Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Side 37
MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1987,
37
Sviðsljós
Símamynd Reuter
„Það er
einn
ormur
héma“
„Aðeins betur til hægri - og klóra!“
Simamynd Reuter
Óeirðalögreglan í Manila hefur
réttu handtökin á hreinu þegar koma
skal röð og reglu á iðandi mótmæl-
endakös. Síðastliðinn mánudag
brettu verðir laganna upp ermarnar
og hreinsuðu til á hraðbraut fyrir
utan herbúðir en þar höfðu áhuga-
menn um stjórnmál bjástrað við að
mótmæla meintum kosningasvikum
á staðnum. Mjölpokagripið var not-
að á þá sem ekki tóku til fótanna af
sjálfsdáðum - og mönnum hent og
grýtt í allar áttir af miklum dugnaði
og harðfylgi.
Kvenapinn Saba hefur það aldeilis ágætt og hefur
greinilega ekkert á móti því að Laszlo Toeroek þvoi
henni hátt og lágt. Laszlo er gæslumaður í dýragarðin-
um í Búdapest og þrifabaðið hennar Söbu er liðúr í
fegrun garðsins vegna sjötiu og fimm ára tilvistar hans
á staðnum. Allir verða að vera ægifagrir og fínir í af-
mælisveislunni. Engin mvnd hefur ennþá borist af
hreinsun ljónanna og tígrisdýranna á staðnum - liklega
fer þar fram einhvers konar kattarþvottur til þess að
vernda líf og limi gæslumannanna.
Innan um kuim-
ugleg andlit
Greg Stone er á meðfylgjandi Re-
utermynd svo sannarlega umkringd-
ur kunnuglegum andlitum. Reyndar
eru þetta hans eigin sköpunarverk,
grímur úr hinni upprunalegu Star
Wars kvikmynd sem naut ómældra
vinsælda víða um heim. Sagt er að
listamenn endurskapi sjálfa sig i sí-
fellu og skal lesendum látið eftir að
dæma um skyldleikann með lista-
verkunum og skapara þeirra.
Veðhlaupahesturinn Momentus er
í ágætri æfingu við að fýla grön og
þeir gapa vandlega hvor framan í
annan, Momentus og þjálfarinn,
Dennis Plowers. Hrossið varð fyrir
því óhappi á síðasta ári að fella
stöngina illa á Derby-veðreiðunum
og skella með skoltinn á stöngina.
Sauma þurfti hundruð spora í efri
og neðri góm og hefur allt gróið með
ágætum. Reuter-myndin af Moment-
us er tekin á æfmgu nýlega.
Ólyginn
James Caan
er harður í horn að taka utan hvíta
tjaldsins lika. Ungi töffarinn, sem
dundaði við að stela öllu lauslegu
af bíl filmstjörnunnar, fékk snar-
lega afgreitt eitt hressilegt spítala-
vink frá hendi stjörnunnar þannig
að hann gleymir ekki James Caan
á næstunni. Það er lítið spennandi
að umbreytast i fingralangrafrigg-
así í sínum fyrstu ránsferðum og
herma fregnir að þessi ungí af-
brotamaður hafi misst áhugann á
ránum sem lífsstarfi og sigti nú á
eitthvað annað og uppbyggilegra
í framtíðinni.
David Bowie
fær sér göngutúr eða brunar niður
snævi þaktar fjallshlíðar í öllum
frístundum. Heilsufarið gengur
fyrir öllu hjá kappanum og segist
David ekki ætla að eyða elliárun-
um á stofnunum ef hann fær
sjálfur einhverju um ráðið. Þegar
fyrir valinu verður að sitja heima
er David ekki í vandræðum með
sjálfan sig því hann er bókaormur
hinn mesti og les heilu doðrantana
með óblandinni ánægju.
Michael
Jackson
á í vandræðum með uppeldi
gæludýranna sinna. Uppáhald-
skyrkislangan hans vildi ekki heyra
á annað minnst en gleypa páfa-
gauk heimilisins einn morguninn
þannig að Michael skilaði henni
samstundis aftur í gæludýrabúð-
ina. Sú nýja sem honum var
afhent reyndist líka villidýr hið
mesta og þegar risakyrkislangan,
sem Michael fékk í þriðju ferð-
inni, vildi ekkert bragða nema
mýs, fugla eða smábörn gafst
kappinn endanlega upp á slöngu-
ættinni. Nú eru það ormar sem
eiga huga hans allan og enn sem
komið er hefur ekkert stórslys orð-
ið á gæludýraflokknum af þeirra
völdum. Það er sumsé allt iðandi
af lifi á þeim vígstöðvunum.