Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1987, Side 34
34
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987.
Andlát
Siglinn Grímsdóttir frá Nykhól,
Bjarmalandi 19, andaðist í Borgar-
spítalanum 13. maí.
Steinþóra Grímsdóttir frá Nykhól,
Bjarmalandi 19, andaðist á Hrafnistu
i Reykjavík 17. maí.
Sólveig Jónsdóttir, Grettisgötu 6,
Reykjavík, lést í Borgarspítalanum
aðfaranótt mánudagsins 18. maí.
Daníel Kristinsson, Einarsnesi 54,
lést í Landakotsspítala 13. maí. Jarð-
arförin fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 20. maí kl. 15.
Emelía Sigurðardóttir, Grettis-
götu 27, Reykjavík, verður jarðsung-
in frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn
21. maí kl. 15.
Sigríður Bryndís Jónsdóttir, áður
til heimilis á Leifsgötu 23, verður
jarðsungin frá Áskirkju þann 21. maí
kl. 10.30.
Utför Þórunnar Þorvaldsdóttur,
fyrrum saumakonu á Siglufirði,
verður gerð frá kapellunni í Fossvogi
miðvikudaginn 20. maí kl. 13.30.
Útför Þuríðar Tryggvadóttur
Möller, Austurbergi 38, er lést þann
11. maí sl. í Borgarspítalanum, verð-
ur gerð frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík fimmtudaginn 21. maí kl. 13.
Baldur Pétursson frá Hjalteyri,
Hátúni 10 a, Reykjavík, lést 7. mai
sl. Bálför hefur farið fram i kyrrþey
að ósk hins látna.
Útför Guðlaugs Péturssonar,
Bogahlíð 15, sem lést 11. mai sl., fer
fram frá Fossvogskirkju fimmtudag-
inn 21. maí kl. 13.30.
Sigurður Jónsson frá Efra-Lóni á
Langanesi, síðar búsettur á Lokastíg
4, Reykjavík, lést í Landakotsspítala
aðfaranótt 15. maí sl. Jarðarförin fer
fram frá Hallgrímskirkju 26. maí nk.
kl. 13.30.
Tilkyimingar
TM-miðstöðin
Nýtt námskeið í TM-tækninni (innhverfri
íhugun) hefst með kynningarfvrirlestri á
morgun, fimmtudag. kl. 20.30 í Garða-
stræti 17. Fjallað verður um áhrif TM
tækninnar á streitu. heilhrigði, öldrun.
mannleg samskipti og fleira. Síminn er
16662.
• T %
íslandmót grunnskólasveita
ískák1987
Stjórn skáksambands íslands hefur ákveð-
ið að íslandsmót grunnskólasggita í skák
1987 fari fram í félagsheimili Taflfélags
Reykjavíkur, Grensásvegi 44-46, Reykja-
vík, dagana 28.-30. maí nk. Umferðar-
taflan verður þannig: Fimmtudagur 28.
maí kl. 19: 1., 2. og 3. umferð. Föstudagur
29. maí kl. 19: 4., 5. og 6. umferð. Laugar-
dagur 30. maí kl. 14: 7.. 8. og 9. umferð.
Þátttökutilkynningar skal senda til Skák-
sambands Islands í pósthólf 1674, 121
Reykjavík, fyrir26. maí nk. Nánari upplýs-
ingar er hægt að fá á skrifstofu Skáksam-
bgnds Islands alla virka daga kl. 13-16 og
hjá umsjónarmanni keppninnar, Ólafi H.
Ólafssyni, s. 11971.
Ráðstefna um hjúkrunarmál-
efni
Væntanleg er hingað til lands dr. Hilde-
gard Peplau, prófessor í hjúkrunarfræð-
um, og heldur hún fyrirlestra á ráðstefnu
um hjúkrunarmálefni sem haldin verður á
Hótel Loftleiðum dagana 1. -3. júní nk. á
vegum hjúkrunarsviðs geðdeildar Land-
spítalans.
Dr. Hildegard Peplau er kanadísk. Hún
var prófessor við Rutgers University í
Kaliforníu en er nú komin á eftirlaun. Hún
er þekktur fyrirlesari og eftir hana hafa
birst fjölmargar greinar um hjúkrun.
Þekktust er hún fyrir bók sína „Interper-
sonal Relations in Nursing" (Samskipta-
tengsl í hjúkrun), sem kom út árið 1952,
en þar setur hún fram samskiptakenning-
una og íjallar um notkun hennar í tengsl-
um hjúkrunarfræðings - skjólstæðings.
Þá er hún og þekkt fyrir skilgreiningu
sína á kvíðakenningunni.
Dr. Peplau heldur þrjá fyrirlestra á ráð-
stefnunni:
„Að tala við sjúklinga" (sjúklingaviðtöl).
„Hugtök í hjúkrun" (notkun kenninga í
hjúkrun).
„Stefnur í hjúkrun og hjúkrunarmálefni"
(skilgreining á hjúkrun).
I fylgd með dr. Peplau er Nancy Reppert
öndunarþjálfi og heldur hún fyrirlestur
um öndunarerfiðleika hjá sjúklingum.
Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku.
Vegabréfsáritun til
Frakklands
Utanríkisráðuneytið vill að marggefnu til-
efni minna á að Islendingar þurfa að hafa
vegabréfsáritun til Frakklands við komu
þangað. Áritun fæst yfirleitt ekki á landa-
mærastöðvum eða á frönskum flugvöllum.
Sækja ber um áritun til franska sendiráðs-
ins, Túngötu 22, 101 Reykjavík, sími (91)
17621. Opnunartími 9-12 og 13.30-17.30,
mánudaga til föstudaga. Afgreiðslutími
fyrir áritanir er tveir til þrír virkir dagar.
Framhaldsdeild við
Fósturskóla íslands
Skólaárið 1987-88 verður starfrækt eins
árs framhaldsdeild við Fósturskóla ís-
lands. Námið er ætlað fóstrum með starfs-
reynslu og einkum þeim er hyggja á
forstöðu- eða ráðgjafar- og umsjónarstörf
á dagvistunarheimilum fyrir börn. Þetta
er í annað skipti sem Fósturskóli íslands
býður upp á árlangt framhaldsnám en
fyrsta framhaldsdeildin var starfrækt
skólaárið 1988-84 og luku þá 24 fóstrur
námi. í fyrirhugaðri framhaldsdeild verður
fóstrum einnig boðið upp á nokkra sér-
hæfingu á eftirfarandi sviðum: börn á
sjúkrahúsum, skapandi starf. frávik og
afbrigði og skóladagheimili. Námið hefst
í september og lýkur í lok maí.
í gærkvöldi
i>v
Pétur Gunnarsson rithöfundur:
„Ofmjólkaðar fréttir“
Ég horfði á fréttimar með öðru
auganu. Mér þykja þessar stjómar-
myndunarviðræður vera orðnar
ofmjólkaðar og íjölmiðlamir keppast
eiginlega um að segja okkur að ekk-
ert sé að gerast. Venjulega hlusta
ég á morgun-, hádegis- og kvöldfrétt-
ir.
Mér finnast þættimir hjá Þorsteini
Vilhjálmssyni á Bylgjunni vera ný-
stárlegir. Hann tekur viðtöl við
venjulegt fólk úti í þjóðfélaginu um
það sem var „ékki í fréttum".
Ég horfði á þáttinn I návígi á Stöð
2. Það var mjög merkilegur þáttur.
Rætt var við Rússa um „glasnost" í
Sovétríkjunum, þ.e.a.s. um þessar
umbætur og umræður sem Gorbat-
Pétur Gunnarsson.
sjov heíur staðið fyrir í Rússlandi.
Ég var hrifinn af túlkinum sem var
mjög fljótur að túlka umræðumar
yfir á óaðfinnanlega íslensku.
Síðan horfði ég á Vestræna veröld
í Ríkissjónvarpinu. Ég er mjög hrif-
inn af þeim þáttum og finnst að
sjónvarpið njóti sín til fúlls í þáttum
á borð við þennan.
Þetta er ekki beint sá árstími sem
maður horfir mikið á sjónvarp eða
útvarp. Maður reynir að njóta vors-
ins og stendur líka í undarlegum
próflestri. Aflt í einu eru bömin far-
in að lesa í gegnum mann undir próf
og það hefur haldið manni upptekn-
um undanfarin kvöld.
Ferðagetraun Stjörnuvídeós
og Viron-videós
I vetur efndu tvær videóleigur í Reykjavík
til getraunaleiks meðal viðskiptamanna
sinna. Fengu þeir í hendur afsláttarkort
sem fól í sér að fimmta hver spóla sem
tekin var var ókeypis. Er kortið hafði ver-
ið útfyllt varð korthafi að svara einfaldri
Tóiúeikar
spurningu og skila svarinu í getrauna-
kassa. Þar með var hann eða hún þátttak-
andi í keppni um ferðavinninga frá
Samvinnuferðum Landsýn að verðmæti
samtals 90.000 krónum. Dráttur í þessari
fyrstu keppni fór fram 1. maí sl. Hinir
heppnu voru þá þau: Bjarni Þór Ólafsson,
Margrét Ingibergsdóttir og María J. Þrá-
insdóttir. Eru þau hér á myndinni að taka
við verðlaunum. Þessi leikur mun halda
áfram hjá báðum videóleigunum út þetta
ár og verður næst dregið úr ferðavinning-
um þann 1. janúar nk.
Skólaslit og tónleikar í
Söngskólanum.
Fjórtánda starfsári skólans er nú að ljúka
og hafa um 150 nemendur stundað nám
við skólann í vetur. Prófdómari í vor var
Margaret Charthew. Um 100 nemendur
luku stigsprófum í söng og/eða píanóleik.
Skólinn útskrifar að þessu sinni þrjá söng-
kennara: Dúfu S. Einarsdóttur, Friðrik S.
Kristinsson og Theodóru Þorsteinsdóttur,
og tvo einsöngvara, Ásdísi Kristmunds-
dóttur og Ingibjörgu Marteinsdóttur. Sex
nemendur luku VIII. stigi sem er lokapróf
úr almennri deild. Vortónleikar á vegum
skólans verða í tónleikasal Söngskólans,
Hverfisgötu 45, sem hér segir: VIII. stigs
tónleikar: í dag, 20. maí, kl. 20.30 og laug-
ardaginn 23. maí kl. 16. Útskriftartónleik-
ar söngkennara verða sunnudaginn 24.
maí kl. 16 í tónleikasal Söngskólans. Út-
skriftartónleikar einsöngvara verða í
Norræna húsinu mánudaginn 25. maí kl.
20.30, Ásdís Kristmundsdóttir, og þriðju-
daginn 26. maí kl. 20.30, Ingibjörg Mar-
teinsdóttir. Aðgangur er öllum heimill og
ókeypis nema á tónleikana í Norræna
húsinu en þar er miðaverð kr. 200. Skóla-
slit og lokatónleikar skólans verða í
íslensku óperunni fimmtudaginn 28. maí,
skólaslitin kl. 15 og lokatónleikarnir kl.
16. Aðgöngumiðasala er við innganginn
en styrktarfélögum hafa þegar verið send-
ir miðar. Að tónleikunum loknum er boðið
upp á kaffiveitingar í Söngskólanum í
Reykjavík, Hverfisgötu 45. 29. maí fara
síðan fram inntökupróf í skólann fyrir
næsta vetur. Skólastjóri Söngskólans í
Reykjavík er Garðar Cortes.
Ýmislegt
íslandsmyndir Mayers
á ensku og frönsku
Skömmu fyrir síðustu jól kom út hjá Erni
og Örlygi bókin íslandsmyndir Mayers og
hafði hún að geyma myndir þær sem Au-
guste Mayer og fleiri gerðu í leiðangri
Paul Gaimards um Island fyrir 150 árum.
Afrakstur leiðangursins var margvíslegur,
m.a. þær tæplega 200 myndir sem flestar
eru prentaðar í fyrsta sinni í lit í framan-
greindri útgáfu. íslandsmyndir Mayers,
sem er hinn mesti kjörgripur, er í fagurri
öskju. Þegar bókin kom út fyrir síðustu
jól vannst ekki tími til þess að útbúa öskj-
ur með enskum og frönskum texta en nú
hefur verið úr þessu bætt og er bókin fáan-
leg í öskjum á báðum málunum.
Margrét E. dónsdóttir
Skotta og vinir hennar
Rétt fyrir páska kom út ný bamabók:
Skotta og vinir hennar, eftir Margréti E.
Jónsdóttur. Anna V. Gunnarsdóttir teikn-
aði margar myndir í bókina. Mál og
menning gefur út. Sagan segir frá dýralífi
við sumarbústað í íslenskri sveit. Margrét
E. Jónsdóttir er fréttamaður á Ríkisút-
varpinu, þetta er fyrsta bókin hennar.
Anna V. Gunnarsdóttir vinnur líka sína
fyrstu bókarskreytingu í Skottu og vinum
hennar. Bókin er 98 bls„ unnin í prent-
smiðjunrti Odda hf.
4. tbl. Æskunnar er komið út. Aðalviðtalið
er við Þorgils Óttar Mathiesen hand-
knattleikskappa en á veggmynd eru þau
Halla Margrét Árnadóttirog Valgeir Guð-
jónsson. 1 starfskynningu er sagt frá
hjúkrunarfræðinámi. „Að sjá og finna í
>stað þess að heyra“ er heiti annarrar
greinarinnar í flokki um fötluð börn.
Heyrnleysingjaskólinn er heimsóttur og
skólastjóri hans. Einnig er rætt við tvö
heyrnarlaus börn með aðstoð túlka. Birtar
eru tvær sögur aukaverðlaunahafa í sam-
keppni Æskunnar og rásar 2. Fjallað er
um dans og rætt við þrjú ungmenni sem
góðum árangri hafa náð. í þessu blaði lýk-
ur framhaldssögunni Spúka eftir Kristínu
Steinsdóttur en sýstir Kristínar, Iðunn,
segir frá Lóu litlu sem nú setur sig í spor
öskubusku. Elías Kr. Þorsteinsson, 10 ára,
greinir frá áhugamálum sínum. Þá eru
hinir föstu þættir á sínum stað. Útgefandi
Æskunnar er Stórstúka Islands, IOGT.
Ritstjórar eru Eðvarð Ingólfsson og Karl
Helgason.
Ferðlög
Ferðafélag íslands
Þórsmörk- Eyjafjallajökull. Gist í Skag-
íjörðsskála í Langadal. Gengið yfir Eyja-
fjallajökul frá Þórsmörk og komið niður
hjá Seljavallalaug. Dvöl í Þórsmörk fyrir
þá sem vilja. Upplýsingar og farmiðasala
á skrifstofu FÍ, Oldugötu 3. Ath., greiðslu-
kortaþjónusta.
ÚTIVIST
Útivistarferðir
Helgarferðir 22.-24. maí
1. EyjafjalIajökull Seljavallalaug. Geng-
ið frá Þórsmörk yfir að Seljavallalaug.
Gist í Básum. Góð jöklaferð.
2. Þórsmörk-Goðaland. Gönguferðir við
allra hæfi ásamt skoðunarferð að Eyja-
fjöllum (Seljavallalaug). Gist í Útivistar-
skálanum Básum. Munið sumardvöl í
heila eða hálfa viku í Þórsmörk.
Miðvikudagur 20. mai kl. 20.
Óttarsstaðir-Lónakot. Létt ganga vestan
Straumsvíkur. Verð 350 kr„ frítt f. börn
með fullorðnum. Brottför. frá BSÍ, bensín-
sölu. Sjáumst.
Tapað - Fundið
Lyklar fundust
7 lyklar fundust 18. maí sl. í Vonarstræti,
vitjist á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.
Afmæli
90 ára er í dag, 20. maí, Sigríður
Jónsdóttir, Kvíum, Þverárhlíð í
Mýrasýslu.