Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987.
7
DV
„Engin læti“
- segir landgræðslustjóri
lón G. Haukssan, DV, Akureyit
„Það verða engin læti. Við höfum
ekki kært málið ennþá en okkur finnst
mjög miður að bændur skuli hafa brot-
ið samkomulag um að reka ekki fé
þama inn eftir,“ sagði Sveinn Runólfs-
son landgræðslustjóri í samtali við DV
en Reykjahlíðarbændur ráku fé inn á
land sitt í svokölluð Mellönd við Jök-
ulsá á fjöllum.
„Landið þama er mjög þurrt og mik-
ið um sandfok," sagði Sveinn. „Sveit-
arstjómin hefur vald til að ákveða
hvenær bændur reka fé sitt á afrétti
og skiptir þá ekki máli hvort um eign-
arland er að ræða.“
Sveinn sagði að landgræðslan hefði
haft starfsemi þama frá árinu 1955 og
ætíð átt gott samstarf við bændur.
Sundlaugin á Akureyri er nú lokuð um stundarsakir og sakna þess margir
að geta ekki fengið sér sundsprett í góða veðrinu.
Sundlaugin lokuð
Jón G. Haiiksaan, DV, Akuieyii:
Um miðjan dag í fyrradag, í sumar-
hita og glampandi sólskini, var
sundlauginni á Akureyri lokað. Sól-
brúnir gestimir kvöddu og þeir komast
ekki í laugina næstu tvo daga þvi laug-
in verður lokuð bæði í dag og í gær.
Hleypt verður úr lauginni, hún verður
máluð og gerð upp. Málaramir vom
mættir þegar gestimir yfirgáfu laug-
ina í fyrradag.
Skjálftinn líkastur
ölduhreyfingum
Ómar Gaiðaissan, DV, Vestmannaeyjum
Jarðskjálftinn, sem varð á Suður-
landi um hálftólfleytið í fyrradag,
fannst mjög greinilega í Vestmanna-
eyjum. Fyrst byrjaði þetta sem snöggir
kippir sem dró úr, en svo jukust þeir
aftur og þá var þetta líkast ölduhreyf-
ingum.
Jarðskjálftinn stóð yffr í þó nokkum
tíma. Fréttaritara DV varð litið út um
glugga á meðan skjálftinn gekk yfir
og sá hann þá greinilega hreyfingu á
húsinu á móti.
Ekki hefur frést af meiri háttar
skemmdum af völdum skjálftans, en
ljósakrónur sveifluðust til og vörur
féllu úr hillum verslana.
Stór steinn hrundi úr norðausturhlíð
Stóraklifs og braut þar girðingu. Einn-
ig er álitið að það hafi hrunið úr
Klifinu að norðanverðu, en þar fellur
hlíðin í sjó fram og hafa vegsummerki
þar ekki verið könnuð.
Síðan um gos hafa verið starfræktir
tveir jarðskjálftamælar í Heimaey,
annar í Ráðhúsinu en hinn úti í Stór-
höfða. Óskar Sigurðsson, vitavörður í
Stórhöfða, sagðist ekki muna eftir jafh
miklum skjálfta, en hann er búinn að
vera þama i rúm tuttugu ár.
Óskar gat þess einnig að jarð-
skjálftavirkni hafi komið fram á
mælinum fyrr um morguninn en þó i
miklu minna mæli.
Aðfaranótt sunnudagsins var bif-
reið 8tolið úr bílskúr við Jaðarsbraut
á Akranesi. Bifreiðin, sem er silfur-
B9 stdiö
grár Taunus áigerð 1982, heftir ekki
fúndist enn. Síðast sást til bifreiðar-
innar imdir Þyrilshh'ð í Hvalfirði á
Fréttir
suðurleið. Skráninganúmerið er
E-260.
-sme
VERDFRÁ
Dæmi:
Peningar
Lán til 6 mán.
Eldri bifreiö
kr. 70.000.
kr. 63.000,
kr. 150.000,
Nýr FIAT UNO kr. 283.000,-
Sýningarsalurinn
er opinn virka daga frá kl. 09:00-18:00
og laugardaga frá kl. 13:00-17:00.
HVAR ENDAR ÞETTA!
Þeir kröfuhörðustu velja
AUDIOUNE
i bílinn
Enn og aftur getur
Sjónvarpsmiðstöðin boðið
ótrúlega lágt verð vegna
mjög hagstæðra samninga
við verksmiðjur.____
m 'A
SH U-.u w..„
AL 440 digital utvarp LW, MW, FM stereo, 50W
magnari, minni á 18 stöðvar, auto reverse. Kr.
13.890,-
AL 410 = 8.950,- Útvarps-
og kassettutæki m/3 bylgjum -
kassetta, „autoreverse", spólun
áfram/afturábak.
AL 333. 3 bylgjur, kassetta.
Mest selda Audiolinetækið.
Verð kr. 5.650,-
AL 402 = 7.560,- Útvarps-
og kassettutæki m/50 W
magnara - 3 bylgjur.
Síðumúla 2 — sími 39090
og nýtt 689090.