar, gluggar í dagblöð og sötrar
bjór. Utvarpað er á hverjum sunnu-
degi í heila klukkustund, meðal
annars eru fréttir frá ríkisútvarpinu
heima og var útvarpað kosningadag-
skrá alla kosninganóttina. Blað
félagsins kemur út nokkrum sinnum
á vetri hverjum.
íslandskynning
I næstu viku verður vorferð félags-
ins. Farið verður í sumarhús á
Sjálandi og er mikil þáttaka. Jafnan
hefur verið haldið upp á þjóðhátíðar-
daginn með einhverjum hætti hér í
íslendinganýlendunni í Lundi þó oft
hafi þá talsvert fækkað i nýlendunni
þar sem margir eru þá farnir heim
til íslands í sumarfrí.
Að þessu sinni er íyrirhugað að
gera meira úr hátíðahöldunum en
áður. Meðal annars er íyrirhuguð
sérstök íslandskynning í því hverfi
sem flestir fslendinganna búa.
íslendingafélagið hefur húsnæði
undir félagsstarf sitt í sama hverfi
og er stjórn félagsins nú að svipast
um eftir stærra og betra húsnæði.
Baldur Róberlsson, DV, Genúa:
Þar sem íbúar Pegli, sem er út-
hverfi Genúa, hafa verið hræddir við
í mörg ár gerðist síðastliðinn föstu-
dagsmorgun. Þrír tankar í olíu-
hreinsunarstöð sprungu. Voru tveir
tankanna íúllir af metanól en sá
þriðji var tómur.
Fimm menn voru við vinnu nálægt
tönkunum, sem eru neðanjarðar, og
létust fjórir þeirra. Sá fimmti brann
illa og liggur milli heims og helju á
sjúkrahúsi. Samtals slösuðust tíu
manns, þar af fimm slökkviliðsmenn.
Mikil mildi er að ekki fór verr því
að á vinnusvæði olíuhreinsunar-
stöðvarinnar eru um 21.500 rúm-
metrar af bensíni og öðrum eldfimum
efnum. Þrír skólar eru í næsta ná-
grenni við olíuhreinsunarstöðina og
mörg fjölbýlishús eru í innan við
fimmtíu metra fjarlægð frá stöðinni.
Ef eldurinn, sem braust út við
sprenginguna, hefði komist í fleiri
tanka er mjög líklegt að sprengingin
hefði orðið fimmtíu sinnum öflugri
því að olíuhöfnin í Genúa er f um
það bil tvö hundruð metra fjarlægð
frá slysstaðnum. Nokkur olíuskip
voru í höfninni og urðu þau að fara
út fyrir hafnargarðana.
Þá er til athugunar að félagið ráði
starfsmann í fullt starf þar sem kom-
ið hefur í ljós að möguleiki er á að
fá allt að 95 prósent launakostnaðar-
ins greiddan af sænska ríkinu. Er
það bai'a eitt dæmið um hversu vel
sænska ríkið gerir við útlenda náms-
menn.
Sænskir styrkir
Annað dæmi er að flestir náms-
manna fá umtalsverða húsaleigu-
stvrki. Þá greiðir sænska ríkið
móðurmálskennslu fvrir íslensk
börn eins og raunar fyrir öll önnur
útlensk börn hér í landi. Margir ís-
lendingar, sem lengra eru komnir í
námi, hafa líka fengið sænska dokt-
orandastyrki. Þykir mörgum sem
það sé vel sloppið hjá íslenska ríkinu
að láta Svía þannig kosta langskóla-
nám Islendinga.
Stefnt að doktorsprófi
íslensku námsmennirnir hér skipt-
ast niður á fiestar greinar háskóla-
náms svo sem málvísindi. guðfræði,
félagsfræði, sálarfræði, hagfræði. líf-
fræði, verkfræði og læknisffæði svo
eitthvað sé nefnt. Mest er um fjöl-
skvldufólk og margir námsmanna
hafa þegar lokið háskólaprófi heima
og haldið utan til framhaldsnáms. I
allmörgum tilfellum er stefnt að
doktorsprófi. Nokkur dæmi eru þess
að íslendingar séu sestir hér að fyrir
fullt og allt og aðrir óráðnir hvort
nokkru sinni verði snúið heim.
Slæmt ástand í atvinnumálum hér
kemur þó í veg fyrir að landinn setj-
ist hér að í stórum stíl eftir að námi
lýkur.
Ástæður þess að svo margir íslend-
ingar koma til Lundar eru auðvitað
margai' og misjafnar. Ein sú veiga-
mesta er vafalaust sú að þeir íslend-
ingar sem hér hafa verið áður hafa
látið vel af dvölinni og kynnt Lund
á jákvæðan hátt heima. Mörg dæmi
eru þess að þeir er hingað flytjast
eiga systkini eða frændfólk sem býr
eða hefur búið hér áður.
Margt dreifbýlisfólk
Það hefur lengst af reynst tiltölu-
lega auðvelt að ná í húsnæði og það
vakti athygli mína er ég fluttist hing-
að fyrir allnokkrum árum hversu
mikið af dreifbýlisfólki íslensku var
hér. I flestum tilfellum var ástæðan
einfaldlega sú að því hafði borist til
eyma að auðveldara væri að fá hús-
næði í Lundi en í Reykjavík og
líklegra ódýrara fyrir námsmenn að
búa þar en í Reykjavík.
Þá þykir mörgum það kostur á
Lundi hv"að staðurinn er vel í sveit
settur. Ör*stutt til kóngsins Kaup-
mannahafnar og ekki óyfirstíganlegt
fyrirtæki að koma sér niður til meg-
inlands Evrópu. Staðurinn er
sömuleiðis með mjög alþjóðlegum
blæ, hingað kemur fólk úr nánast
öllum heimshomum.
Landinn vekur athygli
Alltaf þykir það forvitnilegt heima
ef landinn vekur athygli í útlandinu
og má í því sambandi nefna að is-
lenskir skákmenn úr hópi náms-
manna í Lundi hafa vakið talsverða
athygli á Skáni fyrir góða frammi-
stöðu. Helmingur skáksveitar
Malmö SS, einnar af sterkustu skák-
sveitum Svíþjóðar, er skipuð íslend-
ingum, það er á fjórum borðum af
átta. Nokkrir íslenskir handbolta-
kappar hafa og leikið með sænskum
liðum hér á Skáni við góðan orðstír.
Þá má nefna að Ólafur Ingólfsson
náttúmfræðingur, sem kominn er
að doktorsnámi í sinni grein hér í
Lundi, fer í sumar til Suðurheims-
skautsins með hóþi sænskra vísinda-
manna til rannsóknarstarfa. Annar
íslenskur vísindamaður, Kjartan
Ottósson, sömuleiðis við doktorsnám
í Lundi, mun flytja fyrirlestra á þing-
um . málvísindamanna í þremur
löndum í sumar, Noregi, Frakklandi
og Austur-Þýskalandi. Hefur hann
hlotið til þess sænskan styrk.
Öryggiskerfið i olíuhreinsunar-
stöðinni virkaði ekki rétt og var
hætta á fleiri sprengingum gífurlega
mikil í nokkra klukkutíma. Fólk,
sem býr næst slysstaðnum, var látið
yfirgefa hús sín og skólarnir voru
rýmdir. Loftþrýstingur frá spreng-
ingunum var svo mikill að ekki var
hægt að opna dyr skólanna og urðu
bömin að fara út um brotna glugga-
na.
íbúar Pegli eru mjög reiðir vegna
atburðarins og eru þeir sérstaklega
hræddir um að óhapp kunni að
henda við olíuhöfnina því ef eitthvað
springur þar er mikil hætta á að
ótraustu húsin hér muni hrynja.
I oliuhöfninni, sem oft er kölluð
stóra sprengjan, varð slys árið 1981.
Kviknaði þá í japönsku olíuflutn-
ingaskipi eftir að eldingu laust í það.
Hér í Genúa em tuttugu og tvö
svæði sem kölluð em háhættusvæði
vegna fyrirtækja þar sem unnið er
með eldfim efni eða sprengiefni. A
allri Ítalíu em þessi háhættusvæði
fjögur hundruð og sextíu.
Þess má geta að eigandi olíu-
hreinsunarstöðvarinnar er sakaður
um vanrækslu í starfi vegna lélegs
öryggisbúnaðar í fyrirtækinu.
Vanrækslu kennt
um sprenginguna
3gssw*r'X:-
Fjórir menn biðu bana og nokkrir slösuðust er tankar, fullir af metanól, sprungu i olíuhreinsunarstöð í Genúa.
Mikil mildi er að ekki fór verr því á svæðinu voru rúmlega tuttugu þúsund rúmmetrar af bensíni og öðru eldfimu efni.
Simamynd Reuter