Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987. 23 Erlendir fréttaritarar Kreuzberg kallað Belfast V-Þýskalands —í---------------------------—— Ketilbjöm Tryggvason, DV, V-Berlín; I annað sinn á tæpum mánuði kom til mikilla óeirða í borgarhlutanum Kreuzberg í Vestur-Berlín á laugar- daginn. Hátt í þúsund liðsmenn óeirðalögreglu borgarinnar börðust þar langt fram á morgun við nokkur hundruð manna hóp yngri íbúa þessa borgarhverfis sem að undanf- ömu hefur verið kallað Belfast Þýskalands. Til átakanna kom eftir að ungling- ar, sem komu út af tónleikum vinsællar pönkhljómsveitar, hófu grjótkast að lögreglu sem stóð þar sterkan vörð rétt hjá. Fljótlega gripu laganna verðir í taumana sem leiddi til þess að á ótrúlega skömmum tíma tífaldaðist fjöldi unglinganna og upphófust blóðugt átök. Eldar um allt hverfið Um miðnætti brunnu eldar um allt hverfið og Iögreglan náði einungis að brjóta sér leið inn á yfirráða- svæði óeirðaseggjanna með bryn- vörðum bifreiðum, vatnssprautum og táragassprengjum. Þegar frétta- ritari DV komst loksins inn á svæðið, eftir að hafa þjarkað við lög- reglu sem hafði afgirt hverfið, lá táragasþoka yfir götum. Brennandi bifreiðir og verslanir, sem höfðu ve- rið rændar, blöstu við út um allt, alvopnaðir lögreglumenn með lang- ar bardagakylfur sáust hlaupa í hópum og við og við sást til ungl- inga sem köstuðu grjóti og jafnvel mólótofkokkteilum í lögregluna. Þegar upp var staðið á sunnudegi höfðu um eitt hundrað manns sias- ast og hátt í tvö hundruð unglingar höfðu verið handteknir. Tjónið, sem hlaust af átökunum, er metið á millj- ónir marka. Síversnandi ástand Þegar spurt er um ástæður þessara óeirða í Kreuzberg verður að taka það til athugunar að í þessu hrörleg- asta hverfi Vestur-Berlínar eru fjörutíu prósent vinnufæn-a manna og kvenna atvinnulaus og annar hver unglingur. í hverfinu eru með- altekjur á hvem íbúa rétt sem svarar ellefu þúsund íslenskra króna og meðal hinna fjölmörgu útlendinga, sem eru ein 20 prósent af íbúum hverfisins, liggja tekjumar enn lægra. Astæðan fy™ því að þetta fólk Þegar fréttaritari DV kom í hverfið Kreuzberg í Vestur-Berlín aðfaranótt sunnudagsins blöstu við brennandi bifreiðir og verslanir sem höfðu verið rændar. Blóðug átök höfðu brotist út milli unglinga og lögreglu í hverfinu. Ein ástæða óeirðanna er væntanlegt manntal og hefur komið til átaka í fleiri borgum Vestur-Þýskalands vegna þess. - Simamynd Reuter hópast saman á þennan stað í borg- inni er sú að þessi borgarhluti er að mestu leyti samansettur úr gömlum, niðumíddum byggingum sem kosta lítið i leigu. Á tímum vaxandi at- vinnuleysis hefur þannig íbúum Kreuzberg farið sífjölgandi og fé- lagslegt ástand þar fer því síversn- andi. Milljarðar í afmælishátíð Það ergir því þetta fólk að einmitt núna. þegar ástandið í hverfinu er verra en löngum áður. skuli borgar- vfirvöld evða milljörðum marka í afmælishátíð borgarinnar sem í ár á 750 ára afmæli. Milljarðar sem þetta fólk sér svotil ekkert af. því afmælis- hátíðin fer að mestu leyti fram í miðborginni þar sem efhaðra fólkið verslar og þar sem ferðamennimir eru. Ofan á allt þetta bætist svo að í þessum mánuði fer fram manntal hér í Vestur-Þýskalandi. Það er fram- kvæmd sem í fjölda ára hefur verið gagnrýnd af pólítiskum öflum í Kreuzberg sem enn ein aðferð yfir- valda til að ná yfirráðum í hverfinu þar sem óneitanlega frjálslegir lifn- aðarhættir viðgangast. Umhverfisverndarmenn í Svíþjóð auka fylgi sitt Hefðbundin skipting flokkanna að riðlast Gunriaugur A. Jánsson, DV, Lundi: Sænski umhverfisvemdarflokkurinn heldur áfram að styrkja stöðu sína í skoðanakönnunum. Samkvæmt úrslitum nýjustu könnunarinnar, sem birt var um helgina, fékk flokk- urinn 7,5 prósent eða meira en nokkru sinni áður. Öllum könnunum upp á síðkastið ber saman um að flokkurinn sé ör- ugglega yfir því 4 prósent marki sem flokkur þarf til að komast inn í sænska þingið. Fylgi annarrra flokka virðist mjög stöðugt og hafa sósíalísku flokkarnir tveir47 prósent og borgaralegu flokkamir samtals 44,5 prósent. Getur ráðið úrslitum Yrðu kosningaúrslitin á þennan veg væri komin upp staða sem báðar fylkingamar óttast, það er að Um- hverfisvemdarflokkurinn gæti ráðið úrslitum um hvorri fylkingunni tæk- ist að mynda stjóm. Ingvar Carlsson forsætisráðherra hefur raunar lýst áhyggjum sínum með þessa þróun. Segir hann það ekki heppilegt fyrir þingræðisskipu- lagið að smáflokkum íjölgi. Hefur verið bent á Danmörku og ísrael sem dæmi um lönd þar sem smáflokkar hafi á stundum getað ráðið óeðlilega miklu um stjórnina vegna þeirrar lykilaðstöðu sem þeir hafa komist i þar sem stóru fylkingamar hafa ekki getað myndað meirihluta án aðstoð- ar þeirra. Hefðbundin skipting að riðlast Annars hafa að undanfömu sést nokkur merki þess að hin hefð- bundna skipting sænskra stjóm- málaflokka í annars vegar sósíalíska og hins vegar borgaralega fylkingu sé að riðlast. Það hefm- æ oftar kom- ið í hlut Þjóðarflokksins. undir forystu ■ Bengts Westerberg, að hjálpa stjórn jafhaðarmanna með frumvörp sín gegnum þingið. Carl Bildt, formaður ílialdsflokks- ins, lýsti á dögunum yfir áhyggjiun sínum vegna þessa. Sagði hann að borgaralegu flokkunimi væri nauð- syn á að standa saman til að sýna kjósendum að þeim væri treystandi til að mynda stjórn að loknum kosn- ingunum á næsta ári. Kommúnistar gramir Sömuleiðis hefur VPK-flokkminn (kommúnistar) ekki getað leynt gremju sinni yfir að Jafnaðarmanna- flokkurinn hafi svo oft upp á síðkast- ið sloppið við að biðla til þeirra. En svo getur farið að nauðsynlegt reynist fyrir rótgrónu flokkana að rjúfa hinar hefðbundnu fylkingar endanlega að loknum næstu kosn- ingum þegar valið getur staðið á milli þess og að mynda stjórn með hinum grænu, það er Umhverfis- verndarflokknum. < Þad hefur æ oftar komid í hlut Þjóöarflokksins, undir forysfu Bengts Wester- berg, að hjálpa stjórn jafnaðarmanna með frumvörp sín gegnum þingið. Annars em umhverfisvemdarmál orðin fjTÍrferðarmikil í stefnuskrám allra flokkanna eftir stöðugm- fréttir af umhverfiseyðingu i fjölmiðlum. A dögunimi voru í fjölmiðlum fyrir- ferðarmiklar fi-éttir um að ástand skóga á Skáni sé mun verra en fram að þessu hefur verið talið og mikill skógm’dauði sé yfirvofandi. Sömu sögur er að segja úr sænska skeija- garðintmi. Þm' virðist allt líf að devja út. Til dæmis er selastofninn aðeins lítið brot af því sem hann hefur ve- rið og þeir selir sem enn eru eftir eru yfirleitt alvm-lega sjúkir. Vatn á myllu umhverfisvernd- armanna Allar slíkar fréttir reynast vatn á myllu Umhverfisverndarflokksins því þó flestir hinna flokkanna segist vera með betri stefnu í umhverfis- verndarmálum og ekki síst á það við urn Miðflokkinn þá er eins og nafhið á Umhverfisverndarflokknum nægi til að trvggja honum fy'lgisaukningu á kostnað hinna flokkanna. Athygli vekur að Miðflokkurinn, sem hafði yfir 25 prósent atkvæða þegar umræður um kjamorkumálin stóðu sem hæst á síðasta áratug. hefur nú aðeins 9 prósent samkvæmt nýjustu könnunum og það þrátt fyr- ir að flokknum sé nú stjórnað af Olof Johansson, kunnum baráttu- manni fyrir umhverfisverndarmál- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.