Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Blaðsíða 32
32
FIMMTUDAGUR 23. JÚLI' 1987.
Erlend myndsjá
Hvað hugsarforsetinn?
Það er ekki auðvelt að geta sér til um hvað Ronald Reagan Bandaríkjafor-
seti er að hugsa á þessu augnabliki. Nema ef ske kynni að hann hafi verið
að dást að leggjum jámfrúarinnar, Margaretar Thatcher. Það hefur að
minnsta kosti löngum farið vel á með þeim skötuhjúum og svo var líka í
síðustu viku þegar Margaret sótti Ronald heim í Hvíta húsinu.
Skæðar tungur segja að í þessum tveim leiðtogum sé saman komið það
argasta íhald sem íyrirfinnist á jörðu hér. Hvort sem eitthvað er hæft í því
þá styðja þau ávallt vel hvort við annars bak, samhæfa gjama stefnumið sín
í alþjóðamálum og hafa raunar stórbætt sambúð Bretlands og Bandaríkj-
anna á undanfömum árum.
Túristum
boðið í
þrælamið-
stöðina
Goree-eyja, sem liggur skammt fyrir
utan höíúðborg Afríkuríkisins Seneg-
al, var eitt sinn einhver mesta þræla-
miðstöð álfunnar. Þangað söfnuðu
þrælasalar blökkumönnum, flokkuðu
þá eftir aldri og kynferði, neyddu ofan
í þá mat ef þeir þóttu of horaðir og
bjuggu þá undir sölu til þrælakaup-
enda.
Nú er Goree safn þar sem túristar
fá að skoða menjar þrælaverslunar-
innar. Þeim em sýndir hlekkir, sagðar
sögur af höfðingjum Aírikuættbálka,
sem seldu sína eigin þegna fyrir romm,
og því lýst hvemig hundruð þúsunda
Afríkumanna hóíú frá eyjunni ferð
sína til annarra heimshluta þar sem
þeir voru gerðir að húsdýrum. Þó að-
eins tveir þriðju hlutar þeirra því
íúllur þriðjungur lét lífið á leiðinni.
Slys í pólskum
skemmtigarði
Slys em sem betur fer fátíð í
skemmtigörðum, en þó getur alltaf
eitthvað bilað þar eins og annars
staðar. Um síðustu helgi brotnaði
stoð í einu af tækjunum í skemmti-
garði í Varsjá, höíúðborg Póllands.
Vagnar af tækinu þeyttust sitt á
hvað með fólkið innanborðs. Betur
fór þó en á horfðist því enginn lét
lífið í slysinu og enginn meiddist
alvarlega. Tuttugu og fimm hlutu
minniháttar meiðsl, þar af sextán
böm.
Bátafólkið
enn á ferð
Þrátt fyrir að stjómvöld í Víetnam stefni nú að uppbyggingu á efnahag lands-
ins og úrbótum á kjörum almennings þar reyna enn margir Víetnamar að
komast á brott til annarra landa og vænlegri kjara sem þeir telja að bíði sín. Ef
til vill hafa heimsóknir þær sem stjómvöld í Víetnam heimila erlendis frá ýtt
undir útþrá heimamanna að nýju því miklar sögur fara af lífsgæðum á Vesturl-
öndum.
Víetnömsku flóttamennimir flýja ýmist á láði eða legi. Margir fara þeir á
misjafnlega traustum fleyjum út á rúmsjó og talið er víst að nokkur fjöldi fa-
rist við þessar flóttatilraunir því oft em farkostimir komnir að því að sökkva
þegar skip finna þá.
Svo var um júnkuna sem olíuskipið Carla A. Hill fann um tvö hundmð og
fimmtíu kílómetra úti af Singapore um daginn. Á fleytunni, sem var átta metra
löng, vom fimmtíu og tveir Víetnamar, þrekaðir og hræddir. Áhöfn olíuskipsins
tókst að bjarga fólkinu í tæka tið, þótt litlu mætti mana. Hópurinn var svo
settur á land í Hong Kong og þaðan mun hann halda til Bandaríkjanna þar
sem fólkinu hefur verið veitt landvistarleyfi.
Meðal flóttamannanna vom sextán böm, tíu drengir og sex stúlkur.
Talið er fullvíst að júnkan hefði sokkið innan skamms og fólkið allt farist
hefði olíuskipið, sem siglir undir stjóm sænska skipstjórans Kjell Landin, ekki
átt leið um þessar slóðir.
Hreinsað
til eftir
kosn-
ingarnar
Ekki var kosningabaráttunni í
Portúgal fyrr lokið en hafist var
handa við að þrífa stræti höfuð-
borgarinnar, Lissabon. Ekki veitti
af því baráttugleði manna braust
meðal annars út í því að líma áróð-
ursspjöld upp um alla veggi
bygginga, á ljósastaura og jafnvel
glugga verslana.
Kosningunum lauk með sigri
sósíaldemókrata. Hreinsununum
lýkur óhjákvæmilega með sigri
hreinsunardeildarinnar.