Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1987, Síða 20
20
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1987.
Knattspyma unglinga
Boltinn byrjaður að rúlla hjá yngri flokkunum
Nú er íslandsmótið hjá yngri flokkunum í knattspyrnu nýlega hafið og
í vikunni byrjar boltinn að rúlla á fullri ferð í öllum flokkum um allt landið.
Þá munu unglingar eltast við þann hnöttótta á gras- og malarvöllum víða
um land en eins og margir vita er íslandsmótið í knattspyrnu langum-
fangsmesta íþróttamót sem haldið er hér á landi.
DV mun að sjálfsögðu gera unglingaknattspyrnunni góð skil í sumar eins
og undanfarin ár og framvegis verður heil opna um yngri flokkana hér í
helgarblaðinu.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að fara á leiki yngstu kynslóðarinnar í
sumar og líta framtíðarmenn í íslenskri knattspyrnu augum. -RR
Fyrra mark Keflvíkinga staðreynd. Árni Vilhjálmsson (nr. 8) sendir knöttinn framhjá markmanni Fram og í netið.
DV-mynd Þorsteinn Auðólfur
KR-ingar skoruðu 5 mörk í lokin
og unnu stóran sigur gegn FH
Fyrsti leikur íslandsmótsins í 5.
flokki fór fram á Kaplakrikavelli um
mánaðamótin og leiddu þá saman
hesta sína lið FH og KR. FH-ingar
urðu íslandsmeistarar í þessum ald-
ursflokki í fyrra og hafa því titil að
verja í sumar. En titilvömin fór ekki
sem best af stað því FH-ingar stein-
lágu fyrir KR-ingum í þessum leik
en báðum þessum liðum er spáð mik-
illi velgengni.
Leikur liðanna var stórskemmti-
legur og mörg gleesileg mörk litu
dagsins ljós á grasvellinum í Kapla-
krika.
KR-ingar, sem eru nýkrýndir
Reykjavíkurmeistarar, hófu leikinn
mun betur en það voru þó heima-
menn sem skoruðu fyrsta markið og
var þar á ferðinni Jón Gunnar
Gunnarsson. KR-ingar jöfauðu með
marki Andra Sveinssonar og í hálf-
leik var staðan 1-1.
Jafhræði var með liðunum framan
af síðari hálfleik og liðin skiptust á
að sækja en KR-ingar vom mim
aðgangsharðari. Það var því nokkuð
gegn gangi leiksins þegar FH-ingar
náðu forystimni á nýjan leik. Jón
Gunnarsson var aftur á ferðinni og
skaut hörkuskoti af löngu færi sem
hafaaði í netinu án þess að mark-
vörður KR-inga ætti möguleika að
verja. Fögnuður FH-inga var mikill
en sá fógnuður stóð stutt því 5 mín-
útum síðar jöfauðu KR-ingar metin
með marki Andra Sigþórssonar. Eft-
ir markið var allur vindur úr
FH-ingum og var sem leikmenn
væm hreinlega búnir að gefast upp.
KR-ingar gengu á lagið og hreinlega
kaísigldu Hafafirðinga á síðustu 15
mínútum leiksins. Andri Sigþórsson
skoraði tvö mörk til viðbótar og þeir
Valgeir Guðjónsson og Gestur Páls-
son bættu hvor sínu markinu við og
stórsigur KR var staðreynd.
Það er ljóst að KR-ingar hafa á
að skipa geysilega sterku Hði og eft-
ir úrslitum í Reykjavíkurmótinu að
dæma þá virðist ekkert lið standast
þeim snúning. Það yrði þvi ekkert
óvænt þó að liðið mundi hampa Is-
landsmeistaratitlinum í 5. flokki í
haust.
FH-ingar verða án efa einnig í
toppbaráttunni í sumar þrátt fyrir
skell í fyrsta leik. Liðið hefur orðið
fyrir mikilli blóðtöku síðan í fyrra
en margir efailegir leikraenn hafa
komið upp í flokkinn og þurfa FH-
ingar ekki að örvænta um framtíð-
ina.
Dómari var Helgi Halldórsson og
dæmdi hann leikinn sérstaklega vef.
Maður leiksins: Andri Sigþórsson,
KR.
-RR
Framsigur í Keflavík
Leikir í 2. flokki hófúst um síðustu
helgi með nokkrum hörkuleikjum.
Stórleikurinn í A-riðli var leikinn í
Keflavík og áttust þar við heimamenn
og Framarar. Leiknum lauk með
naumum sigri Fram, 8-2, eftir að stað-
an í hálfleik hafði verið 1-1. Leikur
liðanna var mjög jafa allan tímann
en það voru gestimir sem náðu foryst-
unni með marki Jóns Guðjónssonar
strax á 4. mínútu. Keflvíkingar náðu
að jafaa metin á 30. mínútu þegar
Ámi Vilhjálmsson komst inn fyrir
vöm Fram og skoraði af stuttu færi.
Skömmu síðar var mark tekið af
Frömurum svo að staðan var jöfa í
leikhléi.
I síðari hálfleik hélt spennan áfram
og bæði lið sköpuðu sér þokkaleg færi.
Keflvíkingar komust yfir þegar Ein-
varður Jóhannsson skoraði gott mark
um miðjan seinni hálfleik. En þá tók
Helgi Björgvinsson til sinna ráða og
jafaaði metin fyrir Fram og undir lok
leiksins var Helgi síðan aftur á ferð-
inni og skoraði sigurmark Fram.
Valsmenn skoruðu sjö gegn
Fylki
í B-riðli léku Valur og Fylkir og var
sá leikur ekki eins jafa og leikurinn
í Keflavík. Valsmenn höfðu algera
yfirburði og unnu stóran sigur, 7-1.
Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Vals-
menn en það vom Fylkismenn sem
náðu þó forystunni í leiknum. Síðan
fór Valsvélin í gang svo um munaði
og Fylkismenn áttu sér aldrei viðreisn-
ar von. Baldur Bragason og Þórður
Bogason skomðu tvö mörk hvor en
þeir Steinar Adólfeson, Einar Tómas-
son og Gunnar Valsson gerðu eitt
mark hver.
-RR
Takmarkið að komast í úrslit
Eftir leik Vals og Stjörnunnar tók
blaðamaður DV þá Inga Þórðarson
og Jömnd Sveinsson tali, en auk þess
að vera leikmenn Stjömunnar hafa
þeir báðir' leikið í íslenska drengja-
landsliðinu.
Ingi Þórðarson: „Við hefðum átt að
vinna leikinn og það var klaufalegt
að tapa öðm stiginu í þessum leik.
Mér fannst Valsliðið ekkert sérstakt
og reyndar bjóst ég við því sterkara.
Sumarið leggst mjög vel í mig en það
er ljóst að það verður erfitt að verja
titilinn í 3. flokki. Raunhæft markmið
er að komast í úrslitakeppnina og ég
vona að við náum einhverju af fiórum
efetu sætunum. Persónulegt markmið
hjá mér er að reyna að halda sæti
mínu í drengjalandsliðinu, það yrði
vissulega mjög gaman.“
Jömndur Á. Sveinsson: „Við vorum
klaufar að vinna ekki Valsmenn í
þessum leik því við vorum betra liðið.
Þetta verður áreiðanlega erfitt sumar
en við munum gera okkar besta í að
verja titilinn. Svo er auðvitað persónu-
legur metnaður í manni og það er um
að gera að standa sig,“ sagði Jömndur
að lokum.
-RR
Þeir félagar, Ingi Þórðarson og Jörundur Á. Sveinsson, ætla að verja titilinn
fyrir Stjörnuna í sumar. DV-mynd Þorsteinn Auðólfur
Jafnt hjá Val og Stjörnunni í baráttuleik á Hlíðarenda
Hart barist inn í vítateig Valsmanna í leik Vals og Stjörnunnar. DV-mynd Þorsteinn Auðólfur
Valur og Stjaman leiddu saman
hesta sína í A-riðli 3. flokks á Vals-
velli á þriðjudagskvöld og lauk
leiknum með jafatefli, 1-1, eftir að
staðan i hálfleik hafði verið 0-0.
Leikurinn einkenndist af mikilli bar-
áttu beggja liða og ljóst var strax í
byrjun að bæði lið ætluðu sér ekkert
annað en sigur. Það setti þó ljótan
svip á leikinn að enginn dómari
mætti til leiks og tafðist leikurinn
því um 20 minútur en þá tókst Vals-
mönnum loksins að ná í dómara. Það
er leiðinlegt að atvik eins og þetta
skuli gerast í íslandsmóti og lýsir
þetta einungis kæmleysi hjá félög-
um að boða ekki dómara tímanlega
til leiks.
Stjörnumenn, sem urðu íslands-
meistarar í þessum aldursflokki í
fyrra, vom mun sterkari aðilinn í
fyrri hálfleik en áttu í erfiðleikum
með að komast í gegn um sterka
vöm Valsmanna. Gunnar Erlings-
son átti hörkuskot rétt yfir mark
Valsmanna á 25. mínútu og skömmu
fyrir leikhlé var Gunnar aftur á ferð-
inni og átti góðan skalla að marki
eftir homspymu en markvörður
Vals var vel á verði og bjargaði
meistaralega í hom.
í síðari hálfleik hélt sókn Stjörn-
unnar áfram og á 55. mínútu
uppskám þeir loks árangur erfiðis-
ins. Kjartan Kjartansson gaf þá
fallega sendingu á Magnús Schram
sem afgreiddi boltann beint í netið
og Stjömumenn þá komnir yfir.
Garðbæingar gerðu þá þau afdrifa-
ríku mistök að bakka og gefa
Valsmönnum eftir miðjuna og við
það fóm Valsmenn að ná betri tök-
um á leiknum. Á 67. mínútu dæmdi
dómarinn umdeilda vítaspymu á
Stjömuna og úr vítinu skoraði Skúli
Egilsson og jafaaði þar með leikinn
fyrir Valsmenn. Síðustu mínútumar
sóttu liðin síðan til skiptis og fengu
bæði lið ágætis marktækifæri en
fleiri urðu mörkin ekki í leiknum.
f liði Stjömunnar em margir stór-
góðir einstaklingar og nægir þar að
nefaa drengjalandsliðsmennina, Jör-
und Á. Sveinsson og Inga Þórðarson,
sem geta þó leikið betur en þeir
sýndu í þessum leik. Jón Guðjónsson
var besti maður liðsins að þessu
sinni og þá var Gunnar Erlingsson
skæður.
Umsjón:
Róbert
Róbertsson
Valsliðið getur einnig sýnt meira
en það gerði í þessum leik. Mest bar
á Skúla Egilssyni en aðrir léku und-
ir getu.
Maður leiksins: Jón Þórðarson,
Stjömunni. -RR