Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987. Fréttir Salmonellan: Gjörbreytum vinnubröéðum o „Þetta raál mun gjorbreyta vinnu- brögðum okkar í framtíðinni. Við raunum í fraratí'ðinni, í samráði við yfirdýralækni og svínakjötsfram- leiðendur, óska eftir reglubundinni heilbrigðisskoðun á þeim svínabúum sem skipta við okkur,“ sagði Stein- þór Skúlason, framleiðslustjóri SS. Steinþór sagði að búið væri að gera allar þær ráðstafannir sem þyrfti að gera. Búið væri að stöðva slátrun, verið væri að rannsaka svínabúin, sala hefði verið stöðvuð og varan innkölluð. Ekki yrði slátr- að frá neinu svínabúi nema tryggt væri að þau væru í lagi. „Við munum að auki efla innra eftirlit okkar og leita kerfisbundið eftir sýklum. En áður heftu- ekki þótt ástæða til þess,“ sagði Steinþór. Sigiirður Sigurðarson dýralæknir sagði að enn væri verið að vinna með nokkur grunsamleg sýni úr svínabúunum og eftir væri að full- greina hvort hér væri um sömu salmonellutegund að ræða. Þegar það væri komið á hreint yrði tekið til umræðu til hvaða aðgerða yrði gripið á viðkomandi svínabúi. Væri þar einkum um að ræða frekari sýklarannsóknir og jafrtvel að lóga veikum gripum. Lækning kæmi ef til vill til greina, það færi eftir því um hvaða tegund væri verið að ræða. „Eitt er víst, það verður ekki byrjað að slátra aftur á þessum búum fyrr en endanleg niðurstaða liggur fyrir,“ sagði Sigurður Sigurðarson. -JFJ Margrét Hallgrímsdóttir fornleifafræðingur við rústirnar sem grafnar hafa verið upp í Aðalstræti. Hugsanlegt er að veggirnir séu úr einu af húsum Innréttinga Skúla fógeta frá 18. öld. DV-mynd Brynjar Gauti Aðalstrætí: Veggir frá tímum Innréttinganna? „Það er hugsanlegt að þessir vegg- ir séu úr einu af húsum Innrétting- anna frá tíma Skúla fógeta en þau voru reist um miðja 18. öld. Mögu- legt er að þeir séu því um um 200 ára gamlir og við teljum að þama hafi staðið gevmsluhús," sagði Margrét Hallgrímsdóttir fomleifa- fræðingur sem stjómar uppgreftin- um á vegum Árbæjarsafhs í Aðalstræti. Búið er að grafa upp að hluta fjóra hlaðna veggi. Sá fyrsti, sem fannst við upphaf rannsóknanna, varð fyrir barðinu á skemmdarvörgum en hinir þrír hafa fundist síðan. „Veggimir em vandlega hlaðnir og í þessum rústum fannst þykkt lag af móösku með dýrabeinum í og einnig mörg krítarpípubrot frá 18. öld. Við eigum eftir að rannsaka veggina betur og gera teikningar af þeim,“ sagði Margrét. Sjö manns á vegum Árbæjarsafris vinna nú við fomleifagröftinn á lóð Fjalakattarins og lýkur greftinum um mánaðamótin. -BTH Hlustendakönnun Félagsvísindastofhunar: Sljaman sterkust um miðjan dag Fréttir á Stöð 2 sækja á Félagsvísindastofhun Háskólans birti í gær könnun á hlustun og áhorf- un á ljósvakamiðlana. Úrtak var tekið úr þjóðskrá og náði til alls landsins. Stærð úrtaksins var 850 manns á aldr- inum 15 til 70 ára. 486 svömðu, 30 neituðu að svara og í aðra náðist ekki. Könnuð var útvarpshlustun þriðju- daginn 14. júlí. Ef skoðað er það svæði þar sem næst í fjórar útvarpsstöðvar, þ.e. rás 1, rás 2, Bylgjuna og Stjöm- una, kemur í ljós að frá klukkan 13 og til klukkan 17 hefur Stjaman mesta hlustun. Það em fréttatímar rásar 1 sem fá mesta hlustun allra þátta í út- varpi fyrmefndan dag. Hlustun á fréttatímana er 31%, bæði á hádegis- og kvöldfréttir. Lítil sem engin út- varpshlustun virðist vera eftir kvöld- mat og á nætumar. Rás 1 hefur forystuna eftir klukkan 7 á morgnana og heldur henni fram til klukkan 9 en þá tekur Bylgjan við sem vinsælasta stöðin. Eins og áður sagði er lítið hlustað á útvarp eftir kvöldmat en Bylgjan hefur mesta hlustun á þeim tíma, rás 2 hefúr mesta hlustun á nætumar, hún er samt ekki mikil, aðeins 1% þjóðarinnar hlustar á rás 2 á nóttunni. Könnuð var áhorfun á sjónvarps- stöðvamar sunnudaginn 12. júlí, mánudaginn 13. júlí og þriðjudaginn 14. júlí. Hér verður aðeins skoðað það svæði sem stöðvamar báðar ná til. Sunnudaginn 12. júlí var mest horft á fréttir hjá Ríkissjónvarpinu, RUV, eða 46%, næsta koma fréttir á Stöð 2 eða 28%. Konan og hesturinn hjá RUV koma næst með 22%. Aðeins var könnuð ólæst dagskrá Stöðvar 2. Þriðjudaginn 13. júlí var mest horft á fréttir hjá RUV, eða 50%, næst koma fréttir Stöðvar 2 með 31%, þamæst Bjargvætturinn á Stöð 2 með 23%. Þriðjudaginn 14. júlí er mest horft á fréttir RUV, eða 54%, síðan koma fréttir Stöðvar 2 með 33%, þamæst kemur einkaspæjarinn Bergerac hjá RUV. Fréttir Stöðvar 2 sækja á fréttir RUV, munurinn á áhorfun fréttaþátt- anna hefúr aldrei verið minni. Frá því að Stöð 2 byrjaði útsendingar hafa fréttir þar aldrei haft meiri áhorfun en nú. Fréttir hjá RUV hafa nú rúm- lega 50% áhorfun en hafa hæst komist í rúm 70%. -sme Hallur Leópoldsson, Stjörnunni: „Komin til að vera“ „Við erum mjög ánægð, þetta sýnir að við erum komin til að vera,“ sagði Hallur Leópoldsson hjá Stjömunni, þegar hann var inntur álits á niður- stöðum könnunarinnar. „Stjaman er búin að vera í loftinu í fjörutíu daga þegar könnunin er gerð. Við erum með afgerandi foiystu mikil- vægasta hluta dagsins. Það er ótrúlegt að við skulum vera búin að ná svo sterkri stöðu eftir aðeins fjömtíu daga. Við fórum rólega af stað með magn auglýsinga og það hefur reynst vel. Við lögum það sem þarf að laga og verðum ennþá betri.“ Páll Magnússon, Stóð 2: „Náum þeim innan tíðar“ „Við erum mjög ánægð með þetta. Áhorfún minnkar á sumrin en við höldum í horfinu. Það þýðir að hlut- fallslega höfum við bætt okkur. Ef áhorfún minnkar um allt að 20% yfir sumartímann þá er þetta gott. Við er- um með sömu áhorfun og í mars en RÚV missir um 16% á sama tíma. Við náum þeim innan tíðar,“ sagði Páll Magnússon, fréttastjóri á Stöð 2. -sme I dag mælir Dagfari Skrefatalning á munnræpu Einhveijir kverólantar í borgar- stjóm eru að amast yfir því að Póstur og sími vill hækka hjá sér þjónustu- gjöldin. Aðallega skilst manni að það fari í taugamar á borgarfúlltrú- um að nú á að taka upp skrefataln- ingu á símtöl á kvöldin og um helgar þannig að menn þurfi að borga fyrir símtölin. Hingað til hafa skrefin ein- göngu verið talin þegar síminn er notaður yfir hábjartan og virkan daginn en nú finnst Pósti og síma tími til kominn að símnotendur borgi líka fyrir sig á kvöldin. Þessi afskiptasemi borgarfulltrú- anna er að yfirskini sögð vera í þágu almennra borgara og mun það vera í fyrsta skipti sem borgaiyfirvöld amast við skattlagningu hins opin- bera, enda man enginn eftir því að borgin hafi séð ástæðu til gagnrýni þegar hún sjálf hefur verið að hækka hitaveituna, vatnsveituna, rafinagn- ið og útsvarið og hvað þetta allt heitir sem borgin þarf að innheimta fyrir sjálfa sig. Dagfara þykir þess vegna allt eins líklegt að borgarfúll- trúamir séu fyrst og fremst órólegir yfir því að þurfa prívat að greiða hærri reikninga fyrir símanotkun vegna þess að þeir sjá nú fram á það að geta ekki hangið ókeypis í síman- um á kvöldin. Sumt fólk hefúr það nefiiilega fyrir sið að vera aldrei við í vinnunni á daginn, segist vera upp- tekið á fundum, en liggur svo í símanum á kvöldin. Maður getur vel skilið Póst og síma, að stofnunin vilji taka upp skrefatalningu á kvöldin og um helg- ar. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að fólk geti svindlað á kerfinu með því að taka ekki símann á dag- inn en liggi síðan á línunni þegar skrefatalning er felld niður. Ef menn tíma ekki að tala í sima á daginn verður auðvitað að taka á því máli. Þar að auki er fólk að misnota sím- ann með því að tala miklu lengur í hann heldur en þörf gerist - fær hálfgerða munnræpu þegar þjónust- an er ókeypis og hnykkir á misnotk- uninni með því að tala að kvöldlagi um mál sem það getur auðveldlega talað um á daginn. Þetta er ekkert annað en óskammfeilið svindl. For- svarsmenn Pósts og síma hafa því hlutverki að gegna að sjá til þess að íslendingar tali ekki of lengi, nema þau samtöl séu skráð og rukk- uð. Helst ætti að taka upp þá reglu að starfsmenn Pósts og síma hleruðu öll símtöl og vöruðu fólk við því, með reglulegu millibili, hvað skrefin væru orðin mörg. Eins geta þeir líka rofið símtölin, þegar þeim finnst kjaftæðið ganga úr hófi, og vakið athygli símnotenda á því að samtalið sé gagnslaust. Til dæmis ef þeim, það er að segja starfsmönnunum, finnst samtalið ómerkilegt eða þeim óvið- komandi eða engar bitastæðar kjaftasögur. Það á að ijúfa slík símt- öl umsvifalaust. Svo kemur það líka fyrir að fólk fer að tala um allt ann- að en upphaflega erindið og þá á sá sem hlerar að benda mönnum á að þeir séu búnir að týna þræðinum. í stórum dráttum má gera margt til að stytta símtöl á íslandi, enda er skrefatalningin til þess gerð að forða fólki frá því að tala í síma, nema þegar það hentar stofhuninni. Stjómvöld hljóta að hafa vit fyrir fólki í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum. Á hinn bóginn verða bæði borgar- fúlltrúar og aðrir að muna að ríkis- sjóður stendur afar illa um þessar mundir og nú er komin til valda ný ríkisstjóm sem ætlar að ná fiárlaga- hallanum niður og bjarga þjóðar- hagnum með þvi að rukka . almenning fyrir eyðslunni úr ríkis- hítinni. Þetta verður best gert með því að hækka símaþjónustu og aðra þjónustu sem landsmenn veita sér ókeypis með því að tala of lengi í síma. Kverólantamir í borgarstjóm verða að skilja að það er í þágu þjóð- arhags að taka upp skrefatalningu á kvöldin og um helgar. Þeir sem ekki tíma að tala í símann nema þegar það er ókeypis em að svíkjast undan merkjum og gerast landráða- menn gegn ábyrgri stjóm landsins. Hinir sem leggjast í símtöl og tala lengi og vel em aftur á móti að draga úr hallanum og leggja dijúgan skerf til föðurlandsins. Ekki væri vitlaust af Pósti og síma að efna til keppni um það hveijir ná flestum skrefúm í slíkum símtölum og verðlauna þann hinn sama með fálkaorðunn' fyrir vel unnin störf í þágu þjóðar- innar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.