Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 40
>
RETT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greið-
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
skot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst, óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987.
Eýðnistúlkan
situr enn
í stofufangelsi
Stúlka sú sem smituð er af eyðni
og sett var í stofufangelsi fyrir tæp-
um tveimur vikum þar sem hún
-Í^gætti ekki varkámi í kynh'fi situr
'þar enn því ekki hefur fúndist vist-
heimili fyrir eyðnisjúklinga eins og
unnið er að. Lögregluvakt er við
heimili stúlkunnar allan sólarhring-
inn.
Er DV hafði samband við Skúla
G. Johnsen borgarlækni og spurði
um þetta mál sagði hann að ekkert
væri að frétta af því að svo stöddu.
-FRI
ítalinn í 2ja
mánaða fangelsi
ítali sá sem tekinn var á Keflavík-
urflugvelli með 600 grömm af hassi
«^fog 1 gramm af kókaíni hefur verið
dæmdur í 2ja mánaða fangelsi og er
þegar byrjaður að afplána dóminn.
Italinn mun hafa verið búsettur
héma um eins árs skeið er hann var
tekinn en upphaflega kemur hann
frá Mílanó. Hann var að koma frá
London er hann var handtekinn.
-FRI
Flugumferðarstjórar:
Tökumútokkardóm
* „Við erum ekki farnir að skoða
stöðuna enn eða meta." sagði Jón
Árni Þórisson, varaformaður Félags
flugumferðarstjóra, í samtali við DV
í gær þegar hann var spurður um
hvað væri á döfinni í kjaramálum
flugumferðarstjóra.
„Við erum að hugsa okkar gang.
Það var stjómarfundur í dag en þar
vom engar ákvarðanir teknar. Við
emm rólegir enda dæmdir menn og
við tökum út okkar dóm,“ sagði Jón
Árni. -ój
DV kemur næst út föstudaginn
29. maí.
Smáauglýsingadeildin er opin
í dag til ki. 22.00.
Lokað á morgun, uppstign-
ingardag.
Síminn er 27022.
LOKI
I lóðanefnd með dónann!
Stjórnarmyndunartilraun Þorsteins:
Clif ||ÍAwqA||#|
vlll vIwlCCvlICI
liggja í loftinu
„Ég held að þetta springi. Það
er of lítill vilji til að teygja sig.
Nema menn komi með eitthvað
nýtt í dag.“
Þetta sagði alþingismaður í
morgun um stjórnarmyndunarvið-
ræður Sjálfstæðisflokks, Alþýðu-
flokks og Kvennalista.
Þingmaður úr öðrum flokki
sagði:
„Þessu getur lokið í dag eða eitt-
hvað gerist sem gefur mönnum
ástæðu til að halda áfram.“
Þriðji þingmaðurinn sagði:
„Þetta er erfítt. En það er ennþá
jákvæður tónn i þessu.“
Sjálfstæðis- og alþýðuflokks-
menn saka kvennalistakonur um
að hafa hert á afstöðu sinni og sett
fram kröfur umfram það sem þær
höfðu gefið til kynna í könnunar-
viðræðum.
Sjálfstæðismenn höfnuðu í gær
alfarið kröfu um lögbindingu lág-
markslauna. Aðrar erfiðar kröfur
Kvennalistans fyrir hina flokkana
eru stöðvun Varnarliðsfram-
kvæmda, bann við stóriðjufram-
kvæmdum og nýtt ráðuneyti undir
umhverfismál.
Sjálfetæðismenn eru sakaðir um
að vilja ekki taka á rikisfjármálum
þannig að hægt verði að veita íjár-
munum til velferðarkerfisins.
Alþýðuflokksmenn leggja í því
sambandi til nýtt skattakerfi.
„Sjálfetæðisílokkurinn vill helst
ekkert gera,“ er tónninn hinum
megin við borðið.
Þessi stjórnarmyndunartilraun
Þorsteins Pálssonar virðist því
ætla að mistakast.
-KMU
Þær réðu sér ekki fyrir kæti, þessar litlu hnátur, sem voru að æfa fyrir nemendasýningu Listdans-
skóla Þjóðleikhússins þegar Ijósmýhdara DV bar þar að í gær. En á morgun, uppstigningardag,
klukkan 15 sýna þær vinum, vandamönnum og öllum, sem vilja sjá, hvað þær hafa lært í vetur.
-ai/DV-mynd KAE
Veðrið á morgun:
Sunnan- og
suðaustanátt
við suður-
ströndina
Við suðurströndina verður sunn-
an- og suðaustanátt, kaldi eða
stinningskaldi og skýjað. Annars
staðar verður hægviðri og viða létt-
skýjað. Hiti verður á bilinu 7-20 stig.
Hvassaleitisdoninn:
Málinu vísað
í lóðanefnd
Mál hins svokallaða Hvassaleitis-
dóna var tekið til umfjöllunar á síðasta
fundi skólamálaráðs og sagði formað-
ur þess, Ragnar Júlíusson, í samtali
við DV að samþykkt hefði verið að
vísa málinu til lóðanefndar og henni
fafið að ræða við skólastjóra og form-
ann foreldrafélagsins við Hvassaleitis-
skóla.
Sagði Ragnar að lóðanefnd ætti að
fjalla um allar breytingar á lóðum við
eldiá skóla borgarinnar en eins og
kunnugt er af fréttum krefst foreldra-
félagið þess að rifin verði niður girðing
sem nú er á lóðinni við Hvassaleitis-
skóla.
Mál Hvassafeitisdónans hefur farið
alla leið inn á skrifborð Davíðs Odds-
sonar borgarstjóra og á sunnudags-
kvöldið sást til Daviðs þar sem hann
ók að Hvassaleitisskóla og aðeins um
nánasta umhverfi. -FRI
Grímuklæddir piltar:
Skutu á fólk
með startbyssu
Þrír grímuklæddir piltar, 17-18 ára,
féku þann ljóta leik í Hafnarfirði um
síðustu helgi að koma fólki að óvörum
og skjóta á það með startbyssu til að
láta því bregða. Eftir að þeir höfðu
leikið þennan leik við þrjár manneskj-
ur hafði lögreglan fengið lýsingu á
þeim og bíl þeirra og tók hún þá úr
umferð á laugardagskvöldið.
„Ég var að koma úr vinnunni og
fékk mér göngutúr eftir Strandgöt-
unni. Ég gekk svö upp Mjósund og
þar var kallað að baki mér, hei, manni.
Er ég sneri mér við stóð grímuklæddur
maður á móti mér með byssu í hend-
inni sem hann hleypti af. Hvellurinn
var mjög hár og ég eiginfega fraus,
mér brá svo,“ sagði Marinó Sigurðsson
(í samtali við DV en hann var einn
þeirra sem lentu í þessari óskemmti-
legu lífsreynslu.
„Þessi náungi stökk svo af stað og
í bíf sem keyrt var á fleygiferð í burtu.
Er ég gat hreyft mig aftur fann ég
skothylki neðar í götunni og fór með
það til lögreglunnar og gaf skýrslu."
Sem fyrr segir tók lögreglan þessa
pilta úr umferð skömmu eftir að þetta
gerðist og er málið að fullu upplýst.
-FRI
Hvalkjötið
til Japan
„Kjötið verður sent áfram til Jap-
an,“ sagði Kristján Loftsson, forstjóri
Hvals hf„ þegar hann vai' spurður um
hvað yrði um hvalkjötið sem nú er á
leið til landsins frá Hamborg.
Kristján sagðist ekki vita um ástand
kjötsins, enda hefði það ekki verið
skoðað af mönnum Hvals hf„ en ekki
bjóst hann við því að kjötið hefði
skemmst ytra. Ekki sagði Kristján að
áhugi hinna japönsku kaupenda á
kjötinu hefði minnkað við þær tafir
sem orðið hefðu á sendingunni. -ój
Enn mælast
skjátftar
Samkvæmt upplýsingum frá Páli
Einarssyni hjá Raunvísindastofhun
sýna skjálftamælar stofnunarinnar
enn töluverða hreyfingu á skjálfta-
svæðinu. Jarðskjálftahrinan, sem
hófst í fyrradag, er því ekki gengin
yfir enn.
Um sexleytið í morgun mældist t.d.
skjálfti við Vatnafjölf sem mun hafa
verið um 2,5 stig og um tíuleytið í
gærkvöldi fannst skjálfti í Krísuvík
sem mældist 2,0 stig. KGK