Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987. 9 Útlönd Einkeherir landeigenda reiðubúnir til átaka Vil ia ráðstefnu um frið á árinu Nýjasta boð Gorbat- sjovs aðgengilegt Óeirðir vegna verkfalla í Bangladesh til átaka við stjóm landsins ef reynt verður að framfylgja nýju lögunum um nýtingu ræktanlegs lands. Corazon Aquino, forseti Filippseyja, undirritaði fyrr í vikunnni nýja lög- gjöf sem ætlað er að leysa vanda þúsunda smábænda á eyjunum sem nú hafa ekkert jarðnæði. Er ætlunin að skipta ræktanlegu landi á eyjunum milli þeirra og ákvæði í lögunum, sem takmarka hversu mikið land má vera í eigu einstaklings, getur orðið til þess að sumum af stærri plantekrum lands- ins verði skipt niður. Aquino hefur verið sökuð um að ætla ekki að framfylgja þessum nýju lögum fyllilega vegna þiýstings frá stærri landeigendum. Hún bar þessar ásakanir af sér í gær og sagði að land- næði það sem er í eigu fjölskyldu hennar myndi verða það fyrsta sem skipt yrði i samræmi við lögin. Stórbændur á eyjunum hafa margir komið sér upp einkaheijum sem eru vel þjálfaðir og búnir fullkomnum vopnum. Er búist við að til átaka geti komið milli þessara einkaheija og stjómarhersins ef Aquino reynir að framfylgja lögunum. Að lokinni heimsókn sinni í Israel hvetur utanríkisráðherra Egypta- lands, Abdel-Maguid, til þess að alþjóðlega ráðstefnan um frið i Mið- Austurlöndum verði haldin á þessu ári. Að minnsta kosti þyrftu menn að koma sér saman um á þessu ári hvenær halda skyldi slíka ráðstefnu, sagði utanríkisráðherrann áður en hann flaug frá Israel í gær. Abdel-Maguid hafnaði tillögu Shamirs, forsætisráðherra Israels, um að haldin yrði ráðstefha án þátt- töku utanaðkomandi ríkja. Lagði egypski utanríkisráðherrann áherslu á að frelsissamtök Palestínu- manna tækju þátt í ráðstefnunni. Egyptar líta á samtökin sem eina fúlltrúa Palestínumanna en í apríl lokuðu þeir skrifstofum samtakanna í Kaíró þar sem þeir höfðu sætt gagnrýni þeirra vegna sambandsins við Israel. Egyptar em eina araba- þjóðin sem heldur uppi stjómmála- sambandi við ísraela. Skiptar skoðanir Israela um al- Utanríkisráðherra Egyptaiands, Abdel-Maguid, svarar spurningum frétta- manna um árangur heimsóknar sinnar i ísrael. Við hlið hans situr Shimon Peres, utanrikisráðherra ísraels. Símamynd Reuter þjóðlega friðarráðstefnu eru engu minni en áður þrátt fyrir heimsókn Abdel-Maguid en Palestínumenn eru óvenju samtaka í kröfum sínum. Hvetja þeir Egypta til að koma á aftur samskiptum við frelsissamtök Palestínumanna og einnig fara þeir fram á að samtökunum verði boðin þátttaka sem óháðum aðila í friðar- viðræðunum. í gær að tilboðið virtist stefna i rétta átt og liti vel út. Þá er haft eftir heirn- ildum hjá Atlantshafsbandalaginu að tilboðið virðist fúllnægja krofrun manna þar einnig. Viðræður Bandaríkjamanna og Sov- étmanna um eyðingu meðaldrægra og skammdrægra kjamorkuvopna hafa undanfamar vikur virst vera í sjálf- heldu. Hafa aðilar sakað hvor annan um að flækja mál og tefja fyrir samn- ingum. Tillaga Gorbatsjovs. sem hann opinberaði i viðtali við dagblað í Indó- nesíu, gæti komið skriði á viðræðum- ar að nýu. Gorbatsjov sagði í viðtalinu að hann væri reiðubúinn til þess að eyða vopn- um þessum i Asiu jafnt sem Evrópu og virðast tillögur þessar i f>TSta sinn ná til vopna sem draga 500 til 1000 kílómetra. Bandaríkjamenn og talsmenn NATO vara þó við því að sýna of mikla bjartsýni og segja að ekki verði ljóst hvað felst í tillögunum fyrr en búið er að þýða þær frá orði til orðs, enda felist oft miklar takmarkanir í smáa letrinu í tilboðum Sovétmanna. Einkaherir, sem stórir og auðugir ið sér upp, hafa undanfamar vikur landeigendur á Filippseyum hafa kom- verið á æfingum og em nú reiðubúnir Hermenn úr einkaher eins af stærri landeigendum á Filippseyjum á æfingum en þeir hafa undirbúið sig fyrir átök við ríkisstjórn landsins undanfarið. Simamynd Reuter Díana, prinsessa af Wales. þurfti í gær að bera opinberlega til baka sögu- sagnir af ofdrykkju og óliíhaði sem undanfarið hafa gengið fjöllunum hærra á sfðum dagblaða í Bretlandi. Sagði prinsessan í v'firlýsingu að þrátt fyrir fréttir þessar gæti hún fullviss- að bresku þjóðina um að hún drykki ekki í óhófi og væri ekki í neinni hættu að verða alkóhólisti. Prinsessan gaf út yfirlýsingu þessa við athöfh þar sem hún var heiðruð af Lundúnaborg. Yfirlýsing þessi brítur þá hefð að breska kmnufjölskyldan bregðkt ekki við þvi sem birtist. í dagblöðum. Undanfarið hefur mikið verið skrifað um ævintýri Díönu og raágkonu hennar, Söm Ferguson, og þær sagðar drekka mikið af kampavíni. Bandarískir embættismenn og leið- togar Atlantshafsbandalagsins bmgð- ust í gær af varúð við nýjasta tilboði Mikhail Gorbatsjovs, aðalritara sov- éska kommúnistaflokksins, í afvopn- unarviðræðunum en sögðu að það virtist aðgengilegt. Gorbatsjov lagði í gær fram tillögur þar sem hann býður upp á að útiýmt verði öllum meðal- og skammdrægum kjarnorkuvopnum í bæði Evrópu og Asíu. Einn tals- manna bandarískra stjómvalda sagði Mikhail Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, sem hér heils- ar ritstjóra dagblaðs i Indónesiu, lagði i gær fram nýtt boð í afvopnunarvið- ræðunum. Simamynd Reuter Miklar óeirðir bmtust út i Dakka, höfuðborg Bangladesh, í gær, í kjölfar verkfalls. Allt að hundrað manns meiddust í óeirðunum og beitti lögreglan táragasi til þess að dreifa mannfjöldanum. Um fjögur hundmð mótmælendur réðust á eina af stöðvum hersins í Bangladesh og brenndu hana til grunna. Lögreglan skýrði frá því í gær að um áttatíu hefðu verið handteknir í átökum við sveitir óeirðalögreglu. Svo virtist sem almenningur í Bangladesh styddi verkfall þetta sem stóð í fimmtíu og fjóra tíma og var boðað að undirlagi tuttugu og eins stjómar- andstöðuflokks. Verkfallsmenn vilja neyða Hossein Mohammad Ershad, forseta landsins, úr embætti á þeim forsendum að hann stjómi með einræðis- legum aðferðum í skjóli hervalds. Þotu frá skandínavíska flugfélaginu SAS hlekktist í gær á í flugtaki á flugvellinum í Bangkok. Þotan, sem er af gerðinni DC 10, rann út af flug- brautinni rétt fyrir flugtak og brotnaði fi-amhjól undan henni. Farþegar urðu að forða sér um nevðarútganga þotunnar og tókst það án þess að nokkur þeirra meiddist. Hundrað sextíu og finun farþegar voru í þotunni og dvöldu þeir á hóteli vfir nóttina en héldu síðan ferðum sínum áfram. Miklar siysfarir á Ítalíu undanfarið Miklar slysfarir hafa undanfainð orðið í umferð á Italíu og fyrri hluta vfirstandandi mánaðar létu firnm hundruð fjörutiu og níu manns lífið á vegum landsins. Þrátt fyrir mikla herferð fyrir varúð i umferðinni. af hálfu lögreglu og annarra yfirvalda á ítalíu. hefur Ijöldi slvsa undanfarið verið um sjö pró- sent meiri en á sambærilegum tíma í fyma. Meiðsl á mönnum hafa verið meiri og fleiri en í fyrra og á síðustu þrem vikum hafa nær þrettán þúsund [ ítalir slasast í umferðinni. Díana ekki vera alki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.