Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Qupperneq 32
32
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987.
Dægradvöl
„Bömin undir-
strika sakleysis-
legt útlit ‘1
„Ég hef einmitt veitt því athygli að
smábörnin eru í töluvert miklum mæli
höfð með á tískuljósmyndum í þekkt-
ustu tískutímaritunum," sagði Anna
Björk Eðvarðsdóttir hjá Fyrirsætunni.
„Það sem ég held að verið sé að fiska
eftir í þessum myndum er sakleysið.
Þær kröfur sem gerðar eru til fyrir-
sæta í dag er að þær hafi þetta
sakleysislega útlit sem einkum felst í
stórum augum, þykkum vörum og svo-
lítið bamalegu útliti enda er það ekki
óalgengt að fyrirsætumar séu allt nið-
ur í fjórtán ára gamlar.
Það vekur óneitanlega hriíhingu að
sjá svona lítil sæt böm. þau undir-
strika enn frekar þetta sakleysislega
útlit sem kröfui-nar snúast um í dag,“
sagði Anna Björk. Hún er á leið til
Parísar til að fylgja íslenskri stúlku
sem sigraði í fyrirsætukeppni fyrir
skömmu á vegum Fvrirsætunnar og
sagði Anna Björk að án éfa mundu
þær mæta harðri samkeppni en það
væri örugglega þess virði að reyna.
Anna Björk hjá Fyrirsætunni telur börnin undirstrika þad sakleysislega útlit
sem í dag þykir eftirsóknarvert hjá tyrirsætum. DV-mynd KAE
Þegar þekktustu tímaritum tískunnar er flett blasir sú sjón æ oftar við manni að smákrakkar skipi þar sinn sess á meðal hinna fullorðnu. Þeir vekja óneitanlega ávallt athygli og stela
jafnvel senunni. Hvort vera þeirra á myndunum þjónaði eingöngu sveiflum og duttlungum tískunnar eöa hvort hún átti sér dýpri rætur, sem undirstrika tilveru þeirra í heimi hinna
fullorðnu, veltu þau Anna Björk i Fyrirsætunni og Friðþjófur Helgason Ijósmyndari fyrir sér.
„Það eru skemmtilegar andstæður sem birtast í myndunum. Ósjálfrátt byrjar
maður á að horfa á börnin," sagði Friðþjófur Helgason um þá nýju sveiflu
að hafa smábörn með á tískuljósmyndum. DV-mynd KAE
„Ljósmyndimar lýsa
skemmtilegum
andstæðum“
Friðþjófúr Helgason er þrautreynd-
ur ljósmyndari. Hann hefur lengi
unnið við ljósmyndun og þar á meðal
fengist við tískuljósmyndun fyrir ís-
lensk tímarit en hefur nú snúið sér
að kvikmyndatökum hjá Sjónvarpinu.
Þegar hann var spurður álits á því
fyrirbæri að smáböm skuli í vaxandi
mæli vera höfð með á tískuljósmynd-
um, sem svo mikið hefur borið á í
helstu leiðandi tímaritum í heimi tísk-
unnar, sagði hann að sér þættu
myndirnar lýsa skemmtilegum and-
stæðum. „Ég hef mjög gaman af
þessum myndum, ósjálfrátt byrjar
maður að horfa á börnin. Þau em
sennilega notuð sem eins konar trix
til þess að grípa þann sem flettir
tískutímaritinu sem þær em í. Þetta
hlýtur að vera bylgja sem gengur yfir,
í tískuljósmyndun em ákveðnar línur
í gangi á hverjum tima. I raun og vem
er þetta öfugt við það sem áður var
þegar kvenfólk var notað til að flikka
upp á karlkyns fyrirsætur en nú em
það karlmennimir sem eru notaðir til
að skreyta kvenkyns fyrirsætur, oft á
tíðum fáklæddir.
Annars hefur reynslan kennt mér
að það getur verið varasamt að gera
börn á þessum aldri að stjömum, þau
geta ofmetnast."