Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987.
3
Fréttir
Byggingafulltrúinn í Reykjavík um burðar|>olsskýrsluna:
,,Það hefur orðið trúnaðarbrestur“
Foldaskoli er eitt húsanna, sem nefnd eru í burðarþolsskýrslunni margumtöluðu. DV-mynd BG
Byggingafulltrúinn í Reykjavík
hefur sætt mikilli gagnrýni frá því
að skýrsla um burðarþol húsa var
kunngerð. Borgarstjórn Reykja-
víkur gangrýndi embætti bygg-
ingafulltrúa harðlega á fundi í
borgarstjórn síðastliðinn fimmtu-
dag. Einnig hefur það verið
gangrýnt að starfsmenn embættis-
ins taki að sér í aukavinnu að
teikna hús og að þessir sömu starfs-
menn samþykki síðan sínar eigin
teikningar. DV hafði tal af bygg-
ingafulltrúanum í Reykjavík,
Gunnari Sigurðssyni, og spurði
hann nokkurra spurninga vegna
þeirrar gagnrýni sem embættið hef-
ur mátt sæta.
- Nú er nokkuð um að starfsmenn
þess embættis sem þú veitir for-
stöðu taki að sér að teikna hús og
samþykki siðan sjálfir eigin teikn-
ingar, er þetta rétt?
„I stuttu máli vil ég svara þessu
þannig að þeir hafa fengið leyfi til
að taka að sér verkefni. Það eru
fyrirmæli frá mér um að ég fái að
sjá allar teikningar og yfirfæri þær
og stimpli sjálfur."
- Þannig að það er ekki sami aðili
sem gerir hvorutveggja?
„Það á ekki að vera, hins vegar
hefur þarna orðið trúnaðarbrot á
milli. Eg mun reyna að svara þessu.
Ég nenni ekki að elta ólar við allar
þessar rangfærslur sem mér finnst
að hafi að nokkru leyti komið
fram.“
- Verður einhver breyting á varð-
andi aukavinnu þinna starfs-
manna?
„Þetta er orðið það mikið mál að
borgarráð er með þetta og ég býst
við að það komi einhverjar athuga-
semdir þaðan þannig að ég verð
sennilega ekki ákvarðandi um það.
Lítum bara á það að þetta eru
menn sem eiga að veita öðrum að-
hald, þeir þurfa að halda sér við í
faginu til að vera starfi sínu vaxn-
ir. Ég álít það að sumu levti
heppilegt að þeir teikni eitthvað
og haldi sér við en auðvitað undir
stjórn. Það má líka benda á að
starfsmenn Rannsóknastofnunar
byggingariðnaðarins gera nú þessa
skýrslu og eru ráðgefandi, þeir
hafa stofnað ráðgefandi fyrirtæki
og auglýst það. Það má minnast á
það. I svo stórri stofnun sem þess-
ari er ýmsu ábótavant og það er
ekki óeðlilegt þegar kemur svona
harðorð skýrsla að ég vilji kynna
mér reiknisforsendur og reikn-
inga.“
- Hverju vilt þú svara gangrýni
Borgarstjórnar Reykjavíkur?
„Ég hef ekki svarað því ennþá,
ég mun gera það en það er ákaílega
gott að halda svona blaðamanna-
fund og boða mann og eiga að sjá
svona skýrslu sem er ekkert nema
niðurstöður, maður hefur ekki
fengið nokkra aðstöðu til að kanna
reikningana sjálfa. Forsendur sem
þeir gefa sér eru hæpnar. Þannig
að ég áskil mér rétt til að svara
þeim þegar ég hef haft möguleika
til að kynna mér þessa reikninga
sem liggja fyrir."
- Vefengir þú niðurstöður skýrsl-
unnar?
„Ég vil ekki taka þær gildar al-
veg óbeint. Það má til dæmis segja
að þær forsendur sem þeir gefa sér
hefðu þeir átt að rökstyðja betur.“
-sme
Kaup Fjárfestingarfélagsins á lánsloforðum:
Málið komið í
einhvem rugling
„Athugun okkar stendur yfir, en ég
held að þetta sé komið í einhvern rugl-
ing hjá Fjárfestingarfélaginu," sagði
Sigurður E. Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar
ríkisins, í samtali við DV þegar hann
var spurður hvað liði athugun stofn-
unarinnar á lögmæti meintra kaupa
Fjárfestingarfélagsins á lánsloforðum
húsbyggjenda.
„Það er alrangt eftir því sem ég best
veit að þeir séu famir að kaupa láns-
loforð stofnunarinnar. Þ$ir lána
svipað og bankamir hafa lengi gert
út á loforðin, en taka bara hærri
vexti," sagði Sigurður.
„Fólk getur selt hér skuldabréf ef
það hefur lánsloforð ffá Húsnæðis-
stofnun og veðhæfa fasteign og
munurinn hjá okkur og lánum bank-
anna út á lánsloforðin er sá að fólk
getur fengið alla upphæðina gi'eidda
út,“ sagði Pétur Kristinsson, forstöðu-
maður verðbréfamarkaðar Fjárfest-
ingarfélagsins í morgun.
„Við genim ráð fyrir 14-16% raun-
vöxtiun á ári, þannig að ef maður hefur
lánsloforð upp á eina milljón króna
og fær helminginn greiddan eftir hálft
ár og hinn eftir ár þá getur hann gef-
ið út skuldabréf hjá okkur fyrir
upphæðinni og fengið um níu hundruð
þúsund greidd út. Þetta er í raun sam-
bærileg þjónusta og bankarnir hafa
veitt, nema að hér geta menn fengið
alla upphæðina hafi þeir trygg veð og
séu góðir skuldarar," sagði Pétur
Kristinsson.
-SJ
Guðrún ekki í
Hvalavfnafélagi
Guðrún Helgadóttir héfur óskað eft-
ir birtingu eftirfarandi athugasemdar:
Vegna ummæla, sem höfð eru eftir
Magnúsi Skarphéðinssyni í DV í
fyrradag, vil ég taka írarn að ég hef
ekki gerst félagi í Hvalavinafélagi Is-
lands. Ég hef unnið að svokölluðu
hvalamáli innan Alþingis, þar liggur
min skoðun fyrir. Ég sé ekki ástæðu
til að ganga í félag vegna þessa máls,
enda eru mín sjónarmið allfrábrugðin
þeim sem koma fram í fréttinni.
Ég hyggst ekki fyrr eða síðar beita
mér fyrir aðgerðum í þessu máli, öðr-
um en þeim að farið verði að samþykkt
Alþingis og alþjóðlegum samningum
I JEEP WAGONEER OG CHEROKEE fara saman
gæði, glæsilegt útlit, þægindi og kraftur á þann
hátt að hann á engan sinn líka.
JEEP
WAGONEER
OG
CHEROKEE
Stöðutákn
nútímans.
™ Jeep EGILL VILHJALMSSON HF
UMBOÐIÐ
Smidjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202.
/ r é r 1 f íf r l / \ f ' i Jt
0lgoéeWmm ~ f VtflU lía A/. IH./UU,- 4 saman i on i viku. ÍMbnm Brottíör alla fimmtudaga.
flugosbill dtUMMC FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580