Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987. Fréttir Japönsk sýningarverksmiðja í Þverholtinu: Sól í hátækniframleiðslu a gosi og öðrnrn dvykkjum Fullkomnasta verksmiöja í heim- inum til þess að framleiða drykkjar- vörur í nýtísku umbúðir er að verða til í Þverholtinu í Revkjavik. hjá Sól hf. Þetta er fyrsta verksmiðja sinnar tegundar og hún verður imr leið sýn- ingarverksmiðja fyrir tvö japönsk fyrirtæki vegna sölu bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu. Sól fer með þessu í framleiðslu á gosdrvkkjum og ýmsum öðrum drykkjum og jafn- vel matvælum í vökva. Núna í vikunni komu 60 blaða- menn ■ og greinarhöfundar tækni- tímaríta erlendis í heimsókn hingað til lands á vegum Tetra Pak sem er heimsþekkt imibúðafyrír-tæki. Þeir skoðuðu verksmiðju Sólar sem er hálfköruð og samkvæmt heimildum DV datt alveg vfir suma þeirra þegar þessi nýja tækni var kynnt þeim. Verksmiðjan var sett saman í Jap an og revnd þar. Þá var vinnsla hennai' tekin upp á myndband og það var sýnt stanslaust á Inter Pak sýningunni sem haldin var nýverið í Dússeldorf. Nú þegar er von á aðil- mn víða að til þess að skoða verk- smiðjuna þegar hún fer í gang, jafnvel frá upprunalandinu, Japan. Óstaðfestar fregnir af fyrirætlun- um Sólar hf. í gosdrykkjaframleiðslu hafa valdið nokkuiri spennu meðal núverandi gosdiykkjaframleiðenda hér. Davíð Scheving Thorsteinsson forstjóri hefur haldið mikilli leynd yfir áætlunmn fyrirtækisins varð- andi nýju verksmiðjuna og vill enn ekkert staðfesta um það hvers konar gosframleiðsla verður tekin upp. -HERB Töluvert um böm á fjórhjólunum Notendur fjórhjóla eru hvattir til nærgætni við gróður og náttúru landsins. Samkvæmt upplýsingum. sem DV hefiir fengið hjá lögi'eglunni víða um land. er nokkuð mikið um að börn. ailt innan við tíu ára aldur. séu að leika sér á fjórhjólunum. DV hafði samband við fjóra af þeim aðilum sem flvtja fjórhjól til landsins og samkvæmt þein-a upplýsingum hafa þeir flutt inn á annað þúsund fjór- hjól. 1. apríl síðastliðinn tók gildi reglugerð um skráningarskyldu fjór- hjólanna. Hjá Bifreiðaeftirlitinu fengust þær upplýsingar að aðeins væri búið að skrá 120 fjórhjól. Svipaða sögu er að segja annars staðar af landinu. Til að aka fjórhjóli þarf öku- maður að vera með póttindi á létt bifjól (skellinöðru) en á því hefur verið mik- ill misbrestur. Lögregluþjónar víða um land hafa tekið mjög unga krakka á hjólunum. jafhvel vngri en tíu ára. Lögreglan á Seltjarnamesi sagði að þeir væru nú þegar búnir að leggja hald á þrjú fjórhjól. bæði vegna þess að ekki hefði verið búið að skrá hjólin og eins vegna réttindalevsis öku- manna eða barna. Það skal tekið fram að ástandið á Seltjarnamesi er hvorki betra né verra en annars staðar á landinu. í DV i gær var sagt frá því er lögregl- an í Keflavík hafði afskipti af sautján mönnum á jafnmörgum fjórhjólum innan landgræðslugirðingar í Litlu- Sandvík. Svipað henti hjá lögreglunni á Hvolsvelli, þar þurfti að hafa af- skipti af fjórhjólamönnum innan landgræðslugirðingar í Þykkvabæ. Friðjón Guðröðarson sýslumaður sagði við DV að skemmdir hefðu að vísu ekki orðið miklar og sagðist hann vona að þær væm ekki óbætanlegar. „Þetta er kaosmál.“ sagði Friðjón þeg- ar hann var spurður hvort ekki þyrfti að hafa mikil afskipti af fjórhjólunum. Sölumaður hjá einu af umboðunum sem flytja inn hjólin sagði að vissulega væri það furðulegt að hvergi mætti aka þessum hjólum þar sem innheimt- ur er af þeim vegaskattur eins og öðrum farartækjum en fjórhjólin mættu samt ekki á vegina koma. -sme Fjorhjolin: Takmórkun á notkun vegna umferðar- öryggis I frétt sem dóms- og kirkjumála- ráðuneytið hefur sent frá sér vegna gagnrýni sem fram hefur komið á reglur um skráningu fjórhjóla, og vegna frétta af akstri þessara öku- tækja utan vega og spjöllum á gróðri af þeirra völdum, vill ráðu- neytið benda á eftirfarandi. „Reglur þær sem ráðuneytið setti voru settar á grundvelli gildandi umferðarlaga með tilliti til um- ferðar og umferðaröryggis og með hliðsjón af ákvæðum í nýjum um- ferðarlögum sem samþykkt voru á síðasta Alþingi. Takmörkun á notkun þessara tækja er því ein- göngu gerð vegna umferðarörygg- is. Reglurnar fjalla hins vegar ekki um akstur út frá öðrum sjónarmið- um, svo sem gert er í náttúruvemd- arlögum. Að því leyti gilda um akstur fjórhjóla sömu reglur og um önnui- ökutæki." Ráðuneytið bendir á að sam- kvæmt ákvæðum náttúruvemdar- laga og náttúruverndarreglugerð- ar skal öllum „skylt að sýna varúð svo að náttúm landsins sé ekki spillt að þarflausu" og „bannaður er allur óþarfa akstur utan vega eða merktra vegaslóða, þar sem hætt er við að spjöll hljótist á nátt- úru landsins“. I lok fréttar dóms- og kirkju- málaráðuneytisins segir „ráðuney- tið hvetur alla notendur torfæm- tækja til að temja sér nærgætni við gróður og náttúm landsins þannig að eigi þurfi að koma til afskipta lögreglu. -sme Get dæmt störf Hannesar hlutlaust - segir Ólafur Ragnar Grímsson „Mér finnst ég ekki vera vanhæfur og ástæðumar, sem upp eru gefnar í bréfi lögmanns Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar, finnast mér heldur léttvægar. Þar er nefnt sem eitt dæmi af þremur, sem tilgreind em, góðlátlegt grín sem ég gerði að honum í skemmtiræðu á árshátíð háskólakennara, þar gerði ég grín að fjölda manns, meðal annars sjálf- um mér. Ég tel mig fullkomlega geta lagt hlutlaust og fræðilegt mat á störf Hannesar Hólmsteins og ann- arra umsækjenda, annars hefði ég ekki tekið að mér að sitja f dóm- nefndinni," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Eins og áður hefur verið sagt frá í DV hefur lögmaður Hann- esar Hólmsteins Cissurarsonar mótmælt skipun dómnefndar til að fjalla um lektorsstöðu í stjórnmála- fræði á þeim forsendum að dórn- nefndarmenn séu vanhæfir. Osammála meqinkröfu bréfs- ins „Meginkrafan í bréfinu er sú að ekki verði skipuð nein dómnefnd yfir höfuð. Þvf er ég ósammála og tel grundvallaratriði að hæfni manna sé metin. Félagsvísindadeild hefur alltaf skipað dómnefndir til að fjalla um hæfni umsækjenda f fastar kennarastöður og það á að vera ófrá- víkjanleg grundvallarregla að enginn sé skipaður f embætti við Háskóla íslands nema fræðileg dóm- nefnd hafi fjallað um störf umsækj- enda. Þessu má ekki rugla saman við það hverjir eigi að sitja í nefnd- inni sem getur verið álitamál hverju sinni. Hins vegarer líka alveg spurn- ing hvort menn vilji yfir höfuð sitja í dómnefnd þegar einhver umsækj- anda tortryggir störf hennar," sagði Ólafur Ragnar en sagði að þetta þýddi ekki að hann ætlaði að segja af sér. „Um þann þátt verður fjallað innan félagsvísindadeildar áður en það kemur í fjölmiðlum." Menn sækjast ekki eftir dóm- nefndarsetu Að sögn Ólafs Ragnars er það nokkuð almennt að menn sækist ekki eftir dómnefndarsetu við Há- skólann enda erfitt verk. „Ég held að enginn okkar hafi sóst eftir að sitja í nefndinni en hérlendis eru ekki margir menn sem geta gefið upp fræðilegt álit í þessari grein. Ég hefði kosið að erlendir fræðimenn sætu í dómnefnd en þá verða stjórnvöld að vera reiðubúin að borga þýðingar á innlendum ritsmíðum umsækjenda og annan kostnað sem er samfara því. Það má alveg benda á að það verður leitað til erlendra prófessora um mat á ritverkum umsækjenda sem lögð voru fram á erlendum mál- um og geta má þess að doktorsrit- gerð Hannesar er skrifuð á ensku,“ sagði Ólafur Ragnar. Telur vegið að sér sem fræði- manni Ólafur sagðist telja að vegið væri að sér sem fræðimanni með vissum hætti með þessu bréfi en hann tæki það ekki nærri sér þar sem rökin væru léttvæg. Er málatilbúnaður Hannesar pólit- ísks eðlis? „Ég hef enga ástæðu til að ætla það.“ Krafa Hannesar Hólmsteins verð- ur tekin fyrir á deildarfundi i félags- vísindadeild á fimmtudaginn og að sögn Þórólfs Þórlindssonar deildar- forseta verður sennilega tekin afstaða til hennar og hún afgreidd. -JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.