Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Side 18
18
MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1987.
FRÁ HÉRAÐSSKÓLANUM Á
LAUGARVATNI
Umsóknarfrestur um skólavist er til 30. júní. í skólan-
um eru 8. og 9. bekkur grunnskóla. Stórbætt íþrótta-
aðstaða.
Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 99-6112
Smáauglýsingadeild
verður opin sem hér segir:
Miðvikudag 27. maí frá kl. 9-22.00
Fimmtudag 28. maí, uppstigningardag, LOKAÐ.
Föstudaginn 29. maí frá kl.9-22.00.
Athugið. Auglýsing, sem birtast á í laugardags-
blaðinu, verður að hafa borist auglýsingadeild
fyrir kl. 17.00 föstudag.
Smáauglýsingadeild,
Þverholti 11 - Sími 91-27022.
RÍKIS SPÍTALAR
LAUSAR STÖÐUR
BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILD
LANDSPÍTALANS
Vegna opnunar unglingageðdeildar Landspítalans
óskast eftirtalið starfsfólk:
Meðferðarfulltrúar.
Starfið er fólgið í að annast börn og unglinga með
geðrænar truflanir. Æskilegt er að umsækjendur hafi
lokið uppeldisfræðilegu námi sem svarar til B.A. prófs,
svo sem kennaraprófi, prófi í sálarfræði, félagvísindum
eða uppeldisfræði. Unnið er í vaktavinnu.
Hjúkrunarfræðingur og hjúkrunardeildarstjóri á
göngudeild. Sérmenntun í geðhjúkrun eða annað
sérnám, t.d. í félagshjúkrun, uppeldis- og kennslu-
fræöi eða stjórnun, æskileg.
Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími
8 46 11.
Reykjavík, 25. maí 1987.
Frá menntamálaráðuneytinu:
Lausar stööur við framhaldsskóla:
Við Menntaskólann í Kópavogi staöa aðstoðarskóla-
meistara.
Við Flensborgarskóla í Hafnarfirói kennarastöður í
dönsku, félagsfræði og vélritun.
Við Verkmenntaskólann á Akureyri kennarastöður í
stærðfræði, tölvufræði, ensku, sögu og félagsfræði,
íslensku, sálar- og uppeldisfræði, rafeindagreinum,
vélfræðigreinum og námsráðgjöf.
Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi kennara-
stöður í þýsku og viðskiptagreinum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
150 Reykjavík, fyrir 13. júní næstkomandi.
Stundakennara vantar að Menntaskólanum á Akur-
eyri í dönsku, ensku, félagsfræði, heimspeki, sögu,
sálarfræói, stærðfræði og þjóðhagfræði.
Verkmenntaskóla Akureyrar í ýmsum greinum á heil-
brigðissviði, hússtjórnarsviði, tæknisviði og viðskipta-
sviði.
Umsóknir um stundakennslu skal senda til viðkom-
andi skóla sem gefa allar nánari upplýsingar.
Umsóknarfrestur til 13. júní næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið.
Menning i>v
Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir - Mæst á miðri leið & Halastjama, bómull og íslensk ull, 1985-87 DV-mynd GVA
Ljósberar
Sýning Ingibjargar Styrgerðar að Kjarvalsstöðum
Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir,
sem nú sýnir á austurgangi Kjarvals-
staða, er án efa einn ágætasti fulltrúi
hinnar konstrúktífu hefðar í íslenskri
textíllist. Þar á ég við að hún gerir
enga tilraun til þess að setja af stað
rökræna atburðarás í myndrænu rými,
er áhugalítil um tilraunir með ólík
efni og kærir sig kollótta um táknmál.
Listakonan vefur einfáldlega úr
• nokkrum frumþáttum myndlistar:
sjálfum myndfletinum, beinni (og
endaiausri) línunni og litnum. Meira
að segja lætur hún sér nægja einn lita-
tón og tilbrigði um hann.
Ingibjörg Styrgerður byggir verk sín
síðan upp af markvissri rökvísi. Veftir
hennar (10 að tölu) eru flestar óreglu-
legar í laginu og er gott samræmi
milli lögunar þeirra og línanna sem
þekja myndflötinn, það er, lögun
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
hverrar veftar ákvarðar að mestu ferli
línanna innan hennar. Hvorttveggja
ítrekar síðan tvívídd flatarins og hlut-
lægni.
Þar með eru form og „inntak" orðin
eitt og óaðskiljanleg í verkum sem
ekki gera neinar sérstakar kröfur til
áhorfandans. Þá hafa þau sterka nánd.
Eða eins og bandaríski listamaður-
inn Frank Stella sagði um málverk sín
sem hugsanlega hafa haft einhver
áhrif á Ingibjörgu Styrgerði: What you
see is what you see.
Þó er kannski meira að gerast í veft-
um listakonunnar heldur en Stella
karlinn hefði gúterað. Á stöku stað
rýfur hún samsvörun útlína og innri
línanna með ófyrirséðum tilbrigðum
auk þess sem henni tekst að gera
hveija veft að sérrtökum ljósbera með
hárfínu samspili blæbrigða.
Þannig situr Ingibjörg Styrgerður
sitt sérstaka fangamark á þessar
þokkafullu veftir.
-ai
Álagaprinsar
Þórdís A. Sigurðardóttir í Gallerí Gangskör
Þórdís A. Sigurðardóttir hefur á
sínum stutta ferli fengist við óvenju
mörg efni: textíl, grástein, stein-
steypu, jám, tré, pappírsmassa, vír,
bómullargresjur, svo fátt eitt sé
nefht.
Þessar tilraunir með efni eru út
af fyrir sig vottur um lofsverða fram-
takssemi hjá ungum listamanni sem
nýsloppinn er úr skóla. Þó má ævin-
lega gæta sín á því að taka ekki
MyndJist
Aðalsteinn Ingólfsson
efnistilraunir fyrir sjálfa sköpunina,
þær em leið til sköpunar.
Á lítilli sýningu sinni í Gallerí
Gangskör sýnir Þórdís á sér óvenju
margar hliðar. Mest sláandi er
skúlptúrþykkni það sem hún nefhir
„Leiðir" en í því er meira en tylft
ílangra skúlptúra með lituðum kúf-
um.
Þessir kúfar em tilbrigði um fjögur
ólík form úr steypu eða tré, eina
óreglulega samloku, lítið útskorið
stykki og svo jámvír sem vafinn er
með ýmsum hætti utan um og út frá
þessum samsettu einingum.
Minna þessi verk á þann grófa,
litríka skúlptúr sem komið hefur
fram á sjónarsviðið í kjölfar nýrra
viðhorfa í málverkinu.
Öll þessi tilbrigði um skúlptúrstef,
sem einnig em útlistuð í fremur
óspennandi teikningum allt um
kring, em alls ekki óskemmtilegar
fingraæfingar. Hins vegar er meira
slátur í stærri verkum listakonunnar
sem finna má í innri sal.
Þau em búin til úr pappamössum,
bómull, jámvír o.fl. og standa á löng-
um jámstöngum upp úr grágrýt-
iskubbum.
Þessir skúlptúrar, sem flestir kall-
ast „ÁIagaprinsar“, em gerðir út frá
tótemískum eða táknrænum for-
sendum, fremur en fórmrænum, það
er, þeim er ætlað að hafa frumstæða
kynngi fremur en að opinbera form-
ræna nýsköpun.
Þótt ég sé ekki alveg sáttur við
allt það sem Þórdís gerir við þessa
„prinsa“ sína, til dæmis fer óþarflega
mikið fyrir sundurgerð í þeim, þá
tekst henni líka að koma manni á
óvart með sniðugum samsetningum.
-ai