Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987. 13 Neytendur I baráttunni við háa vöruverðið: Svipað ástand og við könnun fyrir níu árum Hanp er meira en lítið óhagstæður samanburðurinn á vöruverðinu á ís- landi og í Björgvin. Þetta verð er síðan í desember 1986, skiptingin er orðin eitthvað önnur núna eftir að tollar og gjöld voru lækkuð af þessum vöruteg- undum. Nú er komin skýring á hærra verðlagi hér á landi, í það minnsta á ýmsum rafrnagnsvörum og heimilis- tækjum en i öðrum löndum eins og t.d. Norðurlöndunum, sér í lagi í Björgvin. Óheyrilega hár hlutur ríkis- ins, óheyrilega há álagning, umboðs- laun ofan á verðið og ótrúlega léleg innkaup islenskra aðila. Allt þetta kom fram í verðkönnun Hvemig er bestaðborða kavíarinn? f bíómyndum og sjónvarpsþáttum er það ríka þotuliðið sem aðallega leggur sér kavíar til munns og skol- ar honum þá gjaman niður með vodka eða kampavíni. Við hin, þessi venjulegu, getum látið eftir okkui- að borða íslenska kavíarinn sem búinn er til úr grá- sleppuhrognum. Hér eru nokkrar tillögur að því hvemig má nota hann. Með ristuðu brauói Rússar nota kavíar aðallega þann- ig að hann er borinn fram i skál og borðaður með ristuðu brauði og smjöri. Með sýrðum rjóma Kavíar fer vel með sýrðum rjóma. Ristið þunnai- brauðsneiðar og smyrjið með sýrðum ijóma og bætið kavíar oían á. Gott er að nota „Melba toast'* í staðinn fyrir ristaða brauðið eða vatnskex sem er bragð- lítið í sjálfu sér. Bmður passa líka vel með kavíar. Með lauk og eggi Látið hakkaðan lauk og hökkuð harðsoðin egg á disk og sýrðan rjóma og kavíar ofan á. Gott með ristuðu brauði eða kexi. Kavíarákex Látið sýrðan rjóma eða majones á kex og bætið hökkuðum lauk og kaviar ofan á. Setjið einn til tvo dropa af sítrónusafa yfir. Kavíar í „blinis*' Litlar rússneskar pönnukökur, eða klattar, em kallaðar „blinis". Mjög vinsælt er að nota kavíar með slíkum pönnukökum og þá með sýrðum rjóma. Gott er að bragðbæta með svolitlu af söxuðum lauk. Þá er gott að nota kavíar til þess að skrey ta alls konar kalda rétti, auk þess sem hann gefur aukið bragð. -A.BJ. Upplýsingaseðill Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks______ Kostnaður í apríl 1987: Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. Verðlagsstofnunar sem greint hefur verið frá. Svipaðar upplýsingar fengust i sam- norrænni könnun árið 1978, fyrir níu árum. Þá ætluðu innflytjendur að lag- færa þetta allt og gera hagstæðari innkaup. Þá var borið fýrir sig óhag- stæðum álagningarreglum hér á landi. Álagning hefur síðan verið gefin frjáls, var áður frjáls á einhveijum vörutegundum. Og hvað hefur gerst? Kaupmenn hafa séð sér hag í að hækka álagninguna og virðist heldur ekki hafa orðið mikið ágengt í því að reyna að ná hagstæðari innkaupum. Fyrir utan að umboðslaun erlendis eru enn við lýði, að sögn verðlagsstjóra. Áður 40 % álagning, nú allt að 132 %! Þegar ákvæði um hámarksálagn- ingu voru í gildi var álagning 40 % á flestum þeim vörutegundum, sem könnunin náði til, 30% á eldavélum og um 50 % á myndavélum. Hæsta álagning sem getið er um í könnun Verðlagsstofnunar er 132%. Það er á filmum. Hæsta álagning á rakvélum er 100 %, lægst 46 % og að meðaltali 85 %. Þá varhæsta álagning á myndavélum 87%, lægst er hún 70 % og meðalálagning er „ekki nema" 55%. Á ryksugum 78%, á hrærivélum 77 %. Einna lægst var álagningin á lita- sjónvörpum og myndbandstækjum en verðlagsstjóri tók sérstaklega fram að í innflutningi á þeim vörum væri einna mest samkeppni. -A.BJ. BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA BÍLAMARKAÐUR DV er nú á fullri ferö Nú getur þú spáð í spilin ög valið þér bíl í ró og næði. Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílaum- boðum ásamt bílasmáauglýsingum D V býður þér ótrúlegt úrval bíla. Auglýsendur athugið! Auglýsingar í bílakálf þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 fimmtudaga. Smáauglýsingar 1 helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga. Síminn er 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.