Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987. Einn svifflugmannanna gerir klárt til brottfarar á einsætu. Svifflugurnar eru í röðum rennilegar á að líta og biða eftir áhugasömum flugmönnum. Svifflug: „Snúið á sjálfa náttúruna" - Komið við á Sandskeiði Maðurinn hefur frá ómunatíð horft upp í himininn á fuglinn fljúgandi og dreymt um að vera frjáls og fljúgandi eins og hann. Það urðu líka ófá slysin þegar reynt var að ná þessu takmarki. Flugáhugamenn bundu á sig gervi- vængi, príluðu upp á næsta fjalls- tind og köstuðu sér niður. Þetta þróaðist þó allt í rétta átt og nú hefur maðurinn flogið á milli heimsálfa í rúm 60 ár. Að sigra vindinn Áhugi á flugi í einhverri mynd er hér á landi, eins og annars stað- ar, mjög mikill. Sá fjöldi fólks, sem stundar t.d. svifdrekaflug, fallhlíf- arstökk og listflug að ógleymdu sviffluginu, sannar þetta best. En hvað er svona skemmtilegt við flugið? Á maðurinn ekki bara að halda sig við fast land eins og hann var skapaður til? Þorgeir Ámason, formaður Svifflugfélags Islands var fljótur að svara því. „Þetta er spenna, það er viss yfirburðatil- finning sem maður fær þegar vindurinn er sigraður og notaður að vild. Það reynir líka á hæfileika og útsjónarsemi hvers og eins að vera uppi í 1000 metra hæð, aleinn með enga vél, alveg eins og fuglinn fljúgandi." Skotið á loft með teygju í Vatnsmýrinni Svifflugfélag Islands var stofnað árið 1936 og nú eru hátt í hundrað félagar. Það var Agnar Kofoed, fyrsti flugmálastjórinn og oft nefndur flugpabbi, sem var aðal- hvatamaður að stofnun þess. Svif- flugið barst hingað til lands frá Þýskalandi. I upphafi var flogið í Vatnsmýrinni en mjög fljótlega fékk félagið aðstöðu uppi á Sand- skeiði þar sem það hefur verið síðan og nú er aðstaðan með besta móti. Svifflugurnar hafa líka batn- að mikið að allri gerð frá því sem var í upphafi þegar þetta voru svo- kallaðar renniflugur sem var skotið á loft með teygju. Nú eru þetta fínar flugur sem annaðhvort eru dregnar upp með flugvél eða spili. Drífa sig upp á Sandskeið Það er lítið mál að prófa svifflug ef hugurinn stefnir í þá átt. Það þarf bara að koma sér upp á Sand- skeið hjá Bláfjallaafleggjaranum. Þaðan er flogið, á sumrín frá maí Þorgeir Árnason, formaður Svifflugfélags íslands, sport- og listflugmað- ur með meiru. peningaráðum hvers og eins. Sumir taka sólóprófið á tveimur árum, aðrir á tveimur mánuðum," segir Þorgeir sem sjálfur tók það á 10 dögum. Að fljúga með fuglunum Að sögn Þorgeirs er vindurinn og uppstreymi notað til að fljúga, vélin er svo létt að hún svífur í loftinu og hrapar ekki nema ef hún Texti: Brynhildur Ólafsdóttir Myndir: Jóhann A. Kristjánsson ofreisist og ef það gerist í nógu mikilli hæð er ekki mikill vandi að laga það. „Það er viss þraut að glíma við að finna eitthvert upp- streymi eða vind til að halda sér í horfinu eða fljúga eitthvað ákveð- ið. Við fljúgum oft með fuglunum sem nota sömu aðferðir og það er góð tilfinning að komast hærra en þeir í hitauppstreymi, þá er snúið á sjálfa náttúruna. Það eykur líka sjálfstraustið að fljúga einhverjar vegalengdir því það getur verið erfitt að finna alltaf nægilegt upp- streymi til að fleyta sér áfram,“ heldur Þorgeir áfram. til septemberloka, á kvöldin frá kl. 6 til miðnættis og um helgar frá hádegi til kl 7. Þegar komið er upp eftir lætur maður skrifa sig niður og bíður þar til sviffluga og kenn- ari eru laus. Á góðum degi getur fjöldi ferða farið allt upp í 60 flug en biðin er aldrei mjög löng. Svif- flugfélagið á fimm einsætur, tvær 2ja sæta kennsluvélar og eina mót- orflugvél sem einungis er notuð til að draga svifflugurnar á loft. Sólópróf kostar 30-40 þús. „Það tekur 30 flugtíma og kostar þetta 30 til 40 þús. að taka sóló- próf. Eftir það má viðkomandi fara einn. Aldurstakmarkið er 15 ár en annars ræður fólk alveg náms- lengdinni, það fer eftir vilja og Vélflugvélin togar svifflugurnar upp í 1000 metra hæö, síðan er sleppt og þú ert upp á duttlunga vindsins komin. „Lent á stokkum og stein- um“ „Það er flogið í svona 800 til 2000 metra hæð en það er aldrei farið hærra en 3000 metra án þess að hafa með sér súrefniskút. Hraðinn getur verið allt að 250 km á klst. Lengsta flugið, sem flogið hefur verið hér á landi, er um 300 km. Það fer eftir skilyrðunum hve langt er hægt að fljúga, þegar allt bregst þá er bara að svipast um eftir góð- um grasbala og vippa sér niður. Það er í raun hægt að lenda hvar sem er og oft er lent í þúfum, stokk- um og steinum. Best er auðvitað að finna tún og bændurnir hafa bara tekið okkur vel og gefið okkur kaffi og bakkelsi þegar við komum svífandi niður til þeirra.“ Eins og ólæknandi sjúk- dómur - Er þetta hættulegt? „Nei, slys eru afar sjaldgæf en auðvitað koma þau fyrir og það er þá helst þegar verið er að gera hluti sem ekki má gera. Eins og til dæm- is að ofreisa vélina til að fara í hringi of nálægt jörðu.“ Þorgeir sagði svifflugið vera eins og ólæknandi sjúkdóm. „Það er aldrei hægt að losna við bakter- íuna, maður kemur alltaf aftur og aftur. Fólk byrjar kannski ungt, og þar sem þetta er tímafrekt og frekar dýrt þá hættir það oft þegar farið er að stofna heimili o.s.frv. En það er bara tímaspursmál hven- ær það kemur aftur.“ - Eru engar stelpur að læra hjá ykkur? „Jú, en það er nú lítið um það. Sem stendur eru einungis þrjár sem fljúga reglulega en ein þeirra er komin með sólópróf." Maginn í flækju Þorgeir er líka í sportflugi og vélflugvél hans hefur einkennis- stafina UFO sem er vel við hæfi miðað við þær fjölbreyttu listir sem hann fremur í háloftunum. Það eru hreint ótrúlegustu kúnstir sem hann getur gert bæði á flugvélinni og svifflugunni. Blaðamaður fékk að reyna það er hann fór í eina ferð i svifflugu með Þorgeiri. Hann fór í hringi bæði aftur á bak og áfram og í alls kyns lykkjur svo að maginn komst ekki í samt lag fyrr en löngu seinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.