Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987. Stjómaimyndunamðiæður: Spumingin Lesendur „Það er sama hvað maður reynir, það er ailtaf sama sagan þegar maður hringir i 03 - Á TALI.“ Alltaf Sveinn Jónsson hringdi: Ég er núna búinn að vera að reyna ná í upplýsingar í 03 í rúman klukku- tíma og alltaf er á tali. Það er mjög erfitt að ná í þetta númer því línan er nánast alltaf upptekin. Ég er alls ekki að saka starfsfólkið um þennan átali seinagang, þær eru svo elskulegar þeg- ar maður nær loksins í þær, svarið hlýtur að vera að það eru allt of fáar starfstúlkur til að svara og veita upp- lýsingar. Þessu verður síminn að ráða bót á því þetta er alveg afleit þjónusta. Títringur vegna ráðherraefna Gunnar Tómasson, skrifar: Þótt fátt annað sé talið fréttnæmt þessa dagana en þær langvinnu stjórnarmyndunan. iðræður sem átt hafa sér stað og munu enn um stund eiga sér stað hafa fjölmiðlar lítið sem ekkert spáð í það hvemig flokkamir myndu skipa ráðherralista sinn þeg- ar þar að kæmi. Það er ekki síst fróðlegt að gefa þessu gaum nú í miðjum stjómarmyndunarviðræð- um þar sem kunnugir þeim viðræð- um telja að seinagangur þeirra sé ekki hvað minnst vegna þess að flokkamir innbyrðis séu í mesta vanda staddir með skipan ráðherra og aðsóknin í þær stöður sé með ólíkindum. Ef litið er nánar til þeirra flokka sem hugsanlega geta orðið aðilar að stjómarmyndun er talið víst að inn- an þeirra allra sé sama vandamálið, hverjir eiga að veljast til ráðherra- stöðu eða hverjir eiga að ganga fyrir? Innan Framsóknarflokks er senni- lega hvað rólegast á þessu sviði því þar koma ekki of margir til álita. Formaðurinn og núverandi sjávar- útvegsráðherra em taldir sjálfsagðir og síðan koma einhverjir tveir þeirra nýju þingmanna sem náðu kosn- ingu,annar úr þéttbýlinu hér á höfúðborgarsvæðinu og hinn úr dreifbýli. Og þá koma nöfn þeirra Guðmundar G. Þórarinssonar og Guðmundar Bjamasonar oftast upp. Hjá Alþýðubandalagi eru flestir þingmenn flokksins tilkallaðir og þykir þeim sjálfum sennilega þeir vera sjálfsagðir í ráðherraembætti en þar em aðeins fáir útvaldir og mun þar í flokki vera mikil andstaða og erfiðleikar um hið rétta val ráð- herra. Forysta þessa flokks er því ekkert hnuggin þessa dagana að geta verið stikkfrí við það vanda- sama verkefhi að velja ráðherraefni. „...Innan Framsóknarflokks er sennilega hvað rólegast hvað ráðherraval varðar, þar koma ekki of margir til álita. Formaðurinn og núverandi sjávarútvegsráðherra eru taldir sjálfsagðir...“ Stærstur er vandinn hjá Alþýðu- flokki og Sjálfstæðisflokki í þessum efnum. - Alþýðuflokkurinn á nokkra útvalda í ráðherrasæti svo sem for- manninn Jón Baldvin og Jón Sigurðsson að ógleymdri Jóhönnu Sigurðardóttur. Vandinn er sá að þau em öll úr Reykjavík. Lands- byggðin verður að fá sitt. Þar koma til álita Kjartan Hafnfirðingur, Eið- ur Vesturlandsgoði og Sighvatur og Karvel Vestfiarðaprinsar. Eiður og Sighvatur a.m.k. munu krefjast síns réttar og vandinn er fimamikill hjá Alþýðuflokknum vegna ráðherra- skipunar eða réttara sagt væntinga. I Sjálfstæðisflokki er að vísu vandi fyrir höndum en hann liggur nokkuð beint við að því er kunnugir telja. Þar muni sennilega verða skipt um ráðherra að fullu utan hvað formað- urinn mun halda ráðherrasæti enda nokkuð nýkominn til setu í ráð- herrastóli. Sennilega verður það affarasælast fyrir þann flokk að skipta út ráðherrum að fullu og taka inn nýja menn, t.d. Birgi, Friðrik, Ólaf G. og Eyjólf K. með formanni. Kvennalisti hefur einnig sín vandamál og helst þau að koma með málamiðlun milli þéttbýlis og dreif- býliskvenna. Tveir reyndustu þingmenn Kvennalista em að vísu úr sitt hvom kjördæminu, Reykjavík og Reykjanesi, en að mati margra em þessi kjördæmi flokkuð sem eitt þéttbýlissvæði hér „syðra“ og að Kvennalistinn verði að fá einn ráð- herra af landsbyggðinni ef hann færi í ríkisstjóm og varla verður gert ráð fyrir nema tveimur ráðherrum frá Kvennalista nema helmingaskipti kæmu til á móti Alþýðuflokki - ef þeir tveir flokkar fæm í stjóm með Sjálfstæðisflokki. Þetta er sem sé vandi sá sem kraumar undir í viðræðum um stjómarmyndun á íslandi það herr- ans ár 1987. Stundarðu laugarnar í svona góðu veðri? _i. i Halldór Sigurðsson sendiferðabíl- stjóri: Nei, ég hef því miður gert alveg skammarlega lítið af því en ætla að reyna að bæta það upp strax og tími gefst. Ingibjörg Jónsdóttir atvinnulaus: Nei, ég er mjög lítið fyrir sund. Sigurður Guðmundsson: Já, svo sannarlega. ég fer á hverjum degi og er alveg endurnærður eftir hvern sundsprett. Það er líka nauðsynlegt að stunda sund til að halda Iínunum í lagi. Kokk í sjónvarpið Hulda Þorsteinsdóttir hringdi: Já, væri ekki alveg tilvalið að fá kokk í sjónvarpið til að sýna okkur hvemig á að gera máltíðina góða og gimilega. Það eina sem mér finnst vanta alveg tilfinnanlega í sjónvarpið em ýmis konar neytendamál er lúta t.d. að matvörum, en miatur er manns- ins megin og því stór þáttur í lífi fólks. Einnig væri æskilegt að fá næringar- fræðing er gæti upplýst mann um hvað maður þarf að borða daglega til að fá rétt næringarefni og hvað er æskilegt fæðuval. Ásta Kristinsdóttir: Nei, ég fer aldrei í sund. Ég kann ekki einu sinni að synda og mér finnst ekki taka því að fara læra það úr þessu. „Væri ekki alveg tilvalið að fá kokk í sjónvarpið til að sýna okkur hvemig á að gera máltíðina góða og girnilega." Karen Hvid, starfar á Landspítalan- um: Já, þegar ég er í fríi þá nota ég tækifærið og bregð mér í laugarnar og hef gaman af. Einar Kjartansson, starfar hjá Sanit- as: Ja, ég fer allavega vikulega enda afskaplega holl og góð líkamsþjálf- un.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.