Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Blaðsíða 34
34
FIMMTUDAGUR 23. JULI 1987.
Reynir Pétur Ingvarsson
Fleiri tækni- og fræðsluþætti
Það þyrfti að vera langtum meira
um tæknilega þætti og íræðsluþætti
í sjónvarpinu. Það eru uppáhalds-
þættimir mínir. Nýjasta tækni og
vísindi er t.d. fjandi góður þáttur.
Einnig þykir mér mjög gaman að
þáttum þar sem verið er að heim-
sækja fólk og spjalla við það, eins
og Stiklur Ómars sem eru svakalega
góðir þættir. I gær horfði ég á spum-
ingaþáttinn hans Ómars, Spurt úr
spjörunum. Ég held mikið upp á
Ómar. Hann er svo hress og léttur
að ég efast um að hann stígi nokk-
um tíma á jörðina.
Sjónvarpið mætti taka fyrir
nokkra tónlistarþætti, t.d. sveitatón-
list og þýska ljóðatónlist. Ég hef
mjög gaman af svoleiðis músík. Ég
er líka viss um að fleiri myndu horfa
á tónlist í sjónvarpinu ef það kæmi
í stereo. Já, þá væri bara eins og
maður væri kominn í Heita pottinn.
Ég er ekkert sólginn í framhalds-
Reynir Pétur Ingvarsson.
þætti og er agalega linur við að horfa
á svoleiðis. Hér á Sólheimum er horft
frekar mikið á sjónvarp og þó aðal-
lega video. Þá em oft valdar heldur
þurrar myndir, eins og ég kalla það.
Myndir sem lítið er varið í, spennu-
myndir og svoleiðis. Þá sitja allir
spenntir og varla má segja orð. Það
finnst mér leiðinlegt því ég hef ekk-
ert gaman af glæpamyndum og vildi
að videoleigumar byðu upp á meira
úrval af fræðsluþáttum. Þá þætti
myndi ég sko gleypa í mig.
Útvarp hlusta ég stundum á en ég
geri það nú minna núna af því að
ég er búinn að fá mér leysispilara
og hlusta þvi frekar á mína tónlist.
Ef ég legg eyrun við útvarpinu þá
hlusta ég á Stjömuna og Rás 2. Það
mætti vera fjölbreyttara lagaval á
Rás 2, t.d. þýsk týrólalög. Annars
get ég ekki alveg borið saman þessar
stöðvar því ég hef svo lítið hlustað
á þær.
Jarðarfaiir
Útvarp - Sjónvarp
Hársnyrtistofan Hársel
er flutt í stórt og nýtt húsnæði í Mjódd-
inni, Þarabakka 3, annarri hæð. Hún var
áður til húsa í Tindaseli 3. Hársel býður
upp á alla almenna hársnyringu fyrir döm-
ur, herra og börn. Þar á meðal er nýjung
sem er Climazon tæki fyrir permanent og
litanir og tryggir öruggan árangur. Eig-
endur hársnyrtistofunnar eru Agnes og
Ingunn og auk þeirra vinna þrjár stúlkur
á stofunni. Hönnuður stofunnar er Hilmar
Guðjónsson.
Þormóður Guðmundsson lést 17.
júlí sl. Hann var fæddur á Patreks-
firði 23. febrúar 1925. Foreldrar hans
voru Anna Helgadóttir og Guðmund-
ur Þórðarson. Þormóður bjó mestan
hluta ævi sinnar á Patreksfirði og
starfaði þá helst við sjómennsku.
fluttist síðan til Reykjavíkur og réðst
hann þá í vinnu hjá Stillingu hf.
Eftirlifandi eiginkona hans er Val-
gerður Jónsdóttir. Þeim hjónum varð
þriggja barna auðið. Útför Þormóðs
var gerð frá Fossvogskirkju í morg-
un.
Laufey Áróra Guðmundsdóttir
lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund 12. þessa mánaðar. Útförin
hefur farið fram í kvrrþey að ósk
hinnar látnu.
Guðbjörn Guðbjörnsson, sem and-
aðist á vistheimilinu Viðinesi 18. júlí
sl.. verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kapellu mánudaginn 27. júlí kl. 10.30.
Guðmundur Óli Ólason prentari.
Hraunbæ 112. verður jarðsunginn frá
Árbæjarkirkju föstudaginn 24. júlí
kl. 13.30.
Gunnar Valgarður Kristjánsson,
sem andaðist í sjúkrahúsinu á Húsa-
vík 17. júlí, verður jarðsunginn frá
Svalbarðskirkju, Þistilsfirði, laugar-
daginn 25. júlí kl. 14.
Pétur Pétursson, Engjavegi 49.
Selfossi, verður jarðsunginn frá Sel-
fosskirkju föstudaginn 24. júlí kl. 13.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Bryðjuholti, lést á sjúkrahúsi Suður-
lands 20. júlí sl. Jarðað verður í
Hruna laugardaginn 25. júlí kl. 14.
Þorkell L. Ingvarsson, fyrrverandi
stórkaupmaður, Dalbraut 27,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Langholtskirkju föstudaginn 24. júlí
kl. 15.
Jóhann Franksson de Fontenay
lést 11. júlí sl. Hann var fæddur í
Reykjavík 12. júní 1929, sonur hjón-
anna Guðrúnar Eiríksdóttur og
Frank Le Sage de Fontenay. Árið
1945 fluttist Jóhann til Danmerkur
og lauk þar stúdentsprófi og stund-
aði hann nám í verkfræði þar í tvö
ár. Árið 1952 fluttist hann aftur til
Islands og útskrifaðist hann sem
búfræðikandídat frá Bændaskólan-
um á Hvannevri árið 1955. Næstu
fimm árin starfaði hann sem ráðu-
nautur hjá Bnsb. Borgarfjarðar. Árið
1960 réðst hann til Sambandé ísl.
samvinnufélaga. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Ólöf Kristófersdóttir.
Þau hjónin eignuðust fjögur börn.
Útför Jóhanns verður gerð frá Stór-
ólfshvolskirkju í dag kl. 14.
Sigríður Dóra Ingibergsdóttir,
Brimhólabraut 19, Vestmannaeyjum.
sem lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja
15. júlí, verður jarðsett frá Landa-
kirkju laugardaginn 25. júlí kl. 14.
Magnús Vigfússon frá Þórólfsstöð-
um, er andaðist 19. júlí sl., verður
jarðsettur frá Kvennabrekkukirkju í
dag fimmtudag 23. júlí kl. 14.
Valgerður Kristjana Einarsdótt-
ir, Reykjalundi. sem lést á Vífilsstöð-
um 16. júlí, verður jarðsungin frá
Laugarneskirkju í dag fimmtudag 23.
júlí kl. 15.
Árni Garðar Kristinsson, Mela-
braut 55, Seltjarnarnesi, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag
fimmtudag 23. júlí kl. 13.30.
Guðbjörg Júlía Þorsteinsdóttir,
Furugerði 1, verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu í dag fimmtudag 23.
júlí kl. 13.30.
Tapað - Fundið
Úr tapaðist í Dalalandi.
Georg Jensen karlmannsstálúr tapaðist á
sunnudaginn sl. í kringum Dalaland 12.
Finnandi er vinsamlegast beðin að hringja
í síma 38279 á kvöldin. Góð fundarlaun.
Áskorun Iffiræðinga:
Hvatveiðar ekki réttlætanlegar
„Við undirritaðir líffi-æðingar fögn-
um auknum rannsóknum á lifandi
hvölum hér við land en skorum jafn-
framt á ríkisstjóm fslands að virða
tímabundið veiðibann Alþjóðahval-
veiðiráðsins, hætta hvalveiðum og
kosta rannsóknir hvalastofha með
öðrum hætti en með ágóða af hval-
veiðum," segir í upphafsorðum ásko-
runar sem 21 líffræðingur hefur sent
ríkisstjóminni.
í bréfinu segja líffræðingamir að
„vísindaveiðar" séu ekki líklegar til
Opið hús fyrir erlenda
ferðamenn
| Norræna húsinu
I „opnu húsi“ Norræna hússins í kvöld 23.
júlí kl. 20.30 talar sr. Heimir Steinsson
þjóðgarðsvörður um Þingvelli, hvert hfut-
verk þeirra hafi verið í vitund þjóðarinnar
og sögu. Spjall Heimis verður flutt á
dönsku enda er dagskráin í „opnu húsi“
einkum ætluð norrænum ferðamönnum.
fslendingar eru þó engu að síður velkomn-
ir líka. Að loknu stuttu kaffihléi verður
sýnd kvikmyndin „Þrjár ásjónur fslands"
með norsku tali. Aðgangur er ókeypis og
allir velkomnir.
að bæta vemlega þekkingu á fjölda,
útbreiðslu og atferli hvala og meta
veiðiþol hvalastofha við ísland. Loka-
orð líffræðinganna em þessi: „Þrátt
fyrir söfnun gagna með hvalveiðum i
áratugi hefur ekki reynst unnt að
ákvarða stærð og veiðiþol hvalastofiia
hér við land. Núverandi „veiðar í vís-
indaskyni“ breyta þar litlu um.
Hvalveiðar okkar íslendinga em því
ekki réttlætanlegar eins og á stendur
og við teljum rangt að kenna þær við
vísindi." -JFJ
Tónleikar
Greifarnir með tónleika
í Evrópu
f tilefni útkomu hljómplötunnar „Sviðs-
mynd“ í síðustu viku verða Greifarnir með
tónleika í veitingahúsinu Evrópu í kvöld
23. júlí. Á efnisskrá Greifanna verða að
sjálfsögðu lögin af nýju plötunni ásamt
áður útgefnu efni og nokkrum nýjum lög-
um sem ekki hafa heyrst opinberlega áður.
Húsið opnar kl. 22 og tónleikarnir hefjast
kl. 23.30. Miðaverði er stillt mjög í hóf.
Ný blúsplata frá hljómsveit-
inni Centaur.
Þessi önnur plata Centaurs er full af hress-
um blúslögum sem myndu sennilega
flokkast undir „Hvítan blús“ þó svo mörg
lögin séu eftir fræga svarta blúsara. Lögin
eru misjafnlega gömul og sum þeirra all-
ólík sinni upprunanlegu mynd. Þetta er
fyrsta íslenska platan sem hefur eingöngu
blúslög innanborðs svo að blúsgeggjarar
og aðrir unnendur hressrar tónlistar ættu
ekki að láta þessa plötu fara fram hjá sér.
Fimmtudaginn 23. júlí ætlar hljómsveitin
að halda blústónleika á hótel Borg. Tón-
leikarnir hefjast kl. 22.
Hún Júlla er týnd, hún á heima í Fiska-
kvísl 3. Ef einhver hefur séð hana eða
veit hvar hún er, vinsamlegast látið þá
vita f síma 671670.
Tímarit
OlKBxleg orlofshúa A SpAni til ^
■ tilu« Ful lf rágengin ati ufcan og g|
innan Aaamt ltiti . mm
M jög hagataett verö eða f r A ^
Jcr • 1200 þúa . — Greiðalukjör . _
G.Óskarsson & Co. *
Simar 17045 oq 15945 ■
Elskuleg dóttir okkar og systir
SVAVA KRISTJANA RAGNARSDÓTTIR
andaðist á Landspítalanum 21.7. 1987.
Kristín Halldórsdóttir Ragnar Lövdal
Gunnar Björgvin Ragnarsson
Kúabændur,
athugið!
Sýklamælarnir
komnirtil afgreiðslu.
ísl. leiðarvísir fylgir.
Kr. 9.000,-
BOÐlHF Kap'ahraunMB
Simi 91 -651800.
Ný menntamál
2. tbl., 5. árg., eru komin út. 1 þessu tölu-
blaði er enn reynt að grípa á kýlum
íslenskra menntamála. 1 efnisflokknum
„Homrekur skólakerfisins" segir Guðrún
Halldórsdóttir frá eldra fólki sem hefur
ekki samkeppnisfærar prófgráður við sér
yngra fólk, Hildur Biering og Jóhanna
Gestsdóttir fjalla um grunnskólanemend-
ur sem hafa flosnað úr skólum og Helga
Sigurjónsdóttir greinir frá nemendum sem
falla á grunnskólaprófi. í blaðinu er einn-
ig efnisflokkur um friðarfræðslu þar sem
rifjaðir eru upp gamlir kaflar úr ræðum
þingmanna. Guðríður Sigurðardóttir segir
frá hugmyndum um friðarfræðslu í skólum
og viðtöl eru við kennara og deildarstjóra
skólaþróunardeildar. Fyrir utan fasta
þætti má svo loks nefna grein Þórðar
Helgasonar um þátt þjóðfræðinnar í skóla-
starfi. Ný menntamál koma út fiórum
sinnum á ári og ritstjóri þeirra er Hannes
Ólafsson. Þau eru gefm út af Bandalagi
kennarafélaga og eru sefd í stærri bóka-
verslunum og í áskrift. Áskriftarsími
þeirra er 91-31117.
Ýmislegt
Minningarspjöld Hellnakirkju
fást hjá Magnfríði Sigurbjamadóttur,
Hofteigi 16, sími 34982.