Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987. Andlát nesi í Mývatnssveit. Foreldrar hans voru Áslaug Sigurðardóttir og Stef- án Helgason. Helgi var við nám í Samvinnuskclanum veturinr 1934-35. Hann starfaði fvrst hjá Lýs- issamlaginu. síðan hjá Kristjáni Skagfjörð og Osta- og smjörsölunni þar til hann hætti störfum fyrir ald- urs sakir. Hann giftist Sylvíu Jónsdóttur en hún.lést árið 1958. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Útför Helga verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Þórarinn Jónsson lést 15. maí sl. Hann fæddist í Reykjavík 25. október 1917. Foreldrar hans voru Jón Oddur Jónsson og Ingibjörg Gilsdóttir. Þór- arinn starfaði alla tíð hjá Reykjavík- urborg, fyrst Reykjavíkurhöfn og síðan hjá borgarverkfræðingi. Eftir- lifandi eiginkona hans er Guðrún Símonardóttir. Þau eignuðust íjögur börn en misstu eitt á unga aldri. Útför Þórarins verður gerð frá kirkju Óháða safnaðarins í dag kl. 13.30. Elísabet Sigurðardóttir andaðist á Hrafnistu mánudaginn 25. maí sl. Signe Sirnes Greipsson lést í sjúkrahúsi í Haugasundi mánudag- inn 25. maí. Steinunn Sigurbjörnsdóttir frá Grímsey lést í Landakotsspítala föstudaginn 22. maí 1987. Jarðsett verður frá Miðgarðakirkju í Grímsey föstudaginn 29. maí kl. 14. Valgerður Bjarnadóttir, Tjarnar- götu 16, Keílavík, lést í sjúkrahúsi Keflavíkur 25. maí. Sigríður Jónsdóttir frá Norður- Götum í Mýrdal, til heimilis á Þrast- argötu 7, andaðist í Borgarspítalan- um 25. maí. Hólmgrímur Sigurðsson frá Ystu- Vík verður jarðsunginn frá Sval- barðskirkju laugardaginn 30. maí kl. 14. Róbert G. Jensen, Háengi 15, Sel- fossi, sem andaðist 21. maí sl., verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laug- ardaginn 30. maí kl. 13. Ragnheiður O. Björnsson kaup- maður, Akureyri, sem andaðlst á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fimmtudaginn 21. maí sl., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fostudaginn 29. maí kl. 13.30. Halldóra Halldórsdóttir verður jarðsungin föstudaginn 29. maí kl. 11.30. Sigríður Vilhjálmina Ólafsdóttir, Jökulgrunni 1 við Hrafnistu, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu- daginn 29. maí kl. 10.30. Sigrún Þorkelsdóttir, Sólheimum 56, lést 24. maí. Minningarathöfn verður í Langholtskirkju, Reykjavík, föstudaginn 29. maí kl. 10.30 en hún verður jarðsungin frá Prestsbakka- kirkju laugardaginn 30. maí kl. 14. Þórður Sturlaugsson, fyrrverandi stórkaupmaður, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. maí kl. 13.30. Tilkyrmingar Kirkjudagur í Glerárkirkju Kirkjudagur verður í Glerárkirkju á morgurt. uppstigningardág. Dagskráin hefst með guðsþjónustu kl. 14. Þar syngur kirkjúkór Lögmannshlíðarsóknar og sóknarpresturinn. sr. Pálmi Matthíasson. predikar. Eftir guðsþjónustuna verður kirkjukaffi kvenfélagsins Baldursbrár. Þá mun kirkjukórinn bregða á leik í léttum sumarlögum og syngja jafnvel utandyra ef veður leyfir. Sumarblóm verða jafnframt til sölu í kirkjunni. Dagur aldraðra í Langholtskirkju, kirkju Guðbrands biskups. hefst með helgistund á morgun. fimmtudag. kl. 14. Stólræðu flvtur Sigríður Jóhannsdóttir. lestra annast starfsmenn Bæjarleiða. Prestur: Sig. Haukur. Organisti: Ólafur Finnsson. Kaffidrvkkja verður eftir at- höfnina í kirkjunni og þá hefst líka sýning á munum sem hinir öldruðu hafa unnið að í vetur. Öldruðum boðið til kirkju á uppstigningardag Líkt og undanfarin ár er öldruðUm boðið sérstaklega til guðsþjónustu í Hafnar- fjarðarkirkju á uþpstigningardag sem ber nú upp á fimmtudaginn 28. maí. Guðs- þjónustan á þessum degi er mörgum tilhlökkunarefni og því fjölsótt. Við guðs- þjónustuna að þessu sinni. sem hefst kl. 14. mun Jóhanna Linnet syngja einsöng og einnig í kaffisamsæti í Fjarðarseli. íþróttahúsinu við Strandgötu sem safnað- arstjórn og kvenfélag býður til eftir guðþjónustuna. Rúta verður í ferðum ásaint öðrum bílakosti til að flytja fólk til og frá kirkju. Þeir sem óska eftir slíkri þjónustu hafi samband við Eggert ísaks- son. safnaðarfulltrúa eða sóknarprest. Hallgrímskirkja -starf aldraðra Á uppstigningardag, fimmtudag 28. maí, verður farið til Hveragerðis og verið við guðsþjónustu i Hveragerðiskirkju, á eftir verður drukkið kaffi á Hótel Ork. Lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju kl. 13. Þeir sem hafa áhuga á þessari ferð eru beðnir að hafa samband við Dómhildi Jónsdóttur í síma 39965. TM-miðstöðin Nýtt námskeið í TM-tækninni hefst með kynningarfyrirlestri á morgun, íimmtudag kl. 20.30 í Garðastræti 17. Fjallað verður um áhrif TM-tækninnar á streitu, heil- brigði, öldrun, mannleg samskipti og fleira. Síminn er 16662. Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkur-prófasts- dæmi á uppstigningardag. Dagur aldraðra Árbæjarprestakall: Guðsþjónusta í Ár- bæjarkirkju kl. 14.00. Organleikari Jón Mýrdal. Allt eldra fólk í söfnuðinum sérs- taklega boðið velkomið til guðsþjón- ustunnar. Kaffiveitingar í boði Kvenfélags Árbæjarsóknar eftir messu. Sr. Guðmund- ur Þorsteinsson. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Ólafur Magnússon frá Mosfelli syngur einsöng í messunni og í kaffisamsæti í safnaðar- heimili Áskirkju eftir messu sem öldruðum er boðið til í tilefni af degi aldraðra. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 14 Les- ari Áslaug Gísladóttir. Sr. Magnús Guðjónsson biskupsritari prédikar. Org- anisti- og söngstjóri Guðni Þ. Guðmunds- son. Sýning á vinnu aldraðra eftir messu. Kaffisala til ágóða fyrir starfið. Sr. Ólafur Skúlason. KNATTSPYRNUSKÓLIÍR Knattspyrnuskóli Í.R. hefst mánud. 1. júní og verður starfræktur í allt sumar. Námskeiðin verða 5 alls og hefst innritun mánud. 25. maí í félagsheimili Í.R. Nán- ari uppl. í síma 75013 eftir kl. 13.00. í gærkvöldi x>v Þór Magnússon þjóðminjavörður: „Góður þáttur um Nicaragua“ Ég reyni alltaf að horfa á fréttim- ar í sjónvarpinu, og þá í Ríkissjón- varpinu aðallega. Ríkissjónvarpið gerir innlendu fréttunum betri skil en erlendu fréttimar em mjög svip- aðar á báðum sjónvarpsstöðvunum. Einnig hlusta ég fréttimar í Ríkisút- varpinu yfir daginn. Mér gafst nú minni tími til að horfa á sjónvarpið en efhi stóðu til. Ég horfði á þáttinn um Nicaragua, sem var mjög góður. Það kemur upp í huga manns, þegar maður horfir á þætti sem þessa, hvílík forréttindi það em að búa hér á íslandi. Guðni Bragason gerði umíjölluninni góð Þór Magnússon. skil og maður er talsverðu vísari en áður. Það er ömurlegt að alls staðar skuli stórveldin setja fingur sína þar sem smáþjóðir em annars vegar því þá er olíu skvett á eldinn um leið. Vafalaust geta þessar smáþjóðir leyst deilueíhi sín án þess að stór- veldin komi þar til. Ég sá á hlaupum þáttinn Vestræn veröld. Ég hef eiginlega ekki eirð í mér til að sitja og meðtaka heilu framhaldsþættina. Ég sé ekki að það vanti neitt sér- stakt efrii í sjónvarpið, framboð af efrii er það mikið. Þó er maður alltaf þakklátur íyrir íslenst efni. Digranesprestakall: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson prédikar. sr. Árni Pálsson þjónar fyrir altari. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Gvlfi Jónsson. Grensáskirkja: Messa kl. 14. Kaffi og kökur eftir messu. Eldri borgurum er sérs- taklega boðið í þessa messu og að þiggja veitingar að henni lokinni. Kvöldmessa kl. 20.30. Altarisganga. U.F.M.H. tekur þátt í messunni. Þorvaldur Halldórsson stjórnar söng og tónlist. Kaffisopi á eftir. Allir velkomnir. Sr. Halldór Gröndal. Kársnesprestakall: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson prédikar. Sr. Árni Pálsson þjónar fyrir altari. Samverustund fyrir aldraða í safnaðarheimilinu Borgum að lokinni guðsþjónustu. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 14 á degi aldraðra. Biskup Islands. herra Pétur Sigurgeirsson, prédikar. Boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu. Sunnu- daginn 31. maí verður engin messa í Laugarneskirkju. Sóknarprestur. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmund- ur Óskar Ólafsson. Seljasókn: Guðsþjónusta er í Seljahlíð kl. 11 f.h. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 14 (Ath. breyttan messutíma). Kristín Mark- úsdóttir prédikar. Allt eldra fólk í söfnuð- inum sérstaklega boðið velkomið til guðsþjónustunnar og kaffidrykkju á eftir. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur Solveig Lára Guðmundsdóttir. Aðalsafn- aðarfundur í Kirkjunni miðvikudagskvöld 27. maí kl. 20.30. Allir '/elkomnir. Sóknar- nefndin. Dómkirkjan: Guðsþjónusta kl. 14. Hans Jörgensen, fyrrum skólastjóri, formaður samtaka aldraðra predikar. Sr. Þórir Step- hensen þjónar fyrir altari. Eftir messuna er eldri borgurum í söfnuðinum boðið til kaffidrykkju á Hótel Borg. Þar mun Halla Margrét Árnadóttir syngja nokkur lög við undirleik Marteins H. Friðrikssonar. Sr, Þórir Stephensen. Háteigskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Tóm- as Sveinsson. Aðalfundur Háteigssafnaðar á fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sóknarnefnd. Tónleikar Lokatónleikar Tónlistar- skólans í Reykjavík á þessum vetri verða fimmtudaginn 28. maí nk. kl. 14 í Háskólabíói. Á tónleikun- um koma fram Sinfóníuhljómsveit ásamt fjórum nemendum sem ljúka einieikara- og einsöngvaraprófum frá skólanum í vor. Þeir eru píanóleikararnir Þórarinn Stef- ánsson og Þórhildur Björnsdóttir og söngkonurnar Hrafnhildur Guðmunds- dóttir og Kolbrún Arngrímsdóttir. Á efnisskrá eru píanókonsertar eftir Katsjat- úrían og Mozart og óperuaríur eftir Donizetti, Gluck, Mozart, Rossini, Verdi og Wagner. Stjórnandi er Mark Reedman. Nú stendur yfir fjáröflunarherferð til styrktar bókasafni skólans og mun ágóði af miðasölu renna til bókasafnsins. Skerpluhátíð Musica Nova Fyrstu tónleikarnir á Skerpluhátíð Musica Nova verða haldnir í Bústaða- kirkju í kvöld 27. maí kl. 20.30. Þar mun músíkhópurinn flytja íslenska tónlist frá árunum 1967-1986. Þessi hópur var stofn- aður fyrir nokkrum mánuðum tii að flytja nútímatónlist, íslenska og erlenda. Á þess- um tónleikum koma fram söngvararnir Signý Sæmundsdóttir og Kristinn Sig- mundsson ásamt Önnu Guðnýju Guð- mundsdóttur píanóleikara, Arnþóri Jónssyni sellóleikara, Guðna Franzsyni klarínettleikara og Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara. Þá munu Stefán Hörður Grímsson og Þorsteinn frá Hamri lesa upp ljóð sín á tónleikunum. Áðrir tónleikar á Skerpluhátíð Musica Nova verða haldnir í Norræna. húsinu á uppstigningardag 28. maí kl. 20.30. Þar frumflytja Guðný Guðmundsdóttir, Gunn- ar Kvaran og Halldór Haraldsson tríó eftir Karólínu Eiríksdóttur og Guðríður St. Sigurðardóttir frumflytur Rapsódíu fyrir píanó einnig eftir Karólínu. Þá mun Blás- arakvintett Reykjavíkur flytja „Burt- flogna pappírsfugla“ eftir Gunnar Reyni Sveinsson og blásarakvintett eftir Herbert H. Ágústsson. Kvartett-inn og hljómsveit halda tónleika á Hótel Borg fimmtudaginn 28. maí kl. 21.30. Kvartett-inn hefur starf- að í 4 ár undir nafninu Kvartett MK og eru þetta fyrstu opinberu tónleikar hans. Á efnisskránni má finna lög úr öllum átt- um bæði ný og gömul og ræður sveiílan og djassinn ríkjum. Þessi lög hafa verið færð í nýjan búning þar sem raddir leika aðalhlutverkið. Kvartett-inn skipa þau Skarphéðinn Hjartarson, Þuríður Jóns- dóttir. Guðrún Gunnarsdóttir og Þór Ásgeirsson. Hljómsveitin sem spilar undir skipa úrvalshljóðfæraleikarar en þeir eru Friðrik Karlsson gítar, Ari Einarsson gít- ar, Birgir Bragason bassi og Matthías Hemstok trommur. Þeir félagar ætla einn- ig að ieika nokkur lög einir sér. Hallgrímskirkju Á uppstigningardag, fimmtudaginn 28. maí, mun Friðrik Vignir Stefánsson halda burtfararprófstónleika á orgel í Hall- grímskirkju. Hann hefur stundað nám við Tónskóla þjóðkirkjunnar og hefur Hörður Áskelsson verið kennari hans síðustu þrjú árin. Áður var Friðrik í námi hjá Hauki Guðlaugssyni við Tónlistarskólann á Akranesi. Undanfarin ár hefur Friðrik starfað sem organisti við Innra-Hólms- kirkju. Hann er nú að ljúka kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar. Eftirtalin verk eru á efnisskránni: J.S. Bach: Tríó í c-moll, F.Couperin: Offertoire sur les Grands jeux, C. Franck: Prelúdía, fúga og variation, Jón Þórarinsson: Prelúdía, akórall og fúga, J.S. Bach: Prelúdía og fúga í a-moll. Allir eru velkomnir og að- gangur ókeypis. Hádegistónleikar Hinir árlegu vortónleikar Tónlistarskól- ans í Reykjavík verða haldnir miðviku- daginn 27. maí kl. 12.30 í Gamla bíói. Efnisskrá er mjög fjölbreytt. Aðgangur er ókeypis. Tónleikar í Akureyrarkirkju Tríóið Musica Antiqua Island mun leika á tónleikum í Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 28. maí (uppstigningardag) kl. 17. Tríóið skipa Camilla Söderberg blokk- flautuleikari, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir sellóleikari, sem leikur á viola da gamba, og Snorri Öm Snorrason sem ieikur á lútu og bassalútu. Sýningar „Ég dansa við þig“ Síðustu sýningar Þjóðleikhússins á sýn- ingunni „Ég dansa við þig“ verða í kvöld og annað kvöld kl. 20. Nemendasýning íþróttafé- lagsins Gerplu Fimmtudaginn 28. maí, uppstigningardag, verður hin árlega nemendasýning Iþrótta- félagsins Gerplu í íþróttahúsinu Digranesi og hefst hún kl. 15. Dagskrá verður að vanda fjölbreytt og mun verða reynt að kynna á sem bestan hátt daglega starfsemi félagsins. Laugardaginn 30. maí verður vorferðalag Gerplu og er ferðinni heitið í Þrastaskóg, þar sem grillaðar verða pylsur og farið í leiki, á heimleiðinni verður kom- ið við í sundlaug. Brottfor verður frá íþróttahúsi Gerplu við Skemmuveg um kl. 10 f.h. og áætlað að koma í bæinn aftur um kl. 17. Dröfn með klippimynda- sýningu Dröfn Friðriksdóttir myndlistarmaður heldur klippimyndasýningu í Dynheimum á Akureyri þessa dagana. Dröfn vinnur verk sín að mestu upp úr dagblöðum. Þessi athyglisverða sýning hófst sl. laugardag 23. maí og henni lýkur sunnudaginn 31. maí kl. 22. Sýningin er opin daglega kl. 17-20. Málverkasýning á Akureyri Ingvar Þorvaldsson opnar málverkasýn- ingu að Gamla Lundi, Akureyri, fimmtu- daginn 28. maí kl. 16. Á sýningunni eru 36 vatnslitamyndir málaðar á þessu og síðasta ári. Sýningin er opin kl. 14-22 um helgar en kl. 17-22 virka daga. Henni lýk- ur mánudaginn 8. júní. Ferðlög Vorferð Kvenfélags Kópavogs um Suðurnes verður laugardaginn 30. maí. Lagt af stað frá félagsheimilinu kl. 13. Tilkynnið þátttöku fyrir miðvikudag. Nánari upplýsingar gefa: Stefanía s. 41084, Sigrún s. 40561 og Anna s. 41566. Ferðafélag íslands Dagsferð fimmtudaginn 28. maí, kl. 13 Sveifluháls - Seltún. Ekið í Vatns- skarð og gengið þaðan suður eftir Sveiflu- hálsi að Arnarvatni. Frá Arnarvatni er gengið eftir Ketilstíg að Seltúni sunnan Kleifarvatn. Verð kr. 500. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Helgarferð til Þórsmerkur 29.-31. mai. I Þórsmörk verða farnar gönguferðir eftir því sem tími og aðstæður leyfa. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.I. ÚTIVIST Útivistarferðir Helgarferðir 29.-31. maí. 1. Breiðafjarðareyjar - Purkey. Náttúru- paradís á Breiðafirði. Tjaldað í eyjunni. Sigling m.a. að Klakkeyjum. 2. Tindaíjöll. Gist í Tindafjallaseli. Gengið á Tindafjallajökul. Góð jöklaferð. 3. Þórsmörk. Gist í Útivistarskálunum Básum. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1. Símar 14606 og 23732. Miðvikudagur 27. maí. Kl. 20 Búrfellsgjá. Létt kvöldganga um eina fallegustu hrauntröð Suðvesturiands. Verð 350 kr. Frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensísölu. Fimmtudagur 28. maí. Kl. 9 Skarðsheiði - Heiðarhorn (1053 mm) Gengið frá Efra-Skarði. Kl. 9 Ströndin í Melasveit. Ein sérkenni- legasta strönd Suðvesturlands. Gengið undir Melbökkum á stórstraumsfjöru. Kl. 13 Botnsdalur - Glymur (hæsti foss landsins). Létt ganga fyrir alla. Farið að Glym og gljúfrum í nágr. Verð 600 kr. Frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSl, bensínsölu. Afmæli 80 ára er í dag, 27. maí, Arnfríður Gestsdóttir frá Þykkvabæ, Dal- braut 23, Reykjavík. 80 ára afmæli átti í gær, 26. maí, Guðmunda Guðjónsdóttir, Eyja- holti 13, Garði. Hún ætlar að taka á móti gestum á heimili sínu laugar- daginn 30. þ.m. milli kl. 14 og 17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.